Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. 15 Sexfugur á morgun: Haraldur Bjarnason Á suðurströnd fslands, þar sem brimið svarrar og tröllaukn ar úthafsöldur Atlantshafsins teygja hvítfextan fald sinn á hrollköldum haustdögum, standa sjávarþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri eins og líti'l og hljóð systkin hlið við hlið og voru enda langt fram á síðustu öíd eitt sveitarfélag. Guðni Jónsson prófessor hef- ur skráð sögu byggðanna á ströndinni á skilmerkilegan hátt, svo að í þeim efnum hefur ekki öðrum byggðarlögum í landi voru verið gerð betri skil. Guðni dregur í frásögnum sínum upp skýrar myndir af lífsháttum, dugnaði, þrautseigju og mann- dómi þess fólks, er þarna átti aðsetur um ár og aldir. Oft hefur þar, sem víða ann- arsstaðar í landi voru baráttan fyrir lífinu verið hörð og óvæg- in, erfiðleikarnir margvísleg- ir og káldsöm aðbúðin í litlum og þröngum híbýlum við lífs- kjör fátæktarinnar, sem tækni- vöntun á öllum sviðum skóp fólkinu á þeim tímum, ungum jafnt sem öldnum. Frá hafnilausri strönd þessara þorpa voru allt fram á fyrsta áratug þessarar aldar gerðir út tugir opinna báta, er í gegnum þröng brimasundin sóttu lífs- björg fólksins. Var þar oft teflt á tæpasta vaðið, sótt af harð- fylgi og kappi, því í þá daga gilti í bókstaflegri merkingu orð takið: ,,að duga eða drepast“. Það lætur að líkum að við álíkar aðstæður hlaut að alast upp kjarnmikið fólk, þar hent- aði ekki annað en að sýna karl- mennsku og þor, bjóða erfið- leikunum byrginn, hætta miklu, vinna eða tapa í áhættusöm tafli við mislyndan Æigj. Einn þeirra manna, er þarna á ströndinni við úthafið brima- sama átti sín bernsku og ung- lingsár er Haraldur Bjarnason, byggingarmeistari í Reykjavík, nú til heimilis að Reynimel 28. Hann er fæddur á Stokkseyri, 27. janúar 1909 og fyllir því á morgun sjötta áratug ævi sinnar. Haraldur er sonur hjónanna Bjarna Grímssonar og Jóhönnu Hróbjartsdóttur, er lengi bjuggu á Stokkseyri. Bjarni var um ára- bil formaður opinna báta sam- hliða verzlunarstörfum og gegndi auk þess margháttuðum verkefnum í þágu sveitarfélags- ins. Jóhanna var stofnandi Kvén félags Stokkseyrar árið 1904 og fyrsti gjaldkeri þess og um langt árabil virkur starfskraftur fé- lagsins. Við hlið eiginmanns síns skóp hún eitt af mestu myndar heimilum á Stokkseyri í þá tíð, í senn stjórnsöm og virðu- leg húsmóðir og sterkur félags- legur aflgjafi í málum starfs- systra sinna. Jóhanna er enn á lífi og ber aldurinn vel þrátt fyrir annasaman starfsdag. Á heimili foreldra sinna ólst Haráldur upp, barn byrjunar- skeiðs breytinga og byltinga í þjóðfélagi okkar. Þegar framfar ir og tækni var að hefja inn- reið sína í atvinnulíf þjóðar- innar. Hann kynntist á barns- aldri þeim aldarlífsháttum, sem þjóðin var að kveðja og fékk í veganesti út á lífsbrautina hug- sjónaljóma þann, sem æskuna á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar einkenndi svo mjög. Vor- hug og mannræktarhugsjón ung- mennafélaganna í íþrótta og fé- lagsmálum og í blóðinu kynbor- inn arfur til stórræða og fang- bragða við rismikil verkefni vaknandi voraldar í íslenzku at hafnalífi. Haraldur fluttist með foreldr- um sínum og systkinum til Reykjavíkur árið 1926. Þar var athafnaþrá hans og starfsorku skapað vaxtarrými til vaxandi gengis. Hann nam múraraiðn og var fljótt eftirsóttur vegna dugnaðar og trúmennsku í hverju starfi. Brátt gerðist Haraldur at- hafnamikill byggingameistari á tímum mikilla framfara og vaxt- ar í byggingarmálum lands- manna. Og hefur þar verið aðal- starfssvið hans um áratugi. En þó Haraldur Bjarnason hafi þannig verið traustur at- hafnamaður, umsvifamikill dugn aðarforkur á umbrotasömu bylt ingaskeiði örra þjóðfélagsbreyt- inga, er mest um vert manninn sjálfan, hjartalag hans og