Morgunblaðið - 31.12.1968, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1968 — Hún vill ekki lána okkur dúkkuna sína smástund. ur uj>p í bilinn og kom svo hing að. — Kunnáttumenn úr tækni- deildinni, sem kunna sitt verk, rannsökuðu þvínæst motturnar í bílnum. — Hérna er rykið og sandur inn, sem þeir söfnuðu saman. Hann ýtti litlum bréfpoka yfir borðið. Serre myndaði sig ekkert til að snerta hann. — I>að sama hefðum við átt að finna í mottunum í yðar bíl. — Og á það að sanna, að ég hafi drepið konuna mína? — Það sannar, að bíllinn yðar hefur verið hreinsaður síðan á sunnudag. — Gæti ekki einhver hafa kom izt inn í bílskúriinn minn? — Það væri ólíklegt. — Fóru ekki mennirnir yðar inn í hann? — Hvað eruð þér að gefa í skyn? — Ekkert herra fulltrúi. Ég er ekki að ásaka neinm. Ég er aðeins að benda á, að þetta verk var framkvæmt án vitna, og þess vegna án lagaheimildar. — Vilduð þér ekki tala við móður yðar? — Já, yður þætti gaman að vita hvað ég hef við hana að tala? Ekkert, hr. Maigret. Ég hef ekkert við hana að segja og hún heldur ekkert við mig. Snögglega datt honum eitthvað í hug. — Hefur hún fengið nokkuð að borða? — Það hef ég enga hugmynd um. Ég vil aðeins endurtaka, að hún er frjáls allra sinna ferða. — Hún hreifir sig ekki meðan ég er hérna. — Þá getur þetta orðið löng bið hjá henni. Serre leit niður fyrir sig og framkoma hans breytitist. Eftir langa þögn tautaði hann, og rétt eins og hann skammaðist sín: — Það væri kannski til of- mikils mælzt, að biðja um eina samloku handa henni. — Hana er hún búin að fá fyrir löngu. — Borðaði hún hana? — Já. — Við hvern talar hún? — Við einhverja manneskju, sem er stödd í biðstofunni. Kven mann, sem var á götunni. Aftur brá fyrir einhverjum hatursglampa í augum tannlækn isins. — Þér komuð þessu svona fyr ir, var það ekki? — Alls ekki. — Móðir mín hefur ekkert að segja frá. — Því betra fyrir ður. Næsta stundafjórðunginn voru þeir báðir þöglir, og Maigret stikaði inn í næsta herbergi, ó- lundarlegri á svipinn en nokkru sinni áður,. og gaf bendingu til Janviers, sem dottaði þar úti í horni. Sama áfram? spurði hann. — Já hafðu það eins og þú vilt. Hraðritarinn var kominn að niðurlotum. Þýðandinn var enn að verki í sinni kompu. — Farðu og náðu í hana Ern- estine og komdu með hana inn í skrifstofuna hans Lucas. Þegar Lengjan kom inn, var hún ekkert ánægð á svipinn. 41 — Þér hefðuð ekki átt að ó- náða okkur. Þá fer hana að gruna margt. Kannski vegna þess að svona var orðið áliðið nætur, talaði Maigret kunningjalegEir við hana en áður, án þess að taka eftir því sjálfur. — Hverju hafið þér verið að ljúga í hana? — Hvernig átti ég að vita, hversvegna ég var kölluð hing- að, hvernig mannsins míns hefði verið saknað í tvo daga, og ég hefði ekkert heyrt frá honum hversu ég hata lögregluna, sem væri alltaf að gera 'manni ein- hvern grikk. — Hún lætur mig bara bíða, til þess að geta hrist úr mér einhverja játningu, sagði ég við hana. — Hún heldur, að hún geti leyft sér hvað sem er. — Og hverju svaraði hún? — Hún spurði mig, hvort ég hefði verið hérna áður. Ég sagði svo vera, og að ég hefði verið þaulspurð heila nótt í fyrra, af- því að maðurinn minn hefði lent í slagsmálum í einhverri knæpu og þeir vildu endilega halda því fram, að hann hefði stungið ein hvem með hníf. Fyrst leit hún á mig með hneykslunarsvip, en þar kom að hún fór að spyrja mig. — Um hvað? — Aðallega um yður. Ég sagði henni allt, sem mér gat dott- ið í hug. Eg gætti þess að koma því að, að þér fengjuð alltaf játningar upp úr fólki, áður en jlyki, hversu hrottalegur þér þyrftuð að vera við það. — Hvað? — Ég veit alveg hvað ég er að fara. Ég sagði henni, hvern- ig þér hefðuð haldið einhverj- um allsnöktum í skrifstofunni yðar í heilan sólahring, um miðj an vetur, og látið gluggan standa opinn. — Það hef ég aldrei gert. — Nei, en þetta virtist hafa áhrif á hana. Hún er ekki eins sjálfsörugg og