Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 20
r 20 wu tiSMiiMí. . ! j i c r ya \ : ,‘i« 'Yian {)-•!.:» MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 Siglaugur Brynleifsson skrifar um: ERLENDAR BÆKUR Ferðasögur Mandeville's Travels. Edited with modernized spelling and an introduction by M. C. Sey- mour. The World's Classics 617. Oxford University Press 1968. 18. — Reise in Polen. Alfred Döbl- in. Walter-Verlag 1968. Letters frora Iceland W. H. Auden — Louis MacNeice. Fab- er and Faber 1967 10 júní. Deilí er um hvort Mendeville hafi verið Eng'.endingur, Flæm- ingi eða hreinn tilbúningur. M. C- Seymour, sem ritar inngang að þessari útgáfu er einn þeirra, sem telur höfund ferðabókar- innan óþekktan og alls ekki Englending. Seymour sá um út- gáfu þessarar ferðabókar hjá Oxford 1967 og er það nýjasta og eiri vandaðasta útgáfa henn ar, með athugagreinum og skýr- ingum. Sú bók er hér gefin út að nýiu og megir.hluta athuag- greina sleppt. Seymour heldur þvi fram að rxt þetta hafi ver- ið sett saman í Liége á frönsku um 1357 og að höfundurinn hafi enganveginn * getað verið Eng- lendingur. Forvitni manna í Evrópu um önnur lönd og framandi þjóðir magnaðist mjog á 14. öldinni, því að þá voru komnir slíkir brestir í hina fornu heimsmynd miðalda að menn ginu við öll- um fróðleik um fjarlæga heims- hluta. Því var þessari frásögn vel tekið, sem talin var eftir mann, sem ferðazt hafði um Ev- rópu, Asíu og Afríku. Himdruð afrita voru garð og bókin var þýdd innan fárra ára á latínu og oftar en einu sinni og á all- ar helztu þjóðtungur Evrópu. Úrdrættir vor i gerðir og bók- in aukin viðbótum og umrituð af ýmsum hvötum og aðlöguð sundurleitustu lesurum. Prestar vitnuðu í þett a rit af stólnum, henni var snúið í uppbyggilegt sálmaverk og langt söguljóð. Þegar prentxm hófst í Evrópu tóku útgáfur bókarinnar að streyma úr pressunni. Á þeim tímum var höfundur- inn sannferðuglega talinn hafa verið vammlaus engelskur ridd- ari, fæddur í St. Albans. Bók- in varð því enn vinsælli á Eng- landi heldur en annars staðar. Fyrsta prentaða útgáfan á ensku kom út 1496. Þessi útgáfa var byggð á úrdrætti og það var ekki fyrr en 1725 að fyllri gerð ritsins var prentuð og frá þeirri útgáfu eru flestar ensku útgáf- ur ritsins runnar. Það er auðvelt að skilja vin- sældir bókarinnar Hér var sagt frá undrum Austurlanda á að- gengilegan og skiljanlegan hátt, frásögnin er krydduð ævintýr- um og þjóðsögum, sögnum um undralönd sæludali og yfir skyggð pláss. Mikill hluti rits- ins fjallar um Landið helga, Gyð ingaland og þar skín í gegn um- burðarlyndi höfundar og guð- rækni. Þetta var vel þegið á þeim tímum, þegar kreddufesta og þröngsýni voru á næsta leiti. Riddarinn í frásögunni var að gerð ekki ósvipaður riddurum riddara og ævintýrasagna mið- alda. Rit þetta varð ennþá vin- sælla og víðlesnara heldur en ferðasaga Marco Polo, sem var sannverðug frásögn. Ferðir Mandevilles standast aftur á móti ekki síðari tíma gagnrýni hvað sannleiksgildi áhrærir. Rit- ið er soðið saman úr ýmsum heimildum og það er fjarska ó- líklegt að höfundurinn hafi nokkru sinni ferðazt utan Ev- rópu. Höfuð heimfld höfundar eru franskar leiðalýsingar og meðal þeirra eru lýsing Lands- ins helga eftir þýzkan riddara Vilhjálm von Boldensele, lýsing á lifnaðarháttum Tartara eftir trúboða af reglu hl. Franz og lýsingu Austurlanda eftir ar- menskan aðalsmann, Haiton að nafni. Auk þessa notar höfund- ur miðalda alfræðibækur, eink- um Speculum mundi eftir Vin- cent frá Bauvais, en hans fræði voru mjög dregin úr ritum Soli- nusar og Isidórs frá Sevilla, sem varð fjölda höfunda sístreym andi fræðauppspretta. Á þeim árum þegar þessi bók var sett saman var flestu trúað sem stóð skrifað á bókfell eða pappír, virðing fyrir hinu