Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 12
/. 12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 Sovézkur tundurspillir á Miðjarðarhafi. Myndin var tekin frá bandarísku herskipi. f- BYRJAÐ Á ............ í Framliald af bls. 10 !er ekki hlutaskiptafyr IRKOMULAGIð ÚRELT j IHllutaskiptafyrirkom.ula.gið hef ur alla tíð valdið tortryggni og deilum, en bvo erfitt sem það var o£t í framkvæmd meðan sjó- maðuxinn og útgerðarmaðurinn áttust einir við, þá hefur nú kevrt um þverbak þegar fjöldi aðila mætir orðið til skiptanna í fjörunni. Þar stjákla nú yfir hrúgunni: sjómaðurinn — út- gerðarmaðurinn — fiskkaupand inn — verðlagsráð — ríkisstjórn- in og Alþingi, og þar er slegizt um hvern titt eftir monroekerfi, það er einn við alla og allir við einn. Það er varla vafamál, að nú þyrfti að nota tækifærið til að breyta þessu kerfi og taka upp svipað fyrirkomulag og er hjá togarasjómönnum, það er fast kaup, og premíu og frítt fæði. Um þetta síðasta atriði er það að segja að sjómenn hafa enga aðstöðu til að fylgjast með fæðiskostnaði fremur en öðrum útgerðarkostnaði. Það er um þennan lið, fæðiskostnaðinn að segja, að hann er ákaflega breyti legur á hinum ýmsu skipum, en mennirnir um borð hafa ekki að stæður til að fylgjast með, hvort nægjanlegrar hagsýni sé gætt í innkaupum og eyðslu. Þó að það sé vitað að útgerðarmennirnir eiga sjaldnast sök á himum mikla mismun fæðiskostnaðar á skipunum ve'ldur þetta fyrir- komulag deilum. Þar sem hér er um tvo oft stríðandi aðila að ræða, er báðum það fyrirkomu- lag til tjóns, að annar aðilinn annist reksturinn en hinn borgi. Það er ógaman fyrir sjómann- inn að fá það framan í sig, þeg- ar hann kemur til að gera upp í vertíðarlokin að hann sé bú- inn að éta út alla híruna og eigi ekkert inni. Kostreikningarn ir eru þá orðnir að fjallháum stafla og ævistarf að pæla gegn um þá, enda þýðinarlaust, það er búið sem búið er. Venjulega stafar óeðlilega dýrt fæði af því að kokkurinn hefur reynzt ohagsýnn við innkaupin og mat- urinn ódrýgst í höndum hans, en útgerðin ekki fylgst nægjan- lega með í tæka tíð. Það mun allsstaðar venja nema hjáhluta sjómönnum, að þeir sem vinna fjarri heimilunum sínum hafi frítt fæði. Þannig gildir jafmt um fæðið sem frádrag af óskipt- um afla, að sjómenn verða að hlíta því, sem að þeim er rétt, án þess að hafa aðstöðu til að fylgjast með hlutunum og slíkt vekur úlfúð og deilur. Viðskipti útgerðar og sjó- manna á að hafa eins hreinleg og einföld og mögulegt er. Það væri báðum aðilum til góðs, því útgerðarmenn eru iíka lang- þreyttir á tortryggni og því að vera sífelld vændir í tíma og ótíma um það, að þeir séu að hafa af mannskapnum. — Rússneski björninn Framhald af bls. 11. Uralfjalla" myndi eina heild, verður nú allt í einu að játa, að Rússar vinna að framkvæmd út- þensluáforma og heimsveldisráða gerða, sem miða að „Sovét Ev- rópu frá Uralfjöllum til Atlants- hafs“. SÓKN f VESTUR Sovézki Miðjarðarhafsflotinn er sjálfum sér nógur eins og sjötti floti Bandaríkjanna. Hann þarf ekki flotastöðvar meðan hann heldur sig á austanverðu Mið- jarðarhafi. En ef hann leitar til vesturs og sækir til Miðjarðar- hafs vestanverðs til þess að vinna að framgangi sovézkrar sóknar- stefnu eru herstöðvar nauðsyn- legar og ekki síður viðkomu- staðir fyrir flugvélar, sem nú orðið geta haldið sig yfir aust- anverðu Miðjarðarhafi. „Friðsamlegt hernám" Alsirs og í Austur Evrópu, hin nýja Brezhnev kenning, þess efnis að Rússar hafi rétt til íhlutunar í öllum kommúnistalöndum, sem fara eigin leiðir, hefur gerbreytt hernaðarástandinu á Miðjarðar hafi og ástandi heimsmálanna. Þess vegna hafa Bandaríkin og Vesturveldin áhyggjur af Júgó- alavíu. Þess vegna hafa risið sí- fellt háværari kröfur í Frakk- landi um ,,ný viðhorf í varnar- málum“. Þess vegna ætla Bretar að efla Miðjarðarhafsflota sinn. Og þess vegna hefur verið ákveð ið að koma á fót mýrri flug og flotastjórn á Miðjarðarhafi und ir yfirstjórn NATO með sama sniði og tíðkast hefur á Atlants- hafi. í byrjun verða aðilarnir að þessum sameiginlega _ herstyrk Bandaríkj amenn og ítalir. En seinna er einnig gert ráð fyrir þátttöku Grikkja og Tyrkja, þeg ar þeir hafa gert út umágein- ings efni sín á Kýpur, en það er raunar líklegt að muni takast fljótlega, beinlínis vegna hins aukna flotastyrks Rússa á aust- anverðu Miðjarðarhafi. Rússneski björninn heldur á- fram stöðugri leit sinni að hlýrri höfum. Og vera hans á Miðjarð- arhafi er orðin staðreynd. ítalir kö'lluðu Miðjarðarhafið „Mare Nostrum" og vildu þar öllu ráða. Nú er Miðjarðarhaf aftur á móti á góðri leið með að verða „Mare Sovetica". Flugeldar og blys STJÖRNULJÓS 3 stærðir (10—80 cm.) ENSK BLYS (hvellblys — sírenublys — sólir). BENGAL eldspýtur. HVERGI BETRI VÖRUR. Allt á gamla verðinu. Opið til kl. 22 mánudag. Vesturröst og Rafiðjan Garðastræti FLUGELDAH ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA HANDBLYS RAUÐ - GRÆN JOKERBLYS REGNBOGABLYS RÖMÖNSK BLYS F ALLHLÍF ARBL Y S BENGALBLYS STJÖRNUGOS -k ELDFLAUGA TUNGLFLAUGAR STJÖRNURAKETTUR SKIPARAKETTUR JÖKER STJÖRNUÞEYTIR BENGAL ELDSPÝTUR VAX-UTIHANDBLYS, loga % tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma — HENTUG FYRIR UNGLINGA — VERZLUN 0. ELLINGSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.