Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1968, Blaðsíða 20
20 MÖRGÚNBLAÐÍÐ, ÞR3ÐJUDAGUR 31. DÉSEMBÉR 1968 “ reinirkiblí ihóotlnc ifter «n erpedltioa tato* (uit o»er tii diys—H7 hoora—and coverin* Ihan helf i million miles. We're lookinj we're in real good shipe,” reported C»pt . Innes Lovell, the ipjeecraft's navigator. 1 Hls voice wu the first to be heird when tjWTiiunicationi were resumed after the three-and- n-halí snlnute radio blackout while the craft f*n«ed into the eertVi atmoiphere. creating t finperatflre o( 5.000de* Fahrenheit. half the twperature of the lun'i wrface. on its heat shield. “Ihii U a real fireball." commenfed Capt. LovelL ’ As helicopters’ fioodliphts lit the floating oaft, CÓI. Frank Borman, the Commander, joked that the moon " is not made of (treen cheese—it's nande of American cheese." The crew asked for fanekfast of steak and eggs, tbe same as at their leet Cape Kennedv meaL OKERtn BY NAVT rrsttt '".'rrJr U.S. agrees to sell Israel 50 jets Forsíða The Daily Thelegraph m eð auglýsingu Loftleiða. Loítlciðir í eriendum blöðum A FORSÍÐU The Daily Thele- graph hinn 28. desember síðast- liðinn birtist forsíðuauglysing frá Loftleiðum í svokölluðu vinstra eyra blaðsins. Þar sem hér er um svo víðlesið blað að ræða hringdum við til Sigurðar Magnússonar, fulltrúa og spurð- umst fyrir um auglýsinguna. Sigurður sagði, að slíkar aug- lýsingar yrði að panta með mjög löngum fyrirvara og yfirleitt væru þær dýrar. Þó kvaðst hann ekki vita, hve mikið félagið hefði greitt fyrir þessa auglýs- ingu, en sagði að félagið aug- lýsti stöku sinnum í slíkum stór- tolöðum til þess að minna á sig. - TRYGVE LIE Framhald af bls. 2 fékk 10.000 dollara í eftirlaun á ári frá SÞ. ♦ Heima fyrir var Lie kunnast- ur fyrir störf sín sem ritari norska Verkamannaflokksins, lögfræðingur norska Alþýðusam bandsins, sem stjómmálamaður og ráðherra í ýmsum ríkisstjóm- um og sem höfundur fjölda bóka, meðal annars nokkurra bóka um baráttu Norðmanrva á heims- styrj ald aráru num og bókar, er hann skrifaði um Sameinuðu þjóðimar, „Sjö ár í þágu friðar- ina“. Tryggve Lie hóf stjómmála- feril sinn sem ritari Verkamanna flokksins árið 1919, og árið 1922 gerðist hann lögfræðilegur ráðu nautur norska Alþýðusambands- ins og flutti fjölda mála, sem snertu margar og harðar vinnu- deilur, sem háðar voru á þess- um árum. Hann gait sér orð fyr- ir að vera duglegur lögfræðing- ur og frábær samningamaður. Þegar Johan Nygárdsveld mynd- aði ríkisstjóm Verkamanna- flokksins árið 1935, varð Tryggve Lie dómsmálaráðherra, og í því embætti bar hann ábyrgð á því að Leon Trotzky var vísað úr landi. Árið 1939 varð hann við- skiptamálaráðherra, og seinna tók hann við stjórn nýstofnaðs birgðamálaráðuneytis. Hann vann ötullega að því að tryggja vöruflutninga til Noregs á þess um erfiðu mánuðum, og það var honum að miklu leyti að þakka, að birgðamál Norðmanna voru í tiitölulega góðu horfi, þegar landið var hemumið í apríl 1940. Trygvi Lie flýði undan Þjóð- verjum ásamt öðrum ráðherrum Nygárdsvold-stjórnarinnar og hélt með þeim frá Tromsö til Englands. f nóvember 1940 tók hann við embætti utanríkisráð- herra af prófessor Halvdan Koht, og í utanríkismálum fylgdi hann fyrst og fremst þeirri stefnu