Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1969. -J- Halldór Laxness og frú virða fyrir sér Silfurhestinn, ásamt Eiríki Hreini Finnbogasyni og Jó- hanni Hjálmarssyni að lokinni verðlaunaafhendingu. — Ljósm.: Sv. Þorm. „Ef ég væri ritdömari, myndi ég hata allar bækur!" sagði Halldór Laxness, er hann tók við Silfurhestinum — Sex bœkur hlutu stig í atkvœðagreiðslunni SILFURHESTURINN — bók- menntaverðlaun dagblaðanna, sem gagnrýnendur þeirra veita — var afhentur Halldóri Lax- ness á laugardaginn að Hótel Sögu. Þetta var í þriðja sinn, sem verðlaunin voru veitt. — Fyrsta sinni hlaut þau Snorri Hjartarson, og í fyrra Guðberg- ur Bergsson. Sú veiting olli miklum deilum, enda sýnist sitt hverjum, er meta á bókmennta- verk. Raunar komst Halldór Lax ness að orði um slíkar verðlauna- veitingar í þakkarávarpi sínu á þessa leið: „Það er merkilegt að ritdómarar skuli geta haft það álit á nokkurri bók, að þeir veiti verðlaun fyrir hana. Ef ég væri ritdómari, myndi ég hata allar bækur." Eiríkur Hreinn Finnbagason, fulltrúi dagblaðsins Vísis afhenti verðlaunagripin, en aðrir í dóm- nefnd enu: Andrés Kristjánsson frá Tímanum, Árni Bergmann frá Þjóðviljanum, Jóhann Hjálm- arsson frá Morgunblaðinu og Ól- afur Jónsson frá Alþýðubbaðinu. Sex bækur vonu tilnefndar að þessu sinnL Kristniíhald undir Jökli eftir Halldór Laxness hlaut 459 stig, Innlönd, ljóðabólk Hann. esar Péturssonar hlaut 400 stig, 12 kviður úr gleðileiknum guð- dómlega eftir Dantes í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar hlaut 100 stig, Fljótt, fljótt sagði fugl- inn eftir Thor Vilhjálmsson hlaut 76 stig, Hjartað í borði eftir Agnar Þórðarson hlaut 50 stig og EÓS, Ijóð Einars Ólafs Sveinssonar 50 stig. Hver gagn- rýnandi reit nöfn þriggja verð- launaibóka að hans mati. Bókin, sem' hann setti fyrsta, fékk 100 stig, önnur 76 stig og 'hin þriðja 50. ; Eiríkur Hreinn • Finnbogason ávarpaði verðlaunah afann, Hall- dór Laxness, og saigði m. a. að Kristnihald undir Jökli væri að öllum líkindum komið inn á fleiri íslenzk heimili, en nokkur önnur bók, útgefin á árinu 1968. Bókin væri listrænt verk og höf- undur hafi skapað persónur, sem stiigi út úr sögunni og yrðu lif* andi á meðail okkar. Þetta væri í rauninni ekki í fyrsta sinni, sem Halldór Laxness tækist það. Siifurhesturinn er nú sem áður smíðaður af Jóhannesi Jóhann- essyni. Halldór Laxness þakfcaði hinn mikla heiður, sem sér væri sýnd- ur með þessum verðlaunum. — Hann taldi það merkilegt að rit dómarar ákyldu geta haft það álit á nokkurri bók, að hún yrði verðlaunahæf. Ef ég væri ritdóm ari — sagði Halldór — myndi ég hata ailar bækur. Hann kvað nefndina göfug- lynda, sem sýndi sig í því, að hún veitti þessi verðlaun, eink- arlega fyrir tilraunir sínar sem rithöfundar, Hann þakkaði kurt- eisi sér sýnda með verðlaunun- um. STAK8TEII\IAR 10 ára afmæli i Þann 4. des. sl. voru 10 ár liðin frá því að vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Engin af aðstandendum þeirrar ríkisstjórn- ar sá ástæðu til að minnast þessa afmælis, enda er það mála sann- ast að engin ríkisstjóm á íslandi hefur farið frá völdum með jafn aumingjalegum og óveglegum liætti og vinstri stjómin. Það var kl. 13.30 fimmtudaginn 4. des. 1958 að ríkisráðsfundur var boð- aður og þar var Hermanni Jónas- syni, forsætisráðherra og ráðu- neyti