ritaða orði var slík. Höfundur gat því fyllt rit sitt með lýsingum ýmissa furðuvera sem mátti rekja til rita úr rómversk-grískri forn- öld. Hér er frásögn af Jóni presti og fólki með hundshaus o. s. frv. Þrétt fyrir þessi ævirutýri er bókin góð heimild um heims- mynd miðaldamannsins og í henni er samankominn geysileg- ur fróðleikur um þessa tíma. Höfundur verður ekki vændur um að fara með vísvitandi lygar því hann og samtíðarmenn hans trúðu þeim furðusögum, sem hér eru skráðar. Bókin var bæði skemmtirit og fræðirit, heimslýs- ing og uppbyggfleg hugvekjaog fcún heldur ennþá gildi sem heim- ild um samtíð höfundar. „Reise in Polen“ kom í fyrstu út hjá S. Fisher Verlag í nóvem- ber 1925. Höfundurinn hafði ferðazt um Pólland 1924. Döblin var alls ekkert gefinn fyrir ferða reisur og taldi að því færi fjarri að ferðalög víkkuðu andlegan sjóndeildarhring manna, hann taldi nærtækara að athuga og í- grunda nánasta umhverfi sitt. Þrátt fyrir þessar skoðanir hélt hann til Póllands eftir að hafa lokið verki sem hafði þreytt hann mjög, ferðin var honum til- breyting og hvöt til hugrenninga um ríkisvaldið, eins og honum virtist það vera ekki aðeins í Pól landi, heldur yfirleitt. Athuga- semdir hans eru að inntaki þær, að ríkisvald nútímans sé úrelt fyrirbrigði, sem hamli andlegu frelsi og kæfi eðlilegan þroska þjóðanna, fornaldarófreskja sem væri betur komin í torfgröfum. Auk þessara hugrenninga er tö'luverður hluti bókarinnar lýs- ing á lifnaðarháttum pólskra Gyðinga. Andúðin á Gyðingum var Döblin viðurstyggð og við- námsþróttur Gyðinga vakti að- dáun hans og virðingu. Þeir lifðu sínu menningarlífi þrátt fyrir ofsóknir og fyrirlitningu, meira og minna afskornir frá pólsku þjóðfélagi. Það varð ekki fyrr en tuttugu árum síðar, að svo til engir Gyðingar voru finn anlegir á Póllandi. Sterkara rík- isvald heldur en það pólska hafði séð fyrir því með nútíma morðaðferðum og núna er verið að flæma burtu síðustu leifar pólskra Gyðinga af ríkisvaldi, sem kennir sig við alþýðuna. Svo virðist sem afl þessa „forn- aldar viðbjóðar, ríkisvaldsins" hafi eflzt fremur en dvínað á tuttugustu öld. Bók Döblins er merkileg heim- ild um lífskjör þjóðar, sem héilt trú sinni, mállýzku og siðum við erfiðar aðstæður. 1937 kom út ferðabók, sem vakti töluverða hneykslan hér- lendis. Ástæðan var sú, að höf- undar sögðu frá ferðum sinum og hugrenningum án tillits til þess hvort landsmönnum likaði betur eða verr. Höfundar hófu engan sögueyjusöng eða útvatn- aðar landslagslýsingar, heldur lýstu ferðum sínum og viðskipt- um við landsfólkið, slæmum hó- telum, sætsúpugutli á veitinga- stöðum og fyrirbrigðinu „sósu“ og ýmsu fleira ómeti, sem þeir urðu nauðugir viljugir að leggja sér til munns. Marglofaðir lista- menn fá hér aðra dóma en tiðk- ast höfðu og alvarlegir þjóðfé- lagsborgarar sjást hér undan öðru horni heldur en landsmenn 'litu þá. Þetta var á þeim árum þegar borgarastyrjöldin geisaði á Spáni og ógn fasismans grúfði yfir Evrópu, þetta andrúmsloft kemur fram í kvæðum bókarinn ar. Höfundar lýsa hér þjóð, sem var ennþá utan við hringiðuna að nokkru leyti og inntak bók- arinnar má sjá í kvæði Audens „Og sæfarinn óskar ... “ Auden ritar formála að þessari útgáfu, en hann kom hingað 1964, ef til vill í leit að einhverju, sem hann fann aftur. Combrowiez og Surrealismi Ferdydurke. Witold Gombrow icz. Translated by Eric Mosbach er. Calder nad Boyars 1965. 12.6 Pomografia. Witold Gombrow icz. Translated by Alastair Ham ilton. Calder and Boyars 1966. 