Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1968 — Liðþjálfinn gaf mér glas af vatnL Janvier gekk út. Vilduð þér ekki heldur glas af öli. Eða víni? Enn var á honum sami svip- urinn, sem lýsti gremju vegna þess að Maigret væri að leggja gildru fyrir hann. — En það er sama og þegið. — Bn brauðsneið? — Búizt þér við að halda mér mikið lengur? — Það veit ég ekki. Það er mest undir sjálfum yður komið. Hann gekk út í dyrnar og kall- aði til manna sinna: — Getur einhver ykkar út- vegað mér kort yfir Fontaine- blauhverfið? Hann fór sér að engu óðslega Þetta var ekki nema til þess að segja eitthvað og snerti ekki mál ið verulega. — Þegar þið farið að borða viltu þá láta senda hingað sam- lokur og öl, Janvier? — Al’lt í lagi. Honum var fært gatnakortið. — Viljið þér nú sýna mér hvar þér stönsuðuð á sunnudaginn. Serre leitaði stundarkorn, og greip síðan blýant af borðinu og gerði svo kross þar sem sam- an komu vegurinn og mjór stíg- ur. — Ef þanna er bóndabýli með rauðu þaki til vinstri, þá er þetta stígurinn. — Hve lengi voru þið á gangi? — Um það bil stundarfjórð- ung. — Voruð þér í sömu skónum og í dag? Hann hugsaði sig um, leit á skóna og kinkaði kolli. — Þér eruð viss um það? — Alveg hárviss. Skórnir voru með togleðurs- hælum, sem á voru nokkrir hring ar utanum nafn verksmiðjunnar. — Haldið þér ekki, hr. Serre að það væri eiinfaldara og ekki eins þreytandi fyrir yður að segja mér sannleikann? Hvenær myrt uð þér konuna yðar? — Ég myrti hana ekki. Maigret andvarpaði, en gaf síðan einhverjar fyrirskipanir gegnum næstu dyr. Það var ekk ert við því að gera — þetta mundi taka margar klukkustund ir. Andlitið á tannlækninum var ennþá grárra, en um morgun- inn, og svartir baugar voru komn ir í ljós undir augunum. FLUGELE IAMARKAÐUR OTRULEGT >- * ÚRVAL ■A 500 « 1 BÍLASTÆÐI OPIÐ laugardag kl. 9-18 sunnudag kl. 13-18 mánudag kl. 9-22 gamlársdag kl. 9-16. HJÁLPARSVEIT SKÁTA SKÁTABÚÐIN SNORRABRAUT — Hvers vegna giftust þér henni? — Hversvegna? — Af hræðslu við, að annars stæði ég einhverntíma einn uppi. Henni finnst ég vera eins og krakki, sem þurfti að hafa ein- hvern til að gæta sín. — Og halda yður frá flösk- unni? Þögn. — Ég býst við, að hjónaband ykkar Mariu van Aerts hafi ekki verið neitt ástar-hjóna- band? — Við vorum bæði komin und ir fimmtugt. — Hvenær fóruð þér að ríf- ast? — Við rifumst aldrei. — Hvað gerðuð þér á kvöld- in, hr. Serre? — Ég? — Já, þér. — Oftast las ég i lesstofunni minni. — En konan yðar? — Hún skrifaði í sínu her- bergi. Hún var vön að f ara snemma í rúmið. — Tapaði faðir yðar miklu fé? 41 — Ég skil ekki hvað þér eigið við. — Hafið þér aldrei heyrt, að faðir yðar lifði, sem kallað er, útsláttasömu lífi? — Jú, hann var talsvert út á við. — Eyddi hann miklum pening um? — Ég býst við því. — Og móðir yðar gerði uppi- stand? — Við erum ekki þannig fólk að við gerum uppdstand. — Hve mikið færði fyrri kon- an yðar í búið? — Ég er hræddur um, að ég skilji yður ekki. — Voruð þið ekki með helm- inga-fjárlag? — Stendur heima. — Og hún var rík. Þá hljót- ið þér að hafa erft talsvert. — Er það svo óvenjulegt? — Meðan lík seinni konunnar yðar finnst ekki, getið þér ekki erft hana. — Hversvegna ætti hún ekki að finnast lifandi? — Þér haldið það, Serre? — Ekki hef ég drepið hana. — Hversvegna tókuð þér bíl- inn yðar út á miðvikudagsnótt- ina? — Ég tók hann alls ekkert út. — Dyragæzlan í húsinu á móti sá yður. Þetta var rétt um mið- nætti. — Þér gleymið, að þarna eru þrír bílskúrar — þrjú fyrrver- andi hesthús — og allar dyrnar samliggjandi. Þér segið sjálfur, að það hafi verið dimmt. Hún getur hafa tekið skakkar dyr. — Varla hefur járnvörusalinn farið mannavillt um hábjartan dag, þegar þér komuð í annað sinn ti'l að kaupa rúðu og kítti? — Mér er eins vel trúandi og honum. — Já, ef þér hafið ekki drep- ið konuna yðar. Hvað gerðuð þér við ferðakistuna og tösk- una? — Þetta er þriðja sinn, sem ég er spurður um þetta. En þér gleymduð að nefna verk- færin í þetta sinn. — Hvar voruð þér um mið- nætti á miðvikudagsnótt? — Ég var í rúminu mínu. — Eruð þér svefnstyggur* hr. Serre? — Nei en móðir mín er það. — Og