Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1909. 17 - NIXON Framhald af bls 1 tfrostmariki, en- ekkert varð úr slydduéli, sem spáð hafði verið. Við þingihúsið, þar sem embætt óstakan fór fram, ihafði verið fcomið fyrir áhorfendapöllum ifyrir 3® þúsund gesti, og tókoi (gestirnir að streyma þangað um svipað leyti og Nixon kom til (Hvíta hússins. Eftir kaffisopa í Hvíta húsinu, fóru forsetarnir tvteir, frúr þei.rra rvtaraforsetarnir og frúr þeirra (upp í bifreið'ar, sem biðiu við að- (alinngang forsetabústaðarins. — (óku þeir Johnson og Nixon 'ásamt frúm sínum saman í nýrri tforsetabifreið, brynvarinni mieð skotheldum rúðum, en á hæla jþeirna fýlgdi bifreið hlaðin starfs mönnum íeyniþjónustunnar, sem tfalið ihafði Verið að gæta forsiet- anna. Þúsundir áhorfenda höfðu safn azt saman við leið þá, er ekin ivar, og voru þar hermenn í sam- tfelldri röð næst götunni. Ferðin til þinghússins tók að- leins tíu mínútur, og er þangað ikom spurði fréttamaður einn iNixon um hvað þeir Johnson ihefðu rætt á leiðinni. „Ó, um (hundana okkar — og fleira,“ svar aði þá Nixon. Annar fréttamaður (spurði hvort Nixon hafi, þegar hann fylgdist með embættistöku Kenniedys fyrir átta sirum, idreymt um að hann sjálfur ætt'j eftir að taka við forsetaembætt- inu. „Nei,“ svaraði þá Nixon. „Ef ég væri gefinn fyrir veðmál, ihefði ég sagt að líkurnar gegn iþví hefðu verið þúsund á mótj einni.“ • Þeir Johnson og Hubert Hump hrey varaforseti gengu fyrstir upp á 'viðihafnarpall á tröppum þinghússins, þar aem embættis- (takan átti að fara fram, en á eftir þeim Earl Warren ihæsta- réttarforseti. Þar næst kom Spiro Agnew, og loks Nixon, sem tfréttamenn segja að hafi vart getað varizt brosi þrátt fyrir lallan hátíðleikann. Athöfnin hófst með því að Ev- erett Dirksen, leiðtogi republik- (ana í öldungadeildinni, fói Chari les Ewbank Tuckier biskupi i kirkju meþódista að flytja bæn. Bað foiskup fyrir nýja forsetan- lum, b'að guð að færa honum Ivizku, og bandarísku þjóðinnj toæði hugrekki og vizku. Næst tfflutti Edgar Magnin, rabbíi við IGyðingamusterið í Los Angeles. laðra bæn, og því næ.st las Dirk- tsen Spiro Agnew eiðstafinn, og lAgnew sór embættiseið sinn. Fulltrúi grísk-kaþólsku kirkj- unnar, laTrovos erkibiiSkup Norð- ur- og Suður-Ameríku, fluttj næst bæn, og síðustu bænina flutti náinn vinur Nixona, Billy Graham, fulltrúi baptista. „Ó drottinn", sagði hann, „nýi for- setinn okkar þarfnast þín meira en nokkur annar." Þegar Billy Graham hafði lok- ið bæn sinni, gengu þeir Nixon og Earl Warren fram, og Nixon Bór eið sinn. Því næst ávarpaðj nýi forsetinn þjóð sína. Friðsamleg samkeppni. f ræðu sinni sagði Nixon að tíminn væri á bandi friðarins og það væri hlutverk Bandaríkj- anna að vinna að friði í heimin- um. Skoraði hann í því sambandj á kommúnistaríkin að standa með Bandaríkjunum að „friðsam legri samkeppni", ekki til að leggja undir sig landssvæði eða færa út áhrifavöld sín, heldur Itil að auðga tillveru allra þjóða. Nixon sagði að eins og fyrr þegar tímum árekstra væri að Ijúka, væru nú að koma tímar samninga. „Látum allar þjóðir vita það“, sagði hann, „að með an þessi nýja stjórn fer með völd verða fjarskiptasambönd okkar við umheiminn opin. Við viljum opinn heim, opinn fyrir hugmyndum, opinn til að unnt verði að skiptast á vörum eða folki, heim þar sem engin þjóð, stór eða smá, þarf að búa við illa einangrun.