Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 21 því þmrfar hérlendis til þess með al annars að glöggva mönnum þser kenningar, sem ráðandi eru í evangeliskum kirkjufélögum og þau rök, sem þær eru reistar á Mikið af hinum ófrjóu deilum, sem risið hafa meðal manna hér- lendis um trúmál, eiga forsend- ur sínar í tímavillu, sem orsak- ast af vanþekkingu. Höfundar segja í formála að rit biblíunnar hljóti að skoðast og skilja í sambandi við höf- unda sína og verk þeirra og að hvert rit og höfund verði að tengja þeirra tíma og samtíð. Það er auðvelt að taka kafla út úr Bib'líunni eða setningar, leggja út af þeim án tengsla við heildina og fá þannig út eitt bezta safn snjallyrða og máls- hátta, en slík aðferð birtir ekki inntak Biblíunnar í réttu ljósi, álíta höfundar þessarar bókar. Biblían verður að skiljast sem heild og í tengslum við sína tíma og allar aðstæður, án þessara tengsla, skiljast rit hennar hálf- um skilningi og auðveldar það mönnum að leggja einkaskilning sinn í sunidurslitna þætti og kafla ritsins, en sú aðferð hef- ur getið af sér fjölda sértrúar- hópa fyrr og síðar. The Psalms — A New Trans- lation er ný útgáfa Sálmanna, ætl uð til söngs. Þessi þýðing er gerð eftir franskri þýðingu úr hebresku, sem leyfð er til söngs ininan kaþólsku kirkjunnar. Sálmarnir voru í upphafi sungn- ir. Sálmur er trúarsöngur og leikið var undir á hörpu og ann að strengjahljóðfæri. Sagan seg- ir að Davíð konungur hafi ver- ið höfundur sálmanna, en það er mjög vafasamt að hann sé höf- undur þeirra. Sálmakveðskapur var mjög stundaður í ísrael fyr- ir daga Davíðs og lengi eftir hans daga, en nú er ekki hægt að ákveða höfund hinna hundr- að og fimmtíu sálma né heldur tímasetja þá nákvæm'lega. En þeir voru varðveittir með Gyð- ingum. í sálmunum birtast kenniingar spámannanna í ljóð- formi, þar birtast minningar ör- laga atburða og sögu. Sálmun- um var skipað niður í fimm bæk- ur og talið er að þeir hafi ver- ið samdir eftir herleiðinguna til Babýlon og séu í þeim búningi, sem þeiir eru nú frá því á þriðju öld fyrir Kristsburð. Sumir fræðimenn vilja telja þá eldri. Með þessari útgáfu er hægt að nota sálmana á sama hátt og þeim var í upphafi ætlað, þ.e. að syngja þá. Sálmunum var snúið á grísku um 200 f. Krist, siðar var þeim snúið á latínu og með Vulgata gerð Biblíunnar fóru þeir jafn- langt og kristnir trúboðar kom- ust. Fyrri alda þýðingar sálm- anna voru flestar þýddar úr Vul gata. Nútíma þýðingar eru þýdd ar af hebresku og taka hinum eldri fram um nákvæmni og eru mun trúrri frumtextanum. Franska þýðingin kom fyrst út 1950. Allt frá því 1953 hefur þessi gerð sálmanna verið not- uð við guðsþjónustur meðal franskra kaþólikka og þaðan hef ur siá hálitur breiðst út víða um heim. Þetta er ein sú nýbreytni, sem miðar að því að gera messu- formið listrænna og áhrifameira. Það er mjög mikil gróska í al- fræðibókaútgáfu um þessar mundir og sölutækni útgefend- anna er einstök. Það á þó eink- um við um stærri rit. Viðamestu alfræðiritin koma nú út einkum á ensku og þýzku og nýjasta stórvirkið í þessari bókagerð er „Brockhaus Enzyklopadie" og „Chambers Encyclopædia" auk nýrra útgáfa „Britannicu“. Þetta eru viðamikil rit og dýr, en auk þess eru á markaðinum fjöldi smærri rita á helztu þjóðtungun um. Knaur útgáfan þýzka hefur gefið út alfræðibækiur og upp- sláttarrit í ýmsum greinum í ára tugi og hefur mikla reynslu í gerð s'líkra rita. Af alfræðirit- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.