Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1909. 15 HVADA BÆKUR LESA ÞEIR 1 ÚTLÖNDUM? Ítalía Ignazio Silone, rithöfundur ' íér berast oft eintök af bók- um einkum skáldsögum, en ég les fáar þeirra og sendi þær yfir le á bókasafnið í heimatoorg m ni. Bókaverðir tjá mér, að fáéstir lesendur komist lengra en i fyrstu blaðsíðurnar. En stöku sinnum les ég skáld sögur eða verk, sem akkur er í. Af þeim, sem ég las á árinu, gazi mér bezt að Ballo Angelico eftir Arrigo Benedetti. Ég hef mæiur á Benedetti, vegna þess að hann fylgir ekki þeim hvim leiða sið margra starfsbræðra sinna að unga út einni bók á ár hann gefur sér tíma til að sinna hverri bók. Auk þess fell ur mér stíll hans vel í geð, vegna þess að hann er svo ger- ólíkur mínum stíl — og senni- lega einmitt þess vegna. Mér er og í minni önnur bók eftir Benedetti Le Donne Fanta- stiche, sem kom út árið 1942. Þegar ég las hana, fannst mér furðulegt, að ungur ítalskur maður gæti, í miðri hringiðu styrjaldarinnar, sökkt :sér niður í jafn næma og snjalla lýsingu á konum. Lýsing hans var prúð m-nnleg og laus við gróft og óhefla’ð orðbragð, sem súðar hef ur átt mjög upp á pall- borðið hjá ýmsum lesendum. í nýiu skáldsögunni er fyrir- mynd Benedettis að aðalsögu- heiiunni, tónskáldið Giacomo Puccini, en barn að aldri þekkti Benedetti Puccini og heyrði hann segja frá. Að sjálfsögðu er farið mjög frjálslega með efni- viðinn, enda skiptir það ekki meginmáli. Sem bókmenntaverk má segja, að þetta sé spegil- mynd af höfundinum frekar en af persónum hans. Renato Chiotto, blaðamaður og rithöfundur Þegar skáldsagnahöfundur skapar persónur sínar og þann heim, sem þær hrærast í, stend ur hann frammi fyrir þeim vanda að gefa þeim trúverðug nöfn. Þau nöfn, sem hann gef- ur persónum sínum í upphafi — erfiðast af öllu er þó að skíra börn — geta orðið rit- höfundinum ótrúlegur fjötur um fót lengi framan af, ef ekki I. CREIN ÞAÐ er ekki ný bóla, að Islendingar telji sig miðpunkt heimsins í bókmenntum og listum, og bókaþjóð erum við alræmd, þar sem viðtekin venja er að miða við fjölda þeirra bóka, sem eru gefnar út árlega, en ekkr innihaldið. Þýddar bækur eru yfirleitt í miklum meiri- hluta og val margra útgefenda þekkja flestir: lækna- bækur ríða húsum svo undir tekur. Nú bregður svo við að fleiri bækur eru gefnar út í útlöndum en lækna- bækurnar einar, þótt hljótt fari á Islandi. Fyrir áraf mótin síðustu leitaði brezka blaðið The Sunday Times til þekktra bókmenntamanna, rithöfunda og blaða- manna í ýmsum löndum og bað þá segja álit sitt á því, hvaða bækur þeim hefðu þótt merkastar þeirra, sem hefðu verið gefnar út í löndum þeirra á árinu 1968. tekst nógu vel til. Finni höf- undur persónum sínum hag- stæð nöfn kann ]íka svo að fara, að þær taki af honum ráðin og framrás sögunnar verði ekki, nema að litlu leyti á valdi hans. Luigi Malerba, hefur fundið einkar jákvæða lausn í einni ánægjulegustu bók, Salto Mort- ale, sem ég las á árinu 1968. Sú lausn felst einfaldlega í því, að allar karlpersónur bókarinn ar bera eftirnafnið Giuseppe. Og fyrra nafn aðal-Giuseppans í bókinni er að sjálfsögðu Giu- seppe. Eina kvenpersóna bókar innar ber hinar ýmsu