Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 17
MjORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1966 17 Lengra oglengra Ferð gedmfaranna þriggja um- hverfis tunglið er senniillega í hugum flestra hið ævintýra- legasta ferðalag, sem menn hafa spurnir af. Trúlega er það þó hættuminna en mörg önnur og vaíalaust öllum öðrum betur undirbúið. Vinnan, sem lögð hef ur verið í að gera þetta ævin- týri mögulegt og búa svo um, sem bezt má verða, er meiri en leikmenn geta gert sér grein fyrir. Þekkingin sem á bak við liggur er árangur óþrotlegs atarfs og nákvæmnin, sem beitt er við undirbúning hvers smá- atriðis, með ólíkindum. Enn og aftur vaknar hinsvegar sú spurning, hvort allt þetta um- starg og kostnaður sé virði hugs anlegs árangurs. Vízt hefði margt mátt gera til bóta hér á jörðu niðiri með svo mikilili fyr- irhöfn og tilkostnaði. Ef menn hefðu ætíð hugsað svo, mundu framfarir hafa orðið litlar. Það er einungis vegna þess að menn eru fúsir til þess að leggja sig í mikla hættu og taka á sig þungar byrðar í leit að þekk- ingu, sem enginn veit fyrirfram, hvort nokkur hagnýtur ávöxtur Kaþólskir prestar ganga á undan nýkjörnum biskupi, Hinrik Frehen, til Kristskirkju frá Landakotí. REYKJAVÍKURBRÉF verður af, að svo hefur miðað langt á leið sem raun ber vitni. Ýmsum hefur þótt val á sjáifri jólahelginni til slíks ferðalags a. m.k. ósmekklegt, svo að ekki sé meira sagt. Jólin eru hátíð friðar og sigurs anda yfir efni. Aftur á móti má segja, að tungflugið sé mesti sigur efnisbyggjunnar fram á þennan dag, þar hafi hún náð lengst, og því miður eru geimferðir öðrum þræði gerð ar í hernaðarskyni. En foringi geimfaranna sendi þann boðskap til jarðar, að ismœð hennar séðar frá tunglinu hlyti að verða mönnum öflug áminning um fá- nýti innbyrðis baráttu og þar með ný hvatning til friðar á jörðu. Vonandi reynist svo. Bróðurleg kveðja Póstsamgönguir landa í milli eru nú yfirleitt orðnar ólíkt betri en meðan menn urðu ein- ungis að notast við skipaferðir. Þetta á þó einungis við, ef póst- ur er sendur með flugvélum. Skipapóstur sýnist nú enn sein gengari en nokkru sinni fyrr. Þannig barzt fyrst í þessari viku hingað til 'lands eintak af Kristeligt Dagblad í Kaupmanna- höfn, sem var gefið út um helgina 30. nóv.-l. des. sJl. Sjálfsagt hef ur það verið sent með skips- pósti. Þessu blaði fylgir auka- blað þar sem birtar eru alilmarg- ar vinsamlegar greinar í tilefni 50 ára fullveldis fslands. Á með al þeirra, sem þar skrifa er for- sætisráðherra Dana, Hilmar Baunsgaard. Hann sendir ís- lendingum mjög vinsamlega kveðju frá ríkisstjórn Danmerk ur og hinni dönsku þjóð. Hann fer fyrst viðurkenningarorðum um meniningu fslendinga og lýs- ir ánægju Dana yfir, að dönsk tunga skuli kennd í íslenzkum skólum. Síðan segir hann: „Eftir seinna heimsstríðið, þeg ar hin stjórnskipulegu bönd milli landa okkar slitnuðu einnig, höf- um við frá Danmörku með á- nægju séð hvernig íslenzka þjóð in hefur megnað að ná örum framförum á fslandi, svo að tek ist hefur þrátt fyrir hinar tak- mörkuðu auðlindir í landinu sjálfu, að skapa íslandi lífskjör, sem einungis fá lönd í heiminum fara fram úr. Þetta tímabil hefur einnig ein kennst af nánu og frjósömu sam starfi milli íslands og hinrua fjögurra Norðurlandannia, sem hefur fytrst og fremst grundvali ast á hinni ævagömlu menningar- Laugcudagur 28. des.. legu heild og einnig á sterkum gagnkvæmum óskum um sam- vinnu í fjölda efnum, sem hafa verulega þýðingu fyrir nútíma þjóðfélagsþróun, svo sem í menn ingu, verzlun, samgöngum og sameiginlegum norrænum vinnu- markaði". EFTA-aðild og aukin norræn samvinna Síðan heldur Baumsgaard á- fram og segir: „50 ára afmæli íslands sem nú tíma sjálfstæðs ríkis er á tímum sem einkennast af veruiegum efna hagsörðugleikum og að miklu leyti hafa lent á landinu vegna atvika sem ísland ræður ekki yf ir. ísland kemst nú að raun um að það sem land, er náttúran hefur verið naum