Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 15
MORG-UN’BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 15 Dr. Sigurður Samúelsson, prófessor: Almennar heilsufarsrann- sóknir og gildi þeirra Almennar heilsufarsrannsókn- ir höfða 'til að gjörð sé sem víð- tækust leit að einkennum sjúk- dóma hjá þátttakendum á ýms- um aldursskeiðum, og ræður þar um afkastageta þeirrar stofnun- aæ, hve stór hópur er rannsak- aður hverju sinni. Hér á landi er ö'llum kunnar rannsóknir á sérsitökum sjúkdómum, svo sem lungnaberklum, sem náðu um land allt. Einnig rannsóknir Krabbameinsfélagsins varðandi krabbamein í leghálsi kvenna. Þá er og haldið uppi eftirliti á barnshafandi konum og ung- barnaeftirlilti, svo að drepið sé á nokkra þætti sjúkdómsvarna í þjóðféllaigi voru. Þegar hugsað er til sjúkdóma eða sjúklinga og lækna, kemur spítalinn þar strax inn til að fylla þrenninguna. Sem sé sjúkl- ingur er kominn með einkenni sjúkdómsins, er hann kemur und ir læknishendur, en lækningin reynist þeim mun erfiðari, sem sjúkdómurinn er lengra geng- inn, heldur en ef einkenni hans fyndust á leynda stiginu, eða áður en einkenni koma í ljós. Hér erum við strax komin að aðalatriði þess, sem átt er við þegar talað er um hóprannsóknir á svóköl'luðu hrausitu fólki eða almennar heilsufarsrannsóknir. Þessháttar rannsóknum var byrj að á fyrir um tuttugu árum í Bandaríkjunum, en hafa nú ver- ið teknar upp í ýmsum löndum Evrópu, ekki sízt fyrir atbeina Alþjóða Heilbrigðismálastofnun- arinnar. Siíkar faraldsfræðilegar hóp- ránnsóknir á heilbrigði manna beinast aðallega að langvinnum kvillum í þeim tilgangi að ná til þeirra á byrjunarstigi, og áð- ur en greinileg einkenni sjúk- dóms koma í ljós. — Óhjákvæmi lega þarf slík rannsókn að ná til sem flestra í þessum hópi, svo að rannsóknarniðurstöðurn- ar verði tö'lfræðilegar séð sem öruggastar. Þessari grein heilbrigðismál- anna hefir vaxið svo fiskur um hrygg á síðari árum að hún skip ar orðið fastan sess í sumum löndum. Má þar til nefna að í Svíþjóð hefir á s.l. ári þetta mál Verið tekið til athugunar af „kjaramálastofnun sænska ríkis- ins“, (Statens Avtalsverk), sem boðaði til ráðstefnu um hagnýtt gildi almennra hóprannsókna í sambandi við ráðningu á fólki á vinnumarkaði þjóðfélagsins. Síð an hafa umræður spunnist um þetta mál þannig, að ákveðnir hópar verkalýðsins þar í landi fái kerfLsbundnar heilsufarsrannsókn ir gegn tilsvarandi ti'lslökunEir á kaupkröfum. Virðist mér því málið vera orðið stjórnmálalegs eðlis og það með ánægjulegum hætti, bg msetti íslenzk alþýða þar af læra. Um þetta mál hafa birzt greinar, sem ég veiit um í sænska dagblaðinu „Dagens Nyheter" og einnig í sænska læknabilaðinu (Svenska Lákar- tidningen). Aðalmarkmið slíkra almennra heilsufarslegra hóprannsókna er fjórþætt: 1) Leit að sjúkdómum og for- stiguim þeirra. 2) Leit að orsökum sjúkdóma. 3) Heilsuvernd og lækning sjúkdóma. 4) Athugun á því, hvaða þýð- ingu uppgötvun sjúkdóms- ins hefur fyrir einsatkling- inn og þjóðfélagið. í öllum þeim vísindagreinum sem mikil grózka er í, er ætíð beitt nýjum rannsóknaraðferðum fil að reyna að ná betri árangri árangri og öryggi í starfi. Hér er um að ræða að flytja leit að einkennum almennra sjúk- dóma frá lækningastofu og sjúkra húsinu í sérstakar stofnanir þar til gerðar og útbúnar. Þar eru notaðir sérstakir spurningalistar gjörðar ýmískonar rannsóknir, rannsóknir, engu síður en á sjúkrahúsi væri. Sýni niðurstöð- ur eitthvað athugavert er þátt- takenda tilkynnt það af lækni stofnunarinnar og honum ráð- 'lagt að leita sér lækninga. Slíkar hóprannsóknir þurfa að vera kerfisbundnar þannig, að hópurinn sé rannsakaður t.d. á vissu árabili, svo að hægt sé að hafa hópinn til sjálfsviðmiðunar. Á þann hátt fæst gleggsit sjúk- dómsmynd til langframa og raun hæfari vitneskju um þróun og orsakir sjúkdóma, einkum lang- vinnra, meðal þessara þátttak- enda, heildur en í þeim hópi er sækir heim sjúkrahús og lækn- ingastofur. Þeir sjúkdómar, sem slík hóp- rannsókn beinist að eru helztir: 1. Kransæðasjúkdóimar. 