út- gáfur af nafninu Rosa, svo sem Rosalba, Rosella, Rosanna, Ros- ina og svo framvegis. Giuseppe Giuseppe talar lát- laust alla bókina á enda, aðal- lega við sjálfan sig, þar sem hann er með þeim ósköpum gerður að hann getur ekki lesið né hugsað nema upphátt. Sag- an gerist einhvers staðéu- í út- jaðri Rómaborgar, þar sem varla verður þverfótað fyrir út varpsstöðvum, rafmagnsleiðsl- um og sjónvarpsloftnetum og þar finnst maður myrtur — sem vitanlega heitir líka Giu- seppe. Giuseppe Giuseppe setur nú sjálfan sig í stöðu rannsókn armannsins og einnig í stöðu hins grunaða. Hann yfirheyrir heilan herskara af Giuseppum, en endar jafnan á sama veg — með því að beina grun að sjálf- um sér. Malerba skrifar líflegan og Solzhenitsyn fjörlegan stíl og forðast öll brögð sem eru freistandi fyrir þjálfaðan atvinnurithöfund. — Salto Mortale er skemmtileg bók og menníngarleg, og hún er einnig sannfærandi grátsöngur um ill örlög mannkynsins. Vestur Þýzkaland Helmut Scheffel, gagnrýnandi við Frankfurter Allge- meine Zeitung Þegar ég var beðihn að velja athyglisverðustu bækur ársins í Vestur Þýzkalandi, komst ég óneitanlega í nokkra klípu. Því miður gerist það æ sjaldgæfara að maður geti með góðri sam- vizku nefnt allt að þremur bók um, sem má telja til bók- menntaviðburða. Á árinu komu ekki út skáld- verk eftir höíunda eins og Giinther Grass, Martin Walser, Max Frisch eða Heinrich Böll. En nokkrar eftirtektarverðar bækur komu frá hendi efni- legra rithöfunda af yngri kyn- slóðinni og ber að nefna Die Palepte eftir Hubert Fichte, sem gefur hinum almenna les- anda forvitnilega innsýn í líf Kawabata og talsmáta svonefndra hippa. Eftir Peter O. Chotjewitz kom út bókin Die Insel —Erzahlung auf dem Baerenauge, skemmti saga, vel skrifuð og vekur von- ir um, að höfundurinn sé til alls vís, ef hann vill það við hafa. Einnig vil ég geta um Keiner weiss mehr eftir Rolf Dieter Brinkman. Um ljóðabækur er fátt eitt að segja. Ýmsir halda áfram tilraunakveðskap sínum með mjög misjöfnum árangri og yfirleitt lítt minnisstæðum. Paul Celan gaf út ljóðaibókina Fadensonne, og yrkir enn í hefðbundnum stíl. Ernst Jandl sendi frá sér Sprechblasen, þar sem hann leikur sér skemmti- lega að orðum og hugmyndum. Upplausn og ókyrrð, sem hef- ur sett svip sinn á ýmis þjóðfé lög á síðustu árum, er skýrð að nokkru í bókum þeirra Daniel Cohn Bendit og Rudi Dutsohke. Sýnu betri þeim er bók eftir Karl Markus Michel, Die Spraehlose Intelligenz, en í henni kannar höfundur, þýzku menntamannastéttina á vísinda legan, gagnrýnislegan og sögu- legan hátt. Petra Kipphoff, gagnrýnandi við Die Zeit, Hamborg Umræður um bókmenntir hafa aldrei snúizt einvörðungu um bækur og um þessar mund- ir virðast þær raunar snúast um flest annað. Miklar og heit- ar rökræður hafa til dæmis spunnizt um, hvort taka skuli upp þjóðnýtingu á útgáfufyrir- tækjum og bækur viðkomandi útgáfufyrirtækja hafa nær horf ið í skuggann. Gabriele Wohman, 3'6 ára gömul, er enginn nýgræðingur á ritvellinum en smásagnasafn hennar Rural Party, má hik- laust telja veigamesta verk hennar fram að þessu. All- ar sögurnar, tuttugu og ein að tölu, snúast um það eitt, sem virðist