Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 i ,JWaí“ 1000 br. lesta togari, kom til landsins 1960. - L.I.U Framhald af hls. 11. innar um nýsköpun sjávarútvegs ins. Að öðru leyti varð fundurinn stefnumarkandi að því leyti, að bátaútvegsmenn létu nú meira að sér kveða en áður, enda höfðu félagsmál þeirra nú komizt á fastari grundvöll en var, þegar Landssambandið var stofnað, þar sem útvegsmannafélög höfðu verið stofnuð víða á land- inu. Var það þó allt í góðu sam- komulagi við togaraeigendur og eigendur línuveiðaranna. Á fundinum voru sambandinu sett ný lög: Lög Landssambands ísl. útvegsmanna. Jafnframt var ákveðið að stofnuð skyldi Inn- kaupadeild L.Í.Ú. í lögum sam- bandsins var nú lögð enn auk- in áherzla á að safna í samtök- in öllum útvegsmönnum á land- inu. f því sambandi var m.a. ákveðið, að alstaðar, þar sem við jrrði komið, skyldu útvegs- menn stofna með sér félög, se.n væru aðilar að sambandinu. Jafnframt var þó leyft að ein- stakir útvegsmenn gætu orðið meðlimir, þar sem félagsstofnun yrði ekki komið við. Hins vegar var gengið út frá því, að togara- eigendur (F.Í.B.) kæmi fram sem ein heild í einu félagi án tillits til þess, hvaðan togararnir væru gerðir út. Þá var það mark sett að vinna að hagkvæmum lánakjörum, að aukinni þekkingu þjóðarinnar á þýðingu sjávarútvegsins, að far sælli lausn kjarasamninga við sjómenn og almennt að sam- starfi við þau félög eða fyrir- tæki, sem vinna að sama marki og sambandið. Loks voru ákvæði um, að sambandið veitti meðlim- um sínum alla þá þjónustu, sem gæti stuðlað að hag þeirrahvers og eins og sameiginlega. Varðandi aðild að samband- inu samkvæmt þessum lögum er það athyglisvert, að ákveðið var að ekki aðeins bátaútvegsmenn og togaraeigendur gætu orðið að ilar, heldur og félög flutninga- skipaeigenda og félög frystihúsa og annarra verksmiðja. Á þessum tímum var það mjög ofarlega á baugi að sameina á- tök allra þessara aðila til efl- ingar sjávarútveginum. Þess verður að gæta, að þessi fundur var haldmn, er heimsstyrjöldin síðari geisaði og erfitt var að átta sig á hvað framtíðin bæri í skauti. Það kom svo síðar í ljós, að verkaskipting var heppilegri, enda varð þróunýi sú, að innan vébanda L.Í.Ú. urðu aðeins fiski- skipaeigendur, þ.e. bátaeigend- ur og togaraeigendur. Þessi þró- un hefir þó engan veginn leitt til þess, að leiðir þessara aðila hafi skilið. Sameiginleg hagsmuna mál eru mikilvæg, þótt ekki verði komizt hjá eðlilegum samn ingum um samskipti. Stjómarkjör 1944. Starfsmenn. í lögunum frá 1944 var ákveð- ið, að stjórn sambandsins skyldu skipa 9 menn. Skyldi for maður kosinn sérstaklega, en að auki 4 menn frá bátaútvegsmönn um og 4 menn frá togaraeigend- um. — Á aðalfundinum var Sverrir Júlíusson kosinn formað- ur sambandsins, enda fulltrúi bátaútvegsmanna, og hefir verið endurkjörinn síðan. Var það og yfirlýstur vilji togaraeigenda, að bátaútvegsmaður tæki við for- ustu í sambandinu. Fyrsti vara- formaður var kosinn Finnbogi Guðmundsson, en hann var einn helzti frumkvöðull þess, að báta- útvegsmenn létu að sér kveða í auknum mæli í Landssamband- inu, enda kvað mjög að honum um tillögugerð og málflutning á þessum fundi. En 1947 var Loft- ur Bjarnason fulltrúi togaraeig- enda kosinn varaformaður og hef ir verið það síðan. En auk þess- ara þriggja manna voru 1944 kosnir í stjórn sambandsins: Ing var Vilhjálmsson, Finnur Jóns- son, Ólafur B. Björnsson, Ás- geir G. Stefánsson, Kjartan F.