Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1969. FERÐIN FRÁ BREKKU ÞETTA er ekki frægíiarsaga geimfara, herkonungs né heims- methafa í snop.pufríðleik. Hér er aðeins uppvaxtarsaga hins unga manns, sem á þá ósk heit- asta, að geta orðið alla vega starfshæf.ur maður, hrekklaus og vammlaus, og svo vel búinn nytsömum fróðleik og raunhæfri mennt, að hann geti rétt öðrum hjálpanhönd, og helzt til leið- sagnar hinni yngstu kynslóð, sem óreynd og fáfróð héfur gðngu sína út í viðsjálverðan heim. Snorri Sigfússon, hinn þjóð- kunni skólamaður, skólastjóri og námsstjóri, sameinar snilldarlega tvo veigamikla eðlisþætti: mikla avöru og spriklandi fjöruga gam ansemi — húmör. Ég hef stund- um látið þau orð falla, að ég myndi treysta mér til að flytja sæmilega góða ræðu, þar sem Snorri væri tilheyrandi, þótt hann væri ekki nema eini góði tillheyrandinn af hundrað. Svo lífgandi er góðhyggja hans, sam úð og opni hugur. Engum getur komið á óvart. sem til þekkir, þótt þessi, allt frá bernskuárum, síglaðværa og sívakandi sál, sem af mikilli ein- lægni, samúð og ljúfmennsku hefur hlýtt á mál manna og þakksamlega tileinkað sér og fært í nyt allan fáanlegan fróð- leik, og svo miðlað öðrum af sama fúsleik hjartans, innilegum góðleik og ljúfmennsku, — átt hið innra ótæmandi uppsprettu hedlræða, hollra fræða og sterkra uppeldisáhrifa, sem vaxið hafa upp af þeim andans- og sálar- gróðri, sem með viturlegum skilningi á mannlífi, bjartsýni, víðsýni og mætti trúarinnar á Guð og allt gott, hefur verið hlúð að sem allra bezt í frjóum hugarheimi. Slíkur námfús nemandi í skóla lífsins, fræðari og kennari af guðs náð, skólastjóri og náms- stjóri um tugi ára hlýtur að búa yfir mikilli lífsreynslu, kunna frá mörgu að segja á þann einfalda og aðgengilega hátt, sem íslenzkri alþýðu fell- ur bezt í geð. Öll er bók þessi um æskuár Snorra þar til hann hefur stigið sitt stóra gæfuspor, eignast sitt eigið heimili og náð hinu þráða marki, að geta gefið sig að mestu leyti að kennslustarfinu. Fyrsti frásagnarþátturinn gerist í hinni ágætu sveit — Svarfaðardaln- um í Eyjafirði. Frásögnin af sveitarlífinu er mjög ítarleg. Þar skiptast á skúrir og skin, erfið- leikar og sigrar, en vel dugði Snorra þessi fyrsti og ósvikni skóli hans á ævibrautinni. Átök in við vinnuna til lands og sjáv- ar, tíðarfar og ýmsa viburði, „meitluðu svip og stseldu kjark.“ Á þessum árum urðu menn oft að takast á við margs konar erfiðleika, ekki aðeins fátækt, myrkur og kulda grimmt tíðar- far og ''harðindi ,heldur líka kynjaöfl, drauga, afturgöngur og forynjur, svo sem Þorgeirs- bola og annað þess konar illþýði. Stundum fannst drengnum þarna í Svarfaðardalnum sem Þorgeirsboli væri á hælurn sér, en hann gat „breytt sér í allra Notið frístundirnar Vélritunar- off hraðritun arskóli Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Enska — einkatímar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. Keflavík — Suðurnes SKYNDISALA — SKYNDISALA Skyndisala hefst mánudaginn 27. janúar. Kvenpeysur nælonundirkjólar bamapeysur nælonskjört blússur brjóstahöld pils mjaðmabelti síðbnxur o. fl. Góðar vörur á mjög hagstæðu verði. Verzlunin Edda, Keflavík. Snorri Sigfússon kvikinda líki og farið hamför- um.“ Var Þorgeirsboli aðeins þjóð- trú og hugarburður? Margt- verður til í huga manna og trú- in er máttug. Ég minnist þess, að móðir mín sagði, að þegar hún hefði verið ung stúlka á Höfðaströnd, hefði hún séð að morgni dags klaufnaförin eftir Þorgeirsbola á nýskúruðu bað- stofugólfinu, og í torfbænum þar sem ég ól fyrstu bernskuár- in, kom manna eitt sinn náföl inn úr bæjargöngunum og sagð- ist hafa tekið niður í hrygginn á Þorgeirsbola í göngunum. — Aldrei varð ég var við hann og trú mín líka veik. Hitt er furðu- legra, þegar barnið segir við móður sína, á leið fram