Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 Íþrótfahátíö skólanna á sunnudag SUNNUDAGINN 19. janúar fer fram íþróttakeppni milli Mennta Englond Júgóslnvín 1:1 ®NGLENDINGAR og Rúmenar léku landsleik í knattspyrnu á Wembley leikvanginum i gær- íkvöldi og lyktaði leiknum með jaíntefli 1-1. Mark heimsmeistar- anna skoraði Jackie Charlton mið vörður á 27 mín. fyrri hálfl. en Rúmenar jö'fnuðu er 15 mín. voru til leiksloka. 75000 manns sáu leikinn, flestir höfðu búizt við enskum sigri. 1 Evrópukeppni bikarmeistara skildu West Bromwich og Dun- fermline jöfn 0-0. Newcastle sigraði Real Zaragossa frá Spáni með 2-1 í borgakeppni Evrópu og er þá komið í 4. um-' ferð í keppninni. Úrslitin urðu skólans í Reykjavík, Verzlunar- skóla íslands og Kennaraskóla íslands, í hinu nýja íþróttahúsi á Seltjarnamesi. Á íþrótta'hátíð skólanna verð- ur keppt í handknattleik, knatt- spyrnu stúlkna og körfuknatt- Dómoronúm- skeið í hond- knolfleik DÓMARANÁMSKEIÐ í hand- knattleik verður haldið í Reykja- vík í byrjun febrúar, ef nægileg þátttaka fæst. Kennari á nám- skefðinu verður Hannes Þ. Sig- urðsson. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist Óla P. Olsen, Suður- götu 31, eða H.K.R.R. íþróttamið- stöðinni Laugardal fyrir 30. janúar. leik, þar sem eigast við úrvals- lið úr M.R. og K.í. annars veg- ar og M. H. og V. í. hins veg- ar Íþróttahátíðinni er ætlað að stuðla að auknum kynnum milli skólanna og efla samstarf nem- endanna. Sein fyrr segir fer keppnin fram í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi, sunnud. 19. jan. og hefst kl. 16. Aðgangseyrir er kr. 25,00. Nemendur skólanna eru hvatt ir til að fjölmenna og hvetja lið sín. Frazier hélt titlinum BA NDARÍK J A MAÐURIÍN N Joe Frazier, sem er yfirlýstur heims- meistari í þungavigt hnefaleika af heimssambandi hnefaleika- manna, þó sú tilnefning gildi ekki í öllum ríkjum Bandarikj- anna, varði titil sinn fyrir Argen tínumanninum Oscar Bonavena á laugardaginn. Frazier vann á stigum og úrskurðir dómara voru samhljóða og sigurinn skýr. 10000 manns sáu leikinn í 1'8000 manna höll. Frazier hafði nokkra yfirburði allan tímann, en hvorugur féll nokkru sinni í gólfið. Bonavena fékk margar áminningar fyrir lág ihögg og þó hafði hann 2 kg meir þynd en Frazier — voru högg Fraziers alltaf stærri og meiri. Frazier hefur enn ekki tapað leik á sínum atvinnumannaferli, en marga leikina hefur hann unn ið á stigum. Evrópuúrslitin EVRÓPUSAiMBAND knatt- spyrnumanna hefur ákveðið að úrslitaleikurinn í keppninni um Evrópubikar meistaraliða verði leikinn í Madrid 28. maí. Fer leikurinn fram anitað hvort á velli Real Madrid eða Atletico Madrid. Möllers-mótiö á sunnu- dag — ef færi gefur Á SUNNUDAGINN kemur fer fram Múllersmótið, en svo heitir svigmót (sveitarkeppni) er hald- ið er til minningar um L. H. M*úll er og með þessu móti hefst vetr- arstarf skíðamanna — ef færi gefst. Er þetta 6. Múllersmótið sem haldið er og hefir sveit frá ÍR unnið í 4. skipti, en sveit Ármanns vann í fyrra. Keppt er um bifcar sem Leifur Múller sonur Mullers heitins gaf til keppninnar og vinnst hann til eignar ef sama félagið vinn- ur hann 5 sinnum. Er þetta mjög spennandi keppni þar sem ÉR- sveitin þarf ekki að vinna nema einu sinni til að eignast bikar- inn. Keppnisár sfcíðamanna hefst venjulega með þessari keppni og er 'því ávallt beðið með eftir- væntingu eftir að sjá hverjir séu í góðri þjálfun og hverjir ekki. Fyrirkomulag keppninnar er á þann veg að 6 menn eru skipað- ir í hverja sveit og eru 4 beztu itímarnir reiknaðir út fyrir sveiit ina. Og vinnur sú sveit saman- lagðan tíma fær. Keppnin hefst kl. 13.30 við Skíðaskálann í Hvera dölum. Mótsstjóri er Leifur Múll er. Londsmót og Ijórðungsglímur ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Lands- flokkaglíman verði háð 23. marz n.k. og íslandsglíman þann 27. apríl n.k. Bæði þessi glímuimót verða háð í Reykjavík. FJÓRÐUNGSGLÍMUR: Glímuráð Suður-Þinigeyinga sér um Fjórðungsglímu Norðlend- ingafjóidðungs. Glímuráð U.