Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 3 SKIPT var um yfirmann vamarliðsins í Keflavík í gær og leysti Mayo A. Hadden, aðmíráll, Frank B. Stone, að- mírál af hólmi. Meðal við- staddra voru Bjami Benedikts son, forsætisráðherra, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra og Emil Jónsson, utanríkisráð herra. Frank B. Stone, sem hefur verið yfirmaður varn- arliðsins undanfarin tvö ár, sagði í stuttri ræðu að brott- för hans væri trega og stolti blandin. Trega vegna þess að hann þyrfti að kveðja marga góða vini, íslenzka og banda- ríska, og stolti vegna góðrar frammistöðu þeirra manna, sem imdir hann heyrðu. Hann færði íslendingum þakkir fyrir vinsemd þeirra og skilning, sem hefðu gert honum dvolina hér svo ánægjulega og óskaði landi og þj'óð velfarnaðar á kom- andi árum. Stone aðmíráll heldur héðan til Rlhode Is- land ásamt fjölskyldu sinni og tekur þar við stjórn flug- móðurskipsins Wasp og flota deildarinnar sem því fylgir. Mayo A. Hadden, aðmíráll, sagði að sér væri fullljóst ihversu erfitt það væri að taka við stjórn varnarliðsins af Stone aðmírál. Hann hefði áunnið sér vinsældir íslend- inga og Bandaríkjamanna og það væri því erfitt að troða hans slóð. Hann kvaðst vona að 'hermenn varnarliðsins myndu sýna sér eins mikla hollustu og þeir hefðu sýnt Stone, og að sér tækist jafn vel í samskiptum sínum við islenzku ríkisstjórnina og ís- lenzku þjóðina. Að lokinni stuttri ræðu sinni kynpti Hadden aðmíráll Masterton aðmírál, sem er yfirmaður kafbátaeyðingar- sveita á Atlantshafi. Master- Hadden, ; frú Stone, aðmíráll, frú Sigríður Björnsdóttir, dr. Bjarni Benediktsson, Stone, aðmíráll, ;, ganga út að loknum yfirmannaskiptunum. við Hope College 1938, gerð- ist hann sölustjóri fyrir „Spring Air Company.“ 1941 hóf hann flugþjálfun í sjó- hernum og flaug orrustuflug- vélum í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann skaut niður 8 ó- vinavélar og var sæmdur mörgum heiðursmerkjum fyr ir góða framgöngu. Síðan hefur hann gegnt mörgum störfum innan sjóhersins og einnig lokið námi frá skóla sjóhersins í áhrifum kjamorku vopna. Hadden, aðmíráll, er giftur Lorian Grant, frá Fort Lauderdale í Florida, og eiga þau fjögur börn. ton aðmíráll þakkaði Stone störf hans sem yfirmanns varnarliðsins á íslandi og sæmdi hann, fyrir hönd for- seta Bandaríkjanna, heiðurs- merkinu „Legion of Merit.“ Stone bar einnig við þetta tækifæri heiðunsmrki Fálka- orðunnar, sem forseti íslands herra Kristj án Eldj árn, sæmdi hann fyrir skömmu. Mayo A. Hadden, aðmíráll, sem nú tekur við yfirstjórn varnarliðsins á íslandi, er fæddur 14. ágúst 1916 í Michi gan. Eftir að hafa lokið námi Hadden, aðmíráll heilsar dr. Bjama Benediktssyni. isráðherra. T. v. er Stone aðmíráll. Guðjón Sverrir Sigurðsson, form., Ingimundur Erlendsson, varaformaður, Guðmundur Guðni Guðmundsson, ritari, Runólfur Pétursson gjaldkeri og meðstjórn endur Ragnheiður Sigurðardótt- ir, Klara Georgsdóttir og Guð- mundur í>. Jónsson. Varastjórn: Krisitján Norðmann, Gísli Svan- bergsson og Kriatín Hjörvar. EndurSkoðendur: Jón Björnsson Guðjón Sigurðsson Sjálfkjöriö í IÐJU í GÆR var framboðsfrestur út- runninn til stjórnarkjörs í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykja- vík, og kom aðeins fram einn listi — listi stjórnar og trúnað- arráðs félagsins og var hann því sjálfkjörinn. Öll stjórnin er ó- breytt frá sl. ári. og er þannig dkipuð: og Sigurður Valdimarsson og varaendurskoðandi Bjarni Jak- obsson. KARNABÆR