að tryggja góð sam skipti við Bretland og Banda- ríkin. Hann var einnig eindreg- inn forgöngumaður aukinnar samvinnu landanna við norðan- vert Atlantshaf. Þegar friður komst á og Ein- ar Gerhardsen myndaði fyrstu ríkisstjóm sína, varð Trygvi Lie utanríkisráðherra, og hann hélt því embætti, þegar Gerhardsen myndaði aðra ríkisstjóm sína. ♦ í febrúar 1946 var hann kjör- inn fyrati framkvaemdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og hann reyndi í embættistíð sinni að koma til leiðar bættu og árang- ursríkara samstarfi austurs og vesturs en þessi viðleitni hans varð æ meiri erfiðleikum bimdin eftir því sem ágreiningur Sovét- ríkjanna og vesturveldanna jókst. Þegar Norður-Kóreumenn réðust inn í Suður-Kóreu í júní 1950, beitti Lie sér ötullega fyr- ir því, að Sameinuðu þjóðimar létu til skarar skríða gegn árás- araðilanum. Kjörtímabil Lies rann út 2. febrúar 1951, og Bandaríkjamenn beittu sér fýrir því að hann yrði endurkjörinn, en þegar Öryggis ráðið átti samkvæmt ákvæðum stofnskrárinnar að senda Alls- herjarþinginu tiUögu um kjör framkvæmdastjóra haustið 1950, beittu Sovétríkin neitunarvaldi gegn endurkosningu Lies. Þess vegna mælti Öryggisráðið með engum í embætti framkvæmda- stjóra, en Allsherjarþingið end- urkaus hann eigi að síður með 51 atkvæði gegn fimm. Að vísu var hann aðeins kjörinn til þriggja ára eða helmings hins venjulega starfstíma. Sovétrík- in héldu því fram, að kosningin væri ólögmæt vegna þe®s að ein ing hefði ekki ríkt í Öryggiaráð- inu og háldu þessu sjónarmiði sínu til streitu í afstöðu sinni til Lies. En Lie sagði af sér þegar í marz 1953 að eigin ósk, og Dag Hammarskjöld var kjörinn eft- irmaður hans. ♦ Á fyrstu árunum eftir heim- komu sína til Noregs fékkst Lie við ritstörf, en árið 1955 var hann skipáður fylkisstjóri Osló- ar- og Akershus-fylkis. Þegar Kjell Holler iðnaðarmáíaráð- herra baðst lausnar árið 1963, var Trygvi Lie skipaður eftir- maður hans, og eftir stjómar- skiptin 1963 tók Lie sæti í fjórðu ríkisstjóm Gerhardsens. Hann baðst þá lausnar frá fylkisstjóra embættinu til þess að geba helg- að stjómmálunum krafta sína að fullu. Fyrst eftir að hann tók sæti í ríkisstj órninni gegndi hann starfi iðnaðarmálaráðherra, en seinna tók hann að eigin ósk við starfi viðskiptamálaráðherra. Hann átti við heilsubrest að stríða og starf iðnaðarmálaráð- herra var honum of erfitt. Trygve Lie var viðskiptamálaráðherra þar til í október 1965, þegar rík- isstjórn Gerhardsens fór frá eft- ir ósigurinn í kosningunum ein- um mánuði áður. Trygvi Lie var sæmdur fjölda heiðursmerkja og var gerður heiðursdoktor við 25 háskóla í Bandaríkjunum, Kanada, Equa- dor, Dómíníska lýðveldinu, Belg íu og Englandi. Talið er, að banamein hans hafi verið hjartaslag. ♦ Trygve Lie kom tvisvar sinn- um til Reykjavíkur, í fyrra skipt ið fyrir heimsstyrjöldina síðari og í síðari skiptið til þess að vera viðstaddur fund Norður- landaráðs í febrúar 1965. Einnig kom hann nokkrum sinnum til Keflavíkur, en hafði þar aðeins stutta viðdvöl. f viðtali við Mbl. í sambandi við komu hans til Reykjavíkur 1965 sagði hann meðal annars: „Ég trúi því, eins og ég hefi allt- af gert, að Sameinuðu þjóðimar séu eina leiðin til að koma á friði“. Hann sagði að alvarlegasta vandamál