Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 Birgir Thoroddsen skipstjóri — Kveðja Andrés Guðjónsson kaupmaður, Höfðakaupstað HAFIÐ bláa haíið hugan dregur — Hvað er bak við yztu sjón- arrönd? Svo kvað Örn Arnarson forðum og mælti þar sígild sann- leiksorð. Hafið vekur útþrá. Það er ungum dreng orðið ævintýri að leika sér í fjöru við öll þau undur og dásemdir sem þar er að finna. Hin ýmsu gull sem sjór- inn ber að landi, gjálfur logn- öldunnar við fjörustein og sól- skyggð víðátta hafsins gefa ung- um huga byr undir vængi. Áð- ur en varir sezt útþráin að og leiitar á. En það er fleira en æv- intýraþráin sem hér kemur til. Fjölskyldan er stór og um leið og drengurinn vex úr grasi hefst þátttaka hans í lífsbarátt- unni, við hlið foreldra og eldri systkina. Þannig flétta atvikin mönnum forlög. Birgir Thoroddsen stundaði sjóinn frá unglingsárum eins og svo margir Vestfirðingar. Fyrst á fiskibátum og togurum. Síðan á íslenzkum kaupskipum þar sem hann komst til æðstu stöðu. Birg ir var enginn hversdagsmaður. Hann var vörpulegur á velli, karlmenni sem hressandi and- blær lék um. Deyfð og lognmolla var honum ekki að skapi. Hann t Konan mín Steinvör Jóhannesdóttir frá Svínavatni, Iézt í Heilsuvemdarstöðinni 15. jan. Pétur Ágústsson. t Sveinn Gíslason vélstjóri frá Siglufirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahú andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu Akureyri 16. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Gíslason. t Föðurbróðir minn Jón Benóný Matthíasson frá Baulhúsum, Amarfirði, sem andaðist á Elliheimilinu Ási Hveragerði 11. þ.m. verð- ur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 18. þ.m. kl. 10.30 f.h.. Jarðsett verður f Hafnarfirði. Fyrir hönd ættingja. Jóhanna Ásgeirsdóttir. t Þökkum hjartanlega þeim mörgu sem vottuðu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa Elíasar Jóhannessonar Melkoti, Stafholtstungum. Guð blessi ykkur ölL Böm, fóstursonur, tengda- dóttir, barnaböra og barnabarnaböm. lifði lifinu lifandi. Birgir var mikill félagshyggjumaður, og lét sig velferð og menntun sjó- manna miklu varða. Glöggt man ég hann er hann sat á frívökt- um úti á hafi og þýddi grein- ar og fróðleik, sem sjómönnum mætti að gagni koma. Frá þeim dögum er margs að minnast. Greinilegust fyrir hugskots- sjónum stendur minning um góð- an félaga og traustan sjómann. Það er okkur sem eftir stönd- um sifellt spurnarefni hvers vegna menn með fullt starfsþrek og að því er við álítum mörg ár framundan í starfi - eru svo fljótt á braut kvaddir. Við slík- um spumingum fást ekki svör. Hvort við lifum lengur eða skem ur er okkur húlið og er það vel. Sú ferð um lífsins haf, sem hefst við komu í þennan heim er mjög misjafnlega löng. Og eins og í öðrum sjóferðum verður aldrei siglt í logni alla leið. Að lok- inni hverri ferð er fleyinu snú- ið til hafnar. Birgir Thoroddsen sem hóf sína sjómennsku bam að aldri í Patreksfirði vestur er nú horfinn heill til þeirrar strandar, sem við öll fyrr eða síðar munum gista. Ég þakka hon um samfýlgdina og sendi konu hans, börnum og skylduliði min- ar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Sæmundsson. t Alúðarþakkir færum við öll- um sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengda móður og ömmu Sigurlaugar Jakobínu Sigurvaldadóttur frá Gauksmýri. Böra, tengdaböra og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum nær og fjær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Einars Vilhjálmssonar Gerðum, Stokkseyri. Fyrir hönd barna, tengda- bama og bamabarna. Elisabet Guðmundsdóttir. t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Lofts Halldórssonar