bæjar- göng: „Nei, mamma! Sérðu fal- legu kúna,“ en auðvitað sá kon- an enga kú í göngunum. Þótt Snorri væri eitt sinn næstum dáinn, er hann sem ung- lingur faldi sig í heyinu vegna hræðslu við Þorgeirstoola, þá voru það ekki þessi hvimleiðu öfl. sem ríktu í hugarheimi Snorra. aÞð virðist sem allt önn ur ósýnileg öfl hafi haft hönd í bagga um viðburðarásina, sem gerðu „köllun og útvalningu" hans vissa og fleytti honum að settu marki. Hann vænti jafnan góðs af Guði og mönnum, sá fremur hið góða í fari manna en hitt, talar alls staðar mjög vel í bók sinni um flest fólk. sem hann kynntist og ber því góða söguna. AHt var þetta í samræmi við innsftu eðlisgerð hans. Skemmtilegt þótti mér við lestur bókarinnar, að fylgjast í huganum með Snorra í allri dvöl hans í Noregi, bæði við nám, margvisleg störf og alls konar smá ævintýri. Til lýðháskólans í Voss og á Storð, sótti Snorri þá andlegu næringu, sem sál hans hafði hungrað og þyrst eftir. Þetta varð hans sterki afl- vaki og styrkur, er hann hóf kennslustarf eftir heimkomuna, leitaðist við að koma hér á ung- mennadkóla, tók kappsamlega þátt í stofnun ungmennafélaga og margs konar félagsstörfum og framfaramálum. Eftir að fólk í Noregi komst að því, að Snorri hafði verið í söngfélaginu Heiklu, sem fór góða för til Noregs árið 1905, varð hann að vera alls staðar og við margvísleg tækifæri hinn syngjandi maður, og þetta opn- aði honum ýmsar leiðir. Syngj- andi menn eru sigrandi menn og syngjandi félagssikapur er lifandi og sigrandi félagsskapur. Eigin- lega er það undursamlegt, hversu ávallt greiddist frarn úr öllu fyrir Snorra, því að auð- vitað voru efni lítil og við ýms vandkvæði að fást, en alls staðar kom hann sér vel með ljúf- mennsku sinni og dugnaði, og varð eftirsóttur. Þegar Snorri, eftir tveggja ára dvöl í Noregi, var búinn til heim farar með mjög nauman farar- eyri, kom um borð í Flóru, sem þá var að fara sína fyrstu ferð til íslands, til að borga farmiða sinn, þá var honum fengið bréf frá forstjóra skipafélagsins, er tjáði honum að hann fengi ókeyp is far á Flóru ti'l íslands. Þannig var Snorri búinn að kynna sig í Noregi og í samkvæmum í 'Bergen og blaðasikrifum um sam búð þjóðanna. Þetta kostaði ekki annað en að hann 'kynnti lítils- háttar tilganginn með því að koma á föstum skipaferðum milli landanna. Snorri átti mjög skemmtilega dvöl í Bergen. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí voru þeir sex íslending- arnir í Bergen, en þá var þar mikill gleðskapur á götum úti. íslendingarnir tófcu mikinn þátt í söng fólksins og á einu götu- horni stilltu þeir sér upp, Snorri flutti ræðustúf og svo hrópuðu þeir ferfallt húrra fyrir Noregi, en svo tók ailur mannfjöldinn að syngja ljóð um ísland. Fagnandi hvarf Snorri frá Nor egi og fagnandi kom hann heim. Þegar skipið sigldi á sólfögrum degi inn Eyjafjörð horfði hann til æskustöðvanna og og segir um það: „Varð mér nú litið til Svarfaðardalsins kæra og Ár- skógsstrandarinnar, og upp til Stærra-Árskógs, þar sem „<hjart kærust ástin mín“ bjó, „en nú mundi þar vera komið annað fólk.“ Hér er svo komið að þætti, sem gerði mig gersamlega orð- lausan og undrandi. Það var, hve Snorri vanrækti lengi að ná fundi kærustunnar, Ég er hrædd ■ur um, að ég hefði farið öðru vísi að. En ekkert komst að, janfvel ekki ástamálin, fyrir áhuga Snorra á að ryðja sér 'braut til framtíðar starfe. Það gerði hann líka rælkilega, og á sínum tíma logaði ástin aftur iglatt og allt fór eins og fara átti, annað var óhugsandi um Snorra, en mikið fann ég til með blessaðri kærustunni hans, sem varð að bíða alllengi. Ekki voru aðstæðurnar glæsi- legar fyrstu ár Snorra við kennsl •una eftir að hann kom frá Nor- egi. Hann kenndi á mörgum stöðum, var seinna prófdómari á allstóru svæði. Hann hrósar sam starfsmönnum sínum og