Alþýðublaðið - 25.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Timakaup verkakvenna er ákveðið 97 aurar á kl.st. frá kl. 6—6 og akkorðsv. kr. 2,50 fyrir þvott á 100 af saltþorski (málfiski) önnur akkorðsv. hækkar hlutfallsiega. Kaupgjaid þetta reiknast frá 18. júlí eða síðustu útborgun í fyrri viku. Reykjavík 25. júlí 1920. Kjartan Thors, Pórður Bjarnason. Jónfna Jónatansd., Karolína Siemsen. s. Skjöidur fer til Borgarness fimtudaginn 29. þ. m. kl. 10 árd. H.f. Bg'g’ert Ólafsson. 2 Kaupakonur og Kaupamaður óskast upp í Borgarfjörð nú þegar. — Upplýsingar hjá iPorlbeirg’í :: Olafssyni á Rakarastofunni í Hafnarstræti 16, sími 625. :: Duglegur verkamaður óskasfe nú þegar að Ælaíossi. Ágætt kanp í boði. — Upplýsingar hjá Sigurjóni Péturssyni. Koli koBBngnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Hallur hitti Jack David og tók að ráðgast um við hann. Rétt á eftir náðu þeir í Jerry Minetti og tóku hann með sér. Jerry var hinn ákafasti. Nú var komið að því, sem þeir f marga mánuði höfðu barist fyrirl Uppþot, loks- insl Því töluðu þeir ekki til íólks- ins, svo þeir gætu ieitt það og komið skipulagi á það? Jack David var á báðum áttum. Þeir máttu ekki láta augnabliks- æsingu fara með sig f gönur. Fyrst urðu þeir að fullvissa sig um, að uppþotið yrði að einhveiju sem þýðingu hefði. Jerry svaraði, að það mundi fá þá þýðingu, sem þeir vildu. Ef þeir tækju stjórnina í sínar hend- ur gætu þeir stofnað öflugt félag og haldið hópinn. En ef þeir létu hana eftir mönnum, sem enga þekkingu höfðu á slíkum málum, mundi ait fara í hundana, og verkstjórarnir láta alt bitna á verkalýðnum. David áleit, að þeir hefðu að eins reynt að koma skipuiagi á verkalýðinn með mestu leynd, til þess að koma á allsherjar bylt- ingu í öllum kolahéruðum. Það var alt annað, en opinskátt upp- hlaup, bundið við eitt einasta hérað. Var hægt að vinna nokkuð við það? Ef svo væri ekki, væri það hin mesta heimska að koma því af stað. Þeir mundu að eins vinna það, að verða kastað á dyr. Jerry snéri sér að Hallí. Hvað áleit hann? Hann átti bágt með að dæma um það. Hann þekti verkamannamálin svo lítið Verst var að Tom Olson var ekki við- staddur. Það var hart að göngu að telja menn á að sætta sig við þá meðferð, sem þeir fengu hér, tn á hinn bóginn mundi mis- hepnað uppþot hafa það eitt f för með sér, að þeir mistu móðinn, svo það yrði því erfiðara að koma skipulagi á þá á eftir. Hallur var feginn, að þurfa ekki að segja neitt ákveðið. Hon- um faast hann ekki hafa fullkom- iega hreint fyrir sínum dyrum gagnvart verkamönnunum, vinum sínum, þegar hann var ekki alveg hreinskilinn við þá og sagði þeim, að hann væri með annan fótinn í hinutn herbúðunum. Jack David sagði úrslitaorðin: Þeir urðu að fá ráð að. Þeir gátu ekki símað frá Norð- urdalnum, nema hlustað væri á alt sem þeir sögðu, af njósnurum félagsins. En eftir tvær stundir fór kvöldlestin frá Pedro, og Hallur, sem hélt altaf, að hann nú mætti draga sig í hlé, fekk David til að fara á henni. I Sheridan Hafði verkamannasambandið útibú, þar hlutu þeir að geta fengið ráð, eða einhver þaðan gat komið á miðnæturlestinni og verið í Pedro morguninn eftir. Þeir skutu saman því fé er þeir áttu, og David flýtti sér áleiðís til lestarinnar. Á meðan áttu þeir Hallur og Jerry að reyna að ná t hina félaga þeirra og fá þá til þess, að halda sig utan við þetta. kaupendur biaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir ura að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðínu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.