Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1&69 11 arútveg, fræðimenn um sjávar- útveg og athafnamenn í verzl- un. Fiskifélagið, sem hefir frá upphafi verið sjávarútveginum hinn mesti máttarstólpi, varð þannig aldrei beinlínis samtök útvegsmanna einna, þótt áhrifa þeirra gætti þar ætíð mest og geri enn. Fáum árum eftir stofnun Fiski- félagsins, var stofnað Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, eða 9. febr. 1916. Togaraútgerð var þá komin í fastar skorður, togarar orðnir yfir 20 að tölu Saga togaraútgerðarinnar verður ekki rakin hér sérstaklega, þótt óum- deild sé hin mikla þýðing henn- ar fýrir íslénzku þjóðina. Er fróðlegt í þessu sambandi að benda á grein Lofts Bjamason- ar, formanns F.Í.B., í Mbl. 9. febr. 1965, er hann ritaði í til- efni af 50 ára afmæli félagsins. Fyrir utan þau félagssamtök, sem hér hafa verið rakin, má segja, að bátaútvegsmenn hafi verið fremur sundraður hópur aflt fram til 1932, en fram að þekn tíma var saltfiskframleiðsla uppistaðan í sjávarútveginum á- samt síldarsöltun og bræðslu. Reyndi hver að búa að sínu um sölu á saltfiskinum og gekk stór áfallalaust þar til heimskrepp- an skall á um 1930. Líður að stofnun L.Í.Ú. Útvegsmenn sem slíkir, höfðu um þetta leyti ekki samtök til að snúast við þessum örðugeikum. En 1932 var Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda stofnað með frjálsum sam-tökum framleið enda og Síidarútvegsnefnd var stofnuð að tilhlutan hins opin- bera með lögum 1934, með einka sölu á állri saltsíld. Markmið Sölusambandsins var að fá á eina hönd til sölu allan sáltfisk framleiddan hér á landi, til þess að koma í veg fyrir undirboð einstakra aðila á erlendum mörk uðum. Á þessum árum verkuðu útvegsmenn yfirleitt afla sinn sjálfir og lét ríkisvaldið slílot umboð í té svo til ótakmarkað. Um þetita sköpuðust nær ein- huga samtök allra útvegsmanna og hafa þau háldizt fram á þenn an dag. Báru þau þegar mikinn árangur, sem fór vaxandi, en margt varð til þess' að það nægði ekki til að skapa sjávarútveg- inum rekstrargrundvöll eða vaxt armöguleika. Það er að vísu skoðun margra, að ríkisstjórnin hefði átt að snúast öðruvísi við þeim vanda en gert var, en um það verður ekki felldur dómur hér. — En þar sem langflestir útvegsmenn voru aðilar að Sölu sambandinu — eða S.Í.F. —, varð það grundvöllur að baráttu þeirra fyrir hag útvegsins. Það var þó ætíð töluverður hemili á þessa baráttu, að hér var um að ræða sölusamtök, en ekki al- hliða hagsmunasmatök. En segja má, að í S.Í.F. hafi sprottið vaxt arbroddurinn að Landssambandi ísl. útvegsmanna. Samt er kunnugt um a.m.k. tvö félög útvegsmanna, sem til voru áður en L.f.Ú. var stofn- að. Var þar um að ræða Út- vegsbændafélag Vestmannaeyja, sem stofnað var 1922 og Útvegs- mannafélag Keflavíkur, sem stofnað var 1936. GerðUst þau bæði síðan aðilar að L.Í.Ú. Allmargir menn, sem sátu að- alfund S.Í.F. haustið 1938 mimu hafa komið sér saman um, að nauðsynlegt væri að stofna lands samtök útvegsmanna. Var þá kos ins nefnd til að vinna að fram- gangi málsins. Skyldi hún gera drög að félagálögum, og boða til stofnfundar sambandsins. í nefnd þessa voru kosnir alþingis mennirnir Jóhann Þ. Jósefsson og Sigurður Kristjánsson og að auki Elías Þorsteinsson, útgerð- armaður í Keflavík. Þeir þre- menningarnir undirbjuggu síðan jarðveginn. Höfðu þeir samband við forustumenn þeirra útvegs- mannafélaga, sem þegar voru til, þ.