Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 7 I tilefni þess, aS nú er síðasti dagur ársins, skulum við bregða svolítið á leik og spjalla um fugla og önnur dýr merkurinn- ar, en mér er sagt af frómum mönnum, að fuglar loftsins séu mun skemmtilegTi allajafnan, en þeir „fuglar" meðal manna, sem við umgöngumst dags dag lega. Við göngum rösklega niður túnið yfir girðingu, yfir þjóð- veginn, og gleymum því i þetta sinn, þegar við krakkarnir föld um okkur undir ræsinu, og þung ir bílar óku yfir, — svona rétt Á þessari mynd sjást margar bjöllur, m.a. gullsmiöur. iil að heyra niðinn, heyra ólæt- in í þeim, þegax þeir óku yfir ræsið. Sá tími er víst löngu lið- inn, en ætli það sé samt ekki satt, að við söknum þeirra tíma, svona innst inni með okkur? Og þá erum við komin nið- ur í Kattagjótu. Við höfum áð- ur í þessum greinum skýrt frá, hverju hlutverki hún gegndd í gamla daga, en ofanvert við þessa laegð, sem norðanvert hafði milkið af móhellu tálganlegri, og við gátum með sjálfskeið- ung eða dálki, tálgað úr henni hinar furðulegustu kynjamyndir — va<r mikil mómýri, þannveg tílkomin, að vegagerðin hafði skorið þar ofan af „sniddur" í vegkanta, og nú var mýrin óð- um að komast í samt horf aft- uir, að gróa upp, þakin klóeflt- ingu og öðruim blautlendisjurt- um. Við bræðumir kölluðum mýri þessa Brasilíu, og sú nafngift var þannig fengin, að þarna var svo ríkt skordýralíf að engu öðm en Brasilíu var til jafnandi Við fundum þarna gullsmiði aí jámsmiðaætt, gylltar, fjólu- bláar og purpuralitar bjöllur. Við söfnuðum aðallega bjöllum i þá daga. Þetta var á stríðs- ámnum, og skordýraprjónar vom torfengnir, og þessvegna límdum við tvö eintök af hverri bjöliu á lítíð pappaspjald, eina uppíloft, hina hinsegin. Man ég eftir einmi svartri bjöllu, við kölluðum hana Hvell. Ef við létum hana á hvolf á sléttan pappír, brást það ekki, að hún fetti sig og bretti og loks með snöggu átaki hoppaði hún 15 falda hæð sína i loft upp, og kom niður á iapp- iraar. Slíkur hástökkvari meðal manna er sjaldgæfur, sennilega ekki tiL Þama í mómýrinni, ofamvert við Kattagjótu, undu ýmsir mó- fuglar við það dundur að byggja hreiður sín. Það gerðist kvöld eitt, að við urðum þess valdandi að eyði- leggja snyTtilegt Hrossagauks- hreiður. Það er ekki svo gott að varast þau, þar sem þau hima í þúfnakollum, velfalin, a.m.k. finnst Hrossagauknum það. Við vomm þaraa á ferð, að huga að hreiðrum, þvi að hug- urinn vax aUtaf við það bund- inn að geta merkt einn og einn unga fyrir Náttúmgripasafnið. Verður mér þá ekki það á að stíga ógætilega á þúfukolL og því miður steig ég þairna svo ógætilega niður, að 5 egg lágu mölbrotin í hreiðrinu. Sjálfsagt hef ég haft af þessu samvizku- bit fram eftir degi, en ekki mátti fást lemgi um það, því að slys geta alltaf hent. Mig minnir, að við höfum bætt fyrir þetta óhapp, með því að halda áfram niður í mýri, og fundum þar á faraldsfæti nokkra Hrossagauksunga, og bmgðum al úminiummerkjum um fætur þeirra. Þau em skemmtíleg, litlu krílin, ungar mófuglanna, og erfitt að gera upp á milli þeirra, hverj;r fallegastir eru, lóuungar, spóaungar, sandlóu- ungar eða hrossagauksumgar. Lit brigðin í feldi þeirra, af fjöðr- um gerður, em ótrúleg. Ekki get ég svo skilizt við Hrossagaukinn, mýrarsnípuna, eða Mýrarspítuna, eins og sumir kalla þennan lífsglaða fugl, þenna spádómsfugl, sem íslenzk þjóðtrú hefur gætt þeirri gáfu að geta sagt mönnum fyrir fram í tímamn, eftir þvi úr hvaða átt menn heyrðu hneggið hans fyrst á vorim — , að segja ekki frá því, hvað vitað er um hnegg ið hans. Fjöldi fólks hélt því fram lengi vel, að Hrossagauk- urinn hneggjaði með nefinu, en engar staðfestar sagnir vom þó til um, að einhver hefði