vekja áhuga skáldkon- unnar: hið atburðasnauða og til þrif.alausa hversdagslíf eigin- mannsins og eiginkonunnar, Lenin vina þeirra, barnsins og foreldra, móður og dóttur. Ga- briele Wohman hefur auga fyr ir því, sem öðrum er nær ó- greinanlegt: vonleysið og ang- istin undir hinu, að því er virð ist, slétta og fellda yfirborði, og hún lýsir ástríðulaust en þó ekki án samúðar, því sem þar gerist. Þá vil ég minnast á Wolf Biermann, sem í beztu ljóðum sínum kemst nálægt snilld Hein rioh Heine, hvað vit og skáld- gáfu af guðs náð snertir, en er jarðbundinn á borð við Brecht. Hann er búsettur í Austur- Berlín, en verk hans eru aðeins gefin út í Vestur- Berlín. Hann er sann- færður kommúnisti, en flokks- leiðtogunum í Austur-Berlín gezt efcki að öllu leyti hæðn- istónninn í sumum kvæðum hans og því var hann rekinn úr flökknum. Hið nýja verk hans With Marx — and Angels’ (Engels) Tounges er heimildar rit um Þýzkaland ársins 1968 — og reyndar mikiu meira en það. Japan Nobutoshi Hagihara, bók- menntarýnir og sagnfrœðingur Mér virðist þetta ár fremur hafa einkennzt af bókmenntaat burðum en bókmenntum. Þar á ég við, að harla fátt gerðist í bókmenntaheiminum í Japan, en hins vegar urðu tveir at- burðir, beinlínis bókmenntum tengdir. Hinn fyrri var, að Yasunari Kawabata hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels, og vakti það að sjálfsögðu óblandinn fögnuð japönsku þjóðarinnar. Aðeins einn Asíubúi hefur áður feng- ?ð Nóbelsverðlaunin, indverska ■skáldið og heimspekingurinn Tagore. Hinn atburðurinn var, að Minako Oba, japönsk frú, sem er búsett í Alaska, hlaut Aku- tagwa verðlaunin, sem veitt eru ritihöfundum, sem ekki hafa áður getið sér teljandi orð. Vart getur meiri andstæður en þau Kawabata og Minako Oba. Sá fyrrnefndi hefur sökkt sér nið- ur í að skrifa um japönsk þjóð- areinkenni og kafað dýpi japanskrar þjóðarsálar. Yfir skrifum og hugmyndum um frú Oba er heimsborgara- legri bragur. Skáldsaga hennar Sanbiki No Kani eða Three Crabs vakti eftirtekt og umræð ur frekar en ánægju og lof. Ekki vil ég taka svo djúpt í árinni — eins og ýmsir gerðu. þegar bókin kom út — og segja, að sagan sé sneydd öllu bók- menntagildi. Mér persónulega þótti sagan forvitnileg. í sög- unni er fjallað um innantómt og tilbreytingarlaust líf hversdagslegra, miðaldra, jap- anskra hjóna, sem eru búsett er lendis. Sögusviðið er hvorki London né New York, heldur drungaleg smáborg í Alaska, þar sem bridge-parti virð- ast vera eina dægrastytting in. Japanska eiginkonan er þó ekki haldin spilafíkn að neinu ráði og einn góðan veðurdag stígur hún upp í strætisvagn og fer með honum — að því er virðist fyrir hreina tilviljun — í úthverfi borgarinnar. Þar hitt ir hún af tilviljun líka „gaijin“ (á japönsku þýðir það útlend- ingur), hefur engar vöflur á og sefur hjá honum þá sömu nótt. Það er allt og sumt, Sagan er mjög ópersónuleg, en þrungin lífsleiða eða þreytu, mjög ó- japönsk í hugsun og tilfinning- um. Slíkir atburðir sem ég hef minnzt á duga ekki til að gera árið minnisstætt bókmenntaár. Samt sem áður eru þetta við- burðir, sem sjálfsagt er að geta Franxh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.