Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 14
. 14 MORG-UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 tntgiefamdi H.f. Árvafcur, Reykjawík, Fxiamkvæmdastj óri Haraldur Sveinsson. 'Ritstjórai' Sigurður Bjarnaaon frá Viguir. Matthías Johannesslen. Byjólfur Konráð Jónssoo. Ritatjómarfulltrúi Þiorbjöm Guðmundsson, Bréttaistjóri Björn Jóhannssora. Auglýsihgastjórd Arni Garðar KristmswMU Ritstjórn og afgneiðsla Aðalstrseti 6. Sími 19-109. Auiglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áakxiftargjald kr. 160.69 á miánuði mnanlands. 1 lausasiðlM kr. 19.09 eintakið. ÁSTANDIÐ BATNAR SKJÓTT . <wri‘ -V iii AN IÍR HFIMI U1 Vb/ 1 nli Uli ílLllVII Þessi mynd er af gömlum síldveiðiskipum frá Lowestoft á austurströnd Englands á leið á síld- armið í Norðursjónum. Minnkandi gengi síld- veiða Breta — BLJÓMUR bjöllubaujunnar vísaði örugga leið gegnum við sjárverðar straumrastir Norð- ursjávar. Árum saman hugs- uðu sjómenn á austuretrönd Englands með hlýjum hug til veður- og sjóbarinnar bauj- unnar. Hún var það síðasta, sem þeir séu til, er þeir fóru á sjó og það fyrsta, sem þeir komu auga á á heimleið. Nú er hljómur bjöllunnar eitt öm urlegasta hljóð veráldar í vit- und þeirra, ómur dánar- klukku einhverrar mestu fiski útgerðar í heimi hér áður fyrr, — síldveiðanna fyrir austur- iströnd Englands. Eitt sinn voru gerð út hvorki meira né minna en 1.050 fiskiskip frá hafnarbæj- unum Lowestoft og Great Yarmouth á austurströndinni, sem lögðu net sín fyrir síld- ina á grunnsævinu og sóttu þannig feikn af gulli í greipar Ægis. Fyrir heimsstyrjöldina fyrri lögðu þessi skip, sem voru smíðuð úr tré og ein- kenndust af háum sótugum reyk’háfi og segli í skut, net Framhald á bls. 19 /\neitanlega er þessa dagana ^ heldur dapurlegt yfir ís- lenzkum efnahags- og atvinnu málum, bæði vegna vinnu- deilna og verulegs atvinnu- leysis, sem samfara er vetrar- hörkum. Samt mega menn *ekki mikla þessa erfiðleika fyrir sér, því að þeir ruunu hverfa eins og dögg íyrir sólu, ef rétt er á málum hald- ið, og engin ástæða er til að ætla annað en íslenzka þjóðin beri gæfu til að sigrast skjótt á þessum vanda. Með gengisbreytingunni i nóvembermánuði var lagður grundvöllur að öflugri útflutn ingsframleiðslu, bæði á sviði sjávarútvegs og iðnaðar. Fyrir tæki í þessum atvinnugrein- um hafa nú allt annan og betri rekstargrundvöll en áður var, enda sjást þess víða merki, að menn leggi kapp á að búa sig undir átök á at- vinnusviðinu og stóraukna framleiðslu. Ljóst var strax og genginu ‘var breytt, að hin mikla um- bylting mundi leiða til erfiðra og vandasamra samninga milli útvegsmanna og sjó- manna. Menn treystu því þó, að samningar mundu takast án þess að til verkfalla dragi, og raunar er ástæða til að ætla að það hefði tekizt, ef lít ill hópur hefði ekki skorið sig úr og boðað til verkfalls á und an öðrum sjómönnum. Samn- ingaviðræður aðila í sjó- mannadeilunni standa nú sem hæst, og fer sjálfsagt bezt á því, að aðilar fái að ræðast við án afskipta utanaðkom- ''andi aðila. Morgunblaðið efast ekki um, að þessi deila muni