Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: ORFEUS OG EVRYDÍS Höfundur Jean Anouilh Þýðandi Emil Eyjólfsson Leikstjóri Helga Bachmann Leikmynd Steinþór Sigurðsson „Yið erum fólk,“ segir Antí- góna í samnefndu leikriti Ano- uilhs, „sem spyr spurninga allt þar til yfir lýkur“. Þessi eðlis- þáttur mannsins, sú fífldirfska að leitast við að komast að öllu, kryfja alit til mergjar, að setja leitina að sannleikanum ofar leit ni að hamingjunni, er eitt helzta einkenni harmleikjapersóna. Hetja harmleiksins gefur sig á vald einhverskonar einæði, skeyt ir engu um „öryggi" sitt, leggur alla auðnu sína í hættu. Á því augnabliki sem persónan segir skilið við alla gætni, öðlast hún svokallaða „tragíska reisn“. Há- punktur goðasagnarinnar um Or €eus og Evrýdísi er það augna- blik er Orfeus stenzt ekki freist inguna að Mta um öxl, þótt hann fyrirgeri með því allri hamingju von og sendi Evrýdísi aftur til heima Hadesar. Sögnin um Orfeus og Evrýdísi er ein frægasta ástarsaga fornra bókmennta og hefur orðið mörg um höfundum siðari alda uppi- staða í leiksviðsverk. Orfeus kon ungssonur í Þrakíu var bezti hljómlistarmaður grískra goð- sagna. Þegar hann lék á lýru sína, fylgdu dýr merkurinnar honum eftir, og meira að segja tré, lækir og jafnvel klettar og fjöll urðu ekki söm eftir að hafa hlýtt á h'ljómlist hans. Hann gekk að eiga Evrýdísi, en skömmu eft ir brúðkaup þeirra, var hún bit- in af snáki og dó. Harmur Or- feusar var slíkur að hann tókst á hendur ferð sem enginn lifandi maður hafði áður farið. Hann hélt til ríkis dauðans þeirra er- inda að heimta konu sina úr helju. Hundurinn Kerberos og aðrir verðir porta Hadesarheima stóðust ekki tónlist Orfeusar og létu hann fara óhindraðan leið- ar sinnar. Svo máttugur var harmsöngur og lýrusláttur Orfe- usar að hann kom út krókódíls- tárum á sjálfum Hadesi og vakti hjá honum slíka meðaumkun að þessi ógurlegi guð gaf honum leyfi til að hafa Evrýdísi á braut • með sér, að því tilskildu að hann liti ekki um öxl til að horfa á hana, fyrr en þau hefðu náð til mannheima. Þegar þau áttu örskamman spöl ófarinn, gat Orfeus ekki lengur stillt sig um að athuga hvort kona hans gengi í raun réttri á eftir honum, leit við, og hún hvarf honum á auga bragði. Hann heyrði hana aðeins segja: „Farðu vel.“ Eftir þetta eigraði Orfeus um óbyggðir Þrak íu friðlaus af trega, unz trylltar villimeyjar rifu hann á hol. Leikpersónur Anouilhs eru sam tímafólk, farandhljóðfæraleikar- inn Orfeus og farandleikkonan Evrýdís, tvær brothættar mann- verur í óvægnum öldugangi lífs ins, — umhverfið er kannski ó- líkít Þrakíu, kannski ekki, en atburðarásin í öllum megin- atriðum byggð á goðsögninni. Leikritið var fyrst sýnt í París árið 1942 undir nafninu „Eury- dice“. Miklu eðlilegra þykir mér þó að kalla það „Orfeus og Evrýdísi" eins og gert er í ís- lenzku þýðingunni, enda er ekki ósenniilegt að það eitt hafi varn að höfundi þess að gera það að Jean Cocteau hafði átján árum haslað sér völl í frönsku leik- húsi með verkinu „Orphée". Hvað sem því líður, þá er efni tleiksins örlög þessara tveggja persóna. Anouilh er eitt snja'll- asta leikskáld þessarar aldar, enda búinn flesitum þeim kostum sem prýða mega mann í þeirri starfsgrein. Verk hans hafa ver- ið sýnd víðar en verk nokkurs annars fransks höfundar á síð- ari tímum, og er þó ekki við Vincent, JónAðils og móðirin, Regína Þórðardóttir. Orfeus og Evrýdís, Guðmundur Magnússon og Valgerður Dan, neina aukvisa að keppa. „Orfe- us og Evrýdís" er í öllum skiln- ingi svo haglega samið leikhús- verk að nærri stappar fullkomn un formsins. Er það bæði styrk- ur þess og fjötur. Hið aðdáun- arverða jafnvægi milli skops og samúðar, gamans og alvöru, hrein leika og spillingar, er efni í hrífandi sýningu, sem höfði til a'llrar vitundar áhorfandans, þ. e.a.s. bæði tilfinninga og skyn- semi, en gefur kannski ekki færi á að lyfta sér til tignarlegs flugs. Persónurnar eru líka jarðbundn ar, umfram allt manneskjur með drauma um framtíðina og sam- vizkubit vegna fortíðarinnar. All ar eiga þær það sammerkt að hafa ekki í fullu tré við tilver- una. Þær eldri hafa brynjaðsig sjálfsblekkingu með því að lofa hástöfum hið fánýtasta í lífinu. Hin yngri eiga í öl'lum ótta sín- um eftir dálítið af hugrekki og halda dauðahaldi í ástina sem einu vörnina gegn glötun. En (Evrýdýs hefur týnt sakleysi sínu og kann ekki annað ráð en lygi gegn þeirri þöglu kröfu sem Or- feus gerir af miskunnarlausri draumhyggju til hreinleiba henn ar. í skáldlegt ívaf þessarar hrífandi en flekkuðu fegurðar er fléttað svo gráthlægilegu