Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1908 tTifcgefandi H.f. Árvafcuf, Reykjavlk. Fnamkvíemdiaafcj óri Haraldur Sveinssian. 'Ritsfcjórar Sigurður Bjarniasan frá VigUiT. Matitfaías Jofaarmessten. Eyjólfur Konráð Jónsaoo. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm GuðlmundsBOiu •Eréttaisifcjóii Bjiörn Jófoannsson!. Auglýsinga'stj óri Árni Garðar Krigfcinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 18-100. Auglýsingaa? Aðalsfcrœti 6. Sími 22-4-80. Áskxiftargjald kr. 160.00 á mánuði innanilan.ds. 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið. EINSTÆÐAR KOSNINGAR ITið kosningu bankaráðs og " ýmissa nefnda á Alþingi rétt fyrir jólin gerðist ein- stæður atburður, sem menn hafa líklega ekki gert sér glögga grein fyrir, vegna jólahaldsins og blaðaleysisins um helgina. En það sem gerð- ist var í stuttu máli, að Fram- sóknarflokkurinn afsalaði sér einu sæti í bankaráðunum og nefndunum yfir til kommún- ista. Síðan Kommúnistaflokk- urinn klofnaði og Hannibal- istar hættu samstarfinu við kommúnista hafa þeir ekki þingstyrk til að fá mann kjör inn í fimm manna nefndir, þeir hafa einungis sjö at- kvæði. Þess vegna gat Fram- sóknarflokkurinn fengið tvo menn kjöma í nefndimar og bankaráðin, en bauð ekki fram nema einn mann til að tryggja, að kommúnistar fengju þar sæti. Oft hefur það gerzt á þingi, að flokkar hafi haft samvinnu við nefndar- kjör til að tryggja hagsmuni sína, og jafnvel hefur það hent, að einstakir þingmenn hafi haft áhrif á það hvaða andstæðingar eða andstöðu- flokkar fengi mann kjörinn, er þannig hefur hagað til að viðkomandi þingflokkur hef- ur ekki þurft á að halda öllu atkvæðamagni sínu. Hitt er furðuleg nýlunda, að flokkur afsali sér sæti, sem hann á eftir réttum reglum. Sannarlega er það líka furðulegt, að Framsóknarfor- ingjamir skuli hafa tekið upp svona nána samvinnu við Moskvukommúnistana að af- henda þeim þessi þýðingar- miklu áhrif. Ef Framsóknar- foringjamir vildu sýna þá gjafmildi að taka ekki þau sæti, sem þeim bar, og kjósa einungis gömlu mennina að nýju, gátu þeir samið við Hannibal Valdimarsson og hans menn og tryggt þeim þau sæti, sem kommúnistar fengu. En við þá var ekkert talað heldur setið á stöðugu makki með kommúnistum og meira að segja þurfti fundar- hlé til þess að Eysteini Jóns- syni og Ólafi Jóhannessyni tækist að handjárna lið sitt og fá það til að fallast á að afhenda k ommúnistum sætin í nefndunum og ráðunum. Áreiðanlega eru þeir Fram- sóknarmenn margir, sem munu spyrja foringja sína að því, hvers vegna þeir hafi af- salað sér þeim sætum, sem þeim bar og fengið þau komm únistum, og líklegt er að þeim reynist erfitt að svara. Má þó vera að þeir grípi til yfirlýsirtgar þeirrar, sem kommúnistar og Framsóknar- menn gáfu sameiginlega við afgreiðslu fjárlaga, þ.e.a.s. að stefna þessara flokka í efna- hagsmálum væri ein og hin sama, og þess vegna hefði ekki skipt máli, hvor flokk- urinn fengi sætin í banka- ráðunum. AÐFÖRIN AÐ ATVINNU- REKSTRINUM eir, sem nú búa við ótrygga atvinnu, mega gjarnan minnast afstöðu allra minni- hluta flokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur við af- greiðslu fjárlaga, er flokkar þessir lögðu til að lagðir yrðu nýir skattar á reykvískan at- vinnurekstur, sem næmi tug- um milljóna króna. Þessar til- lögur eru fluttar, þegar at- vinnuvegimir eiga í miklum erfiðleikum og brýna nauð- syn ber til að efla þá, svo að ekki skapist atvinnuleysi. Þessi aðför Framsóknar- manna, kommúnista og Al- þýðuflokksmanna að atvinnu- rekstrinum var því bein ógn- un við launþega og aðra þá, sem ekki eru í öruggum störf- um hvað sem á dynur, og þessi afstaða er í fullri and- stöðu við tillögu verkalýðs- samtaka og annarra um aukna atvinnu og þróttmeiri atvinnurekstur. SKYLDUSTÖRF LÖGREGLUNNAR Fhns og kunnugt er hefur " kommúnistaskríll látið á sér kræla í Reykjavík öðru hvoru að undanförnu, og hef- ur þetta fólk reynt að efna til óspekta á almannafæri. Lögreglan í Reykjavík hefur gegnt þeirri frumskyldu sinni að hindra óspektir og uppþot. Allir starfshættir lögregl- unnar undanfarin ár hafa verið með þeim hætti, að sú andstaða, sem borgaramir oft sýndu lögreglunni áður fyrr- um, er hún þurfti að halda uppi lögum og reglu, er horf- in. Fólkið skilur mætavel, að það á að standa með lögregl- unni við gæzlu laga og rétt- ar. Þess vegna er kommún- istahópurinn einangraður og ÉLsðk UTAN ÚR HEIMI Harmleikurinn í Tíbet: Markvisst unnið að kyn- blöndun við Kínverja — Klaustur gerð að áróðursstöðvum ,,Hugsunar Mao" — Hý kynslóð kynblendinga skal ekkert þekkja tit trúar- og menningarlegrar fornsögu Gangtok, Sikkim í des. — OFNS KÍNVERJAR herða nú stöðugt kverkatökin á Tíb- etbúum með því að hvetja til framleiðslu nýrrar kyn- slóðar kynblendinga, þ. e. afkvæma kínverskra karl- manna og tíbetskra kvenna. Sagt er að Kín- verjar krefjist þess, að sér- hver kínverskur maður, sem býr með tíbetskri konu, giftist henni og jafn- framt er kvenfólk hvatt til þess að velja sér kínverska maka. Eftir giftingu er hjónum af þessu tagi afhent bújörð og þau eru undanþegin bæði iands- og framleiðsluskatti. Þeim er greiðlega veitt hús- næði og er fyrsta barn þeirra fæðigt, er hjónunum veitt auikin matvæli og húsbúnað- ur. Mörgum þeirra kynblöndnu barna, sem nú eru að alast upp í Tíbefc, er allsendis ó- kunnugt um ýmsar fornar sið- venjur landsins. Trúin á end- urholdgun, sem var'ð til þess að Tíbet eignaðist marga trú- arlega þjóðarleiðtoga, er fyrir þeim aðeins úreltar minjar frumstæðrar fortíðar. Flóttamenn, sem koma yfir landamæri Tíbet í Himalaya- fjöllum, segja að Tíbetbúum sé nú ekki leyft að ferðast lengra en um 4 km. frá heim- ilum sínum nema til feoomi sérstakt leyfi frá hinum kín- versku yfirvöldum staðarins. Frjáls skipti á gulli milli manna hafa verið bönnuð. Tíbetbúum er bannað að kaupa gull e'ða silfur. Gull- smiðir mega gera vi® gamla gullmuni en mega efeki smíða nýja. Nákvæma og sundurlið- aða skýrslu um viðigerðirnar verða að sendast til næsta úti- bús banka hvers staðar. í þessum mánuði hafa níu Tíbetbúar öslað snjóinn í Himalayafjöllum og kiomizt yfir landamærin til Sikkim. Það, sem undrun sætir varð- andi þá, er að þeir komu með yafeuxa me® sér. Yakuxinn er fyrir Tíbet- búann hið sama og úlfaldinn fyrir eyðimerfeurbúann og jafn verðmætur. Sada eða skipti á yakuxum er nú bönn- uð í Tíbet, og haldin er ná- kvæm skýrsla um tilvist hvers einasta uxa. Flóttamennirnir segja, að svo langt gangi þetta að hjarðmenn verði að afhenda hræ dauðra uxa kín- versku eftirlitsmönnunum. Sögur þær, sem flóttamenn- irnir hafa að segja, lýsa hörmulegu lífi undir kín- verskri stjórn. Skorti á mat- vælum og öðrum vörum, sér- verzlunum fyrir Kínverja sjálfa og misfeunnarlausum trúarofsókn um. Flóttamennirnir segja, að lagt sé nú hald á klaustur landsmanna og þau gerð að áró'ðursmiðstöðvum fyrir hin- ar óskeifeulu „hugsanir Mao Tse Tung“. Risavaxnar mynd- ir af Mao koma í stað lík- neskja af Búdda, og Tíbetbú- um er gert skylt að bera á sér Rauða kverið, boðskaps- og hugsanabók hins kín- verska leiðtoga. Það er ekki auðvelt fyrir Tíbeta að komast yfir landa- mærin. Að flytja uxu með sér er enn meiri erfiðleikum bundið. Því hefur sú spum- ing vaknað hér í Sikkim, hvort yakuxinn eigi að vissu leyti leyndan skyldleika við Trójuhestinn. Menn velta því fyrir sér hvort Kínverjar stu'ðli í raun og veru að því að losna við þá aðila, sem verst una hlutskipti sínu, og noti sér jafnframt tækifærið til þess að láta leynast með þeim þaulþjálfaða njósnara og áróðursmenn. (Observer — öM réttindi áskilin). Iceland Review hefti helgaö ferðamálum ÁRAMÓTAHEFTI Iceland Re- view er nýkomið út. Er það jafnframt 4. hefti árgangsins 1968. Að þessu sinni er ritið að töluverðu leyti helgað íslenzkum nýtur ekki samúðar eins ein- asta heilbrigðs manns. Lögreglan í Reykjavík á miklar þakkir skildar fyrir það, hve vel hún hefur hald- ið á þessum málum, því að á ferðamálum til fróðleiks fyrir þá fjölmörgu, sem á næstu vikum og mánuðum ákveða sumarferða- lög sín. Birtist hér mikil yfirlitsgrein miklu ríður, að ofbeldisað- gerðir, sem ekkert eiga skylt við neinskonar réttindabar- áttu, séu kæfðar í fæðingu á þann veg, sem gert hefur verið. um það sem athyglisverðast er fyrir erlenda ferðamenn á ís- landi, aðstöðu og aðbúnað, og samgöngur við landið — bæði úr austri og vestri, með skipum og flugvélum. Pétur Karlsson hefur tekið saman þessa grein, en hún er skreytt fjölmörgum myndum, bæði svart-hvítum og í litum. Eiður Guðnason skrifar um Hornafjörð, og nágrenni, sem kunnugir telja að verða muni ein helzta paradís ferðamanna á ís- landi á næstu árum. Greininni fylgja litmyndir eftir Gunnar Hannesson. Þá skrifar Tom Bross um Akureyri og helztu leiðir þaðan til athyglisverðra og sögu- frægra staða. Ennfremur má nefna grein, sem Markús Einars- son veðurfræðingur skrifar um veðurfar á íslandi og birtast til skýringar sýnishorn af veður- korturn, sem ná yfir Norður- Framliald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.