Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 196«. tiltgie&indi H.f. Árvakur, ReykjavSk, Framícvæmdastj óri HaraMur Sveinsaon. 'Ritstjórar Sigurður Bjarnasoin. frá YigUlr,, Matfchías Jdhanraessten. Eyjólíur Koonráð Jónsson, Ritsljómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundssc«l. Frétfcaistjóri Björn J óhannssora. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-109. Auglýsing'air Aðalaitræfci 6. Sími 22-4-80. Áislcriftargj'ald kr. 150.00 á xraánuði innanilainds. í lausasiöiu kr. 10.00 eintakið. FORSETASKIPTI í BANDARÍKJUNUM 1 Tm gjörvallan heim fylgjast menn meir og betur með stjórnmálaviðburðum í Bandaríkjunum en nokkru öðru ríki. Er þetta eðlilegt, þar sem Bandaríkin eru öfl- ugasta ríki veraldar og það afl, sem fram að þessu hefur megnað að bægja hættu kommúnisma og einræðis frá frjálsum þjóðum, og enn í dag hvílir vörn frelsis allra þjóða, sem við það búa, á herðum Bandaríkjamanna. Enda sannaðist það því roið- ur glöggt í innrásinni í Tékkóslóvakíu, að rússnesku heimsvaldasinnarnir eru enn við sama heygarðshomið og mundu ekki víla fyrir sér að leggja undir sig hvert þjóð- landið af öðru, ef ekki nyti við varna vestrænna þjóða og þá fyrst og fremst hins mikla herstyrks Bandaríkj- anna. En þrátt fyrir þessar stað- reyndir eru Bandaríkjamenn mjög gagnrýndir — eða er það kannski vegna þeirra? Líklega eru svo miklar kröf- ur til þeirra gerðar vegna hins mikla afls þeirra, að gagnrýnin muni halda áfram, hvernig svo sem þeim tekzt að haga sínum raálum og af- skiptum sínum af alþjóða- málum. Og innbyrðis í Banda ríkjunum eru deilur líka miklar, eins og ætíð vill verða í lýðfrjálsum löndum, þar sem nokkuð sýnist sitt hverj- um, þótt í meginefnum sé yfirgnæfandi meirihluti manna sammála um nauðsyn þess að viðhalda lýðfrelsi og heilbrigðum stjórnarháttum. Richards Nixons, sem í gær varð 37. forseti Bandaríkj- anna, bíða mörg og erfið við- fangsefni, bæði í innanlands- málum og alþjóðamálum. Ber þar hæst kynþáttavanda málið og ósætti það, sem er með þegnunum, og fyrst og fremst er tengt sambúð kyn- stofnanna, og á hinn bóginn lausn Víetnamdeilunnar. — Kynþáttavandamálið verður vafalaust erfitt viðureignar um langa framtíð, en hins veg ar hillir nú undir það að unnt muni reynast að ná samkomulagi í Víetnamdeil- unni, því að kommúnistar virðast loks gera sér grein fyrir því, að þeim muni ekki auðnast að vinna sigur í Víet- nam og eru þess vegna fús- ari til viðræðna um stjórn- málalega lausn deilunnar en þeir hafa verLð fram til þessa. Engu verður hér um það spáð, hvernig hinum nýja forseta Bandaríkjanna iuuni takast að leysa hin miklu vandamál, sem við honum blasa. Ljóst er, að Nixon býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu, bæði á innanlands málum og alþjóðamálum, eft- ir langvarandi baráttu í stjórnmálunum. Hann liefur bæði tekið sigrum og ósigr- um af manndómi, og vel má vera, að það sé einnig hinn iðni og reyndi stjórnmála- maður, sem Bandaríkjamenn nú þarfnast, þótt margir hafi æskt þess, að gustur færi um bandarísk stjórnmál í von um að ný sjónarmið gætu betur sameinað þjóðina en varfærni hinna eldri. Stjórn Nixons mun þó einmitt leggja á það