Tízkuverzlun unga fólksins — Týsgötu 1. — Sími 1-23-30. AF YÐUR KULDANN NÝKOMIÐ! Dömudeild Heiradeild ★ Ullar-sokkabuxur frá M. Quant. Herrapeysur í úrvali. ýkr Shetlands-ullarpeysur, ^ Tweedsíðbuxur. lieilar — ódýrar. Samkvæmisbuxur + Tweedkápur og síðbuxur. Eftir nokkra daga mun verzl- unin geta boðið þjónustu hins vel þekkta COLINS PORTER. KLÆÐIÐ STAKSTEINAR Svíþjóð og V-Þýzkaland Á síðustu árum hefur komið skýrlega í ljós, að tvö ríki í V- Evrópu skara fram úr í stjóm efnahagsmála sinna. Þessi riki era Svíþjóð og V-Þýzkaland. Að vísu eru þessi lönd bæði auðug að margs konar hráefnum, sem hafa orðið undirstaða efnalegrar velmegunar í löndunum og einn- ig hafa sérstakar aðstæður hjálp að til. Þannig urðu Svíar ekki fyrir áföllum vegna heimsstyrj- aldarinnar siðari, en V-Þjóðverj- ar urðu aðnjótandi mikilsverðr- ar aðstoðar við það endurreisnar starf, sem hófst þar í landi að styrjöldinni Iokinni. Þótt draga megi fram ýmis atriði, sem stuðl- að hafa að farsælli stjóm efna- hagsmála í þessum löndum era þó flestir, sem um þessi mál fjalla sammála um, að ein meginástæðan sé sú, að í báð- um þessum löndum hefur tekizt að koma samskiptum og samn- ingum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda fyrir með þeim hætti, að verkföll era næsta fá- tíð og allt að því óþekkt fyrir- brigði í þessum löndum. Bæði í Svíþjóð og V-Þýzkalandi má segja, að rikt hafi samfelldur vinnufriður allt frá stríðslokum og raunar lengur. Jafnframt hef- ur þessum löndum tekizt að koma í veg fyrir, að almennar launa- hækkanir yrðu umfram greiðslu geta atvinnuveganna að nokkru ráði. Bretland Með sama hætti og vinnufrið- ur og skynsamleg launastefna era taldar imeginástæður þess hversu vel hefur tekizt til um stjórn efnahagsmála í Svíþjóð og V-Þýzkalandi er það skoðun margra að ófremdarástand í þess um málum sé ein höfuðorsök þess hve illa Bretum hefur vegnað við stjóm efnahagsmála sinna. Að vísu er oft bent á, að eyðilegg- ingin hafi ekki orðið jafn mikil í Bretlandi og Þýzkalandi í stríð inu og þess vegna hafi Bretar ekki endumýjað vélakost og tækjabúnað í atvinnuvegum sín- um í jafn rikum mæli og V-Þjóð verjar. Engu að síður er ljóst, að algjört öngþveitisástand í sam- skiptum launþega og atvinnurek enda á Bretlandseyjum hefur stuðlað mjög að þeirri uppdráttar sýki, sem einkennt hefur brezkt efnahagslíf í mörg ár. Þetta er jafnvel Verkamannaflokksstjóm- inni ljóst, og hefur hún nú í und- irbúningi talsverðar umbætur á brezku vinnulöggjöfinni. Bret- ar eiga enn við mikla erfiðleika að etja og margir líta svo á, að svo verði þar til samskiptum laun þega og atvinnurekenda hefur ver ið komið í betra horf og skyn- samleg launastefna tekin upp með samþykki allra aðila. Island íslenzkt efnahagslíf er svo sér- stætt, að það verður ekki borið saman við efnahagslíf þeirra landa, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. En við eigum það sameiginlegt með Bretum, að erfiðleikar í launamálum og verk föll hafa löngum þjakað okkur. í júní 1964 varð töluverð breyt- ing á viðhorfum manna í þess- um málum og síðan hefur ríkt sæmilegur vinnufriður í landinu, þar til verkföllin urðu í marz á sl. ári. Nú stöndum við enn frammi fyrir verkföllum — og það á óvenju alvarlegum tím- um. Er ekki tími til kominn að við kynnum okkur rækilega for- dæmi Svía og V-Þjóðverja og reynum að finna einhverja þá skipan mála, sem gerir verkföll að fátíðum viðburðum hér á landi? ■r «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.