hvorugt ykkar heyrði neitt? — Mér finnst ég þegar vera búinn að svara þessu. — Og á miðvikudagsmorgun var allt með kyrrum kjörum í húsinu? — Ég býst við, að úr því að rannsókn hefur verið hafin, þá eigið þér rétt á að spyrja mig um þetta. Þér hafið, ekki satt, ákveðið að setja mig í þottraun. Undirmaður yðar hefur þegar spurt alls þessa. Og nú á að byrja á því sama aftur. Ég get alveg búizt við, að því verði haldið áfram í alla nótt. Til þess að spara tíma, get ég sagt yður í eitt skipti fyrir öll, að ég drap ekki konuna mína. Og ennfremur ætla ég að láta yður vita, að ég ætla ekki að svara aftur spurn- ingum, sem hafa þegar verið lagð ar fyrir mig. Er hún móðir mín hérna? — Hvað fær yður til að halda það? — Finnst yður það eitthvað einkenni'legt? — Hún situr frammi í biðstofu. — Er það ætlun yðar að láta hana sitja þar í alla nótt? — Ég skail enga tilraun gera til að koma í veg fyrir það. Hún er frjáls ferða sinna. í þetta skipti leit Guillaume Serre á hann hatursaugum. — Mig langaði ekki til að hafa yðar verk með höndum. — Og mig langaði ekki til að vera í buxunum yðar. Þeir störðu hvor á annan, þegj andi, og hvorugur vildi líta und an. — Þér drápuð konuna yðar, Serre. Og trúlega líka fyrri kon una. Hinm brá ekki svip. — Þér munuð játa það. Fyrirlitningarbros lék um varir tannlæknisins og hann hallaði sér aftur í stólnum og víxllagði fæturna. í næsta herbergi var þjónn- inn úr Dauphine-kránni að setja frá sér bakka á borðið, og mátti heyra glamrið í glösunum. — Ég vildi gjarnan fá eitt- hvað að éta. — Kannski vilduð þér líka fara úr jakkanum? — Nei. Hann tók síðan að éta sam- loku, en Maigret fyllti glas af vatni úr krananum í horninu. Klukkan var átta að kvöldi. Þeir gátu séð gluggana dimm- ast smám saman, og útsýnið hvarf að untanteknum nokkrum ljós- deplum, sem sýndust eins langt burtu og stjörnurnar. Maigret varð að senda út eftir tóbaki. Klukkan ellefu var tann- læknirinn að reykja síðasta vind ilinn sinn og loftið var orðið þykkt þarna inni. Tvisvar hafði Maigret farið út og gengið um húsið og enn sátu konunnar í biðstofunni. f seinna skiptið höfðu þær fænt stólana sína sam an og skröfuðu nú, eins og þær hefðu þekkzt árum sam- an. — Hvenær hreinsuðuð þér bíl kin yðar? — Hann var seinast hreinsað ur fyrir hálfum mánuði í stöð í Neuilly, og skipt um olíu um leið. — Hann hefur þá ekki verið hreinsaður síðan á sunnudag? — Nei. — Sjáið þér til, hr. Serre, við erum nýbúnir að láta gera vand lega rannsókn. Einn af mönnum mínum, með togleðurshæla undir skónum, eins og þér notið, gekk út að vegamótunum í Fontaine- bleau. Og á sama hátt og þér sögðust hafa gert með móður yðar á sunnudag, fór hann út úr bílnum og gekk eftir stígnum. Þar er málbikað. Hann fór aft- 29. DESEMBER Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Allt leikur í lyndi. Nautið, 20. apríl — 20. marz Það er mikilvægt að fara til kirkju. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Láttu berast með straumnum í dag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Notaðu friðinn til að gera gott úr einhverri misklíð. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Allt horfir betur við. Ljúktu viðskiptamálum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Þar kom að, að þú þurftir ekkert að reyna á þig. Njóttu þess, ef þú mátt. Vogin, 23. september — 22. október Kynntu þér og reyndu að leysa fjölskylduvandamál. Bjóddu fólki heim í kvöld. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Farðu í kirkju, einhver tilviljun gerir það þess virði. Reyndu að koma á samvinnu við fólk. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Vertu hófsamur á alla lund. Hreyfðu þig eitthvað úti við. Ljúktu viðskiptum fyrir áramót. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Parðu í kirkju. Reyndu að vinna að hlutum, sem auðvelda þér starf þitt eftir áramót. Vatnsberlnn, 20. janúar — 18. febrúar Heimsæktu sjúka, sinntu tómstundaiðju eða heimsækitu fólk. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Góður dagur til að styrkja aðstöðu þina lagalega. Farðu yfir fjárhaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.