30 — The History of Surrealism. Maurice Nadeau. Translated from the French by Brichard Howard with an introduction by Roger Shattuck. Johathan Cape 1968 42 — Wíttold Combrowicz er meðal þeirra framúrstefnu höfunda, sem eftirtektarverðastir eru tald ir nú. Þó eru um þrjátíu ár síð- an fyrsta skáldsaga hans kom út í Varsjá (1937), sem var Ferdydurke. Bókin var þýdd og gefin út á ensku, fyrst 1961 og svo aftur 1965. Ferdydurke er öðrum þræði gamansaga sem svipar um margt til „Die Blecht- trommel" Gúnters grass og „Murphy“ ’bechetts. Þessi tegund skáldsagna má rekja aftur til Sternes gamla og Tristarm Shandy, sem á sínum tíma þver- braut skáldsöguhefðina, þeirra tíma gagnrýnendum til sárrar raunar og hneykzlunar. Saga þessarar skáldsögu er sem hér segir: Fyrst gefin út í Varsjá 1937, vakti mjög mikla at hygli, hneykslaði marga, en nokkrir gagnrýnendur töldu að HatiniiathutÍit INNI fJTI BÍLSKÚRS SVALA ýhki- Ir Vtikuriir H. □. VILHJÁLMSSON RÁNARGÖTU 12. SÍMI 19669 hér væri um bókmenntaviðburð að ræða. 1939 gerðust atburðir, sem kæfðu allar bókmenntavið- leitni, árás nasista á Pólland. Gombrowicz kemst til Argen- tínu. Sagan gefin út í Buenos Aires. Nokkrum árum seinna skrifar höfundur í dagbók sína: „Ferdydurke drukknaði í svefn göngu andrúmslofti Suður-Am- eríku“ 1957 er bókin aftur gefin út í Póllandi, fyrstu tíu ár komm únista stjórnarinnar var óhugs- andi að gefa Gombrowicz út, en nú virtist aðeins rofa til og leyft var að prenta Ferdydurke. Tíu þúsund eintök seldust á nokkrum dögum í Varsjá. f sögunni þóttust lesendurnir með rétti finna vísi að existential- isma og lýsingu á andstyggð þess skipulags, sem þeir bjuggu við. Um svipað leyi koma út fleiri verk eftir höfundinn í Póllandi. Leikrit hans eru færð upp og vekja feikna athygli og gagn- rýnendur lofa hann sem einn fremsta höfund Pólverja. En þetta var of mikið, valdhafarn- ir sáu að við svo búið mátti ekki standa og 1958 hverfa rit hans af markaðnum. Tjáningar- frelsi skyldi takmarkast við sós íalrealisma og forskriftir stjórn- arvalda. Sósíalistisk hraðfryst- ing hófst aftur í bókmenntun- um. í Ferdydurke og öðrum verk- um Gombrowicz ræður sú skoð- un höfundar, að einstaklingur- inn sé aídrei frjáls, maðurinn er bundinn örðum mönnum, það er ekki hugsanlegt að hann geti verið óháður, sjálfsverahans er meira og minna sköpuð af við- brögðum annarra gagnvart presón unni, breytilegt og tízkubundið. f Ferdydurke verður fullorðinn maður aftur barn, því að þannig lítur umhverfið hann. Sagan hefst á að sögumaður dreymir að hann sé aftur orðinn ungling- ur og hann breytist í slíkan í vöku. Pornografia kom út f fyrstu 1960 og þar er fjallað um upp- gjöf þeirra eldri fyrir þeim yngri. Tveir gamlir menn lifa sig svo inn í hugarheim og viðbrögð ungrar stúlku og pilts að heim- ur þeirra má breytast í þann, sem þeir álíta að þau lifi og þeir breytast sjálfir. Persónurn- ar móta hver aðra og verða það, sem þær álíta að þær séu álitnar af öðrum. Þeir eldri fá ný andlit, aldrei þeirra eigin heldur þau, sem aðrir sjá. Sjálfs rýnin er rauði þráðurinn í verk um Gombrowicz, upplausn sjálfs ins og að lyktum endar hann þar sem Kafka byrjaði. Gombro- wicz fæddist 1904, býr nú í Suð- ur-Frakklandi og bækur hans hafa verið þýddar á helztu þjóð tungur og leikrit hans sýnd víða um heim. Maurice Nadeau skrifaði sögu surrealismans á stríðsárunum. bók þessi hefur náð mikilli út- breiðslu í Evrópu og Bandaríkj unum og austan járntjalds hef- ur henni verið dreift á laun. Þetta er fyrsta enska útgáfan. Nadeau rekur upphaf stefnunn- ar og þróun. Áhugi manna á þeirri raunveru sem menntöldu búa undir og yfir ytra borði raunveruleikans hratt stefnunni af stað. „Manifeste du surreal- isme“ eftir André Breton kom út 1924. Breton byggði mjög á kenn ingum Freuds og tilgangurinn var að ná til þeirra djúpa, þar sem væri að finna hið eiginlega eðli mennskrar veru. Nadeau rekur þessa sögu og forsendur. Stefnan var mjög frjóvgandi fyr ir franskar bókmenntir og áhrifa hennaT gætti um aUa Evrópu. Flest allir