dreng skap. Eg tel á engan hinna gömlu góðu Stokkseyringa hallað, sem í burtu hafa farið frá Stokks- eyri á ýmsum tímum og setzt hafa að í ýmsum landshlutum, þó ég fullyrði að Haraldur er í fremstu röð um drengskap og Peningar — víxlar — íbúðarkaup Viljum kaupa talsverða fjárhæð í gúðum vöruvíxlum strax. Einmig aills konar verðtryggða víxila og verðferéf. Einnig alls konar verðtryggða víxla og verðbréf. Höfum einnig kaupanda að 2ja—4ra herbengja íbúð gegn staðgreiðs-lu. Til'boð með ná'kvæmar upplýsingar S'emdáist í póstlhóiltf 293 merkt: „Strax“. FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ • 6 VIKNA NÁMSKEIÐ • SNYRTINÁMSKEID • NÁMSKEIÐ FYRIR SÝNINGARSTÚLKUR OG FYRIRSÆTUR MEGRUN KENNSLA HEFST feb. hollustu í garð sinna æsku- stöðva. Haraldur var í 13 ár formað- ur Stokkseyringafélagsins í Reykjavík og er enn einn af lið tækustu starfskröftum félagsíns. Stokkseyri hefur Haraldur sýnt frábæra ræktarsemi, verið sann kallaður útvörður þorpsins okk- ar, reiðubúinn að leggja fram starfskrafta og stuðning málefn um Stokkseyrar hvenær og hvar, sem á hefur þurft að ha'lda. í formannsstarfi sínu í Stokks eyringafélaginu í Reykjavík setti Haraldur markið hátt fyrir félagsins hönd og kom þar fram sem annarsstaðar stórhugur han3 og dugnaður. Hann beitti sér' fyrir því að hinum mæta Stokkseyringi, Páli ísólfssyni yrði færður að gjöf í tilefni sextíu ára afmælis hans, sumar- bústaður á æskustöðvunum. Mér er og verður, minnisstæð stund, er Haraldur Bjarnason á sólfögrum sumardegi, hinn 20. júní 1954, afhenti þeim Páli og frú Sigrúnu sumarbústaðinn með ræðu af svölum bústaðarins, ræðu, sem túlkaði á látlausan en áhrifaríkan hátt hlýhug og varm ar tilfinningar þeirra, seni æsku- stöðvunum á Stokkseyri unna. Ég veit að Haraldi var eink- ar kært að vinna að þessu verk- efni og geta með því í senn sýnt þessum heiðurshjónum verð uga viðurkenningu al'lra Stokks- eyringa og um leið með stolti og þakklæti í huga til allra þeirra, sem með honum unnu að þessari framkvæmd, fundið sigurlaunin í ánægju og gleðiljóma á and- litum þess fjölda, sem þennan dag kom saman á sannkölluðum hátíðisdegi Stokkseyringa. Þegar á ævina líður og sól tekur að síga að ægi, verma sólskinssíundir liðinna ára í hug skoti minninganna. Haráldur á margra slíkra stunda að minn- ast, en hann hefur einnig kynnzt skuggum erfiðleika og ibiturrar lífsreynslu. Og Haraldur hefur jafnt í blíðu og stríðu verið eig- inleikum karlmennskunnar gædd ur og átt hugprýði og mann- kosti drengskaparmannsins í rík um mæli, sem í hverju tilviki hafa sagt til sín og manninn reynt á stærstu stundum lífs hans. Það er ósk mín til Haraldar á þessum tímamótum ævi hans, að árin sem framundan eru megi verða honum hamingjurík og færa honum ótaldar gleðistund- ir í önnum starfs og stórbrot- inna viðfangsefna. Enn er hann í óskertu starfs- fjöri og mun ódeigur horfa fram á við að hætti forfeðra sinna, sem á brimsorfinni strönd Stokkseyrar stóðu forðum daga reiðubúnir til atlögu við brim- sundin varasömu. Björgvin Sigurðsson. argus auglýsingastofa Skiðavikan á Isafirði Fjölskyldur - einstaklingar! Notið páskana til að ferðast með G ULLFOSSI á skiðavikuna. Allar nanari upplýsingar veitir: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin. Pósthússtræti 2, sími 21460 og umboðsmenn félagsins. Farið frá Reykjavík 2. apríl, komið til Reykjavíkur 8. aprfl. Búið um borð í skipinu allan tímann. Verð frá kr. 5000.00, fæði og þjónustugjald innifalið. Kvöldvökur, dans og fleira til skemmtunar fyrir farþega um borð í skipinu — sérstakur hátíðarmatur á borðum. Skíðakennari með í ferðinni til leiðbeiningar farþegum. NJÓTIÐ HVÍLDAR, SKEMMTUNAR OG HRESSINGAR Á EIGIN HEIMILI UM PÁSKANA. Dragið ekki að panta farmiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.