brátt leysást og öflug útgerðhefjast um allt land, og þá mun at- vinnuástandið breytast til hins betra svo að segja á einni nóttu. En samhliða öflugri útgerð, þarf að aðstoða þau iðnfyrir- tæki, sem nú hafa traustan rekstrárgrundvöll. Hefur ríkis stjórnin haft um það forustu, að lánveitingar til atvinnu- fyrirtækja verði auknar eins pg frekast er unnt, og munu þær aðgerðir leiða til þess, að mörg fyrirtæki, sem nú eru stöðvuð eða ekki vinna með fullum afköstum, munu hefja framleiðslu, og þannig verða hin miklu og góðu atvinnu- tæki, sem við íslendingar eigum, nýtt betur en nokkru sinni áður. Að vísu er því ekki að leyna, að nú um sinn verður nokkuð að draga úr ýmis konar þjónustustarfsemi, sem við gátum veitt okkur í mesta góðærinu, því að nauðsynlegt er að beita vinnuafli og fjár- magni sem mest að útflutn- ingsatvinnuvegunum, til að rétta við fjárhag landsins gagnvart útlöndum. Gengisbreytingin hefur þegar valdið því, að í stað þess að staða landsins versn- aði frá einum mánuði til annars, hafa nú orðið algjör umskipti, og við erum þegar teknir að rétta við gjaldeyris- stöðuna. Þegar atvinna hefst af fullum þrótti, mun ástand- ið fara dagbatnandi og áreið- anlega munu ekki líða ýkja margir mánuðir, þar til þjóð- in fer að sjá árangur erfiðis síns. Það er einlæg von lands- manna allra, að sjómönnum og útvegsmönnum takist að setja niður deilur sínar, þann- ig að ekki komi til verkfalls- ins, sem boðað hefur verið hinn 20. þ.m. Ef þetta tekzt, mun strax í næstu viku verða bjartara yfir í íslenzku þjóð- lífi. KJÁNALEGAR ÁRÁSIR ¥ gamla daga tíðkuðust mjög -*■ í blaðaskrifum hér á landi persónulegar árásir, sem býsna barnalegar voru, og gekk Tíminn einna lengst í þessari iðju og auðvitað var foringi Sjálfstæðisflokksins mest svívirtur, enda bar Ólafur Thors höfuð og herðar yfir foringja annarra stjórn- málaflokka. Á síðari áratug- um hefur stjómarandstaðan aldrei verið hér eins illvíg eins og á fyrstu árum Við- reisnarstjórnarinnar, þegar árásir Tímans voru í hámarki, og talað var um móðuharð- indi af manna völdum og annað í þeim dúrnum. Það er því sannarlega ógeð- ugt að lesa það nú í ritstjóm- argrein Tímans, að allt hafi leikið í lyndi, að rnati þess blaðs, árin 1959—1963, en van- þekking Bjama Benediktsson ar á efnahagsmálum hafi vald ið því, að síðan hafi allt farið á verri veg. Morgunblaðið þarf ekki að lýsa einstæðum hæfileikum Bjarna Benedikts sonar, það þekkir íslenzka þjóðin og veit raunar líka að svo náið samstarf var með Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni, að engin ráð voru ráðin, nema þeir væm sammála. Tíminn segir að Bjarni Benediktsson þekki ekki „ein- földustu lögmál efpahags- mála.