Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969 Hugleiöingar um fiskimál er ekki svo langt síðan að við þekktum lítið til rækjuveiða og hagnýtingu hennar. En hún hef ur nú verið og er talsvert búsílag með því að skynsamlega hefur verið að henni farið. Þetta sem ég hefi minnzt á hér að framan gæti orðið næstu kyn- slóð og kynslóðum til gagns, ef skynsamlega væri á málum hald- ið. Og ekki mun af veita, því sú kynslóð, sem í hugsunarleysi hef ur spillt okkar ágætu fiskimið- um, sem raun ber vitni, verður ekki prísuð af næstu kynslóðum,, ssem á að lifa við þessa örtröð, ef ekkert er gert til bóta. Fiskifræðingar, fiskimálastjóri og aðrir, sem að okkar fiskimál- um vinna verða að taka röggsam legar á þessum málum, en gert hefur verið hingað til. Verði það ekki gert, má hamingjan vita hvernig endirinn verður. Hallgrímur Jónsson. Eftir Hallgrím Jónsson trá Dynjanda við ísafjarðardjúp, að víða þar sem rækjuveiðar eru stundaðar, að þegar þeim veiðum er lokið, sem venjulega er í marzlok, þá vantar verkefni fyrir þessa báta, sem hafa ekki tök á að ná í fisk út í hafsauga. Sömuleiðiis verksmiðjurnar, sem vinna rækjuna yfir vetrar- mánuðina. Þar vantar verkefni yfir sumartímann og væri því til valið fyrir þær að fá skelfisk til að vinna úr verðmæta vöru. Það Getur ekki átt eftir að gerast svipað með kúfiskinn, krækling- inn og hörpudiskinn, ef rétt verð ur á málum haldið frá upphafi? Fiskimálastjóri þarf að taka þetta mál upp, láta rannsaka til hlítar markaðshorfur eða hvort hægt mundi vera að skapa mark- að fyrir vörur í einhverju formi unnar úr skelfiski, því varla kem ur annað til mála en vinna úr þessum fiski, sem er mjög mikið af hér. Aðalsteinn Þorgeirsson urálmu átti Aðalsteinn bústjóri um 600 hesta af vélbundnu heyi, sem ailt eyðilagðist bæði af eldi og vatni. Morgunblaðið hitti að máli Lárus H. Blöndal, borgarskjála- vörð, þar sem hann var að huga að því, hvað nýtilegt væri af skjöilum sem geymd voru að Korpúlfsstöðum. — Hérna voru geymd fylgi- skjöl bæjarreikninga frá 1920— 1961, auk kvittanna og nótu- bóka ýmissa bæjarfyrirtækja, tjáði Lárus okkur. Kvaðst hann álita að um helmingur þeirra skjala, sem þarna voru geymd, hefði ekki komizt í eitt herberg- Bækur sögufélagsins eftir brunann. herbergi, sem var austast í norð urálmu, einnig þekjuna yfir snyrtiherbergi. Innbú skemmdist hins vegar mikið af vatni og reyk. Sögufélagið átti bækur í einu herbergjamna og skemmdust þær mikið. Taidi Björn Þorsteinsson að þar hefðu farið verðmæti fyr- ir um hálfa milljón króna. Verðmæti þau sem voru á Korp úlsstöðum munu hafa verið vá- tryggð. í gömlu hlöðunni niðri í norð- ið, en þar voru einmitt elztu fylgiskjölin geymd. Lárus sagði ennfremur, að með tilliti til sögullegs gildis, væru þessi skjöl sem minnstur skaði væri í, hefði eitthvað þurft að verða e'ldi að bráð á annað borð, enda hefði þeim verið valinn geymslustað- ur að Korpúlfsstöðum með til- liti til þessa. Öll þýðingarmeiri skjöl væru geymd í húsakynn- um borgarskjalasafnsins að Skúlatúni 2. I" FISKUR: Já, það er orð, sem allir íslendingar kannast við. — i Fiskur hefur verið helzta fæðu- tegund mannsins frá alda öðlL Það voru sægarpar, sem námu þetta land, enda höfum við ís- lendingar jafnan átt dugmikla fiskimenn. En það mætti kann ske segja að á stundum hafi veið arnar verið sóttar meira af kappi en forsjá og verður vikið nánar að því síðar. Ég hef alla tíð litið upp til fiskimanna, enda hefi ég verið fiskimaður sjálfur, því ég er nú einn af fáum núlifandi árabáta- formönnum, er sóttu sjó á litlum skipum á tímabilinu 1920—1940, sem eins og fleiri á þeim árum stundaði jöfnum böndum land og sjó. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að vinna með náttúrunni og hjálpa henni þar sem því verð ur við komið. Allt síðan fiski- fræðingar komu til okkar í fjör- una eins og það var kallað fyrir « 40 árum og söfnuðu fiskikvörn- um og fleira í þágu vísindanna hefi ég reynt að fylgjast með því sem vísindamenn og fiskifræðing ar hafa haft að segja um lifnað- arhættti sjávardýra, háttalag þeirra og göngur. En nú þegar ég á gamalsaldri geri dæmið upp, verður útkoman sú hjá mér, að öll þessi fiskifræði vísindi og tækni nútímans, hafi meira verið beint í þá átt að auka veiðarnar gera mönnum auðveldara með að finna fiskinn og drepa, heldur en hitt að vernda nytjafiska okkar fyrir of veiði og rányrkju. Tæplega er við öðru að búast ef fiskifræðingar hafa yfirleitt þá trú, að ekkert sé hægt að gera til hjálpar náttúrunni, það sé raunar að kasta peningum í sjóinn eins og fiskifræðingurinn Jón Jónsson orðaði það á ráð- stefnu, sem haldin var hér á ísa firði sl. hauist, um fiskimál. Það voru þessi ummæli fiskifræðings • ins, sem mér þóttu furðuleg, og hefur þá bóndinn komið upp í mér, því bændur telja að hægt sé að hjálpa náttúrunni og gera það í öllu sínu starfi. Eins og gefur að skilja var minn sjómannsferill að mestu á hinni svonefndu grunnislóð. Ég íkynntist því á þeim árum hinum árvissu og sterku fiskigöngum, sem komu á hverju vori og fyllt j hvern fjörð og vík hér á Vest- fjörðum. Þessar göngur voru vanalega á ferðinni í ísafjarðardjúpi í apríl —maí, en yfirleitt ekki í Jökul firði fyrr en í júlí, og hélst svo þessi fiskur þar oft firam um áramót en gekk þá út á dýpra vatn. En með aukinni veiðitækni fer smám saman að draga úr ' þessum fiskigöngum unz að því j kemur að þaer hætta með öllu að koma og nú vita allir hvernig komið er. j Jökulfirðirnir, sem svo margir i höfðu lifað af frá því að landið toyggðist eru nú toúnir að vera í j mörg ár algjörlega fisklausir. Sömu sögu er að segja um gull kistuna, ísafjarðardjúp, þar hef- ur ekki verið um aðra veiði að í ræða en rækjuna í mörg ár, og ; svo er um alla firði og víkur : Vestfjarða. Yfirleitt er áistandið ; svo nú, að fiskur fyrirfinnst ekki ; nema sem sóttur sé með harð- fylgi út í hafsauga eða 30 mílur firá landi. Þetta er mikið áfall fyr . ir vestfirskar byggðir og afleið- ingarnar öllum kunnar, því þó talað sé um iðnað og nýjar at- vinnugreinar, þá verður það lengst af undirstaðan undir at- vinnulífinu hér og víðar, það sem okkar ágætu sjómenn flytja að landi. Getur ekki J. J. fallizt á það, að þetssi þróun hafi orðið af xnannavöldum, að hér hafi mað- urinn gripið frammí fyrir nátt- úrunni í hennar mikla starfi til viðhalds öllu lifL Og hefði það ekki verið að hjálpa náttúrunni ef komið hefði verið í veg fyrir hið gegndarlausa dráp á fiskinum um hrygningar tímann, eins og átt hefur sér stað undanfarna áratugi? Það liggur svoleiðis í augum uppi að það átti að friða hrygningarsvæðin mikinn hluta ársins. Það var fiskifræðinganna að segja til um hvar helztu gotstöðvarnar eru Hallgrímur Jónsson. hér við land. Það er varla að maður geti hugsað til þess kinn- roðalaust, hvernig við íslending ar höfum hagað okkur í þessum málum undanfarið. Það þarf ekki að lýsa því, það er öllum landsmönnum kunnugt hversu mikill viðbjóður var að sjá með- ferðina á þessum blessuðum fiski oft og tíðum. Það hlaut að koma að því að afleiðingarnar kæmu í ljós á fleiru en einu sviði. Þessi fiskur liggur nú í haugum víða um land, sem óseljanleg vara, en það sem seít hefur verið er fallið í verði. Ég hygg að hér hafi ráðið og ráði enn, of mikið hugsunarleysi, og fiskifræðingarnir hafi ekki verið nógu vel á verði. En er þá ekkert hægt að gera til að vega upp á móti því tjóni, sem orðið er? Er ekkert í ríki náttúrunnar, sem ennþá er ónumið og sem við mennimir höfum ekki ennþá komið auga á- Ég hygg að svo geti verið. Það hefur verið talað um fiski rækt. En er það ekki tómt mál um að tala úr því að einn okkar helzti fiskifræðingur telur það sama og að kasta peningum í sjó inn að 'hjálpa náttúrunni? En mig langar samt til að minn ast á hugmynd, sem kom fram í blaðagrein fyrir nokkrum árum, sem var á þá leið að hægt mundi vera að taka hrogn og svil úr fiski um hrygningartímann og sleppa þeim í firði og flóa, sem hefðu verið fiskaslóðir, en væru nú fisklaus. Mér leizt vel á