meginkapp að sameina krafta hinnar vold- ugu bandarísku þjóðar, og allir unnendur frelsis og vin- ir Bandaríkjanna hljóía að óska þess að þetta takist. FRÁLEITAR KENNINGAR GANGA AFTUR i ron í „Kauphöllinni,“ hefur tekið sér fyrir hendur að boða á ný aldarfjórðungs- gamlar kenningar um það, að íslendingar eigi að gera sér varnarmál landsins að féþúfu og telur stefnu Spánarstjórn- ar, í þessum málum að minnsta kosti, til ser.stakrar fyrirmyndar. íslendingar tóku þátt í stofnun Atlantshafsbandalags ins til að tryggja öryggi sitt, og hér hefur dvalið nokkurt lið á vegum banda- lagsins til að tryggja varnir landsins og sameiginlegt ör- yggi Atlantshafsríkjanna allra. Við höfum þannig lagt af mörkum þýðingar- mikla aðstöðu fyrir Atlants- hafsbandalagið og tekið á okkur óþægindi af því að hafa hér varnarlið, í þeim tilgangi að tryggja eigið ör- yggi og sameiginlegar varnir þessa mikilvæga bandalags. Þetta höfum við gert vegna lífshagsmuna okkar sjálfra, en ekki til að hagnast á því fjárhagslega. Aðalleiðtogi Framsóknar- flokksins um áratugaskeið lagði til við stríðslokin, að við íslendingar gerðum samn ing við Bandaríkjamenn til Frá Álasundi N0RSKI UTVEGURINN ÁRID SEM LEIÐ SVO MIKLIR kveinstafir bárust norsku ríkisstjórninni frá útvegs mönnunum á vesturlandi á liðnu ári, að æitla mætti að hörmung- arár hefði verið í fiskútvegi. En nú eru heildarskýrslur komnar fyrir allit árið, og þær bera með sér að útvegurinn hefur alls ekki átt eins illa daga og af var látið. Yfirlit fiskimálastjórnarinnar sýnir, að ársaflinn 1968 hefur að vísu orðið minni að vöxtum og verðmæti en 1966 og 1967, en þetta voru mestu aflaár sem yfir Noreg hafa gengið. Qg 1968 er þriðja mesta aflaár sem Norð- menn hafa af að segja, svo að ólíku er saman að jafna: ís- lenzka útveginum og þeim norska. Vetrarsíldveiðin var tilfinnan- legasta áfallið, sem norsk útgerð varð fyrir á árinu. Þegar bezt lét nokkru eftir stríðið komst vetrarsíldaraflinn upp í 9,5 millj- on hektólítra (árið 1951) eða 888.000 lestir og ef þessari síld voru um 2 milljón hl. verkað til manneldis og selt úr landi. En á síðasta ári veiddust aðeins 25.- 617 lestir af vetrarsíld, en það er lélegasti afli síðan 1889. 1967 varð þessi afli 371.500 lestir — og þótti litið. Af smásíld veiddust 24.000 lest ir, aðeins i aflans árið áður. En af feitsíld, sem einkum veiddist út af Austur-Finnmörk í sumar, varð aflinn 331.000 lestir, sem er nærri því eins mikið og fyrra ár. Þó Norðmenn veiddu enga síld á fslandsmiðum í sumar telja þeir þó fram 33.500 lestir af „Íslandssíld", sem var nær 20.000 lestum minna e árið áður: En vegna stórhækkaðs verðs á þessari eftirsóttu vöru varð and- virði þessa afla 37,5 milljónir n-kr. eða miklu meira en 1967. Það er síld- og makrilveiðin í Norðursjó og loðnuveiðin við Norður-Noreg, sem hleypir afl- anum mest fram. Norðursjávar- síldveiðin nam 284.854 lestum, en var 335.671 lest árið áður, en metárið 1965 nam þessi veiði 604.754 lestum. — Og loðnuveið- in hefur aldrei verið meÍTÍ en síðasta ár, nfl. 522.144 lestir, en var 403.000 lestir árið áður. — Þorskveiðin bætti upp hall- ann sem varð á vetrarsíldinni. Aflinn varð tæpar 250.000 lestir og