við, finmur sérstaklega mikið fyrir breytileg um efnahagsskilyrðum, sem leiða af óvissu veðurfari og hverful- um viðskiptakjörum. Danmörk þekkir af eigin reymslu slík skilyrði og við fylgjumst af samúð með þeim at hugunum og tilraunum, sem menn hafa nú í frammi af ís- lands há'lfu til að losa landið við þá efnahagsörðugleika, sem það á í bili við að etja. Við vonum og treystum að íslandi muni skjótt heppnast að leysa gjald- eyrismál sin á þann veg, að þar með skapist öruggur grundvöll- ur fyrir áframhaldandi framför- um og vexti íslenzka þjóðfélags- ins. Það er með mikilli ánægju, að við höfum nýlega heyrt, að ís- land hafi nú ákveðið að sækja um aðild í EFTA og verða þar með aðili að því samstarfi, þar sem hin Norðurlöndin fjögur hafa þegar notið sérfega hag- kvæmrar reynslu að því, er varð ar aukin viðskipti, víðtæka iðn- væðingu og öflugan hagvöxt. Danmörk mun heilshugar styðja þátttöku fslands í EFTA. Það er von min, að ísland verði sem aðili að EFTA einnig aðili í þeirri eflingu norrænnar samvinnu, sem við vonum að bráðum verði að veruleika“. Ekki minnkun að árnaðaróskum frfendingar kunna vissulega vel að meta hlý orð og hugheil- ar árnaðaróskir hins danska for sætisráðherra, enda eru það sízt ýkjur, að íslendingar meta enga þjóð meira en Dani. Á sumum hér er svo að heyra sem þeir telji það einhverja minnkun, að aðrar þjóðir vilji okkur vel, og tala um hvort unnt sé að létta örðugleika okk- ar. Sumir sýnast halda, að slíkt tal annarra komi af því, að ís- lenzk stjórnvöld eða erindrekar hafi farið með betlistaf í hendi til að leita ásjár utanlands. All- ar slíkar bollaleggingar eru að þessu sinni gjörsamlega ástæðu- lausar. Annað m)ál er, að á tim- um vinstri stjórnarinnar voru sendir erindrekar í allar áttir í því skyni að leita ásjár þeirra, sem eitthvað vildu fyrir okkur gera. Þær ferðir voru því ástæðuminni sem íslenzka þjóðin hafði þá ekki orðið fyrir neinu áfalli í líkingu við þau, sem við höfum ruú orðið að þo'la. Engu að síður leitaði vinstri stjórnin srvokallaðra samiskotalána og gerði varnir landsins að verzl- unarvöru. Ekkert slíkt hefur nú komið til mála. Það, sem gerzt hefur er, að glöggskyggnir vinir okkar, eins og t.d. forsæt- isráðherrann danski í þessari grein hafa veitt athygli hinum óvenjulegu örðugleikum, sem ís- lenzkt efnahagslíf hefuir orðið fyrir, bæði vegna óhagstæðra viðskiptakjara og aflabrests. Ó- höpp íslendinga í þeim efnum eru meiri en sögur fara af hjá öðrum þjóðum við nútímakjör. Danir hafa eins og Baunsgaard víkur að reynt örðugleika af of einhæfu atvinnulífi. Landbúnað ur þeirra hefur þó a'ldrei hlut- fallslega nálgast þýðiingu þess, sem sjávarútvegur hefur fyrir okkur. Auk þess sem sjávarút- vegur er eðli sínu samkvæmt mun sveiflukendari. Þess vegna er eðlilegt, að örðugleikum okk sé veitt athygli og vinveittir menn velti því fyrir sér, hvort unnt sé að ráða bót á þeim með eðlilegri samvinnu þjóða í milli. Samvinnu, sem aðrir telja sér sízt til skammar, því að Norður- löndin segja sig hafa haft mik- inn ávinning af EFTA-samstarf- inu, og sækjast eftir mjög auknu samstarfi bæði innbyrðis og við Efnaihagsbandalag Bvrópu. „Minkar fyrir karlmenn46 Vaxandi samvinna íslendinga við aðra er okkur lífsnauðsyn á sama veg og betri nýting auð- l'inda landsins. Auðsuppspretta, sem hér varð að engu, er rækt- un minnka. Sú tilraun var af góð um hug gerð, en fór út um þúf- ur. Viðbrögð við misheppnuninni urðu harkalegri en skyldi, því að minnikaræktin var hér bönnuð með lögum. Þau viðbrögð voru því fljótræðislegri, sem það út af fyrir sig er engin nýjung, að fyrsta eða jafnvel önnur tilraun til nýrrar atvinnugreinar heppn ist ekki, þó að ve'l fari áður en yfir lýkur. Einimitt af þessum sökum er fróðlegt að lesa grein, sem birtist í Kö'lner Stadt-An zeiger, þýzku blaði, hinn 4. des. s.l., undir fyrirsögninni „Mink- ar fyrir 'karlmenn“ og hljóðar í lauslegri þýðingu svo: „Loðskinn allrar tegundar eru