meiri-háttar höfundar í álfunni urðu fyrir meiri og minni áhrifum stefnunnar, þótt margir þeirra aðhvlltust önnur sjónarmið síðar. Áhrif stefnunn ar urðu mjög víðtæk og rót- tæk í málaralist og í hljóm'list. Bókin er þýðing frönsku gerð arinnar frá 1944 og auk þess fylgir eftir málinn frá 1957. í bókarlok er skrá yfir þau rit sem varða þessa bókmennta- stefnu. Guðfrœði og alfrœði Handbuch theologischer Grund bergriffe Herausgegeben von Heinrich Fries Band I—II. Kös- el-Verlag 1962—63. The Book of the Acts of God GErnest Wright and Reginald Fuller Penguin Books 1965 8.6. The Psalms A new translation from the Hebrew arranged for singing to the psalmody of Jo- seph Gelieau Collins — Font- ana Books 1966. 5.— Der Grosse Knaur Lexikon in vier Bande I— Droemer Knaur 1966 DM 39.80 Guðfræðileg meginhandtök og ákveðinn skilningur á þeim hefur verið verkefni guðfræðinga og heimspekinga kirkjunnar frá önd verðu. Enda er frumkrafan sú að hvert orð og hugtak hafi á- kveðna og takmarkaða merk- ingu. Merking hugtakanna hefur breyzt og er mismundandi á ýms um tímum og þróast til þess, sem líta rétta merkingu nú. Deilur hafa löngum staðið um skilning meginhugtaka guðfræðinnar og hefur það kostað helstu guðfræð inga mikil heilabrot fundahöld og kirkjuþing að móta, skira og skýra merkingu hinna oft yfir- skilvitlegu hugtaka krisitninnair og einnig hin mennsku. Bók þessi er tekin saman til þess að auðvelda mönnum skiln- ing á kristinni trú á þann hátt að skýra meginhugtök þessara trúarbragða í fortíð og nútíð. Bókin er unnin af fjölmörgum fræðimönnum og guðfræðingum innan ramma kaþólskrar kristni. Það var vandlega athugað hvaða meginhanðtök skyldu tekin. Val- in hafa verið um 160 hugtök og auk þeirra skyldu birtast út- listanir á öðrum, sem þeim eru tengd, en þau má finna í efnis- yfirliti. Saga þessara hugtaka er rakin állt frá fyrstu notkxm þeirra í helgum ritum og fram á okkar daga, inntaki þeirra er lýst og þeirri merkingu sem höf undar telja að felist í þeim. Út- listun þessara megin hugtaka á þann hátt, sem hér er gert, verð- ur því nokkurskonar þverskrurð ur guðfræðinnar og kirkjusög- unnar. Þetta er mikið rit í tveim bindum alls rúmlega átján hundr uð blaðsíður. Þessi bók ætti að vera hverjum guðfræðingi hand hæg og einnig þeim, sem sinna kirkjusögu og sögu, réttur skilningur meginhugtaka á hverj um tíma er lykillinn að skiln- ingi á tímunum. Trúfræðideilur liðinna alda og skilningur á þeim er ekki siður mikilvægur fyrir alla sögu en skilningur á póli- tískum hugtökum og deilum verður síðari tíma mönnum nauð synlegur, þegar þeir taka að skrifa sögu, þess tímabils, sem við nefnum nútimann. The Book of the Acts of God kom fyrst út í Bandaríkjunum 1957 og er einkxxm ætluð leik- inönnum. Bókinni er ætlað að vera inngangur að Biblíunni eins og höfundarnir G. Ernest Wright og Reginald Fuller skilja hana. Biblíurannsóknir hafa undanfarna áratugi verið stund- aðar af meiri áhuga og betri fræðimennsku en á lengri tima- skeiðum fyrrum og þessi bók er yfirlit yfir þær rannsóknir og 1 henni koma fram skoðanir, sem reistar eru á þessum rannsókn- um. Deilur um trúmál og trúar- kenningar áttu sín blómaskeið og eiga enn meðal fræðimanna í guðfræði. Deilurnar ná einn- ig oft út meðal þeirra, sem hafa áhugann einan tíl brunns að bera og vilja þá stundum koðna nið- ur í vanvitugt tal, þar sem guð- fræðileg hugtök eru notuð óvar- lega og án afmarkaðs skilnings á inntaki þeirra. Hérlendis viirð- ist nokkuð skorta á, að leikmenn og jafnvel prestar fylgist sæmi- lega með rannsóknum í guðfræði undanfama áratuga og hér vakna stundum deilur um efni, sem kyrrt hefur verið um undan farin tuttugu til þrjátíu ár víð- ast hvar. Bækur sem þessi eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.