Sameinuðu þjóðanna væri fjárhagsörðugleikar sam- takanna. Allt yrði að gera til að finna lausn á þeim, enda væru Siameinuðu þjóðimar haldbezta von fólks í beiminum um frið. Meðlimaríkin yrðu því að taka málið föstum tökum, ekki sízt risaveldin, Bandaríkin og Sovét- ríkin. Orð hans standa í fullu gildi enn í dag. - ARABAR Framhald af hls. 27 tiá að breyta ölium borgum ríkj- anna í „araibíaku Hanoi“. í Israel láta menn sér fátt um finnaist þótt árásin sé fordæmd, og flestir eru sammáía um að hún hafi verið nauðsynleg. Kannski verður hug manna bezt lýst með sögu háðfuglsins Eiphri- am Kisfhon, sem sagði þegar af- stöðu heimsins til ísrael bar á góma: „í maí árið 1967 hefðu sam- einaðir herir Jórdaníu, Egypta- lands og Sýrlands, getað ráðizt á ísrael og gersigrað það. Þúsund- ir flóttamanna af Gyðingaættum hefðu streymt út í heiminn og unnið hugi og samiúðar allra, jafnvel Rússa. En ísraekmenn biðu ekki. Af fádæma hörku réð- ast þeir á og gereyddu egypsku „hervélinni" í Sinai og miisstu þar með gul/lið tækifæri til að vinna samúð heimsinss. Guð einn veit hvenær við fáum aftur svo dásamlegt tækifæri". ÁRÁSIN Eins og í sex daga stríðinu var árás ísraelsmanna þaulskipulögð og framkvæmd með svo miklum hraða og öryggi, að engum vörn- um var við komið. Það fyrsta sem menn vissu um árátsina var, að þyrla flaug yfir flugvöUinn og varpaði niður reyksprengjum til að skapa öngþveiti. Þaiggað var niður í hervörðum á augna- bliki og nokkrum minútum síð- ar þutu fámennir, samlheintir hóp ar ísraelskra hermanna fram og aftur um völlinn og komu sprengjum fyrir. Hver hópur fyr ir sig hafði ákveðnu hlutverki að gegrna og þeir gættu þess vand lega að eyðileggja ekki flugvélar annarra flugfélaga en arabiskra. Sumar vélarnar voru fullar af farþegum og ísraélsmenn skip- uðu þeim að yfÍTgefa þær áður en þeir komu sprengjunum fyr- ir. Herlið var kallað til aðstoðar en ísraelsmenn höfðu skilið nokkra hermenn eftir við alla vegi sem lágu frá herstöðvum til flugvallarine og þeir stöðv- uðu liðsaukann meðan skemmd- arverkin voru fullkomnuð. Her- flugvöllur er í 40 mílna fjarlægð, sem er aðeins nokkurra mínútna flug fyrir orrustuþotur, en eng- in var send á loft, enda mumu ísraelskar orrustuþotur hafa sveimað yfir vellinum meðan á árásinni atóð til að hindna að hermennirnir yrðu truflaðir. 4!5 mínútum eftir að fyrstu árás- arþyrlurnar lentu hófu þær sig til flugs aftur og þegar hermenn Líbanon þufetu inn á völlinn var þar engan ísraelsmann að finna, aðeins þrettán flugvélaiflök í björtu báli. Átta þeirra voru í eigu „Middle East Airlines“ þrjár í eigu „Lebanon In'ternational Airlines" og tvær í eigu „Trans Mediterranean Airlirues". Fyrst nefnda flugfélagið á þá etftir fjór- ar vélar, og er tjónið rnetið á 35 milljónir dollara. Vélarnar átta voru tryggðar hjá Lloyds, sem mun hafa samþykkt að greiða tryggingarnar. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA.SKRIFSTOFA 5ÍMI lO-TOQ TJARNARBÓD Gamlárskvöld JÚDAS U N C Ó DANSAÐ FRÁ KL. 10—4. Ósóttir aðgöngumiðar seldir eftir kl. 4 í dag. GAMLÁRSKVÖLD HLJÓMAR leika Gleðilegt nýár. GAMLÁRSKVÖLD ÁRAMÓT AFAGNAÐUR OPIÐ FRÁ KL. 10—3. Ósóttar pantanir verða seldar í dag milli kl. 16—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.