börn- unum, segir margt sfcemmtilegt um þetta, m. a. það, að þá hafi 'börnin kunnað meira, og lesið betur, en oft nú, kunnað mikið af ljóðum og sungið af lífi og sál Eina nótt s'egist Snorri hafa vakað að mestu leyti og rætt við kunningja sinn, Báðir voru áhugamienn. Kunninginn vaT snortinn af stefmu Brandesar, en 'Snorri af stefnu lýðháskólanna og Grundtvigs. Snorri segir: Þessi „öfl höfðu háð mikla glímu á 19. öld um andlegar stefnur. Grundtvig hafði boðað þjóðlega og kristilega stefnu og á hennd voru lýðháskólarnir reistir 1 Norðurlöndunum. Þeir fóru eldi •um sálirnar og hafa haft geysi- leg áhrif til menningarauka. 'Hinn mikli andstæðingur þeirra var raunsæismaðurinn og gagn- rýnandinn Georg Brandes glæsi 'lega gáfaður mælskumaður og rithöfundur, en fríhyggjumaður og alþjóðasinni. Hann mótaði mjög skoðanir menntamanna fyr ir og um sl. aldamót, þar á með- 'al mjög marga íslendinga.“ Brandesarsteínan fór um sál- argróður margra manna eins og nepjukalt vorhret um jarðargróð iu, en íslendinga hafa lifað af mörg köld vodhret fyrr og síðar, eins og þetta, þótt skaðlegt væri. Gaman hefði nú verið, að dvelja dálítið rækilega við feril Snorra Sigfússonar, bæði sem skólamanns, síldarmatsmanns, verkstjóra á Hólum í Hjaltadal, og fleira, en ekki má misbjóða gestrisni blaðsins um of. Á Hólum hitti Snorrj á óþurrkasumar. Margt var þar um manninn og mikið var unnið. ■Þrátt fyrir óþurrka var heyfeng ur 3000 hestburðir. Stundum vakti Snorri hálfar og heilar nætur yfir töðuheyinu, hrædd- ■ur um að £ því kynni að hitna um of, lagði á sig mikið erfiði við að afstýra slíku. Aldrei bil- aði samvizkuisemi þessa dreng- skaparmanns. Veturinn eftir Hólaveruna hafði Snorri unglingaskóla á þrem stöðum, Ólafsfirði, Dalvik og Árskógsströnd. Skólahúsinu þar lýsir hann á þessa leið: „Það var gamalt salthús og fiskhús, sem reynt var að gera sem vist- legast. Voru þar stór og lítt heffl uð langborð og að sjálfsögðu baklausir stólar. En kki var feng izt um slíkt. Voru þarna hörku- duglegir nemendur og sumir frá árinu áður, kunnu mikið og lásu 'drukku lýsi og æfðu ýmiss kon- ar aflraunir. Og til voru þeir sem böðuðu sig daglega í sjó og •létu ekki veður aftra sér. Ég efast um að ég hafi nokkurn tíma kennt harðduiglegri hóp, enda komust við yfir ótrúlega mikið námsefni þennan vetur.“ Þannig var þá ^kólaaðbúnaður iinn sums staðar, en þá kunnu imenn að meta ýmislegt, áður en 'upprann tími dálætisins, ungu ■fólki ti'l sálartjóns. Víða í þessari ágætu minninga •bók Snorra Sigfússonar, er talað svo fallega um fólk og ýmsa sérstaka menn, að víst væri f frásögur færandi, en lengra skal þó ekki haldið að þessu sinni, en aðdáunarvert er það, hve ágætlega rættist vel fram úr fcllu á vegferð Snoira fyrr og ■síðar. Bók þessa endar hann þar sem hann er á leið ásamt fjöl- s'kyldu sinni vestur á land til 'þess að taka að sér barnaskóla *á Flateyri við Önundarfjörð. — Hafði fengið til þes beztu með- •mæli. Næst kemur svo sjálfsagt heil bók um Vestfirði, starfið og fóikið þar, og hlakka ég mjög 'til að lesa hana, ef mér endist tí'l þess aldur, og svo mun vera *um fleiri. Pétur Sigurðsson. ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMAT : KJjjTBÚD SUfiUHVEIlS STIMLÍB 45 SlMI 35645 TILKVIIR H Seljum þorramat í kössum á sunnudag (þorradag) fra kl. 9 — 18. Sviðasulta, lundabaggar, hrútspungar, bringukollar, blóðmör og lifrapylsa, hangikjöt salad, hákarl og ^ harðfiskur, flatkökur og smjör, rófustappa. p* Kassinn er áætlaður fyrir 2 manns. Verð pr. kassa kr. 350.— Opið frá kl. 10 — 18. Smurbrauð, kaffisnittur, coktailsnittur, brauðtertur, heitur og kaldur veizlumatur. O ^ Afgreitt alla daga og einnig á sunnudögum. A « P H S « O A ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMATUR ÞORRAMAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.