Hamrahlíð 25. Ólöf Hjálmarsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. ANDRÉS Guðjónsson fæddist 15. febrúar 1893 að Harrastöðum í Vindhælishreppi (hinum forna), en dáinn 5. október 1968. Fór jarðarför hans fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 12. október að við- stöddu miklu fjölmenni. Foreldrar Andrésar voru hjón- in Guðjón Einarsson og Lilja Pétursdóttir, er bjuggu lengst af á Harrastöðum, en þangað flutt- ust þau árið 18ðl frá Munaðar- nesi í Árneáhreppi á Ströndum. Var Guðjón fæddur og uppalinn á Munaðarnesi, en Lilja ættuð frá Dröngum. Andrés ólst upp með foreldr- um sínum á Harrastöðum og bjó þar síðan sjálfur um alllangt árabil. Hann giftist 4. nóvember 1916 Sigurborgu Hallbjarnardótt- ur, ljósmóður, frá Flatey á Breiðafirði, og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau hjón fimm börn, og var þeirra elztur Hall- björn Bergmann, organisti, dlá- inn 1943. Hin fjögur eru á lífi, en þau eru: Guðjón, kaupmaður á Skagaströnd, Sigfús, skj-ala- vörður í Reykjavík, Ámi, kenn- ari á Akranesi og Lilja, gift ’ Bandaríkjunum. Andrés var ágætum gáfum gæddiur og naut auk þess góðrar menntunar í æsku eftir því sem þá gerðist, en hann stundaði nám í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1913. Eftir það var hann barnakenn- ari í heimasveit sinni um tíu ára skeið og átti þá um tíma heima í Kálfshamarsvík, en var síðan bóndi á Harrastöðum alit til 1936, er hann brá búi og settist að í Höfðakaupstað ásamt fjölskyldu sinni. Þar var hann um hríð verzlunarstjóri við úti- bú það, er Einar Thorsteinsson, þá kaupmaður á Blönduósi, rak í allmörg ár í Höfðakaupstað, en stofnaði þar svo eigin verzliun árið 1946. Mun það einróma álit sveitunga Andrésar og annarra, er áttu skipti við hann sem verzl i unarstjóra og kaupmann, að hann hafi verið traustur, heiðar- legur og greiðvikinn í öllum við- skiptum. Mér virðist, þá er ég fer í hug- anum yfir starfsferil Andrésar, að meðfæddar gáfur hafi verið honum enn drýgra veganesti á lífsleiðinni en menntun sú, er hann naut í æsku, og hann var líka maður einbeittur og ötull til starfa. Sem kennari var hann virtur af nemendum sínum, og almennt ávann hann sér traust manna, svo að honum voru snemma falin ýmis opinber trún aðarstörf í sveit sinni. Hann var t.d. lengi í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga eða þar til hann gerðist verzlunarstjóri hjá Ein- I ari Thorsteinsson. Þá sat hann í alllengi í hreppsnefnd hins forna / Vindhælishrepps og síðar í 1 hreppsnefnd Höfðahrepps eiftir ^ að hann settist að í Höfðakaup- stað, en þar var hann hrepps- nefndaroddviti í 12 ár. Það var á nýsköpunarárunum, en Höíða- kaupstaður kom, eins og kunn- ugt er mjög við sögu þeirra framkvæmda, sem nýsköpunar- stjórnin gekkst fyrir. Fékk hreppsnefnd Höfðahrepps þá og eftir það mörg ný viðfangsetfni til úrlausnar, sem ekki skulu tal- in upp hér, en við það urðu ekki sízt störtf oddvitans langtum um- fangsmeiri og erilsamari en' áð- ur, og sýndi Andrés þá sem endarnær mikla ósérhlífni. Mörg fleiri nefndarstörf hlóð- ust á Andrés á þeim árum, og átti hann t.d. sæti í hafnarnefnd Höfðakaupstaðar, í skólanefnd og var lengi formaður sóknar- netfndar. Andrés hélt ætíð röggsamlega fram skoðunum sínum enda prýðilega vel máli farinn og rök- fastur. En eins og gengur, líta menn málin frá mismunandi sjónarmiðum, og fannst þeim, sem voru á öndverðum meiði við Andrés, hann vera mjög fylg- inn sér og harður í horn að taka, er því var að skipta. Minnast sveitungar Andrésar hans sem skeleggs baráttumanras hverju sinni, manns, sem lagði sig ávallt fram óskiptan til að leiða hvert mál til lykta á þann hátt, er