Í.B. fná 1950 til 1959. Nýtt átak til eflingar sambands- ins. Á aðalfundinum 1944 kom fram mikill áhugi á eflingu sam- bandsins m.a. með því að safna innan vébanda þess öllum út- vegsmönnum á landinu, en á því hafði greini'lega verið töluverð- ur misbrestur. Má sjá það m.a. af fjárhagsáætlun, sem gerð var fyrir sambandið fyrir næsta ár. Þykir í henni ekki varlegt að á- ætla að meira en helmingur af mótor- og línuveiðiskipum muni á árinu 1945 greiða iðgjöld til sambandsins, en hins vegar all- ir togararnir og námu þá áætluð sem allra flestir útvegsmenn gerðust aðilar að sambandinu. — Baldvin Þ. Kristjánsson var fyrstur manna ráðinn til þessa starfs og gekk hann fram í því af miklum ötulleik, jafnframt því sem hann gegndi ýmsum málum á skrifstofu sambandsins, eftir því sem til féllu. — Árangurinn varð líka sá að lokum, að svo til allir útvegsmenn landsins, aðrir en eigendur opinna báta, urðu meðlimir í Landssamband- inu, langflestir í félagsdeildum í heimshögum sínum. Löngu síðar, eða á aðalfundi sambandsins — framhaldsaðal- fundi —, sem haldinn var 18.— 30. janúar 1963, var þessu skipu lagi breytt í það horf, að ákveð- ið var að stofna stærri félags- heildir, að vísu misstórar, sem ná jafnvel yfir heila landsfjórð- unga, eins og Vestfirðingafjórð- ’i-ig, Norðlendingafjórðung ut- an Þórshafnar og Austfirð- ingafjróðung, að undanskildum Djúpavogi og Hornafirði, sem eru saman í félagi. Annarsstað- ar þótti hentara að hafa annan hátt á, t.d. er Snæfellsnes sér um félag, einnig Suðumesin, en sérstök félög eru t.d. í Vest- mannaeyjum, þá Stokkseyri, Eyr arbakka og Þorlákshöfn saman, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópa- vogi saman, og á Akranesi, auk þess er svo Félag ísl. botnvörpu- skipaeigenda. Alls eru nú sambandsfélögin „Leifur Eiríksson" 92 br.lesta frá 50—55 br. lestir. Thors og Þorbergur Guðmunds- son. í varastjórn voru kosnir eftirtaldir menn: Þórður Ólafs- son, Ólafur H. Jónsson, Ólafur Tr. Einarsson, Oddur Helgason, Jóhann Þ. Jósefsson, Beinteinn Bjarnason, Óskar Jónsson og Sturlaugur H. Böðvarsson. Nýkjörinn formaður hafði á- kveðið, þar sem honum þótti stjórnin fremur fáskipuð í svo umfangsmiklum samtökum, að varamenn skyldu jafnan boðað- ir á stjórnarfund auk aðalmanna, og hélzt sú skipan síðan þar til lögum sambandsins var breytt 1963 og fjölgað í stjórn sam- bandsins í 15 menn. Á fulltrúafundi sem var hald- inn í desembermánuði 1945 vai eftir ákvörðun aðalfundar, sem haldinn var fyrr um sumariS formlega gengið frá samþykktum Innkaupadeildar L.Í.Ú. Fyrstu stjórn hennar skipuðu Oddur Helgason, formaður, Ólafur B. Björnsson og Hafsteinn Bergþórs son. Hefir hún ætíð siðan verið útvegsmönnum mikil lyftistöng. Jakob Hafstein, sem var fram- kvæmdastjóri F.Í.B. þegar L.Í.Ú. var stofnað, varð brátt jafnframt framkvæmdastjóri þess en frá stofnun og um nokkurra mánaða skeið gegndi Haraldur Ágústs- son, sem verið hafði starfsmaður S.