Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969. LEIKUR fSLAND HOLLAND ------------------------------------- -------------- *~M., í undankeppni HM? DANSKA blaðið Politiken skýrir nýlega frá þvi, að mögu leikar séu fyrir heindi að ís- lendingar mæti aðeins einni þjóð, og þá Hollendingum, í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, og að Danir komist beiont í aðalkeppnina, á þeim forsend- um að þeir unnu silfur í síð- ustu heimsmeistarakeppni. Ákvörðun um riðlaskipt- ingu verður tekin á fundi í Sviss 15. og 16. marz, en 16 þjóðir eiga að taka þátt í loka keppninni í Frakklandi. Blaðið segir að uppruna- leg riðlaskipting (Svíþjóð — Finnland, Danmörk — Hol- land og Noregur — fsland og Sviss) muni engan veginn standast, og sennilega muni Danir komast beint í aðal- keppnina og fsland muni þá leika við Holland og Noregur við Sviss. Landsliðsþjálfarinn „skaut ÍR í kaf“ — Hilmar skoraði 15 mörk í leik KR og ÍR — er lauk með sigri KR 28:22 HII,MAR Björnsson landsliðs- þjálfari lék stærsta hlutverkið í leik KR og ÍR í handknattleik á sunnudaginn. Auk þess sem hann stjórnaði spili KR-liðsins, átti hann 18 skot að marki ÍR og höfnuðu 15 þeirra í netinu. Er ekki ósennilegt að með því hafi hann sett met í markskorun í 1. deildar leik í íslandsmóti. Flestum á óvænt sigruðu KR- ingar örugglega í leiknum með 28:22, en staðan i hálfleik var 13:11 fyrir KR. Með þessum sigri sínum eygja KR-ingar möguleika á að halda sæti sinu í deildinni, en flestir munu hafa verið bón- ir að bóka þá sem „fallkandi- data.“ ÍR-ing'ar semí vetur hafa oft sýnt afbragðsgóðan leik, voru sannarlega miður sín að þessu sinni. Þeir hafa hingað til oft ákveðið og verið baráttuglaðir, en því var vissulega ekki fyrir að fara í leiknum á sunnudag- inn. Margar kunna að vera ástæð urnar, en ekki ósennilegt að in- flúensan sem hefur herjað á leik mennina hafi haft þar nokkuð að segja. KR-ingar höfðu yfirhöndina allan leikinn á sunnudaginn, en í fyrri hálfleik var leikurinn samt fremur jafn, og í byrjun siðari hálfleiks tókst ÍR-ingum að minnka muninn niður í 1 mark Framhald á bls. 27 Spænska landsliðið er hingað kemur og leikur tvo leiki um helgina. Fyrirliði liðsins, Jesús Al- calde García og þess leikreyndasti og bezti maður er annar frá vinstri í aftari röð. Tveir landsleikir um helgina: íslenzka landsliðið nær óbreytt gegn SPÁNI óvíst þó að Ingólfur leiki með Jón Karlsson í stað Jóns Hjaltalíns ÍSLENZKA landsliðið í hand- knattleik fær nóg verkefni þessa dagana. Svo sem flestum mun í fersku minni lék það tvo leiki. Hefur samstarf við Spánverja í handknattleik verið ánægjulegt og þjóðirnar hafa hingað til leik ið 5 landsleiki. Hafa íslending- ar þrívegis sigrað, en Spánn tví- vegis. SVARTUR DAGUR HIA ÍSLANDSMEISTURUNUM — Fram réði ekki við baráttuglatt lið Vals er sigraði 19:13 ALLAR LÍKUR eru á Hafnar- fjarðarári í ár í handknattleikn- um. Eftir mikinn ósigur Fram í leik þeirra við Val á sunnu- daginn, eiga þeir sáralitla mögu leika að halda titli sínum. Hafa þeir nú tapað 5 stigum, en FH engu og Haukar 1 stigi. Og ef dæma ætti Fram eftir leik þeirra á sunnudaginn, gæti maður ætl- að að botnsætið í deildinni væri þeim mun nær en íslandsmeist- aratitillinn. Að visu vantaði nokkra af eldri leikmönnum Fram í liðið á sunnudaginn, en félagið hefur á undanfömum ár um átt mjög góða yngri flokka, og ætti því að hafa yfir nógu mannvali að ráða. Að undanskildum fyrstu 10 mín útum leiksins á sunnudaginn, var Valsliðið áberandi betra og verð skuldaði fyllilega að vinna svo stóran sigur. í hálfleik var stað- an 9:6 fyrir Val, en að leikslok- um 19:13. Sem fyrr segir voru fyrstu 10-15 mínúturnar bezti leikkctfl- inn hjá Fram. Valur skoraði fyrsta markið, en Fram svaraði fyrir sig með fjórum mörkum í röð er þeir Axel, Björgvin og Arnar skoruðu. Á þessum tíma virtust ungu mennirnir í Fram ákveðnir og léku oft ágætlega. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Það dofnaði yfir leik liðsins og Valsmenn með landsliðsmenn ina þrjá, Ólaf, Jón og Bjarna í fararbroddi fór að síga á. Gekk Framvörninni afleitlega að ráða við Jón sem skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði stöðuna. Bergur Guðnason skoraði síð- an tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik með góðum skotum og Ólafur bætti þriðja markinu við. Var þá staðan orðin vonlaus fyr- ir Fram 12:6, enda virtist mikil uppgjöf og áhugaleysi ríkja í lið inu. Tókst þeim þó að halda jöfnu það sem eftir var leiksins, enda lögðu Valsmenn ekki eins hart að sér, eftir að öruggur sig- ur var tryggður. Það hefur efalaust haft sín áhrif hjá Fram, að Gunnlaugur lék ekki með í þessum leik, en hann getur oft „trekkt upp“ þeg- ar illa gengur. Guðjón og þó sérstaklega Ingólfur voru í dauf- ara lagi í leiknum, og þegar svo við bættist að Þorsteinn átti held ur slakan dag í markimu var varla von á góðu. Beztan leik Frammara áttu þeir Björgvin Björgvinsson og efnilegur nýliði, Ingvar Bjarnason. Aðalgallinn hjá Fram í þessum leik, var hvernig varnarleikurinn var skipulagður. Liðið lék allan tím ann flata vörn, sem Valsmenn áttu auðvelt með að skjóta í gegnum. Jón Karlsson átti nú einn sinn allra bezta leik. Hann ógnaði stöðugt og skot hans mörg voru mjög góð. Jón átti 11 skot á mark ið og skoraði 9 mörk. Þá átti Bjarni Jónsson einnig góðan leik og Ólafur Jónsson, að ógleymd- um Finnboga markverði er oft varði með ágætum. Reykjavík- urmeistarar Vals virðast nú vera að finna sig aftur, eftir heldur slappt tímabil, og verða án efa erfiðirkeppinautar toppliðanna. Björn Kristjánsson og Gestur Sigurgeirsson dæmdu leikimn mjög vel, og er Bjöm nú orðinn einn af beztu dómurum okkar. íslenzka landsliðið hefur nú verið valið og verður það skip- að eftirtöldum leikmönnum: Hjalti Einarsson, FH Emil Karlsson, KR Sigurður Einarsson, Fram Örn Hallsteinsson FH Bj arni Jónsson, Val Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Auðunn Oskarsson, FH Jón H. Karlsson, Val Ingólfur Óskarsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Ólafur H. Jónsson, Val Stefán. Jónsson, Haukum Öm fær gullúrið. Að þessu sinni verður enginn nýliði í íslenzka landsliðinu, en flestir leikmanna eru samt ung- ir að árum og koma til með að mynda kjarna þess liðs er kepp- ir í næstu heimsmeistarakeppni. Einn leikmanna, Örn Hallsteins- son, FH, leikur nú sinn 25. lands leik og mun hljóta sem viður- kenningu gullúr H.S.Í. Liðið er nær óbreytt fpá liðinu er lék seinni leikinn við Tékka. Emil Karlsson kemur í stað Þorsteins Björnssonar og Jón H. Karlsson í stað Jóns Hj-altalíns, sem far- inn er til náms í Svíþjóð. Ingólfur ekki með? Að sögn formanns landsliðs- nefnidar, Hannesar Sigurðssonar, er með öllu óvíst að Ingólfur leiki með liðinu. Ingólfur hefur átt heldur slaka leiki að undan- förnu, en Hannes sagði það skoð un landsliðsnefndar, að Ingólf- ur gæti verið mjög þýðingar- mikill fyrir liðið, sökum reynslu sinnar og þekkingar á handknatt leik.Hannes sagði, að eftir að bú ið var að velja liðið, hefði Ing- ólfur haft samband við sig og talið óvíst að hann teldi sig geta leikið landsleikina, en ekki vildi Hannes gefa upp ástæðuna. Spánverjum hefur farið fram. Handknattleikur á vaxandi vin sældum að fagna á Spáni og hef- ur Spánverjum farið mjög fram í íþróttinni að undanfömu. — Gætið þið ykkar á Spánverjun- um, sögðu Tékknesku heimsmeist ararnir sem voru hér á dögun- um. Leikmenn liðsins eru allir mjög fljótir og snöggir og byggja A. landsl. 27 2í 28 24 2 7 11 2 30 19 4 7 U.-landsl. 0 8 4 0 5 7 4 8 0 4 3 0 töluvert upp á skyndihlaupum og línuspili, en hafa hins vegar, að sögn, ekki yfir miklum stór- skyttum að ráða. f fyrravor léku fslendingar tvo leiki við þá, töp- uðu fyrri leiknum með miklum mun, en unnu síðari leikinn með einu marki. Að sögn þeirra er sáu þá leilki, virðist mikið atriði fyrir Spánverjanna að ganga vel í byrjun. Þeir eru „stuðmenn" eins og það er kallað. Lið Spánverjanna sem leikur við íslendinga verður þannig skip að. Tala leikinna landsleikja í sviga. Jesús Alcalde García (40) José Perramón Acosta (4) Jesús Guerrero Beiztequi (1) Juan Morera Altisén (24) Roland Amé Jervrud (7) José Llerena Para (0) José Villamarín Menéndez (0) Femando Fernández de Miquel (18) Juan-Ante Medina Balenciaga (7) Francisco López Balcalls (13) José Rochel Morales (13) Alfredo Alonso Valenciano (2) Feraando de Andrés Asin (1) Eleuterio Mirete Cortés (7) Fyrirliðar-, fararstjórar — dóm- arar. Fyrirliði fslands verður Ingólf- ur Óskarseon, en leiki hann ekki með, er enn ekki ákveðið hver 'tekur við fyrirliðastöðunni. Fyr- Framtaald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.