á.m. F.Í.B., sem var þeirra öfl- ugast, og undirbjuggu félags- stofnanir annars staðar, þar sem nauðsyn krafði. Einnig sömdu þeir frumvarp að lögum fyrir landssarotök útvegsmanna, sem þeir lögðu til að héti Landssam- band íslenzkra útvegsmanna. Landssambandið stofnað. Síðan var boðað til stofnfund ar og var hann haldinn í Varð- arhúsinu (á horni Kalkofnsveg- ar og Tryggvagötu) í Reykja- vik hinn 17. janúar 1939. Stofn- fundinn sátu rúmlega 50 menn, var þar fyrst og fremst um að ræða fulltrúa frá Útvegsbænda félagi Vestmannaeyja, Útvegs- mannafélögum úr Hafnarfirði og Keflavík, Félagi ísl. botnvörpu skipaeigenda og félögum, sem vit að var um að Stofnuð yrðu á næsitunni á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austf jörðum. Á stofn fundinum var talið víst, að inn- an vébanda sambandsins væru þá þegar eða yrðu á næstunni svo til allir útvegsmenn á land- inu. Á stofnfundi Landssamband- ins voru samþykkt iög þess. Sam kvæmt þeim skyldi tilgangur sam bandsins vera: Að safna í sam- tökin öllum sjávarútvegsmönn- um og gæta sameiginlegra hags- muna þeirra, að vinna að auk- inni þekkingu þjóðarinnar á þýð ingu sjávarútvegsins fyrir þjóð- arheildina, að efla framfairr á sviði fiskveiða og fiskiðnaðar, að koma á sameiginlegum inn- kaupum útgerðarvara og að veiita sambandsmeðlimum alla nauðsyn lega fyrirgreiðslu í sambandi við atvinnurekstur þeirra. í sambandi við þessi markmið sambandsins er vert að vekja at- hygli á tveimur meginatriðum. í fyrsta lagi er ekki aðeins tal- að um útvegsmenn, heldur sjáv- arútvegsmenn, og í öðru lagi er rætt um nauðsyn á sameiginleg- Sigurður H. Egilsson, framkvæmdastjóri L.f.Ú. um innkaupum útgerðarvara. Verður nánar vikið að þessum atriðum síðar í sambandi við brejntt skipulag Landssambands- ins, sem upp var tekið 1944. í fyrstu lögum sambandsins var ákveðið, að í aðalstjórn skyldu eiga sæti 5 aðalmenn, sem heima ættu í Reykjavík eða svo nærri, að þeir gætu mætt þar á fundi með dagsfresti, og að auki einn maður fyrir hvern landsfjórðung, alls 9 menn. Jafn „Jón forseti", fyrsti togarinn, margir varamenn skyldu kosnir með sama hætti. Samkvæmt þessu voru eftir- taldir menn kosnir í fyrstu srtjóm Landssambandsins. Kjartan Thors, Reykjavík, Hafsteinn Bergþórsson, Reykja- vík, Ásgrímur Sigfússon, Hafn- arfirði, Ásgeir G. Stefánsosn, Hafnarfirði og EUas Þorsteins- son, Keflavík. Að auki voru kosnir Sigurður Á Gunnarsson, Vestmannaeyjum fyrir Sunnlend ingafjórðung, Jón Auðunn Jóns- son, ísafirði, fyrir Vestfirðinga- fjórðung, Sigurður Baldvinsson, Ólafsfirði fyrir Norðlendinga- fjórðung og Þórður Einarsson, Neskaupstað, fyrir Austfirðinga f jórðung. Lög sambandsins mæltu fjrrir um, að stjórniin kysi sér for- mann, og var Kjartan Thors kos- inn fyTsti formaður sambands- ins, en hann var^ þá og lengi síðan formaður F.f.B. Jafnframt masiitu lögin svo fyrir, að sam- bandsstjóm skyldi kjósa þriggja manna framkvæmdaráð, er fjall aði um mál sambandsins milli stjómarfunda. f fjrrsiba fram- kvæmdaráðið voru kosnir þeir Kjartan Thors, Hafsteinn Berg- þórsson og Ásgrímur Sigfússon, en er hann lézt ekki löngu síð- ar, tók sæti í hans stað Ásgeir G. Stefánsson. Ný viðhorf. Gengisbreyting og heimsstyrjöld. Sama árið og L.f.