þegar hún kom hingað. Nú gerir hún ekki ann- að en hlusta. — Lemur hEinn fólk? spurði hún. — Komið hefur það fyrir. — Ætti ég að fara til hennar aftur? — Ef þér viljið. — En þá vU ég bara, að ein- hver fari með mig í biðstofuna og sýni mér hörku. — Fréttist ekkert af Alfred? — Hafið þér ekkert frétt af honum? Maigret hafði látið fara með hana í biðstofuna á þann hátt, sem hún bað hann um, og mað- urinn, sem flutti hana, kom til baka glottandi. — Hvað gerðist? — Ekkert sérlegt. Þegar ég fór framhjá þeirri gömlu, bar hún fyrir sig handlegginn, rétt eins og ég ætlaði að berja hana. Og ég var varla kominn út, þeg ar Lengjan fór að gráta. Frú Maigret hringdi, til þess að fá að vita hvort maður henn ar hefði fengið nokkuð að borða. — Á ég að bíða eftir þér? — Nei sannarlega ekki. Hann var með höfuðverk. Hann var gramur út í sjálfan sig og aðra. Kannski líka dálítið óró- legur. Hanp velti því fyrir sér, hvernig fara mundi, ef snögg- lega bærist skeyti frá Meuíu van Aerts, þess efnis, að hún hefði séð sig um hönd og setzt að í einhverju rólegu þorpi. ar orðinn volgur, skipaði að senda eftir meiru út í kránna, áður en þar yrði lokað, og gekk síðan aftur inn í skrifstofuna sína, þar sem Janvier hafði opn að gluggana. Hávaðann í borg- inni var tekið að lægja. Öðru hverju ók leigubíll yfir Sánkti Mikjálsbrúna. Hann settist niður og lét axl- irnar síga. Janvier gekk út. Eft- ir langa stund sagði hann, eins og hugsi: — Móðir yðar hefur fengið þá hugmynd, að ég sé að pynda yður. • Hvernig líður henni? ■ Hún samkjaftar aldrei. *E>og3oL Q 'pnar U 6 fL opik tii Li 2 / , ,, J a nýaróaacj MATSEÐILL________ MORGUNVERÐUR Frönsk lauksúpa Bacon-egg m/pomsaute Hamborgari m/frönskum kartöflum Skenka — egg Omelette m/gr'ænmeti Hangikjöt m/stúfuðum kartöflum Smurt brauð, samlokur, ristað brauð Kaffi, te, kökur, ávaxtasafi. Matseðill dagsins (kl. 11,30—21). Spergilsúpa Steiktar aliendur m/frönskum kartöflum grænmeti Svínasteik m/brúnuðum kartöflum rauðkáli Hangikjöt m/stúfuðum kartöflum grænmeti Kálfaschnitzel m/pomsaute Lambakótilettur m/grænmeti Steik fiskiflök m/cockteilsósu. Vanilluís Ananas m/rjóma. (jie&iieJ nýtt á ftöblmm vi&óhiptin á iich na árinu Sæla-Café Brautarholti 22. Hann drákk bjór, sem var þeg Hann varð hissa, er hinn leit J Opið til kl. 14 í dag. Opið allan nýársdag (jie&ilecft nýár Þökkum viðskiptin á gamla árinu. ^ASKUR. Suðurlandsbraut 14. — Sími 38550. r 31. DESEMBER. Ilrúturinn 21. marz — 19. apríl Erilsamur dagur, sem endar vel. Nautið 20. apríl — 20. maí Reyndu að stilla skap þitt fram eftir degi, það borgar sig. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Eitthvað sem þú hefur lengi beðið eftir, fellur í þinn hlut. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Hvað sem þú karant að^hafa lagt í söluirnax fyrir vissan aðila, verðuir að engu. Skeyttu því ekki. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú færð óvæntar fréttir. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þú hefur heilmikið að segja, svo að þú skalt ekki liggja neiitt á liði þinu. Vogin 23. sept. — 22. okt. Nú fer að borga sig að hafa verið hógvær. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þér hefur verið gjaimt á að áfellast aðra. Það er betra að átta sig seint en aldrei. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þér er alveg óhætt að segja meiningu þína, það særir engan þvi að fólk skilur, að þú hefur rétt að mæla Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þú horfir yfir farinn veg, og ef ekki alls kostar ánægður, skaitu endurskipuleggja, þannig að íleiri megi njóta góðs af. Vatnsberinn 20. Jan. — 18. febr. Þú hefur yfirunnið sjálfan þig. Það er rnetra em flestir geta státað af. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Þótt þú græðir kannski ekkl á tá og fingri, er þér óhætt að þakka fyrir það, sem fellur þér í skaut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.