skopi að öilil væmni er óhugs- andi. Leikrit Anoui'lhs er fynd- ið, hugvekjandi og hrífandi í senn. Sýning L.R. á „Orfeusi og Pétur Einarsson, Helgi Skúlason og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum. Evrýdísi" er félaginu til sóma. Þrátt fyrir fáeina hnökra er hún í heild hóflega og skynsamlega unnin bæði í leiktúlkun og upp- setningu. Það er engan viðvan- ingsbrag að finna á verki Helgu Bachmann, enda þótt þetta sé að- eins annað verkefni hennar sem leikstjóra. Hún er trú því jafn- vægi sem fylgir verkinu úr garði höfundar og virðist hafa tekið þá meginstefnu að kappkosta að gæða sýninguna rósömum þokka, og það hygg ég hafi heppnazt. Sömu hófsemi gætir yfirleitt í hinum skoplegri þáttum, leik- istjórinn hefur forðazt þá hættu sem stafað hefði af því að leggja meiri áherzlu á þá, enda hefðu of miklar sveiflur af því tagi höggvið á þráð verksins og veikt það í heild, þótt hilátur áhorf- enda kynni að hafa orðið eitt- hvað háværari á stundum. Leik- myndina gerði Steinþór Sigurðs son í sama dúr, smekklega og haglega, án of mikillar stíl- færslu eða óþarfa útfærslu á smáatriðum. Það var skemmtileg hugmynd að varpa myndum af mannhafi á tjaldið baksviðs í þriðja þætti, atriðinu í Undir- heimum. Beiting ljósa í því at- riði var einnig mjög skemmtileg. Tveir kornungir leikarar fara með titilhlutverkin, Guðmundur Magnússon og Valgerður Dan. Guðmundur útskrifaðist úr skóla L.R. síðastliðið vor, enda geldur hann talsvert reynslúleysis síns. Hann hefur þó auðsýnilega margt til brunns að bera sem leikari, svo sem viðkunnalegt og karl- mannlegt útlit og góða rödd. Guðmundur lék af eðlilegri og sannfærandi innlifun á köflum, en eins og búast má við á hann enn við mikla tæknilega örðug- leika að stríða. Þetta kemur einkum fram í rangri raddbeit- ingu í upphrópunum í mestu átökum leiksins, dálítið þung- lamalegum sviðshreyfingum og nokkrum stirðleika í andliti sem varnar honum skjótra og eðli- legra viðbragða og blæ- brigða í samspili persón- anna. Þótt Guðmund skorti bol- magn til að gera svo erfiðu hlut- verki viðhlítandi skil, kom hann ekki í veg fyrir að falleg áhrif næðust í atriðum milli hans og Valgerðar Dan. Valgerður hefur leikið talsvert mörg hlutverk í Iðnó, sum þeirra vandasöm, en þetta er þó hið langmikilvæg- asta, sem henni hefur enn verið trúað fyrir. Á því er enginn vafi að hún verðskuldar þetta traust. Orsakasamhengi leiksins veltur að miklu leyti á yndis- þokka hennar, og hún uppfyll- ir þá kröfu með ferskri útgeisl- un og meira valdi á leik sínum en búast mætti við af svo ungri stúlku. Hún reisir sér hvergi hurðarás um öxil, eins og títt er um unga leikara, grípur ekki til meiri tilþrifa en hún hefur vel á valdi sínu. Leikur hennar er hvergi stórbrotinn, en allur í hæsta máta geðþekkur. Steindór Hjörleifsson fer með hlutverk farandhljóðfæraleikar- ans, föður Orfeusar. Ég er ekki sammála þeim tökum sem hann, og ef til vill leikstjórinn hafa tekið þessa persónu. Með meiri festu og breidd í uppbyggingu hennar held ég að gera hefði mátt úr henni miklu sannari og aumkunarverðari „tragíkómíska“ persónu, t.d. á þann hátt að leika á móti textanum, þ.e.a.s. lóta ekki látbragðið alltaf fylga eft ir skopsveiflum textans. Hins veg ar þótti mér mikið til um leik Helga Skúlasonar í hlutverki Monsieur Henri (sem er per- sónugerfingur Hadesar). Hlutur hans í þokka sýningarinnar er ekki lítill. Frá leiktæknilegu sjónarmiði er það einnig aðdá- unarvert hversu hárnákvæmt og áhreynslulaust vald hann hefur yfir leik sínum. Hann virðist hvergi gera ögn umfram það sem til þarf, engu er ofaukið í lima- burði eða svipbrigðum, og rödd- in flyzt svo undarlega vel að hann getur notað lægstu þrep styrk'leikastigans án þess að hætta sé á því að ekki heyrist vel til hans. Regína Þórðardóttir og Jón Að ils fara með hluitverk móður Evrýdísar og elskhuga hennar. Þau bregða upp kátlegri mynd af úrkynjuðum, spilltum og hé- gómlegum leikurum. Pétur Ein- arsson lék hótelþjón og skilaði þar afburðaskemmtilega byggðu litlu hlutverki. Jón Sigurbjörns- son var ágætlega sannfærandi í hlutverki hins forherta Dulacs, umboðsmanns leibaranna. Guð- mundur Pálsson náði góðu og hóf stilltu skopi úr hlutverki þjóns á járnbrautarstöðvarbar. Borg- ar Garðarsson fór snoturlega með hlutverk fulltrúa á lög- reglustöð. Daníel Williamsson, Soffía Jakobsdóttir, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir og Bryndís Pétursdóttir fóru vel með smá- hlutverk, en ekki kunni ég al’ls- kostar við leik Erlends Svav- Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.