Ú. var stofn- að skall á heimsstyrjöldin síðari. Fjrrr á árinu, og án tilUts til þess viðburðar, hafði Alþingi feHt gengi krónunnar, en það hafði lengi verið baráttumál ú*- vegsmanna, svo að þeir fengju það verð fjrrir afurðir sínar, sem nauðsjmlegt var til að rekstur- inn bæri sig. Við þessa ráðstöf- un og síðan vegna áhrifa síðari heimsstyrjaldarinnar, sem skall á síðari hluta ársins brejrttist öll aðstaða sjávarútvegsins. Þótt skipastóllinn væri almennt mjög úr sér genginn, og næstum eng- in endurnýjun hafi átt sér stað mörg undangengin kreppuár, skapaðisit fjrrst í stað mikið upp gripatímabil, sem leiddi til svo til algerrar réttingar útvegsmanna úr langvarandi skuidakreppu og erfiðleikum. Átti þetta ekki sízt við um togarana og hina svo- nefndu línuveiðara, þ.e. sitærstu fiskiskipin. Hinsvegar kom til- tölulega fljótt að því, að minni fiskibátaútgerð átti fremur erf- itt uppdrátitar. Var það að von- um þar sem fiskibátarnir voru flestir orðnir gamlir og full- nægðu ekki kröfum timans um stærð og vélarafl, auk þess sem sem íslendingar létu smíða 1907. fleira kom til. Eigendur þessara báta létu í ljós kvartanir sínar og óskir um að Landssambandið léti að sér kveða um vandamái þeirra, en á þessum árum hafði starfsemi þess þó verið þó nokk ur og aðalfundir og aukafundir verið baldnir. Á þeim árum var við umfangsmikfl. vandamál að stríða í sambandi við síldarút- veginn vegna örðugleika á að koma síldarafurðum á markað, sérstaklega saltsíld, en Síldar- verksmiðjur ríkisins aðallega og nokkrar verksmiðjur í einka- eign urðu aðalkaupendur síldar- innæ, þótt afkastageta þeirra. reyndist oftast of lítil. Baráitt- an beindist því m.a. að stækkun þeirra og jafnfrámt var leitazt við að samræma kjör bátasjó manna víðsvegar um landið, en þau mál voru í miklum ólestri, þar sem bátaútvegsmenn höfðu fram að þessu ekki verið í skipu lögðum samtökum, sem m.a. f jöll uðu um þessi mál. Þá snérist starfsemin og um það að leysa margvísleg markaðsvandamál, sem af heimsstyrjöldinni leiddu, ekki sízt skipulagningin á útflutn ingi ísvarins fisks til Bretlands, svo og að sjá fyrir þörfum út- gerðarinnar fyrir veiðarfæri, en öflun þeirra var mjög erfið og í þeim efnum munaði að lokum mest um eflingu veiðarfæraiðn- aðar hér innanlands. i Endurskipulagning sambandsins. Hríðversnandi afkoma báta- útvegsins varð til þess, að stjóm L.f.Ú. boðaði til almenns útvegs mannafundar í Kaupþingssalnuim' í Reykjavík 29. nóvember 1944, og var síðar á fundinum ákveð- ið að hann skyldi teljast reglu- legur aðalfundur. Á honum mættu útvegsmenn hvaðanæfa af landinu, alls yfir 100 menn. Stóð fundur þessi yfir í fjóra daga. Á þessum fundi bar mjög hátt þörfina á nýbyggingu bátaflotans og togaraflotans. Ól- afur Thors, sem þá var nýlega orðinn forsætisráðherra og at- vinnumálaráðherra -í „Nýsköpun arstjórninni" mætti á fundinum og gerði fundarmönnum greki fyrir athugunum ríkisstjórnarinn ar á möguleikum í þessum efn- um, en þess má þó geta, að fyrr- verandi ríkisstjóm, utanþings- stjórnin, hafði athugað mögu- leika á bátakaupum í Svfþjóð, sem seinna varð, og undirbúið þau að nokkru. Má segja, að þessi fundur hafi, eftir því sem í hans valdi stóð, stuðlað að fróungangi þeirrar stefnu, sem síðar var farin með tilstyrk ríkisstjórnar- Framhald af bls. !• „Karlsefni", einn af nýsköpunartogurunum. „Auðbjörg" 29 br. lesta bátur af svipaðri stærð og flestir þil- farsbátar voru fram að síðari heimsstyrjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.