Í.A. sér um Fjórðungsglímu Austfirð- ingafjórðungs. Héraðssambandið Skarphéðinn sér um Fjórðungs- glímu Sunnlendingafjórðungs og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu sér um Fjórð- ungsglímu Vestfirðingaifjórðungs. (Frá GLÍ). SKÁKMÓTIÐ 1 BEVERWIJK: Heimsþekktur júdðþjálfari hér á vegum júdónefndar ÍSÍ FRIÐRIK OG RENKÖ, JAFNTEFLI Friðrik, Bofvinnik og Ciric hafa 2y2 hver ÁHUGI hefur verið stöðugt vax- andi á júdó íþrótt hérlendis og eru nú starfandi tvö júdó félög í Reykjavík, Júdófélag Reykja- víkur og júdódeild Glímufélags- ins Ármanns. Í.S.Í. hefur aðstoð- að við uppbyggingu íþróttagrein- arinnar og júdónefnd ÍSÍ fékk í byrjun des. hingað til lands heimsþekktan japanskan þjálfara <og júdóleiðtoga, dr. Kiyoshi Kob- ayshi, sem er læknir að mennt- iun og hefur starfað við háskól- ann í Lissabon um skeið. 1 Portúgal hefur dr. Kobayashi íunnið að uppbyggingu júdóíþrótt arinnar og hefur einnig heim- sótt fjölmörg lönd og haldið námskeið og stjórnað keppnum. Hann er 43 ára gamall og hefur stundað íiþróttina í 35 ár. Ber hann gráðuna 7. dan og er yngsti maður sem hana hefur hlotið. 10. dan er æðsta stigið sem veitt er í júdóíþróttinni osg hefur að- eins einn maður hlotið það. Fyrr í vetur var stofnuð á veg- um ISÍ nefnd, er fara skal með þau mál, er snerta júdóíþróttina ög vera ÍSÍ til ráðuneytis. Júdó- nefnd ÍSÍ skipa Gunnar Torfa- son, formaður, Hörður Alberts- son og Þorkell Magnússon. Sam- kvæmt tillögu nefndairnnar hef- ur ÍSÍ nýlega tilnefnt Kobayashi sem tæknilegan ráðgjafa í júdó- málum, og er ferð hans hingað ■að þessu sinni liður í þeirri ráð- gjafastarfsemL Á vegum ÍSÍ hélt Kobayashi 5 daga námskeið, dagana 27. til 31. des. fyrir júdóiðkendur karla og konur á öllum aldri. Var námskeið þetta haldið tij skiptis í æfingahúsnæði júdódeildar Ar- manns og Júdófélags Reykjavík- ur og kann ÍSÍ félögunum beztu þakkir fyrir veitta aðstoð og mikinn áhuga, sem m. a. hefur komið fram í mikilli þátttöku. Föstudaginn 2. janúar fór fram hæfnispróf á vegum ÍSÍ oig va<r Kobayashi prófdómari. Þar voru fjölmargir júdóiðkendur prófaðir og hlutu viðurkenningarstig eftir ■kunnáttu og hæfni. Hæfnispróf sem þessi örva júdóiðkendur til ástundunar og eru búninigar tþeirra einkenndir með mismun- ’andi litum beltum eftir hæfnis- stigum. Auk fyrrnefnds námskeiðs og ihæfnisprófs heíur Kobayashi set- ið fundi með framkvæmdastjórn og júdónefnd ÍSÍ og veitt marg- háttaða aðstoð. Prófessor Kobay- ashi hélt heimleiðis 3. janúar og færir ÍSÍ honum beztu þakkir fyrir heimsóknina. Beverwijk, Hollandi, 16/1. (Einkaskeyti til Mbl. frá AP). FRIÐRIK Ólafsson gerði jafn- tefli við Pal Benkö frá Bamda- ríkjunum í þriðju umferð á skákþinginu hér í dag. Önnur úrslit í þriðju tumiferð urðu þau að Portisch, Ungverjalandi vann Júgóslavann Ostojic, Langeweg frá Hollandi vamn landa sinn van Scheltinga, Júgóslavinn Ciric vann Lombardy, Banda- ríkjunum otg Geller Sovétrí'kjun- ium vann Pólverjann Doda. Hol- iiend’ingurinn Donner gerði jafn- tefli við Botvinnik, Sovétríkjun- ■um, en sú skák vakti mesta at- hygli áhorfenda í dag því Donn- er, sem er stórmeistari er bezti skákmaður Hollendinga um þess- ar mundir. Þá gerðu þeir Ree, Hollandi og Kavalek, Tékkó- slóvakíu jafntefli. Úrslit biðsfcáka úr fyrstu um- ferð urðu þau að Botvinnik vann Ostojic og Doda vann Benkö. Biðskákir úr annarri umferð fóru á þann veg að Botvinnik vann Ree, en Ciric og Medima gerðu jafntefli. Eftir þrjár fyrstu umferðirnar er þá Friðrik Ólafsson efstur ásamt þeim Botvinnik og Ciric, allir með 2% vinning. Donner, Geller og Langeweg hafa 2 vinn- inga hvor. Kðres heáur 1% og biðskák og Benkö 1% vinning. Lombardy og Doda hafa 1 vinn- ing og eina biðskák hivor. Ostojic og Portisch haf,a 1 vinnimg hvor. Medina hefur % vinning og eina biðskák. Þieir Kavalek og Ree hafa % vinning hvor og van Söheltinga rekur lestina með engan vinning. í fjórðu um ferð teflir Friðrik við Rússann Geller og hefur svart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.