Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII AUGLYSINGAR SÍMI SS*4«80 Sá .Þórshafnarljósin' áður en þau voru þar ViÖtal við Jóhannes Snorrason yfirflugsfj. FURÐULJÓSIN sem sáust frá Þórshöfn vöktu mikla athygli og menn voru með ýmsar get- gátur um hvað þar væri á ferðinni. Morgunblaðið frétti að Jóhannes Snorrason, yfir- flugstjóri hjá Flugfélagi ís- lands, hefði séð svipuð ljós viku áður en þau sáust frá Þórshöfn, og það næstum á hinum enda landsins. Blaðið hafði samband við Jóhannes, og bað hann að segja frá þvi sem hann hafði séð: — Við vorum þrír á ferð við rjúpnaveiðar í Snjófjöll- um og mér finnst það undar- legt að ég var sá eini sem sá fyrirbærið, enda voru félagar mínir vantrúaðir. Ég hef eig- inlega ekki miklu að bæta við lýsingu manna á Þórshöfn, hún kemur alveg heim við það sem ég sá. Hluturinn kom úr norðri á mikilli ferð og í fyristu hélt ég að þetta væri flugvél. Ég sá greinilega rauð leitt ljós og grænt og blátt líka og fannst þá ólíklegt að þetta væri flugvél því rauða ljósið er á vinstri væng. Svo stöðvaðist hluturinn, að því að mér fannst, milli Trölla- kirkju og Holtavörðuheiðar, og þá datt mér í hug að þetta væri þyrla og að þarna hefði orðið slys. Ég fél’l þó brátt einnig frá þeirri skýringu þeg ar ég gerði mér grein fyrir að ég heyrði ekkert hljóð frá þessum hlut. Mér virtist hann stöðvast í mjög lítilli hæð, og hann var ekki nema um 2 km. frá mér, svo að ef það hefði verið þyrla hefði ég ör- ugglega heyrt ökarkalann. Mér virtist þetta líta út eins og hálfmáni á hvolfi og ljós- geislarnir komu neðan úr hon um. Hluturinn hékk þarna nokkra stund, en fór svo af stað aftur og hvarf á mikilli ferð suður Holtavörðuheiði, alveg hljóðlaust. Ég skal ekk- ert segja um hvað þetta var, ég er tregur til að útskýra svona fyrirbæri sem heim- sókn frá öðrum hnöttum með- an ekki liggja meiri sannan- ir fyrir, en mér finnst samt ólíklegt að þarna hafi verið nokkurt það flugtæki sem við þekkjum. — Félagar mínir héldu, að þetta hefði verið bíll á veg- inum, en það var alveg úti- lokað; þetta var hvergi nærri veginum enda hef ég verið óspar á að segja: Þai-na sjéið þið, eftir fréttirnar frá Þórs- höfn. Flugeldasýning Hjálp- arsveitar skáta í dag HJÁLPARSVEIT skáta í Reykja- vík hefur opnað flugeldamarkað í Skátabúðinni við Snorrabraut. Eru þar seldar um 80 tegundir af flugeldum, sólum, blysum og öðrum áramótavörum. í sam- bandi við flugeldamarkaðinn verður haldin flugeldasýning næstkomandi sunnudag, 29. des- ember ef veður leyfir. Hefst sýn- ingin kl. 17.15. Framhald á hls. 31. Faxaskáli — nýja vöruskemman. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.) Eimskip tekur fyrsta hluta Faxaskála í notkun — Ætlar að hefja framkvœmdir við vöruskemmu á Akureyri á nœsta ári EIMSKIPAFÉUAG íslands tók skömmu fyrir jól í notkun neðri hæð fyrsta hluta nýju vöru- geymslunnar Faxaskála, og hefur aðstaða félagsins til losunar og lestunar þar með batnað til muna, að því er Óttar Möller, forstjóri E. í. tjáði Morgunblað- inu í gær. Þá hefur félagið nú fengið leyfi til að byggja vöru- skemmu á Akureyri, og er þegar búið að senda teikningar af vöruskemmunni norður. Ættu framkvæmdir að hefjast þar strax á næsta ári. Rými það, sem Eimskipafélag- ið hefur nú fengið með tilkomu Faxaskála, er 3500 fermetrar. Er gert ráð fyrir að framkvæmdum við efri hæðina verði lokið í marz-apríl nk. Þá er ennfremur áætlað að % hlutar skálans verði tilbúinn um þetta leyti næsta árs, og framkvæmdum verðj að fullu lokið í apríl 1970. Óttar sagði, að þessar fram- kvæmdir, bæði í Reykjavík og á Akureyri, væru liður í fram- kvæmdaáætlun félagsins, sem miðuðu að því að auka hraða upp- og útskipunar og gerðu félagið samkeppnishæfara gagn- vart erlendum skipafélög- Togorar of veiðum TOGARARNIR hafa flestir ver ið að veiðum nú yfir háfíðamar, og hefur verið reytingsafli. I fyrradag landaði Júpiter 220 tonnum af ágætum fiski. Þá kom Þorkell Máni með 160 tonn inn til Reykjavíkur, en hann ætlaði að halda áfram beint til Grims- by með aflann. Þá er von á Sig urði til löndunar í Reykjavík á morgun. um. Hefði áætlunin staðizt að öllu leyti til þessa. Óttar sagði að endingu, að það væri ekkj að- eing stórbót fyrir félagið sjálft, þegar framkvæmdum við Faxa- skála væri að fullu lokið, heldur einnig fyrir alla viðskiptavini þess, sem þá þyrftu ekki að elt- ast við vörur sínar víðs vegár um bæinn, eins og nú er. 556 fyrii ölvun við akstur f FYRRADAG höfðu 566 öku- menn verið teknir til blóð- prufu á þessu ári fyrir meinta ölvun, og þar af 86 öíkumenn, I sem lent höfðu í árekstrum eða slysum. Er þessi tala mjög svipuð þeirri í fyrra. Þá hefur radar lögreglunnar tekið um 4 þúsund bíla fyrir of hrað- an akstur á þessu ári, og virð- ist vera um greinilega hraða- aukningu að ræða síðustu 1 mánuðina. Slysum fjölgar í bifrei&aárekstrum Árekstratala í desember var svipuð og í fyrra sé miðað við tvö árin^á undan. Árið 1966 slösuðust 98 börn 1 umferðinni, í fyrra 53 börn og það sem af er þessu ári eru þau orðin 48. Búizt er við að heildartala á- rekstra nú verði svipuð og í fyrra, en þá fækkaðf þeim um 311 og slysatilfellum fækkaði um 135 frá árinu áður. Er áætlað að slysatalan verði nokkru hærri í ár, en slysaaukningin er nær ein- göngu á bifreiðastjórum og far- þegum, eins og í desember. „Híf op“. Þessi brenna á að verða stærri en borgarbrennan. (Sjá frásögn á blaðsíðu 31.) ALLS höfðu orðið 199 árekstrar í desember á hádegi í fyrradag, og er það áþekk tala og í fyrra. Tvö börn slösuðust í þessum mikla umferðarmánuði, og þrjár konur og þrír karlar, en 12 bif- reiðastjórar og 12 farþegar. Hef- ur orðið um nokkra aukningu á slösuðu fólki að ræða miðað við desember í fyrra, og er hún nær eingöngu á slösuðum bif- reiðastjórum og farþegum. Barnaslysum svokölluðum hef- ur fækkað nokkuð á þessu ári,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.