Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 13
4 t J fíflllíi: t S f! iHIIl! t J ( f \ 1 V 1 ' VA ' X : MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 13 Vantraust á gagnfræöaskólana að láta þá ekki útskrifa sína nemendur Rætt v/ð Guðmund Hansen kennara um landspróf og fl. GUBMUNDUR Hansen hefur verið kennari við gagnfræða- skóla í hálfam annan áratug, fyrst í Stykkishólmi, en nú í 10 ár í Kópavogi. í Kópavogi er stór gagnfræðaskóli með um 800 nemendum og 30 kennurum. í fyrsta bekk eru 9 bekkjardeildir með 230 nemendum, öðrum bekk 10 með 280 nem., þeim þriðja eru þrjár landsprófsdeildir með 90 nemendum og 5 almennar deildir -með 122 nemendum og í þeim fjórða 3 bekkjardeildir með 76 nemendum. Sérgreinar Guð- mundar eru landafræði og mann- kynssaga,, en hann hefur einnig haft aðrar kennslugreinar á sinni könnu. Hann hefir löngum kennt landsprófsnemendum, og þar sem landspróf er mjög á oddinum nú, hóf fréttamað-ur Mbl. viðtal við ha-nn á spurningu um það. —- Blívur landsprófið eða á að fella það niður? — Ég tel að leggja eigi lands- prófið niður, þó það verði kannski ekki gert í einum á- fanga, segir Guðmundur. Minni skólarnir úti á landi gætu t. d., ef samkomulag er um það, haldið áfram að láta taka samræmt próf. En stóru skólarnir eiga að útskrifa sjálfir sína nemendur. það er mikið vantraust á skólana að leyfa þeim það ekki. Mennta- skólarnir verða að taka mark á okkar prófum, eins og háskólar taka mark á stúdentsprófum og við í ga-gnfræðaskólunum tökum mark á lokaprófum barnaskól- anna. Landsprófið var spor í rétta átt á sínum tíma. Það leysti af hólmi inntökuprófin í menntaskólunum og var þannig réttarbót fyrir smáskólana úti á landsbyggðinni. En sporið er ekkj stigið til fulls, fyrr en gagn- fræðaskólarnir fá að útskrifa alla sína nemendur sjálfir. Þarna er um að ræða tilfærslu á ábyrgð í tveimur áföngum, en ég tel, að það væri spor aftur á 'bak að taka upp inntökupróf við mennta skólana að nýju. — Nú leggja margir skóla- menn metnað sinn í að koma sem flestum af sínum nemendum gegnum landspróf. Heldurðu ekki, að það yrði þeim freisting að hjálpa sínum nemendum til framhaldsnáms með ívið velvilj- uðu mati á kunnáttu þeirra? — Það yrði held ég ekki gert viljandi í neinu-m gagnfræða skóla, enda bjarnargreiði. Og vitaskuld yrðu lögskipaðir próf- dómarar í þessum prófum eins og öðrum lokaprófum. Ef það kæmi hins vegar í ljós, að stór hópur nemenda frá ákveðnum gagnfræðaskóla ætti mjög erfitt uppdráttar í menntaskólanámi, þá mundi það að sjálfsögðu krefjast endurskoðunar og sam eiginlegrar athugunar beggja að ila. — Af hverju viltu leggja landsprófið niður? Hverjir eru stærstu gallarnir á því? — Mér finnst landsprófsfyrir- kom-ulagið binda um of hendur kennarans við ákveðna yfirferð og próf. Einnig held ég að skyn- samlegur tilgangur þessarar miklu samræmingar missi oft marks í framkvæmdinni og fari út um þúfur. Ef prófin eru í hönduim skólanna sjálfra, þá eru þau samin af kennurum, sem eru í beinu sambandi við þá nem endur, er eiga að taka þau. Jafnvel þótt kennari sé allur af vilja gerður til að falla inn í þetta kerfi og láti binda hendur sínar með fyrirmælum af færi- bandi landsprófsnefndar, þá kem ur fyrir, að eitthvað allt