enn mjög eftirsótt af kon- um, — og nú einnig af karl- mönnum. Þegar efnahagurinn réttist við komust meiri pening- ar í umferð á síðasta hausti, og miklu af þeim var varið til loð- skinna, þó að verð á þeim væri nokkru hærra helduir en á næsta tímabili á undan. Minnkaskinn eru þau, sem fyrst og fremst eru eftirsótt. Á þessu ári hafa 5 milljónir skinna verið fluttar inn, miðað við 4 milljónir á árinu 1967. Aðalinn- flutningurinn til Þýzkalands kemur frá Suður Afríku, síðan frá Afganistan og Sovétsamveld- inu. Minnkaskinn, sem einungis fáir veittu sér áður, virðast nú orðin almenn en engu að síður í hávegum höfð. Mimmkaskinn nema nú 29,01 prs. af sölu loðskinna miðað við 21 prs. fyrir þremur árum, eftir því sem félag toðskinnasala seg- ir. Á Þýzkalandsmarkaðnum nær persneskt lamb 35,7 prs., þar nœst kemur lambaskinn með 9,7 prs. Nokkur önnuir loðskinn hafa samta'ls 6,7 prs., en onnur suð- ræn dýr 4,8 prs, og selur hefur 2 prs. Frá því í janúar til september 1968 flutti Þýzkaland inn loð- skinn fyrir samtals 453 milljón- ir marka. Á síðasta ári var inn- flutningur 332 milljónir marka. Óunnin skinn er erfiðara að fá en á s.l. ári. Þetta hefur leitt til þess að verðið hefur hækk- að á heimismarkaðinum. í ár hafa loðskinn verið nokkru dýrari í Vestur Þýzkalandi en áður. Á vormarkaðinum í Frankfurt var verðið 5-7 prs. hærra en á ár- inu 1967. 'Hversu dýr sem toðskinn eru, þá sýnist ekkert fæla elskandi eiginmemn og unnusta frá því að gefa þau í jólagjafir. Bf jóla- verzlunin verður eins mikil og sérfræðingair búast nú við, má ætla að vefltan verði yfir 1.000 milijón möirk. Horfur á vaxandi markaði eru taldar vænlegar". Þetta var lýsing hins þýzka blaðs á loðskinnamarkaði þar í landi. Það er sannarlega óskilj- anilegt með öllu, að íslendingar sitji auðum höndum og vilji ekki nota sér þessa auðsuppsprettu, sem okkur ætti að verða hag- kvæmari en flestum öðrum. Bjálfalegur bímingur Fyrirsögnin í þýzku blaða- greininni er tvíræð. Eftir því sem skilja verður af síðari hluta greinarinnar er hún miðuð við, að karfmenn kaupi skinnin í gjafaskyni. En eitt af því sem menn reka fyrst augun í, þegar þeir koma um þessar mundir í erlendar stórborgir, er, hversu margir ungir piltar eru famir klæða sig í loðskinnsúlpur. Fæst ar þeirra eru raunar fallegar, þvert á móti virðast allt of marg ar þeirra vera útjaskaðar og áð- ur notaðar e.t.v. af vinkonum þeirra eða unnu-stum! Hvað sem um það er, þá sýmist hér vera ný tízka á ferðum. Er þó e.t.v. heldur mikið sagt. að þessi tízka sé ný. Áður fyrri var það mjög tíðkað, að efnaðir menn, aðals- menn og aðrir slíkir klæddust dýrum loðúlpum. Það var raun- ar á meðan ferðalög voru með öðrum hætti en nú, menn urðu að vera meira úti við, eða a.m.k. í óupphituðum vögnum eða á hestbaki. Eftir að ferðalög kom- ust í nýtízku horf og megin- þorri mannfólksins flutti inn í borgir, þá fóru flestir að k.læð- ast með svipuðu sniði, í léttar flikuir og ekki ýkja skjólmiklar. Þetta varð aftur til þess. að yf- irbragð alls fjöldans varð æ lík- ara. Og þá ekki sízt eftir að efna hagur batnaði, þannig að fáir gátu skorið sig úr með svo glæsi- legum klæðaburði, að sérlega væri tekið eftir þeim á förnum vegi. Hinn afkáralegi klæðaburð ur og hárvöxtur, sem iðkaðuir er á meðal sumra ungmenna nú, er vafalaust merki þess, að þau vilja skera sig úr hópnum og sýna í einhverju, að þau séu frábrugðin öðVum. Enn sem kom- ið er kemur þetta oftast mjög kynlega fram, en enginn efi er á því, að þarna brýzt fram djúp mann'leg lönigun til þess að láta taka eftir sér. Óliklegt er þó, að karlmenn uni því til lengd- ar að ganga í lörfum, sem líta út eins og þær séu hirtar upp úr gömlum ruslakistum. Bn jafnvel þótt ekki færi avo að all- ur fjöldi karfmanna færi að klæð ast loðskinnum, þá er vízt, að sibatnandi efnahagur í okkar heimshluta í heild skapar líkur fyrir öruggum loðskinnamarkaðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.