hans veitt lausn frá störf- um. Klukkustundu síðar var fund ur boðaður í Sameinuðu Alþingi og skýrði Hermann Jónasson þar frá lausnarbeiðni sinni og sagði jafnframt: „. . . . í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að minu áliti geti stöðvað hina háskalegu í verðbólguþróun, sem verður óvið í ráðanleg, ef ekki næst samkomu- lag um þær raunhæfu ráðstaf- anir, sem lýst var yfir að gera þyrfti, þegar efnahagsframvarp ' ríkisstjómarinnar var lagt fyrir; Alþingi á sl. vori“. Þannig líta fölsuðu ávísanaeyðub löðin út. Þeir, sem hafa slík undir höndum, eru beðnir að gera rannsóknarlögreglunni í Reykjavík strax viðvart. Fölsuðu ey&ublöðin — og seldu ávísanir að upphœð 20 þús. TVEIR menn, 22 og 25 ára, föls- arlögreglumaður var á leiðinni uðu 14 ávísanaeyðúblöð á Spari- sjóð Hornafjarðar og seldu tíu þeirra; samtals að upphæð tæpar 20.000 krónur, að því er þeir sjálfir segja. Á laugardaginn tilkynnti Seðla bankinn rannsóknarlögreglunni í Reykjavík, að Sparisjóði Homa- íjarðar hefðu borizt fjórar ávísan ir með nafni sparisjóðsins en á eyðublöðum, sem Sparisjóður Hornafjarðar hefði ekki gefið út. Ávísanir þessar höfðu allar verið framseldar í Reykjavík. Á laug- ardagskvöld hringdi svo reyk- vískur kaupmaður í rannsókmar- lögregluna og tilkynnti henni, a'ð honum hefði verið boðin til kaups ávísun á Sparisjóð Horna- fíarðar, en hann ekki viljað kaupa. Kvaðst kaupmaðurinn karmast við manninn, sem ávís- unina vildi selja og gaf hann T-ipn-Airriarlögreglunni lýsingu á hnniim. I o,rrm..vmm þegax rannsókn- til að handtaka manninn, sem ávísunina hafði boðið, mætti hann honum ásamt kunningja hans. Voru þeir þá á leið til rann sóknarlögreglumnar til áð létta á samvizkunni. Kváðust þeir hafa setið að drykkju laugardaginn 11. janúar sl. og þá komið við í prent- smiðju, þar sem annar þeirra vinnur sem lærlingur. Uppgötv- uðu þeir þá, að þá skorti skot- silfur og datt í hug að prenta nokkur ávísanaeyðuiblöð til að bæta úr féleysinu. Kusu þeir að gefa eyðublöðin út á nafn Spari- sjóðs Hornaf j ar'ðar, þó þeir hefðu enga hugmynd um, hvemig ávfe- anaeyðublöð þeirrar stofnunar Mta út, og skreyttu þeir eyðu- blöðin með lítilli mynd af þorski, sem þeir fundu klisju af í prentsmiðjunni. Að lokinni prentun fóru þeir strax að gefa út ávísanir og selja og segjast þeir alls hafa selt 10 ávísanir að upphæð samtals tæp- ar 20.000 krónur. Fjögur eyðu- blöð segjast þeir hafa eyðilagt. Auk ávísananna fjögurra, sem Sparisjóði Hornafjarðar bár.ust á laugardag, barst ein í gær til rannsóknarlögreglunnar, sem hvetur fólk, er slíkar þorsk- ávísanir hefur undir höndum, að gefa sig fram. Fengu óromótadagblöðin í gær Neskaupstað 20. janúar. fært hingað landileiðina, en HERÐUBREIÐ kom hingað í nú er verið að ryðja Odd- nótt og færði okkúr dagblöð, skarð. Margir hafa sagt upp en þau höfum við ekki séð blöðunum, þar sem þeir end- síðan fyrir áramót. Hingað ast ekki til að lesa 16 eða 17 hefur ekki komið flu.gvél síð- blöð í einu. na 14. desember, en þrisvar Verkfalllið nær til vélstjóra hefur verið reynt að lenda á öllum stærri bátum hér, en hér, en ekki verið hægt vegna ekki til litlu bátanna. Þeir slæmra lendingarskilyrða. í hafa þó ekki getað róið síð- gær var hér bezta veður fram an fyrir jól vegna ótíðar. At- yfir hádegi en þegar flugvél- vinnuleysi er hér allmikið og