Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 5
MORG-UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 5 .1 1969- árminnkandi hagvaxtar ALLT MEÐ „Árið 1968 var óvenju hag- stætt í alþjóðaviðskiptum“, segir í grein í brezka tímarit- inu „The Economist“ 28. des- ember sl. „Inn- og útflutning- ur iðnaðarlandanna jukust um 12% að meðaltali en árið áð- ur nam sú aukning 51/2%-6%“. Efnahags- og framfarastofnun in hefur iátið gera spá fyrir árið 1969, þar sem talið er, að meðaltalsaukningin í fyrr- nefndum greinum verði um 8% en „The Economist“ var- ar við of mikilli bjartsýni og telur, að vel geti svo farið, að meðaltalsaukningin í alþjóða- viðskiptunum nái ekki 8% 1969 en verði þess í stað jafn- vel aðeins um 5%. „The Economist“ segir, að vafajítið verði 1969 ekki jafn ánægjulegt ár, hvað hagvöxt iðnaðarþjóðanna og alþjóða- viðskipti snertir, og 1068, því þrátt fyrir ýmsa alvarlega erfiðleika í gjaldeyrismálum 1968 átti mikill hagvöxtur sér stað og alþjóðaviðskipti juk- ust. Svo virðist nú, sem aðaliðn- aðarþjóðirnar hafi búið við góðan hagvöxt sl. ár og að með altalsaukningin hafi orðið um 5% á móti 314% hagvaxtar- aukningu 1967. Telur tímarit- ið líkur benda til, að 1069 muni hagvaxtaraukningin að- eins nema um 4% en þó geti hún auðveldlega orðið minni. Mest mun þessarar þróunar verða vart í Bandaríkjunum og Bretlandi en einnig mun hennar gæta í öðrum iðnaðar- löndum, nema í Frakklandi Oig Ítalíu. Ekki er þó svo vegna betra útlits í þessum tveimur löndum, heldur vegna þess, að á árinu 1968 urðu vissir hlutir til að draga úr mögu- legum hagvexti þar; náttúru- hamfarir í Ítalíu og í Frakk- landi m.a. verkföll. „The Economist" birtir spá Efnahags- og framfarastofnun arinnar en þar í eru m.a. þess- ar tölur: Hagvöxtur mið- Gjaldeyrisstaða aður við árið í milljörðum á undan. dollara % Bandaríkin: 1967 2.4 1.69 1068 5 —0.40 1969 2'h 1.80 Bretland: 1967 —1.05 1968 3% —1.30 1969 21/4—2% 0.25/0.65 Þýzkaland: 1967 —0.2 2.43 1968 6% 2.70 1969 5 1.80 Frakkland: 1967 4.4 0.25 1968 3 —0.20 1969 5—61/2 —.20/ + 0.30 Ítalía: 1967 6.0 1.72 1968 5 2.40 1960 51/2 2.25 Japan: 1967 13.3 —0.19 1968 11 y4 1.00 1969 9% 0.65 Kanada: 1967 2.8 —0.50 1968 4y4 —0.30 1969 4 —0.65 Telur tímaritið, að sumar þessara talna beri vott um of mikla bjartsýni og bendir á, að í byrjun ársins sé allt út- lit fyrir, að hagvaxtaraukning in í Bretlandi nái ekki 2%% eins og spáin hljóðar upp á. Þá telur tímaritið vafa leika á, hvort hagvaxtaraukningin I Þýzkalandi nær 5% en tel- ur hins vegar, að möguleiki sé á meira en 9t4% hagvaxtar aukningu í Japan. Bandaríkin með sín 14% af öllum innflutningi í heimin- um eru snöggtum þýðingar- meiri fyrir önnur lönd við- skiptalega séð en önnur lönd eru fyrir þau. Þegar hagþró- un Bandaríkjanna stóð síðast í stað; fyrri helming ársins 1967, dró úr innflutningnum og bendir margt til þess, að eitthvað líkt kunni að gerast á þessu ári. Komist Banda- ríkin ekki út úr efnahagsörð- ugleikum sínum á fyrri helm ingi ársins benda allar líkur til að Nixon verði að taka á honum stóra sínum siðari hluta ársins. Þegar því á allt er litið, virðist innflutnings- aukning Bandarikjanna ætla að verða mjög lítil 1069; Efna hags- og framfarastofnunin gizkar á 214 %. En þróunin í Bandaríkjun- um hefur einnig mikil áhrif á efnahagsmál Kanada og Japan og Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Bret- lands. Rætist því sú spá, að innflutningsaukning Banda- ríkjanna lækki úr rúmlega 20% 1068 i um það bil 214% 1969 hlýtur sú þróun að valda Bretum ýmsum erfiðleikum. Tölufræðilega séð er Efna- hagsbandalag Evrópu, með sín 25% af öllum innflutningn um, þýðingarmeira á heims- markaðnum, en Bandaríkin en þess verður að gæta, að lönd- in í Efnahagsbandalaginu verzla mjög mikið sín í milli. Útlitið innan Efnahagsbanda- lagsins virðist vera nokkuð gott en þar getur jafnvægis- leysi milli Þýzkalands og Frakklands sett strik í reikn- inginn, því á árinu 1069 má m.a. búast við áframhaldandi óvissu um gengi franska frank ans og þýzka marksins. — Reyndar má á árinu búast við miklum erfiðleikum í gjaldeyr ismálum áfram, þar sem enn hefur ekkert verið gert til að bæta þar úr til frambúðar. — Sem stendur virðist jákvæð