Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESBMBER 1963 II Einarsson — Minning múrarameistari (mágur Finnboga Ölafssonar). Fæddur 20/5 1907. — Dáinn 22/1 1968. Vinarkveðja frá Jónínu Sæmundsdóttur og Anton Benjaminssyni, Akureyri. Guðs frá sölum geislinn skæri að grafarhúmi fellur beint þér vottum þakkir vinur kæri og vináttu er gleymist seint. En sfðsta kallið komið er og Kristur bíður eftir þér. í>ú greiddir okkar götu forðum og gafst oss hjónum húsaskjól. Við færum þökk í fáum orðum, þú færð þín laun við Drottins stóL Að lifa og hótfa svona sál með söknuði við kveðjum Pál. Vertu sæll og sól þér skíni í sölum himins vinur kær. Þig Drottinn fögrum kransi krýni þitt kærleikshjarta ei framar slær. Þín minning lifir björt og blíð um bezta vin um alla tíð. Ástvinanna guð minn góður, græddu og mýktu hjartastreng. Mannkærleikans mesti sjóður er minningin um góðan dreng. Klukka dauðans kallar skjótt við kveðjum vinur, góða nótt. Undir þetta vilja án efa aðrir vinir hans taka. t t Ólafsson Flnnbogi Minning Fæddur 31. marz 1920. Dáinn 27. nóvember 1968. PINNBOGI var fæddur í Árbæ í Ölfusi, sonur hjónanna Sigríðar Finnlbogadóttur og Ólafs Gisla- sonar, bónda þar. Ég, sem þetta skrifa, var í sum ardvöl á Árbæ hjá afa mínum á hverju sumri meðan hann lifði. Minningarnar frá þeim tíma eru flestar bundnar við Boga frænda. Hann var þá á milli fermingar og tvítugs og hrókur alls fagnað- ar á þessu mannmarga heimili. Gáski hans og glettni er mér í fersku minni, t.d. var oft glatt á hjalla í fjósinu á kvöldin. Ekki var síður gaman að fara með honum að vitja um netin í ánni eða gefa refunuim. Hann hafði mjög gaman af að glettast við litSLu frænku sína, trúði hann mér fyrir tilbúnum leyndarmiál- uœn, sem ég gat ekki þagað yfir stundinni lengur, honum til óblandinna ránægju. Len.gst gekk það, þegar hann trúði mér fyrir því að hann ætlaði að gerast úti- legumaður. Ég bað auðvitað um að fá að fara með og var farin að tína saman það, sem ég hélt að við þyrftum að hafa með oklkur, þegar allt komst upp. Eftir að afi dó var Bogi til sjós og umgekkst ég hann þá lít- ið um nokkurra ára skeið. Árið 1946 kvæntist hann etftir- lifandi konu sinni, Huldu Bjarna dóttur, glæsilegri og dugmikilli konu ættaðri frá Norðfirði. Hulda var þá ekkja og átti ung- an son, Trausta. Þegar leiðir okkar Boga lágu saman aftur, var hann sjúkling- ur á Vífilsstaðahæli. Þau Hulda höfðu þá eignast fjögur börn og tvö þau yngstu veiktust um leið og hann. Nú var hann álhyggju- fullur og altvarlegur vitandi kon- una fyrirvinnulausa með fimm börn og tvö þeirra veiík. Lét hann þá í Ijós löngun sína, til þess að geta séð fjölskyldu sinni vel farborða og að fá sem fyrst að njóta aftur samvistanma við hana. Ógleymanlegt er mér, er hann sagði mér frá því hve Trausti, þá á unglingsaldri, væri móður sinni mikil stoð. Hann var svo þakklátur og srvo hreyk- inn af hónum og hann endaði frá sögnina með þessum orðum: „Og þetta er strákurinn minn“. Finnbogi og börnin néðu fullri heilsu, en hann fékk ekki að hafa Trausta hjá sér eins lengi og hann hefði óskað; Trausti drukknaði aðeinis rúmlega tví- Framhald á bls. 30 Vigfús ísleifsson bóndi að Flókastöðum í Fljótshlíð Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför t F. 31. marz 1920. D. 27. nóvember 1968. lézt að heimili sínu 25. þ. m. Jarðarförim auglýst síðar. Vandamenn. Svans Jónssonar Mörk, Garðahreppi. Guðs blessuin, jóla- og nýjárs óskir til ykkar allra. Það er svo oft að beztu viðir bresta, og brotna jaínvel alveg hreint um þvert. Er kallið kemur fæst ei dauða fresta það fær ei nokkur maður við því gert. t Jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu Kristínar Gísladóttur fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 1.30. Blóm og kransar vinsam- lega afþakkað. Þeim sem vildu minnast hennar er benf á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Fyrir hönd ættingja. Katrín Eiríksdóttir Sveinn Guðlaugsson og dætur. t Jensína Gísladóttir Reynir Svansson Aslaug Hallgrímsdóttir og synir Erla Svansdóttir Garthwaite William Garthwaite og dætur Vilhjálmur Svansson Agnes Hildur Svansdóttir Dagbjört Viihjálmsdóttir Jón Eiríksson og systkin hins Iátna Jensína Egilsdóttir og Gísli Sigurgeirsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Arnlaugar Samúelsdóttur fyrrv. húsfreyju að Seljalandi. Guð getfi ykkur gleðilegt nýtt ár. Og svo var hér hann Finnbogi er farinn hinn fríði sonur, bróðir, maki kær, svo blíður faðir bama og vina arinn sem breiddi út hlýju, hvar sem var hann nær. En farinn hvert? Til himnaríkis halla og hlustar þar á engla gleðisöng. Hann varð a!