“ En hver em þessi „einföldustu lögmál efnahags- mála“, að dómi Framsóknar- manna. Bezta svarið við þeirri spurningu er kannski sú stað- reynd, að fyrir jólin lýsti Framsóknarflokkurinn og kommúnistaflokkurinn því yfir, að þeir hefðu einu og sömu stefnuna í íslenzkum efnahagsmálum, og marg- endurtóku þessar upplýsingar í greinargerð á Alþingi. Bjarni Benediktsson þekkir auðvitað, eins og allir aðrir, þessi úrræði, höftin, ofstjórn- ina, hlutdrægnina og spilling- una, sem samfara er sósíalisk- um úrræðum í efnahagsmál- um. Einmitt þess vegna er hann öflugasti forustumaður þeirra, sem firra vilja íslend- inga ofstjórn og böli sósíal- iskra stjórnarhátta. Hitt er rétt, að Bjarni Benediktsson ræður ekki veðri og vindum, né heldur verðlagi úti í heimi. Þess vegna verður honum ekki ein um þakkað, þótt hann hefði forustu fyrir íslenzku þjóð- inni á mesta velgengistíma- bili í sögunni frá 1963—1966, fremur en hann verður sakað ur vegna hinna gífurlegu áfalla, sem yfir okkur hafa dunið vegna aflabrests og verðfalls. En hitt mega menn gjarnan hafa í huga, að það er fyrst og fremst Bjama Benediktssyni að þakka, að vinnufriður ríkti á velgengis- árunum og auðlegðin nýttist því betur en ella. Og það er stefnu ríkisstjórnar hans að þakka, að atvinnufyrirtækin hagnýttu þau tækifæri, sem buðust, gagnstætt því, sem verið hefði, ef afgömul of- stjórnarstefna Framsóknar- manna og kommúnista í efna- hagsmálum hefði hér ríkt. Annars láta þessar persónu legu árásir á Bjarna Benediktsson svo kátlega í eyrum nútímamanna, að ástæðulítið er að svara þeim frekar. LÍÚ 30 ÁRA T dag em 30 ár liðin frá stofn un Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. Fyrir stofnun LÍÚ höfðu útvegs- menn ráunar starfað saman í ýmsum samtökum en þó voru engin alhliða hags- munasamtök útvegsmanna á landinu til fyrr en LÍÚ var stofnað. Á þeim þremur áratugum, sem liðnir eru frá stofnun LÍÚ hafa miklar breytingar orðið í íslenzkri útgerð. Mik- il uppbygging hefur orðið á fiskiskipaflotanum á þessu tímabili, ekki sízt það sem af er þessum áratug. Samt sem áður hefur afkoma útgerðar- innar á þessum þrjátíu árum verið mjög misjöfn. Skiptzt hafa á miklir uppgangstímar, sem jafnan hafa leitt til mik- illar og almennrar velmegun- ar í landinu en einnig erfið ár fyrir útgerðina, sem skjót- lega hafa haft víðtæk áhrif í þjóðfélaginu öllu. Víst er, að útgerð er áhættusamur atvinnuveg- ur og það er staðreynd, að útgerðarmenn, sem af mik- illi dirsku hafa hætt öllum fjármunum sínum og eign- um til þess að byggja upp þennan atvinnuveg og end- urnýja hann í samræmi við nýjar kröfur, eiga flestum meiri þátt í þeirri ótrúlega öru uppbyggingu, sem orðið hefur á íslandi á þessari öld. Og einmitt um þessar mund- ir er landsmönnum nú ljós- ara en oft áður að hver og einn á sína afkomu undir því að útgerðin gangi vel. Það hefur verið gæfa ís- lenzkra útvegsmanna að hafa jafnan átt farsæla forystu- menn. Fyrsti formaður LfÚ var Kjartan Thors en núver- andi formaður er Sverrir Júlíusson, alþm. og hefur verið það um 25 ára skeið. Á þessum tímamótum í sögu samtaka útvegsmanna á Morg unblaðið þá ósk bezta ís- lenzkum útgerðarmönnum til handa að með samstilltu átaki allra landsmanna tak- ist þjóðinni að brjótast fram úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að og að nýtt fram- faratímabil hefjist í íslenzk- um útgerðarmálum. Þá mun þjóðinni vel farnast. AUGLYSINGAR SÍMI S2*4»SO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.