annað en hann átti von á er lagt fyrir nemend-ur á prófi og aðrar regl- ur látnar gilda um einkunna- gjöfina. Sumar nýjungar birtast á prófdegi og aðrar enn seinna. — Hvernig til dæmis? — Til dæmis hefur landsprófs- nefnd ákveðið að miða ekki al- gerlega við einkunina 6 til inn- göngu í menntaskóla, en leyfa nemendum að endurtaka próf í einstökum greinum að haustinu, ef þeir eru nálægt markinu. Enn hefur nefndin ekki gert kunnugt, við hvaða einkunn þá verður miðað og ætlar sennilega að hafa það í hendi sér eftir á. Mér finnst, að landsprófsnemendur og kennarar eigi að þekkja þessar leikreglur, áður en til leiksins er gengið. Og úr því að leyfa á nemendum að taka upp prófin að haustinu, þá ættu allir, sem staðizt hafa landspróf miðskóla með einkunina 5 að fá sama rétt í þessu máli. — Þið teljið sem sagt, að þið getið ekki miðað kennsluna við prófreglur, sem svo geta verið breytingum undirorpnar? — Sumar nýjungar frá lands- prófsnefnd koma eins og skoll- inn úr sauðarleggnum yfir kenn- ara og nemendur. í haust var tilkynnt, að í landsprófsdeildum ætti að gefa einkunnir öðru vísi en í öðrum bekkjum skólanna, þ. e. gefa einungis í heil-um töl- um. Með þessu segist landsprófs- nefndin vera að forða okkur frá „kommustríði“ í einkunnagjöf. Svo er þó ekki. í krossaprófun- um svonefndu er svarið annað hvort rétt eða rangt og í sam- bandi við ritgerðir er ekkert komm-ustríð. Á ritgerðir lítur maður ekki sem skýrslur, þar sem eitthvert smáatriði vantar eða kemur til skila. Þar hlýtur nemendinn að hafa nokkurt frelsi um, hvar og hvernig hann leggur áherzlur. Ef þetta kommu stríð væri staðreynd, þyrfti að breyta einkunnagjöf í öllum bekkjum gagnfræðaskólanna, en ekki sumum. Landsprófsnefndin virðist ekki átta sig á, að auka- stafurinn kemur fram við deil- inguna. Formaður landsprófs- nefndar segir, að próf séu hug- vísindaleg mælitæki. Er það kostur á mælitækjum, að niður- staðan sé ónákvæm og villandi? Ég vil bæta því við, að prófin eru auk þess mikilvægur áfangi í sjálfum sér, hvað sem stóra- og litla-vísi mælitækisins líður. — Hvernig lízt þér á aðrar nýjungar í sambandi við prófin? — Það er mjög umdeilt, hvort rétt sé að fella niður próf í einni lesgrein. Formaður landsprófs- nefndar segir, „að ýmsir telji“, að tungumál og stærðfræði hafi meira forsagnargildi til æðra náms en t. d. lesgreinar. Þetta tel ég hæpið almennt eða jafn- vel alrangt í mörgum tilfellum. Mjög há eða lág einkunn í stærð- fræði getur haft neikvætt for- sagnargildi fyrir máldeildarstúd- ent, sem hafnar síðar á sviði félagsmála eða stjórnmála. Og hvað tungumálin áhrærir, þá eru til svo mörg tungumál, að hæpið er að 2—3 slíkar einkunn- ir hafi meira forsagnargildi eða menntunargildi en einkunnir í sögu og náttúrufræði. Núverandi deildaskipting í menntaskólunum styður að visu nokkuð þessa skoðun landsprófsnefndarfor- mannsins, en hún er að breytast. Komin er náttúrufræðideild við einn menntaskólann og nýmála- deild með áherzlu á félagsfræði við annan. — Hvað verður um þessa grein, sem ekki kemur til prófs? — Það er ekki vitað hvaða grein verður sleppt i hverjum skóla fyrr en kennslu er lokið. Þá er okkur ætlað að hafa til reiðu vetrareinkunn í greininni, sem sleppt er. Hana á að færa