ð íara, Kristur var að kalla, hann kveið ei ferð þó leiðin væri lönig. Við setum hljóð og fellum tregatórin, er tifa niður ástvinanna kinn. En Drottinn ræður, Drottinn læknar sárin, við hitt/um aftur ástvininn. Við kveðjum þig og kæran Drottin biðjum, að kenn’ okkur að tala rétt við sig. Og styrki okkur í öllu sem vfð iðjum, svo öll við megum aftur hitta þig. G. H. B. Kveðja frá ástvinum. KVEÐJA frá móður, systrum og ástvinum. Hve skammdegið virðist nú sorglega svart, er söknuður hylur hvert gleðiljós bjart. Því móðir í húminu hljóðlát og þreytt, nú hugsar um það hversu allt er nú breytt. Æ lífið er breytilegt, lánið er valt, því lánað er okkur það dýrmæta allt. Ég á nú áð kveðja minn elskaða son, ein er þá dáin min fegiursta von. Utför móður okkar, tengda- móður og ömmu Ingibjargar Magnúsdóttur Suðurgötu 77, Hafnarfirði, fer fram frá Fossovgskirkju mánudaginn 30. des. kl. 3 e.h. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Blóm vinsam- lega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennax er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og bamabörn. Marta Kristjánsdóttir Sigurður Jónsson Sigríður Krístjánsdóttir Hálfdán Auðunsson Ólafur Kristjánsson Guðrún Helgadóttir Þuríður Kristjánsdóttir Guðjón Einarsson Svanlaug Signrjónsdóttir Guðni Jóhannsson Aðalbjörg Kristjánsdóttir Andrés Ágústsson Magnus Kristjánsson Laugey Guðjónsdóttir og bamaböm hinnar látnu. Við systumar þínar með sökmuð í hug, nú sorginni reynum að vísa á bug. Því nú ertu leystur frá þumgbærri þraut, og þroskast og fagnar á eilífðar braut. En sorgin er heilög og hjartnanna mál, er hljóðlátt í mæðranna viðkvæmu sól. Því móðirin fyrst undir brjóstiinu ber, það blessaða líf uns það fullskapað er. Við skilnaðinn ástvinir minmast á margt, á mi'ðdegi lífs þins var fagurt og bjart. Með ástúð og þökkum við kveðjum þig kært, vort kveðjunnar stetf skal atf minningum nært. Við hugsum er nálgast þau heilögu jól, hvar hafi nú elskuleg bömin þin skjóL Við biðjum um guðdómsins birtu og yl, hann blessi það állt sem á jörðinni er til. L. B. John von Anchen Minning f. 27. des. 1905 - d. 22. des. 1968. Á MORGUN mánudag verður kvaddur hinztu kveðju John von Ancken, Faxabraut 1, Keflavík. Hann var fæddur í Lambsted í Þýzkalandi 27. 12. 1905. 17 ára að aldri fluttist hann til Banda- ríkjanna og var búsettur þar, þar til hann kom til íslands árið 1947, er hann réðist sem mat- sveinn til amerískra verktaka hér. Mörg hin síðari ár héfur hann starfað við birgðastöð sjó- hersins í Keflavík. Árið 1948 kvæntist John ís- lenzkri stúlku, Bryndísi Dag- bjartsdóttur frá Ásgarði í Grindavík. Þau reistu sér fyrst heimili í Grindavík, en fluttust til Keflavíkur og eignuðust þar yndislegan samastað að Faxa- braut 1. John var sérstakt prúð- menni, sérlega greiðvikinn og elskaður og virtur af tengdafólki sínu og samstarfsmönnum. John unni föðurlandi konu sinnar og naut að ferðast með fjölskyldu sinni um landið, skoða það og veiða í ám þess. Bryndís og John voru sérstak- lega samrýmd og samtaka hjón í einu og öllu. Árið 1960 var mik- ið hamingjuár í lífi þeirra, er þáu eignuðust dóttur, yndislegt •barn, sem varð sólargeisli á heimilinu og augasteinn pabba síns. Það er eftirminnilegt að hafa séð þau feðginin saman, þvílík tilbeiðsla og ást, sem skein úr augum þeirra beggja. John hafði ekki gengið heill til skógar síðustu mánuðina, en svo dulur var hann að engan grunaði, hversu alvarlegur sjúk- dómur hans var. Hann fór til Þýzkalands að leita sér heilsu- bótar, en andaðist á sjúkrahúsi í Frankfurt þann 22. þ.m. Við tengdafólkið biðjum Guð að styrkja og styðja mæðgurnar í þeirra miklu sorg. Erla Wigelund. öllum þeim mörgu fjæx og nær sem sýndu okkur vinar- hug á sextíu ára hjúskapar- afmæli okkar, sendum við hjartans þakkir og biðjum þeim allrar guðs blessunar. Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon, Stykkishóimi. Ég þakka innilega öllum þeim er glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á 80 ára atfmæli mánu og óska þeim gæfuriks komandi árs. Þóra Jónsdóttir Hraunteigi 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.