verðmæti hans frá fyrstu hendí 309.3 milljónir n-kr. en það er 35.847 lestum og 31.1 millj. krónum meira en árið áður. Er þetta mesti þorskafli í Noregi síð an 1961 Þors’kveiðin í Lófóf og Troms skilaði 80.300 lestum, en árið áður nam þessi afli 60.834 lestum. Samtals varð afli Noregs á ár- inu sem leið 15% minni að vöxt- um en met-árið 1967 og 3% minni en 1966, en þá varð verð- mæti aflans það mesta sem orðið hefur. — Verðmæti aflans 1968 varð s'amtals 1.023 milljónir n-kr sem er 162, 314 og 65 milljónir kr. minna en árin 1967, 1966 og 1965, en þau eru mestu fiskveiði- árin í sög.u landsins. Mestur varð aflinn 3 milljónir lesta, árið 1967 og og töldust Norðmenn 5. mesta fiskveiðiþjóð heimsins þar árið. En þessi vöxtur er ekki aukn- um fiskigöngum að þakka, held- ur betri skipum og veiðitækjum. Árin 1957—62 voru hnignunarár í útvegi Þjóðarinnar, og var slæmum fiskigöngum kennt um. Norðmenn tóku upp 12 mílna landhelgina árið 1961 til þess að friða ræmu meðfram landi handa smærri fiskiskipum, en togskip minna en 300 lestir máttu þó veiða 4 mílur frá landi. Hrað- frysting hafði rutt sér rúms, en vegna þess hve aflinn barst ójafnt að, fengu hraðfrystiihúsin stundum engan fisk vikunum saman og afköstin urðu ekki nema helmingur þess, s-em ella hefði getað orðið. Það var ekki sízt þetta, sem rak á eítir endur- nýjum skipastólsins, byggingu nýrra skipa, sem gætu sótt afl- ann lengri leið en áður var, og jafnvel fullverkað fiskinn um borð. Nú var farið að smíða s’kut- togara, sem gátu togað í verra veðri en þeir gömlu og aðstaðan var betri til að taka á móti veið- inni. Sá fyrsti var smíðaður árið 1961 hjá „Bergens mek. Verksted er“. En 1. júlí síðastliðinn áttu Norðmenn 31 skuttogara, þar af 5 verksmiðjutogara sem flöttu og hraðfrystu fiskinn jafnóðum og einn sem frysti fiskinn óflattann. Þetta hafði áhrif. Árið 1956 lönd- uðu togarar 57.000 lestum af þorski, en árið 1967 90.000 lest- um, eða 4 af öllum þeim fiski, sem ætlaður var til manneldis. Línufiski er gamalt í Noregi, Framhald á bls. 13. 99 ára og högnuðumst á hon- um fjárhagslega sem mest við mættum. Þessar kenn- ingar eða svipaðar þeim hef- ur Aron Guðbrandsson nú gert að sínum og þær virðast enn eiga nokkurt fylgi í Fram sóknarflokknum, ef dæma skal af ummælum Framsókn- armanna um nauðsyn þess að gera þessum sjónarmiðum miklu hærra undir höfði en öðrum, eins og fram kemur í kröfunni um það að endur- taka einmitt útvarpsefni, sem um þetta fjallaði, miklu fremur en annað og merkara efni, sem sú stofnun hefur flutt. Auðvitað hefur Aron Guð- brandsson leyfi til að hafa sínar skoðanir, alveg eins og t.d. kommúnistar, nazist- ar og stjórnleysingjar. En það á ekkert skylt við frjáls- lyndi að gera þessum mönn- um hærra undir höfði en öðr- um við að koma á framfæri fáránlegum sjónarmiðum sín um og afturgengnum skoð- unum. Enda þótt Morgunblaðið hafi haft um það forustu að leyfa frjálsar umræður, vill blaðið taka fram, að það er stolt af því að hafa hliðrað sér hjá að birta áróðursgrein frá Aroni Guðbrandssyni þess efnis, að íslendingar ættu ekki einungis að taka við mútum heldur að krefj- ast þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.