2. Háþrýstingur. 3. Sykursýki. 4. Blóðleysi. 5. Blöðrubólga og nýrnaskála- bólga. 6. G'láka. 7. Ymsir lungnasjúkdómar (berklar og fleira). 8. Liðagigt. 9. Krabbamein (t.d. krabbi í leghálsi) 10. Ymsir meðfæddir gallar. Eins og gefur að skilja, spyrja valdhafarnir fyrst um hve kositn aðarsamar silikar rannsóknir séu. Ekki á ég þess kost að gera hér nánari grein fyrir þeirri hlið málsins, en er þess fullviss að slík heilsufarsrannsókn muni sanna gildi sitt. Það sem á vant- ar er, að framhaldsrannsóknir eru svo fáar í flestum löndum, að viðmiðúnargrundvöllur er enn ekki nægur til raunhæfs mats. Ég vil þó geta um almenna hóprannsókn á 500 konum og 500 körlum á aldrinum 45—65 ára í Eskilstuna í Svíþjóð árið 1964. Var þessi hópur rannsak- aður aftur þrem árum síðar (1967). Niðurstöður leiddu í ljós að 200 eða 20 prs. af 1000 manns höfðu haft verulegt gagn af rann sókninni, vegna þess að þeir höfðu fengið: 1) Lækningu k alvarlegum sjúkdómi. 2) Veruleiga bót á einhverjum sjúkdómi, samfara betri líð- an. Þess ber einnig að geta, að þriðjungur til helmingur þeirra sjúkdómstilfe'lla, sem finnast við hóprannsóknir, sem hér um ræð- ir, voru áður óþekkt. 77 prs. af þessum 1000 manns álitu að rannsóknin hefði orðið þeim til gagns og yfir 80 prs. þátttakenda fannst, að almenn- ingur ætti rétt á að fá reglu- lega læknisskoðun a.m.k. árlega. Tilsvarandi tölur hafa fundist við fyrirspurn hérlendis meðal þátttakenda í ^ hóprannsókn Hjartaverndar. f þessu sam- bandi er rétt að minna á gamla enska orðtakið: Betri er vörn en læknihg (Prevention is bett- er than cure). Göngum við út frá því að Vs hluti eða 20 prs. þátttakenda hljóti verulegt gagn eða lækn- ingu við dlíkar heilsufarsrann- sóknir, þá er hér í senn um að ræða heilsufarslegan og fjár- fjárhagslegan ávinning fyrir ein staklinga og þjóðfélag, sem að trauðla verður metið til fjár, að ógleymdri þeirri lífshamingju, er slík rannsókn hefir í för með sér með ráðleggingum, lækningum og auknum hollustuháttum. Fyrsti vísir að slíkum almenn- um heilsufarsrannsóknum, sem hér er lýst, fer nú fram hér á landi á vegum Rannsóknarstöðv ar Hjartaverndar í Reykjavík. Frumrannsókninni á 3000 körlum í 16 aldursflokkum 33—60 ára lauk í haust og byrjaði þá strax kvennarannsókn í tilsvarandi ald ursflokkum, sem vonast er til að verði lokið í sumarbyrjun. Till gamans og raunar til heið- urs íslenzkum konum skal ég geta þess að svo virðist, sem þær séu vel á vegi að setja heims- met í því, hve vel þær mæta til skoðunar eftir bréflegri inn köllun og bregðast þar mun bet- ur við en karlar. Fari svo sem hórfir, má búast við yfir 90 prs. þátttöku kvenna, en um 85 prs. karla mætttu. Til samanburðar er rétt að geta þess, að 70 prs. tala er sú hæsta sem um getur í Bandaríkjunum í þessháttar rannsókn. Um bráðabirgðaniðurstöður karlarannsóknarinnar á Rann- sóknarstöð Hjartaverndar er þetta helzt að segja: Þriðjungur þátttakenda hefir aukma líkamsþyngd, sem þýðir, einn fimmta hluta (20 prs.) eða meira fram