hann taldi heillavænlegast. Mér er ljúft að minnasf þese, hversu Andrés var ávallt boð- inn og búinn til að veita fyrir- greiðslu þeim, er voru minni- máttar, enda hlaut hann margt hlýtt orð af þeirra vörum. Á langri mannsævi verður vart hjá því komizt að sorgin berji að dyrum. Er mér það minnisstætt, er þau hjón, Andrés og Sigurborg, urðu skyndilega að sjá á bak elzta syni sínum, Hall- birni, mesta efnismanni, aðeíns 27 ára að aldri. En hann hafði þá í nokkur ár verið organisti við Hólaneskirkju og söngkennari við barnaskólann í Höfðakaup- stað. Tóku þau hjón sér sonar- missinn eðlilega mjög nærri, þótt þau bæru harm sinn af þeirri reisn, sem var þeim svo eigin- leg. Ég minnist þess vel, er ég sá Andrés í fynsta sinni, því að hann vakti þá þegar mjög at- hygli mína. Hann var þá ungur maður, fullur af æskuþrótti, manna glæsilegastur ásýndum, með góða menntun að baki eftir því sem þá var talið og með ein- beittan vilja til starfa. En í huga mínum er einnig önnur mynd af honum, aldurhnignum manni, hvítum fyrir hærum og heilsu- biluðum, en hann var þó eftii sem áður ötull við störf sín og glaður og skemmtilegur í sam- ræðum. Ég átti stundum tal við Andrés eftir að heilsa hans var farin að bila og hann virtist sjá fram á að vart yrði langt að leiðarlokum. Fann ég þá glöggt, að kjarkurinn, sem hafði ávallt verið svo ríkur þátrtur í skapgerð hans, var enn óbilaður. Og þótt ég hefði ekki aðstöðu til að heimsækja hann að sjúkrabeði hans, er hann lá banaleguna, er mér kunnugt um, að þjáningar sínar bar hann með einstakri karlmennsku og beið þess, sem verða vildi, með rósemi og jafn- aðargeði. Ævistarfi Andrésar Guðjóns- sonar er lokið. Hann er horfinn yfir síðustu landamærin — lífs og dauða — en minningarnar um hann vaka. Hann er kvadd- ur af sveitungum sínum með hlýjum huga. Höfðakaupstað í desember 1968. Lárus G. Gnðmundsson. í: SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ERUM við undir stjórn einhverra afla, sem við ráð- um ekki við, eða hefur Guð fyrirætlanir með Iíf barna sinna? Biblían kennir alveg sérstaklega, að Guð hafi ákveðna ráðsályktun fyrir börn sín og að hann leiði þau þann veg, sem hann vill, að þau gangi. Jesaja sagði: „Eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: „Hér er vegurinn, farið hann“. (Jes. 30,21.). En þegar þér spyrjið, hvort við séum undir stjóm afla, sem við ráðum ekki við, vil ég svara á þá Ieið, að þeir, sem Guð leiðir, verða ávallt að vera fúsir til að láta hann leiða sig. Hann leiðir okkur ekki gegn vilja okkar. Það er ætíð á okkar valdi, hvort við för- um þangað, sem hann vill leiða okkur. Hann virðir ákvörðunarrétt okkar, alltaf — og neyðir okkur aldrei til að gjöra vilja sinn. En vitur maður hlýtur ætíð að beygja sinn vilja undir vilja Guðs. Hann treystir óskeikulum úrskurði Guðs í einu og öllu. Hann veit, að það, sem virðist örðugt, er kleift, ef Guð leiðir hann. Þjáning og þrautir geta verið því samfara að hlýða Guði. En hann veit, að sá, sem hlýðir rödd Guðs, uppsker gleði, frið og fullnægju. Sá er vitur, sem getur sung- ið: ,í fylkingu sína mig frelsarinn kallar, ég fylgja vil honum, unz marki ég næ“. Alúðarþakkir til allra er sýnt hafa okkur samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengda- föður SIGURJÓNS EINARSSONAR, skipstjóra, Sérstakar þakkir til Oddfellowbræðra, Einars Þorgeirs sonar & Co. og Sjómannadagsráðs. Rannveig Vigfúsdóttir, Sjöfn Sigurjónsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Páll Guðjónsson, Vigfús Sigurjónsson, Jóhanna Andrésdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Pétur Guðjónsson, Einar Sigurjónsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.