in kom síðdegis var ólend- nú eru síðustu síldartunnurn andi og varð hún að snúa ar að fara. við. Undanfarið hefur verið ó- Fréttaritari. Tvennt meiðist í drekstri TVENNT meiddist í hörðum árekstri sem varð milli fólks- bíls og vagns frá Strætisvögn um Kópavogs í Fossvogi á sunnu dag. Ökumaður fólksbílsins hlaut innvortis meiðsl og var fluttur í Borgarsjúkrahúsið, að lokinni rannsókn í Slysavarðstofunni, en kona, sem var farþegi í fólks bílnum, handarbrotnaði og var gert að meiðslum hennar Slysavarðstofunni. Fólksbíllinn stórskemmdist og einnig urðu nokkrar skemmdir á strætisvagn inum. Mikil hálka var á vegum í nágrenni Reykjavíkur um helg- ina og á sunnudag valt jeppi út af veginum í Svínahrauni. Ökumaður slapp lítið meiddur en bíllinn stórskemmdist. Margir árekstrar urðu Reykjavík um helgina, en í þeim urðu engin slys á fólki. Með 25 tonn al Hornafjarð- ormiðum Vonafirði, 20. janúar. KRISTJÁ.N Valgeir kom inn af veiðum i morgun, en hann hefur verið á línu á Hornafjarðarmið- um. 'Hann var með 25 tonn af góð um þorski og vænni ýisu. Skipið stöðvast nú vegna verkfallanna og er gert ráð fyrir að það fari til Reykjavíkur og liggi þar með an á verkfallinu stendur, en mun taka hér áður beitu og ís Skarpast nú atvinna við vinnslu fisksins í nokkra daga. Varðskip kom hér í morgun og tók farþega, en skömmu síðar gerði flugveður og kom þá flug- vél frá Akureyri, en hingað hafði ekki verið flogið í um hálfan mánuð. 10 ára ófarir Eysteins 4 En hinn 4. des. sl. var ekkl aðeins afmælisdagur viðskilnaS-1 ar vinstri stjórnarinnar — sá dag-1 ur minnti einnig á 10 ára ófarir Eysteins Jónssonar í íslenzkum stjórnmálum. Þetta „undrabarn“, sem Jónas frá Hriflu hóf til vegs (en snerist síðan gegn skapara síniun) hafði setið í ráffherrastóli nær samfleytt á þriffja áratug en frá 4. des. 1958 og fram á þennan dag hefur Eysteini Jónssyni meff öllu mistekizt að endurheimta þann sess og hefur hann þó beitt öllum hugsanlegum ráðum til þess og einskis svifizt. Formanns- ’rils Eysteins Jónssonar í Fram-, sóknarflokknum mun jafnan minnzt fyrir það að hann leiddi flokk sinn út í eyðimörkina og þar hefur hann verið síðan. I Framsóknarflokkurinn hefur á þessum 10 árum undir forustu Eysteins Jónassonar hamazt viff að komast í ríkisstjóm á ný en allt komið fyrir ekki. Þegar kjara samningar hafa staðið fyrir dyr- uin hefur Framsóknarflokkurinn hvatt til óraunhæfra kröfu- gerðar og verkfalla. Þegar síldar flotinn sigldi í höfn sumarið 1965 gátu Framsóknarmenn ekki leynt gleði sinni yfir þeim tíðindum né heldur gremju þegar deilan leystist að örfáum dögum liðnum. Þegar samið var um byggingu Búrfellsvirkjunar og álbræðsl- unnar í Straumsvík snerist Fram- sóknarflokkurinn gegn þeim framkvæmdum af öllum mætti. Framsóknarflokkurinn hefur á þessum 10 árum leikið ábyrgðarlausan leik meff örygg- ismál þjóðarinnar í von um aff geta veitt í gruggugu vatni vinstri manna og sumarið 1967 gerði Eysteinn persónulega sér- stakan leynisamning viff Lúðvik Jósepsson í því skyni aff mis- nota verkalýðshreyfinguna til '••‘ss að koma rikisstjórninni frá. Slikur er ferill „undrabams- ins“ á þeim 10 árum, sem liffin eru síðan vinstri stjómin hrökklaðist frá. Skyldi ekki Ey- steinn Jónsson hafa velt þvi fyrir sér hinn 4. des. sl. hvort hann hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.