inn á prófskírteininin síðar, en þar verður hún ekki reiknuð með í aðaleinkunninni. Þetta þýðir sennilega, að við verðum að hafa vetrareinkunnir til reiðu í öllum lesgreinunum þrem, þeg- ar upplestrarleyfið hefst. Þetta mun skapa skólunum mikið ó- hagræði. Síðustu dagarnir í kennslunni fyrir landspróf erv of dýrmætir til að eyða þeim í próf, sem ekkert mark er tekið á. Þannig getur'farið, þegar störfin eru ekkj skipulögð af þeim, sem vinna þau. — Þegar landsprófið komst á Guðmundur Hansen 1946 og núverandi fræðslulög, segir Guðmundur ennfremur, var ákveðið að menntaskólarnir yrðu fjögurra ára skólar, þótt mennta- deildin sé þriggja ára nám. Fyrsti 'bekkurinn er nokkurs konar for- garður skólans og þar fer fram almennt gagnfræðanám. Þar með er gagnfræðanámið sundur slitið. Menntaskólarnir taka hluta af nemendahópnum úr 3. bekk gagnfræðaskólanna ári of snemma, en hina útskrifum við ári síðar. Þessu þarf að breyta, þegar fræðslulöggjöfin verður endurslooðuð, og gera gagn- fræðanámið að sjálfstæðri heild. — Ert þú meðmæltur því, að stytta námstímann til stúdents- prófs um eitt ár? Heldurðu að nemendur hér læri jafn mikið og nemendur annarra þjóða, þar sem við höfum nú þegar styttri skólatíma árlega en þeir? — Með því að stytta skóla- námið um eitt ár, vinnst dýr- mætur tími. Og ég held, að það komi ekki að sök, ef þetta er gert með því að færa æðra nám niður, eins og þegar er byrjað á með góðum árangri. Mér detta í hug ummæli, sem einn kunn- ingi minn viðhafði, þegar hann frétti, að farið væri að kenna mengi í 7 ára bekkjum barna- skólanna: „Er nú rökfræðin í há- skólanum komin niður í 7 ára bekkina?" Hvað skólaárinu viðkemur, þá býst ég ekki við, að hægt verði að fækka árunum, án þess að lengja árlegan skólatíma eitt- hvað. — Hvernig fellur þér, Guð- mundur, að kenna unglingum? — Það er gaman að kenna á- hugasömum nemendum og skipt- ir þá ekk'i máli, hvort þeir eru duglegir eða seinfærir. En það getur farið af gamanið, ef áhuga- leysi og námsleiði er fyrir hendi. — Ber mikið á námsleiða? Af hverju stafar hann? — Mest seinni hluta vetrar. Það er erfitt að greina orsökina. Kannski stafar hann af því, að við komum ekki nægilega vel til móts við nemendur eða að námið sé ekki nægilega við þeirra hæfi; þeim sé ætlað of lítið eða of mikið. — Þannig að þeim seinfæru sé ætlað of mikið og þeir dug- legu hafi ekki nægileg viðfangs- efni? — Munurinn er ekki svo mik ill innan bekkjanna, þó hann geti orðið nokkur í einstökum grein- um, því raðað er í bekki eftir getu. En sum prófin eru sam- ræmd fyrir alla bekki og alla nemendur, duglega og seinfæra. Þannig er þeim seinfæru stillt upp við vegg. Þeir hafa ekki möguleika á að standa ,sig á prófinu, því yfirferðin í kennsl- unni er svo miklu minni. Ungl- ingapróf í stafsetningu og reikn- ingi eru samræmd um allt land — landspróf. Ef nemendi nær ekki tilskilinni einkunn í þessum greinum, þá fellur hann á próf- inu. Þessar fallgréinar á ungl- ingaprófinu þjóna þeim tilgangi einum að vera fótakefli fyrir allra seinfærustu nemendurna, því nú orðið skiptir unglinga- prófið sjálft ekki meginmáli, heldur framhaldseinkunin upp í almennan 3. bekk. Ennfremur tel ég mjög hæpið að skylda nem- endur til að ganga undir próf, sem