þessa hugmynd enda ekki fiskifræðing ur og sj álfisagt mörg ljón á veg- inum, sem lærðir menn sjá en aðrir ekki. Þá vel ég fara örfáum orðum um þá fiskitegund, sem ekki hef- ur yfirgefið Vestfirðina og á ég þar við skelfiskinn, sem liggur hér í stórum stíl. Það er sannað að skelfiskur er mannamatur og heiminn vantar mat og kemur til með að vanta meiri mat. Er þá ekki kominn tími til að farið sé að athuga um hvort ekki er hægt að hagnýta þesisd auð- æfi, sem hér liggja óhreyfð og gera úr þeim útflutningsvöru? Allt er hey í harðindum. Væri það nú ekki einmitt nú, þörf fyrir að hagnýta öll landsins gæði og nota til þess vísindin og tæknina, þannig að úr þeim verði verðmæt vara. Skelfiskurinn er yfirleitt uppi í landsteinum og því tilvalið fyr- ir okkar minnstu toáta að fást við hann, og það er einmitt sú stærð foáta, sem verst hefur orðið úti í þessari óheillaþróum, sem að framan getur. Nú stendur einmitt svo á hér Korpúlfsstaffir eftir brunann. - BRUNINN Framhald af hls. 28 mjög að verja aðra hluta bygg ingarinnar svo eldurinn breiddist ekki meira út en raun ber vitni. Þessi mikla bygging er reist á árunum rétt fyrir 1930 og mjög vel gerð, svo búast má við að það sem skemmdist í eldinum verði endurbyggt. Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu um eldinn kl. 18.00 á laugardagskvöldið og var kom ið á staðinn kl. 18.22. Þá lagði eld upp úr norður- álmu hússins, sem er í þremur meginálmum frá austri til vest- urs og með fjórum tengiálmum. Einnig lagði eld upp úr norð- austur tengiáíhnu, þar sem hún tengist við norðurá'lmu. Þarna var hHuti af skjalasafni borg- arinnar til húsa svo og íbúð, þar sem bjó Sigurður Halldórs- son með konu sinni og fjórum börnum. Slökkviliðið hófst handa um að ná í vatn tii slökkvistarfs- ins og var það sótt í Korpu, sem rennur í 350 m fjarlægð frá húsinu. Voru settar fjórar höf- uðlagnir úr ánni, en brjóta þurfti ís til að koma lögnunum fyrir og gekk það greiðlega. Megináherzla var lögð á að verja suðurhluta byggingarinn- ar, en þar var íbúð ábúanda Korpúlsstaða, Aðalsteins Þor- geirssonar, einrdg aðrar geyms'l ur Árbæjarsafns og .enn nokk- uð af skjölum Reykjavíkurborg ar í íbúð í suðvestur tengiálmu. Alls eru fimm íbúðir í hinni miklu byggingu. Búið var að ráða niðurlögum eldsins milli kl. 22 og 23 á laug- ardagskvöld, enda var veður sæmilegt, norðaustan gola og rigningarsuddi, en lægði er á kvöldið leið. Eftir það var unnið að því að slökkva í gömlum loft- rásastokkum í byggingunni, en mikið er af þeim víða um húsið, og var því lokið um kl. 1.00 eftir miðnætti. Eftir það var sett vakt 8 brunavarða, með dælu- bíl, sjúkrabíl og dælu í ánni. Þeim var síðan smátt og smátt fækkað á sunnudag og hættu tveir hinir síðustu kl. 8 á sunnu dagskvöld. Talið er fullvíst að kviknað hafi í út frá rafmagni en mik- ið skammhlaup varð í húsinu. Símasambandslaust var við húsið er eldurinn kom upp og varð því að fara niður að Grafar- holti til að ná sambandi við slökkviliðið. Fréttamaður blaðsins átti tal við Aðaistein Þorgeirsson bú- Stjóra á Korpúlfsstöðum og spurði hann hvernig þetta hefði ’atvilkazt. Hann sagði að eldur- inn hefði komið upp milli kl. 5 og 6 á laugardag og sat fjöl- skylda hans yfir síðdegiskaffi er perur og Ijósakúpill í eldhúsi sprungu með miklum gný og varð þegar rafmagnslaust. Brá Aðalsteinn þá við og fór niður í kjállara til að skrúfa laus stofnöryggin fyrir húsið. Skömmu síðar kom Sigurður Hall dórsson, sem bjó í Norðurálmu hússins, og sagði að þar fynd- ist reykjarlykt og eldur mundi vera kominn upp á gamla hlöðu Lárus H. Blöndal skjalavörður. loftinu. Þegar átti að hringja á slökkviliðið, var símasambands- laust og hafði að undanförnu verið ólag á símanum í veður- ofsanum í s.l. viku. Aðalsteinn sendi þá dóttur sína, er fór nið- ur að Grafarholti, og þar var gert aðvart um eldinn. Enginn eldur komst að ráði í íbúð Sig- urðar Halldórssonar en þar varð að rjúfa þekju yfir svefn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.