“ Bent er á að þessi orð Nix- ons geti táknað það að hann muni að minnsita kosti taka til athugunar hvort ekki sé unnt að hefja á ný samskipti við Kína og Kúbu. „Við getum ekki búizt við því að geta gert alla vinveitta okk- ur, en við getum reynt að gera enga að óvinum okkar," sagði hann. Svo beindi hann orðum sínum til hugsanlegra óvina- þjóða Bandaríkjanna og sagði: „Við skulum vinna að því í sam- einingu að draga úr vopnabyrð- inni, að efla uppbyggingu frið- arins, að létta undir með þeim fátæku og soltnu.“ Ekki vildi Nixon bera fram þessar tillög- ur sínar um samvinnu til að styrkja frið í heiminum án þess að koma á framfæri aðvörun til þeirra, er hugsanlega mistúlk- uðu orð hans sem uppgjöf: „En við alla þá, sem gætu látið veik- leika freista sín, vil ég stað- festa að við verðum jafn öflug- ir og þörf krefur, eins lengi og þörf krefur." „Ég veit að friður fæst ekki með því einu að óska eftir hon- um — að ekkert kemur í stað margra daga og jafnvel margra ára þolinmæði og samningalip- urðar“, sagði hann. „En“, bætti Nixon við, „ég skal gefa þetta órjúfanlega fyrirheit: „Ég skal einbeita embætti mínu, starfsorku og þeirri vizku sem ég hef yfir að ráða fyrir málstað friðar miljli allra þjóða.“ Vegna þess að þjóðin er sterk, sagði hann, hefur hún ráð á því að líta á veikleika sína með hreinskilni og vinna vongóð að lausn þeirra. Andleg fátækt. „Við eigum í styrjöld, en þrá um frið. Við þjáumst af sundr- ungu, en þráum sameiningu. Við sjáum umhverfis okkur 'líf án til gangs, en þráum fylllingu. Við lítum verkefni, sem þarf að vinna, bíða eftir að verða hrimt í framkvæmd." Nixon sagði að þjóðin ætti að glíma við „fá- tækt andans“, og bætti við: „Við erum auðug að veraldlegum gæð um, en snauð að andlegum verð mætum — við höfum með stór- kosfilegri nákvæmni komizt til tunglsins á sama tíma sem við stöndum í háværum deilum hér á jörðunni." Sagði nýi forset- inn að svarið við þessari fá- tækt andans væri að finna í ein földum dyggðum eins og „gæzku velsæmi, kærleika og góðvild." Sagði hann að Bandaríkin hefðu á undanförnum árum þjáðzt af háværum orðaflaumi, sem lofað hefði meiru en staðið hafi verið við, sem hefði kveikt hatur með þjóðinni. „Við getum ekki lært neitt hvert af öðru fyrr en við tö'lum það lágt að unnt verði að greina orð okkar, en ekki aðeins raddirnar“, sagði hann. Nixon hét því að vinna að uppbyggingu borganna, bættu húsnæði, eflingu menntunar, og að minnkandi atvinnuleysi. En til að koma þeim hlutum í lag, sagði hann að þjóðin yrði að standa einhuga saman. „Enginn getur verið algjörlega frjáls, ef nágranni hans er það ekki. Þetta leiðir til þess að blakkir og hvít ir verða að vinna saman sem ein þjóð, ekki tvær. Lögin hafaloks handsamað samvizku okkar. Nú er eftir að varpa ljósi á það, sem lögin ákveða: að tryggja að allir séu fæddir jafningjai frammi fyrir guði og mönnum." Kaleikur tækifæranna. Nixon hét fuffllri aðstoð stjórn ar sinnar við að bæta lífskjör þjóðarinnar og sagði, að reynt yrði að ná ti'l þeirra, sem til þessa hafa orðið útundan, og reynt að flýta fyrir þeim, sem til þessa hafa dregizt afturúr. Það væri ekki stefna stjórnar sinnar að rífa niður það, sem stjórnir Kennedys og Johnsons hafa unnið, heldur væri það til gangurinn að byggja upp frá því, sem þegar hefði verið gert Hinsvegar beniti Nixon á að það væri takmarkað, sem ríkis- stjórnin ein gæti gert til úrbóta. Sagði hann að á undanförnum aldar-þriðjungi hefðu ríkisstjórn- ir Bandaríkjanna fengið sam- þykkt fleiri lög, eytt meira fé og stuðlað að meiri umbótum en í aOllri sögu landsins fram að þeim tíma. Nú væri senn að því kom- ið að stjórnin ein gæti ekki meir að gert. „Það sem gera ber, verð ur að framkvæma með samvinnu ríkisstjórnarinnar og þjóðarinn- ar, því öðruvísi verðux það ekki gert. Það sem afstaðnar þján- ingar hafa kennt okkur, er „að án þjóðarinnar erum við einsk- is megnugir — með þjóðinni get- um við allt.