heyrt slíkt. Jafnvel þetta „sitjandi" hnegg varð einskonar trúaratriði fyrir suma, og svo leiddu menn þá einu sinni saman hesta sína á fundi í 1. kennslustofu Háskól- ans hjá Hinu íslenzka náttúru fræðifélagi um þetta hniegg. Sumir uðm seimt sannfærðir, en þó held ég, að allir yrðu á Spóahreiður. Einn unginn er að brjóta sér leið út í góða loftið. Hér sjást Hrossagankshjón með unga sína. einu máli að lokum, að hnegg- ið myndaðist, þegar hrossagauk urimn steypti sér niður og syngi þá þannig í yztu stélfjöðmn- um hans. Til frekama sann- indamerkis var öllum fundar- mönnum boðið út á Atvinnu- deiid, sem þanna er nærrl Þar hafði verið komið fyrir tveim yztu stélfjöðmm af Hrossagauki í nánd við þyrilviftu (centri- fugu) Gg um leið og hún var sett af stað, heyrðist hið skemmti- legasta hnegg, þegar vissum snúningshraða var náð. Jæja, þetta var nú einskonar útúrdúr, en ég býst við þvi samt, að margir hafi gaman af því að vita þetta. Ég á aðeims eftir að minnast á eitt, um leið og ég læt þessu spjalli lokið 1 þetta sinn, að áminna íólk, að ganga varlega tnn varpsvæði fugla á vorin. Fuglalífið á íslandi er svo fag- urt, svo einstakt, að helzt mætti ekki skerða það. Fuglaskoðun er einhver ódýr- asta vísindagreinin, og hún gef ur svo samnarlega þeim gull í mund, sem iðka hana. Mæli ég þar af langri reynslu og gleði- ríkri, og á þá ósk heitasta, að fleiri mættu í fótspor mín troða. Allra síðast: „Gleðitegt nýár, þökk fyrir hið gamla“. — Fr.S. ÚTI A VÍÐAVANGI Bakkafoss fór frá Vestmanna- eyjum 27.12. til Lissahon. Brúar- foss kom til Reykjavíkur 28.12 frá New York. Dettifoss fór frá Kefla viik 28.12. tíl Gloucester, Norfolk og New York. Fjallfoss fór frá Lys ekil 30.12. til Kungshamn. Gdansk, Stockholm og Kotka Gullfoss fer frá Hamborg í dag 31.12. til Kaup mannahafnar og Reykjavíkur. Lag arfoss fer frá Grimsby í dag 31.12 tii Rotterdam, Cuxhaven og Ham- borgar. Mánafoss fór frá Seyðis- firði 29.12. til London, Hull og Leith. Reykjafoss fer frá Hamborg f dag 31.12. til Antwerpen Rotter- dam og Reykjavíkur. Selfoss er í Keflavík. Skógafoss kom til Hafn arfjarðar 29.12. frá Antwerpem. þaðan til Kjöpmannskjer, Husö. Kristíansand, Gautaborgar ogKaup mannahafnar. Askja er í Gufunesi. Hofsjökull fer frá Raufarhöfn í dag 31.12 til Akureyrar. Utan skrifstofutíma eru sikipa- fréttir lesnar í sjálfvirkum sím- svana 21466. Skipaútgerð ríkisins Esja fer frá Reykjavík 2. jamúar kl. 17.00 vestur um lamd til lsa- fjarðar. Herjólfur fór frá Vest- mamnaeyjum á miðnættí í nótt til Reykjavíkur. Herðubredð fer frá Reykjavík 4. janúar austur um land í hripgferð. Árvakur er i Reykja- vík. Skipadeild ÍSÍ.S. Arnarfell fer í dag frá Rotter- dam til HuU og Reykjavikur. Jök ulfell fer væntanlega í dag frá Lon don tíl Rotterdam. DisafreU fór 27. þ.m. frá Sauðárkróki til Ham borgar Gdynia og Svendborg. Litla feU er i Reykjavík. HegafeU fór i gaer frá Reyðarfirði til Svend- borg og Rotterdam. Stapafell er í Reykjavík. MælifeU er 1 Keflavik. Fiskö er í London. Hafskip h.f. Langá fer frá Turku I dag tíl Gdynia, Kaupmamnahafnar Gauta- borgax og íslands. Laxá er í Leák- oes, fer þaðan væntanlega í dag borgar og íslands. Rangá er í HuflL Selá kom til Oporto í gær. * VÍSUKORN Ljósakrossinn Laugaraesi, lýsir frá Drottins húsi. Láðar til Krists — hvað Uður, lýðimm adlan um síðir. G. Ág. ' EINANGRUNARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikll verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími 10 ÁRA ABYRGÐ. Leitið tlboða. Fyrirliggjandi: RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEIN SSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. JÓLASVEINN ÁRSINS 1968

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.