Í.F. framkvæmdastjórastarfi bátadeildar sambandsins. Ste- fán Wathne var ráðinn fram- kvæmdastjóri Innkaupadeildar- innar, þegar hún var sett á lagg- irnar í desember 1945. Gengdu þeir þessum störfum til 1950, er áigurður H. Egilsson tók við þeim og hefur gegnt þeim síð- an að öðru leyti en því, að Björn Thors var skrifstofustjóri bátur smíðaður í Svíþjóð 1947. Flestir nýsköpunarbátamir vora iðgjöld þeirra ríflegum helmingi af árstekjum sambandsins. En í áætluninni er gert ráð fyrir, að ráðinn verði sérstakur erindreki til sambandsins og honum ákveð- in laun og áætlaður ferðakostn- aður. Var þetta að sjálfsögðu gert í því skyni, að sambandið sjálft beitti sér fyrir stofnun útvegs- mannafélaga, þar sem þau vant- aði, og beitti sér fyrir því, að 13, en jafnframt niðurfellt það fyrirkomulag, að einstakir út- vegsmenn geti verið aðilar að sambandinu. Er nú mikil festa í skipualgi sambanidsins. Allt frá 1944 og fram til þess að sambandslögunum var breytt 1963, hafði það skipulag hald- izt, að stjórnina skipuðu 9 menn, formaður kosnin sérstaklega, en síðan skyldu bátaútvegsmenn kjósa 4 aðalmenn í stjórn og togaraeigendur aðra fjóra og báðir aðilar jafnmarga vana- menn. Stjórnin skyldi síðan kjósa varaformann og ritara. Eins og áður segir, var Sverr- ir Júlíusson kosinn formaður 1944 og ætíð síðan, Finnbogi Guðmundsson varaformaður 1944—1947, en Loftur Bjarna- son fulltrúi togaraeigenda vara- formaður 1947 og ætið endur- kjörinn síðan, en Sveinn Bene- diktsson hefir lengst af verið rit ari .stjórnarinnar og er enn. Fjárhagserfiðleikar bátaútvegsins strax í heimsstyrjöldinni. Eins og fyrr segir, var svo komið fyrir bátaútgerðinni 1944, þrátt fyrir allan uppgang í efna- hagsmálum, sem af heimsstyrj- öldinni leiddi, og þrátt fyrir á- gæt aflabrögð, sem leiddu á- reiðanlega af því að verulegu leyti, að íslendingar sátu einir að fiskimiðunum, þar sem aðal fiskveiðiþjóðir hér við land er- lendar aðallega Bretar og Þjóð- verjar, urðu að hætta fiskveiðum a.m.k. á fjarlægum miðum, að hún var komin í mikla fjárhags- örðugleika. Átti það rætur að rekja til þess, að í upphafi styrj- aldarinnar var bátaflotinn úr sér genginn eftir hið langa krepputímabil auk þess, sem bát arnir voru litlir, langflestir und- ir 35 brt. lestum og auk þess vél vana og með gamlar, úr sér gengnar vélar. Jafnframt þessu hafði verðlag innanlands hækkað óstjórnlega mikið og öll þjón- usta við útgerðina á sama hátt, auk þess sem erlendar nauðsyn-j ar höfðu hækkað mjög mikið. Fiskverðið, sem greitt var, hrökk því ekki fyrir útgerðar- kostnaði þrátt fyrir góðan afla. Þetta leiddi einnig til þess, að kjör bátasjómanna bötnuðu ekki til samræmis við kjör annarra launastétta. Aðalfundurinn 1944 skoraði á hlutasjómenn hvar sem væri á landinu, að beita sér fyr- ir því, að hagsmunafélög þeirra styddu kröfu útvegsmanna um hækkun afurðaverðsins og — eða lækkun á tilkostnaði til hags bóta fyrir báða aðila. Að öðru leyti er ekki hér færi á að rekja baráttusögu Lands- sambandsins næstu árin, en að þeim helztu í heild fram á þenn- an dag verður reynt að víkja síð ar í stuttu máli. Nýsköpun sjávarútvegsins, aukin bjartsýni. Það sem nú vakti mönnum bjartsýni, var ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um stórfel'lda ný- sköpun í sjávarútveginum, jafn- framt því að sást hilla undir lok heimsstyrjaldarinnar. Nýsköpun in beindist fyrst og fremst að smíði mikils fjölda fiskibáta, flestra 55 br. lesta, en einnig álitlegs fjölda báta 80—100 brt. lesta. Þá skyldu keyptir 32 tog- arar stærri en áður höfðu Framhald á bls. 19 „Eldborg" 560 lesta fiskibátur smíðaður 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.