“ „Farmtíðin býður okkar ekki bikar vonleysisins, heldur kaleik tækifæranna. Við skulum því grípa hann, ekki með ótta heldur ánægju, og hálda fram á leið, ákveðnir í trú okk- ar, stöðugir í ásetningi okkar, gætnir á hættustundum — en studdir trausti tiil vilja guðs og fyrirheita mannsins." ★ Það tók Nixon 20 mínútur að flytja ávarp sitt, og þurfti hann stundum að gera hlé á flutn- ingi þess, vegna fagnaðarláta áheyrenda. Sat Johnson fráfar- andi forseti þögull undir ræð- unni ag hlustaði £if ákafa, eins og hann vildi ekkert láta fram hjá sér fara. Eftir ávarpið og hljóðfæraslátt og söng, sneru þau Pat og Richard Nixon baki við mannfjöldanum úti fyrir, og lögðu af stað inn í þinghúsið. Hélt forsetinn utan um konu sína og sneru þau sér við á miðri leið ti'l að veifa til mann- fjöldans. Johnson-hjónin fylgdu for- setahjónunum frá viðhafnarpall inum, og héldu beint til bifreið- ar sinnar framan við þinghúsið. Óku þau til heimilis Clarks Cliff ord. fráfarandi varnarmála- herra, en þar ætluðu þau að bíða brottfararinnar frá Washing ton. Nýju forsetahjónin héldu hinsvegar til hádegisveizlunnar í þinghúsinu, og hófst þá tveggja stunda skrúðganga þar framhjá í tilefni dagsins. Jan Palach. — Tékkóslóvakía Framhald af bls 1 sjónum og sonur yðar af öllum mætti.“ Siðan segir: „Fórn sonar yðar er því átakanlegri, þegar þess er gætt að hið sósialiska ríki okkar þarfnast manna eins og hann var, manna sem hafa til að bera gáfur og manndóm — land okkar þarfnast slikra ær- legra manna. Fréttin um andlát Jans Palachs barst eins og eldur í sinu um Prag í gær, og jafnskjótt fóru borgarar að streyma til Wen- cecls torgs og báru margir log- andi kerti og hrópuðu: „Við styðj um þig, Jan.“ Og sett var upp spjald, þar sem á var letrað: Jan (Jóhann)-Jan 1415-1969 og vildu menn með því benda á, að písla- vættisdauði Palachs rnætti líkja við það, er Jóhann Húss var brenndur árið 1415. Víða gerðu borgarar aðsúg að sovézkum hermönnum ó sunnu- dag og sögðu þeim að hypja sig heim til sín. Tékfcneska innanrík- isráðuneyti'ð binti síðax orðsend- ingu, þar sem menn eru varaðir við að ráðast að sovézkum her- mönnum, og segir, að það muni aðeins skaða málstað þjóðarinn- ar. Um helgina fluttu margir máls metandi menn í Tékkóslóvakíu ávörp í útvarp og sjónvarp og hvöttu menn til a?ð gæta still- ingar og grípa ekki til óyndis- úrræða. Meðal þeirra var dr. Cestmir Cisar, forseti þjóðarráðs- ins, sem jafnan hefur verið í hópi frjálslyndustu leiðtoga lands ins, og sagði hann að stjómleyisi og ringulreið boðuðu endalok lýð ræðisins í landinu, og skákmeist- arinn Ludek Pachman, sem hefur sætt gagnrýni af hálfu sovézkra fyrir skoðanir sínar. Um svipað leyti og Jan Palach gaf upp öndina voru stúdenta- leiðtogar á fundi me'ð fulltrúum stjórnarinnar til að ræða um hugisanlegar leiðir til að forðast frekari vandræði. I gærkvöldi var og haldinn fjölmennur fund- ur í háskólanum í Prag, þar sem ræðumenn báru fram þær kröfur, að forystumenn þjóðarinnax tækju tafarlaust upp viðræður við Sovétríkin um brottflutning sovézka hernámsliðsins. Ræðu- menn vöruðu við fleiri sjálfs- morðum og einn sagði: „Þetta eru félagar okkar og við erum skelfingu lostnir.