yfir það sem talin er eðlileg líkamsþyngd. Við sam anburð á sænskum körlum í sömu aldursflokkum eru þeir íslenzku 5 kg þyngri að jafnaði, en yngstu íslenzku aldursflokkarn- ir 33—39 ára voru þó hlutfalls- 'lega þyngstir. Hjartasjúkdómar þ. e. krans- æðasjúkdómur og háþrýstingur fundust meðal fimmtahluta (20 prs.) þáttttakenda, og skiptust svo til jafnt þannig að einkenni kransæðasjúkdóms fundust hjá 10 prs. og háþrýstingur í 10 prs. tilfellánna. Er það svipuð tíðni og í Svíþjóð og öðrum nágranna löndum okkar. Gláka, sem er alvarlegur augn sjúkdómur, fannst meðal 2 prs. þátttakenda, og er það lík tala og búist hafði verið við, en er hærri en í nágrannalöndunum, þar sem þessu augnsjúkdómur er tíðari norðantil á norðurhveli jarðar. Sykursýki, aðallega á leynda stiginu, fannst hjá 5 prs. þátt- takenda. Þessar bráðabirgðaniðurstöður vekja mann tfl umhugsunar um margt og skal ég þá byrja á aukinni líkamsþyngd eða offitu íslenzkra karla. Það hefir löng- um ljóst verið þeim, sem hafa hugsað um og athugað íslenzkt mataræði, að það hefir breyzt mjög til hins verra hvað viðvík ur auknu fitumagni síðustu ára- tugina. Næringarsérfræðingar eru sammála um að óheppilegt sé að meira en 30 prs. af hitaeiningum fæðunnar komi frá fitu. Um 1940 var þessi tala álitin um 40 prs. hérlendis, en á síðari árum þætti mér ekki ólíklegt að hún væri nær 50 prs. Með bættum lífs- kjörum á alla lund, h'lýrri fatn aði, heitum húsakynnum og sér- lega feiítum mat, en ekki að furða þótt sigi á ógæfuhliðina í þessu efni, og hlaðist spik á fólk. Frá læknisfræðilegu sjónar- miði er þó langalvarlegast að ungu mennirnir skuli vera þeir feitustu. Það er tölfræðilega sann að að fitni ungt fólk svo um mun ar og haldist feitt, er sjúkdóms- hættan mörgum sinnum meiri t.d. af kransæðasjúkdómi, en með al þeirra sem haldast grannir fram yfir 50 ára áldur. Þess ber að geta, að í mörg um löndum hafa sérfróðir lækn ar gegnurn læknafé’lögin — og heil brigðisyfirvöldin haft forgöngu um að ráðleggja almenningi að minnka fituinnihald fæðunnar niður í 30 prs. Riðu Bandaríkin hér á vaðið, fyrir þó nokkrum árum, en síðan bættust í hópinn England, Holiland, Þýzkaland o. fl. og síðastliðið sumar kom út sameiginleg yfirlýsing frá Sví- þjóð, Noregi, Danmörk og Finn landi um samskonar aðgerðir. Ég get ekki komist hjá að ræða íslenzkt mataræði eins og mér kemur það fyrir sjónir. Ég man tímana tvenna, þegar flest- ir borðuðu fisk sex sinnum í viku og kjöt aðeins á sunnu- dögum. Þessu er nú snúið við víðast hvar í þjóðfélagi voru, með því að borða fisk einu sinni til tvisvar í viku, en hina dag- ana kjötmeti. Eins var þá mjólk af skornum skammti a. m. k. í kaupstöðum. Samkvæmt hag- skýrslum drekkur hver einasti Reykvíkinigur um einn lítra af mjólk daglega, og er það áreið- anlega heimsmet í mjólkurþambi Stuttlega skal ég reyna að gjöra grein fyrir, hvað mér virð ist valda aukinni fitu í fæðu okkar. Fyrst og fremst má þar til nefna sykur og öll sætindi, sem við innbyrðum í óhófi. Sam- kvæmt hagskýrslum borðar hvert af okkur um 1 kg. sykurs á viku og slík neyzla jaðrar einnig við heimsmet. Ein er sú venja meðal íslenzkra húsmæðra til óþurftar hollustuháttum í mataræði, að gefa gestum sínum fjölda tegund af sætum kökum. f baráttunni gegn sykrinum bættist okkru ó- væntur liðsmaður, sem er No- belsskáld okkar, Halldór Kiljan LaXnes, sem í nýjustu bók sinni „Kristnihald undir Jökili“ segir með sinni alkunnu kaldhæðni —■ áþessaleið: .... „Meðan frökenin var úti gat umboðsmaður biskups varla haft augun af stríðstertunum þrem útbelgdum af kruðeríi og voru samtals 60 cm. í þvermál. Ég svitnaði dálítið á enninu" ... „Gesturinn sárbændi hana að skera ekki nema af einni, he'lzt þessari með sykurskáninni, því hún var ekki eins blaut og hin- ar og valil ekki útúr henni eins mikið af saft og dósaávöxtum. Síðan skar hún mér geira sem var hæfilegur skammtur handa sjö manns og lét á kökudiskinn hjá mér.