þróun framundan í Frakk- landi en líklegt er, að hagvöxt urinn nái ekki þeim 7%, sem upphaflega ver gert ráð fyr- ir. Verðlag og kaupgjald í Frakklandi munu líklega vaxa hröðum skrefum til að innflutningsaukning geti áfram átt sér stað, þar til ver.snandi gjaldeyrisstaða gríp ur í taumana. Sérfræðingarnir líta 4% innflutningsuppbæturnar þýzku óhýru auga. Vissulega hefur innflutningur Þjóðverja aukizt gífurlega að undan- förnu; síðustu mánuðina hef- ur aukningin numið um 25%, en álitið er, að síðar á árinu 1969 verði þróunin hægari í Þýzkalandi, nema því aðeins að til einhverra nýrra aðgerða verði gripið. Þá búa framleið- endur í Þýzkalandi við 4% útflutningstoll og mun því samkeppnin á alþjóðamörkuð um verða mjög hörð. Það kæmi því stórlega á óvart, ef þessi mikla innflutningsaukn- ing Þjóðverja gæti haldizt öllu lengur. Af öðrum Efnahagsbanda- lagslöndum mun Ítalía senni- lega ná beztum efnahagsleg- um árangri og þar í landi verð ur að öllum líkindum góður innflutningsmarkaður. í Holl andi verður hagvaxtarþróun- in mjög hagstæð en búizt er við átökum á vinnumarkaðn- um þar. Meðal annarra helztu verzl unarþjóða heims gæti Japan auðveldlega aukið innflutn- ing sinn um rúm 20% eins og þar hefur áður átt sér stað en hins vegar bendir allt til þess, að innflutningur Breta aukist lítið og vissulega er það ein- læg ósk stjórnvalda þar, Efð hann raunverulega minnki. Útlitið í Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku er mjög gott en öllu síðra í Skandinavíu. En vissulega hlýtur gott út- flutningsár sem 1968 að leiða af sér aukinn innflutning þjóða 1969 svo þegar á heild- ina er litið, gæti útlitið í al- þjóðaverzlunarmálum verið miklu verra en aðstæður benda nú til. Skdkmenn Tveim íslenzkum skákmönnum er boðin þátttaka í meistaramóti Norðurlanda í bréfskák. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku skrifi S. f. pósthóif 674, Reykjavík, fyrir 21. þ.m. Stjórn Skáksambands íslands Rösknr sendisveinn óskast á skrifstofu okkar strax. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Varahlutaafgreiðsla Samvizkusamur maður óskast til starfa í varahluta- verzlun. Reynsla í afgreiðslu og viðgerðum búvéla æskileg. Þeir, sem áhuga hafa vinsamlega leggi nöfn sín ásamt greinagóðum persónulegum upplýsingum er greini fyrri störf inn á afgr. Mbl., merkt: „Varahluta- afgreiðsla — 6169“. Andrés auglýsir: Verzlunin er flutt af Laugavegi 3 í Ármúla 5 Fatamarkaður í fullum gangi Andrés Ármúla 5. Nauðungaruppboð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi og bæjarfógetans á Seyðisfirði verða bifreiðamar Y-451, Y-793, Y-1349, Y-1365, Y-1593 og Y-2079 seldar á op- inberu uppboði sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs í dag, föstudaginn 17. janúar 1969 kl. 15. Greiðsla fari fram við hamarshögg Bæjarfógetinn í Kópavogi. LITAVER GRENSASVEGI22-24 SIMAR- 3U280-3ZZE2 Kjörverð — kjörverð Getum enn boðið nælonteppin á kjörverði Verð pr. ferm. kr 249.—, 270.—, 339.—, 343,— og 420.— Sendum um land allt. EIMSKIP Á næstunni ferma skip voi i til Islands, sem hér segir: ANTV/ERPEN Reykjafoss 21. janúar Skógafoss 30. janúar * Reykjafoss 10. febrúar Skógafoss 20. febrúar ROTTERDAM Reykjafoss 22. janúar Skógafoss 31. janúar * Dettifoss 7. febrúar. Reykjafoss 12. febrúar. Skógafoss 22. febrúar HAMBORG Reykjafoss 24. janúar Hofsjökull 27. janúar. Skógafoss 3. febrúar * Dettifoss 10. febrúar. Reykjafoss 15. febrúar. Skógafoss 25. febrúar LONDON Askja 20. janúar Mánafoss 27. janúar Askja 3. febrúar * HULL Askja 17. janúar Mánafoss 29. janúar Askja 6. febrúar * LEITH Askja 22. janúar Mánafoss 31. janúar Askja 8. febrúar * GAUTABORG Laxfoss 22. janúar Tungufoss 6. febrúar * Laxfoss 19. febrúar KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 18. janúar. Laxfoss 24. janúar Gullfoss 1. febrúar Tungufoss 7. febrúar * Gullfoss 15. febrúar Laxfoss 21. febrúar KRISTIANSAND Laxfoss 21. janúar Tungufoss 4. febrúar * Laxfoss 17. febrúar GDYNIA Fjallfoss 6. febrúar KOTKA Fjallfoss 31. janúar * VENTSPILS Fjallfoss 4. febrúar. Skipið losar í Reykja vík, Isafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkl með stjörnu. losa aðeins í i Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.