“ Fjölda mörg blöð í Tékkó- slóvakíu birtu ályktanir og sam- þykktir vegna láts Palachs og m.a. segir í orðsendingu startfs- mannafélags eins: „Við beygjum höfuð okkar í virðingu vegna fórnar Jans Palachs. Fylkjum liði og stöndum öll einhuga um baráttumál hans.“ Útvarpið í Prag skýrði frá því í-gær, að Palach hefði haft með- vitund öðru hverju á laugardag og þá fengið að hlýða á útvarps- fréttir, þar sem greint var frá þeirri ólgu sem greip um sig vegna sjálfsmorðstilraunar hans. Útvarpið sagði líka að síðustu orð Palachs hefðu verið þau að hann varaði aðra við að fara að dæmi sínu. í kveðjubréfi hans, sem var birt á föstudag og síðan dreift á Wenceslas torgi á sunnu- dag, er fréttist um andlát hans, að næsti sjálfboðaliði mjmdi fremja sjálfsmorð á morgun, þriðjudag. Norðurlöndin viljn stuðln nð friði í Nígeríu Stokkhólmi, Osló 20. jan. AP-NTB. STJÓRNIR Norðurlandanna, Dan merkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar eru fúsar til að beita sér fyrir því að koma á friði í Nígeríu og hafa forgöngu um að meira magn matvæla verði sent sveltandi fólki í Biafra. Þetta svar hafa stjórnir viðkomandi landa senit Ojukwu, foringja og Binfrn Biaframanna, en hann hafði í skeyti beðið Norðurlöndin að hlutast til um að vopnasölu til Nígeríustjórnar yrði hætt og reynt yrði að koma á vopnahléi í landinu. Forsætisráðherrar landaima hafa setið á fundi í Stokkhólmi, og lauk honum um helgina, ís- land sendi ekki fulltrúa til fund- arins. Annað flugslysið við Los Angeles Farþegaþota frá United Air- steyptist í sjóinn skömmu eftir flugtak frá alþjóðafiugvellinum í Los Angeles á laugardags- kvöld. Með þotunni voru 30 far þegar og sex manna áhöfn og fórust allir. Þotan, sem var að gerðinni Bo eing-727, var á leið frá Los Angeles til Denver og Mil- waukee. Rigning var á flugvell- inum þegar þotan hóf ferðina, skyggni um 7 kflómetrar og skýjahæð 300 metrar. Fylgdust starfsmenn flugval'larins með þotunni í ratsjám, en misstu sjón ar af henni skömmu eftir flug- takið, og var þotan þá komin um 13 kílómétna frá ströndinni. Hafin var leit að þotunni, og nærri þremur klukkustundum efit Heitur og kaldur SMURTBRAUÐ 0GSNIHUR Sent hvert sem óskað er, simi 24447 ir að hún hvarf hafði brak og þrjú lík fundizt á sjónum um 15 km. frá ströndinni. Erfitt var að leita á sjónum, því vindhraði var um 50 kílómetrar og sjór úf- inn. Skýrðu flugvallarstarfsmenn menn frá því síðar, að skömmu áður en filugvélin fórst hafi filug stjórinn óskað eftir og fengið leyfi til að snúa við og koma inn til lendinigar því mælitæki í stjórnklefa bentu til þess að eld ur hefði kviknað í þotunni. Bandaríska þotan fórst á svip uðum slóðum og SAS-þotan, sem fórst í lendingunni á mánudag í fyrri viku, en með SAS-þotunni fórust 15 manns. Var það fyrsta dauðaslys í sögu alþjóðaflugvall arins við Los Angeles. Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita leiðnistaðal 0,028 til 0,030 K.cal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni háfa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn i sig. —- Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vé. hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Armúla 26 - Sími 30978 Uppboð Ósfcilaihestur í vöralum lögragluininar, grár að lit, mark óljóst, verður seldur á opinberu uppboði, siem báð verður að Lækjarbug, Blesugróf, föstudag 23. ja.niúar 1969, fcL. 10.30. Greiðsla við hamarslhögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.