“ „Frk. Hnallþóra: Það hefir ekki verið siður hér undir Jökli að bera heldra fólki fisk. Ég ætla ekki að verða fyrst til að bjóða lærðum manni fisk. Ég mundi verða úthrópuð um alla sýsl- una. . ..“ „Hér er ekkert fínt undir sey- tján sortum.. ..“ „Frk. Hnallþóra: Og nú er doktorprófessorinn kominn lítoa, kanski eigi niú að 'láta hann tönl- ast á grjótharðri skreið.... Ef hann klappar upp á fer ég ekki einu sinni til dyra, dettur það ekki í hug nema ég eigi að minnsta kosti 35 sortir .. ..“ Mig langar till að benda á eitt dæmi um hve sykur er mikill hitaeininga- og fitugjafi, og um leið lúmskur till að auka líkams- þyngd. Mörg okkar drekka t.d. 10 bolla af kaffi á dag, þ.e. 4 bolla á morgnana og fyrri hluta dags, 4 bolla milli hádegis- og kve'ldverðar, og 2 bolla að kvelidi Tel ég þar ekki mikið í lagt. Margir borða 3 sykurmola með hverjum bolla og þar sem hver sykurmoli inniheldur um 20 hita einingar, fær viðkomandi persóna um 600 hitaeiningar úr þessu syk uráti. Nú er þessi sykur borð- aður aukalega, sem sé ofaná- lag á fullt dagsfæði. Gerum ráð fyrir að viðkomandi stundi kyr- setusitörf og þurfi því sem kona um 1800 hitaeiningar á dag og sem karl um 2000. — Hér er því um aukningu um þriðjung á hita einingar fram yfir það sem nauð synlegt er, og því varla von að vel fari, þegar til lengdar læt- ur. Þá kem ég að hinni eiginlegu fitu í fæðunni og verður þá feita 'lambakjötið okkar fyrst fyr ir. Það er ömurlegt mat á kjöti hér á landi, sem telur feitasita kjötið í mesta gæðaflokknum. Ég hika ekki við að mæla með II og III flokks lambakjöti til mann eldis. Neysla á tólg og mör hafa sem betur fer minnkað mjög á seinni árum og ætti alveg að hverfa, enda mjög tormelt og næringar- legt gildi þessara matvæla er að eins fita. Samkvæmt hagskýrslum jókst smjörneyzla landsmanna um 75 prs. á áratugnum 1953—62. Von- andi hefir aukningin verið hæg- ari á síðari árunum, bæði vegna hækkaðs verðlags og athyigli fólks beinist meira að bættum fcei/lbrigðisháttum í mataræði. Það er aivarlegt að smyrja brauð sitt þykkt með smjöri, enda algjör óþarfi og hættulegur ávani. Mik 11 smjörneyzla er ósiður, sém þarf að leggjást niður. Ég þekki fjölda fólks meðal ýmissa þjóða, sem tekið hefir þann sið upp til bættra hollustuhátta. Ekki skal svo skiljast við þetta spjall að ekki sé minnst á hina óhóflegu mjólkurneyzlu. Ég hefi oftlega séð bvernig húsmæð ur raða upp fullum mjólkurglös- um á matborðið. Hefst svo mál- tíðin með að þau eru tæmd, ann- að glás drukkið með matnum og loks það þriðja í lok máltíðar, — auk mjólkur út á grauta, sem er eðlilegt. Hvað börnum við- víkur er þetta alvarlegt, þar eð mjólkurdrykkja slævir eðlilega matariyst barnsins, en hjá full- orðnum er mjólkin aukalegur hitaeiningargjafi ofan á almenna fituríka máltíð. — Eins og áður hefur verið getið drekkur hver reykvíkingur að jafnaði einn lítra mjólkur á dag, sem inni- heldur 630 hitaeiningar, sem er um þriðjungur af daglegum hita- einingarskammt kyrrsetumanns. Slíkt er með einsdæmum og því miður orðin rótgróinn vani víðá. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.