líklegt er, að þeir falli á. öðru máli gegnir, þótt nemandi falli á prófi, sem hann fer í af frjálsum vilja. Þetta atriði tel ég mikinn galla á fræðslukerfinu. í 1. og 2. bekk eiga seinfærir nemendur að fá námsefni við sitt hæfi, en til þess að það geti orðið, verður samræmingarvillan að hverfa, þegar gengið er til prófa. Nemendur, sem setjast hér í 1. bekk á haustin eru oftast mjög áhugasamir og jákvæðir. Sein- færir nemendur fá oftast of þung próf á miðsvetrarprófi og eink- unnir í samræmi við það. Slíkt dregur mjög úr áhuganum, því varla er hægt að búast við, að þeir stritist allan veturinn við námið, ef árangurinn er metinn á 1, 2 eða 3, þegar alúð var lögð við námið. Þessir nemendur missa trúna á kennarana og skólann. En vandamálið er ekki auðleyst. Tvenns konar próf mundu ekki leysa þennan vanda að fullu. Sennilega væri bezt að draga úr prófafarganinu og hafa engin micfevetrarpróf í 1. bekk. — Þetta er orðið langt mál og við gætum sjálfsagt setið og rætt skólakerfið í það óendanlega, svo eins mó setja punktinn hér. Þó verður ekki skilið svo við Guð- mund að ekki verði drepið á fé- lagsmálastörf hans. Hann hefur mikið starfað að málum háskóla- menntaðra kennara, var í stjórn BA-manna félagsins í þau 2—3 ár, sem það starfaði, áður en þeir félagsmenn tóku höndum saman við cand. mag.-mennina og stofn- uðu Félag háskólamenntaðra kennara. En þar var Guðmundur í stjórn, þar til í sumar, og var formaður launamálanefndar. En háskólamenn eru sem kunnugt er mjög óánægðir með kjör sín. Guðmundur útskýrir: — Við stofnuðum okkar eigin samtök, því það var eina leiðin. Við vorum búir að fá okkur full- sadda af LSFK og BSRB. Við vorum mjög óánægðir með kjaradóminn frá nóvember 1965 og höfum enga leiðréttingu feng- ið enn — fengum þá reyndar enga. Það var röðunin í launa- flokka, sem við teljum rangláta. Þessi kjaradómur átti að gilda í tvö ár, en endurskoðun á til- færslum milli flokka var frestað um eitt ár vegna starfsmatsins. Nú er það ár liðið og frestur kominn á frest ofan. Árangur starfsmatsins varðandi háskóla- menn hefi ég hér I plaggi einu, sem dagsett er í ágúst 1968. Þar er BA-prófið metið sem þriggja ára nám. Þetta er rangt, enda eftir kokkabókum þeirra i BSRB. BA-próf er nú síðan 1965 5 ára nám með uppeldisfræði, en aðeins þannig veitir prófið kennurúm full og óskilin starfsréttindi. Það skal tekið fram, að Bandalag há- skólamanna hefur enga aðild að starfsmatinu og hefur ekki samn- ingsrétt fyrir aðildarfélög sín. Kennarar með BA-prófi eru nú í 18. launaflokki, en barnakennar- ar og réttindalausir í 17. Ifl. Þarna er stúdentspróf og a. m. k. fjögurra ára háskólanám metið á einn launaflokk. — En kannski er þetta ekki tíminn til að tala um launamál, bætir Guðmundur við. Maður ætti kannski að vera ánægður með að hafa sitt á þurru, miðað við þá, sem eru í óvissunni. AU6LYSINGAR SÍMI SS«4*8Q SKRIFSTOFU- EÐA IÐNAÐARHÚSNÆÐI TIL LEIGU Höfum til leigu nú þegar að Suðurlandsbraut 6, hentugt skrif- stofuhúsnæði, sem einnig kæmi til greina fyrir léttan, hreinleg- an iðnað. — Húsnæðið er á annarri hæð, um 90 ferm. að flatar- máli. Nánari upplýsingar fúslega veittar. Dráttarvélar h.f., sími 38540.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.