Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 19
.."■ 1 « i ■ MORGUNBIAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2)6. JANUAR 196». 19 HVAÐA BÆKUR LESA ÞEIR f ÚTLÖNDUM? ? Robert Blake Ég vel bók Hugh Trevor Roper The Philby Affair, sem er skrifuð aí alþekktri skyn- semi og smekfevísi höfundar og byggð á persónulagum kynn- um hans við Philby. Loflsverð- ur er og næmur skilningiur höfundar á aukaatriðum og aðalaitriðum. Bókin tek- ur fram öðrum bókum um þetta efni og við erum Aróðari um margt eftir lestur hennar. Höfundur er ekki haldinn neinum fordómum í garð Philbys en fellur efeki heldur í þá gryfju að hlaða hann of- lofi og gætir hlutleysis í (hvívetna. Alan Brien I erfðaskrá sinni óskaði George Orwell eftir því, að sér yrði hlíflt við því að fram- kvæmdasamir hugsjónamenn tækju sig til og skrifuðu ævi- sögu hans í löngum bunum. Til þessa hefur vilji hans verið virt ur, hvað þetta snertir. Hins veg ar hefur ekkja hans, Sonja, í samvinnu við Ian Angus gefið út The Collected Essays, Journ- alism and Letters of George Orwell og er meiri fengur að þeirri bók en mörgum ævi- sagnabindum. Enginn blaðamað ur getur lesið þetta viðamikla rit án þess að sárskammast sín fyrir eigin afkastaleysi. Og sú mynd, sem við fáum af Orwell við lestur þessarar bókar er á allan hátt hugþekk og lesand- anum finnst hann hafa tengzt George Orwell nánum og órjúf- andi vinarböndum að lestri loknum. Richard Buckle Bók J. R. Ackerleys My Father and Myself þótti mér skemmtilegt og læsilegt rit. Vissulega voru ýmsir brestir í skapgerð höfundarins, eing og í öðrum mifeluim andans mönn- um, en hann má eiga það að hann reyndi aldrei að draga fjöður yfir þá. Greind hans, djúpur skilningur á tilfinning- um meðtoræðranna og snjall stíll gerir bókina eftirtektar- 'verða. Ronald Butt Ég hef jafnan gert mér Hen- rik VIII í hugarlund sem brezka útgáfu af Stalín. Án efa var Henrik VIII eitt af mik ilmennum sögunnar, hann var ljóngáfaður en ofsafenginn í skapi, haldinn stórmennsku- brjálæði, traðkaði miskunnar- laust á tilfinningum og lífi annarra, hann var tortímari I FYRRI bókagreininni völdu þekktir rithöfundar og bókmenntamenn í ýmsum löndum sér bækur ársins 1968. The Sunday Times bað einnig fjölmarga kunna brezka blaðamenn, bókmenntasérfræðinga og rithöfunda að velja sér minnisstæðustu bækur ársins og gera í ör- stuttu máli grein fyrir valinu. Þarna kennir að sjálfsögðu margra og forvitnilegra grasa. Nokkrar bækur eru nefndar oftar en einu sinni. Þar á meðal eru Ritgerða og blaðagreinasafn George Orwell, og ævisögurnar My Father and Myself eftir J. R. Ackerley og A Cab at the Door eftir V. S. Prichett. 2. GREIN fegurðar. Þrátt fyrir það um- bar þjóðin hann og raunar meira en það, dýrkaði hann. I riti J. J. Scarisbrick um Henry VIII segir höf. m.a. að Henrik hafi tekið a’ð erfðum agað og fastmótað ríki, en sóað eignum krúnunnar ag sfeilið við rikið splundrað. I hernaði og sityrjöld um hafi honum orðið á miklar og margvíslegar skyssur. Þessi ævisaga J. J. Scarisbrick er heillandi aflestrar og gefur innsýn í Mf þessa furðulega sarpansetta manns. Þegnar hans hugsuðu um hann sem mifeilmenni, kannski af því að þeir þörfnuðust þess fyrst og fremst sjálfir. Cyril Connolly Ég vel mér hifelaust ævLsögu Michels Holroyds um Lytton Straohey The Years of Achie- vement. Holroyd er ófyrirleit- inn eins og æskumönnum hæf- ir og hann hefur móðgáð ýmsa lesendur sína; honum hefur einnig verið borið á brýn að taka Strachey of alvarlega. Samt stendur bók hans óhagg- anlega sem djarflegt og vel unnið verk ungs höfundar, há- punktur fjögurra ára strits hans við þessa ævisagnagerð. Edmund Crispin Aðrar skáldsögur ársins hafa kannski verið bet.ur sferifaðar, og meiri dýpt í þeirn — kannski l'íka skemmtilegri, en þrátt fyr- ir það vel ég æðrulaus Ender- by Outside eftir Anthony Bur- gess. Orðaforði hans er með ólíkindum, leikur hans að or'ð- um og hrynjandi stórkostlegur — vinnubrögðin eru meist- araleg, stílinn hefur hann ger- samlega á valdi sínu, svo að helzt verður honum lífet við James Joyoe. Harold Evans Þar sem ég er með ófróðari mönnum um vísindi hvers kon- ar, hef ég alltaf verið reiðubú- inn að fenékrjúpa fyrir þeim. En á þessu ári gerðist sá við- burður, að vísindamaður sté niður úr hæ'ðum og gerðist maður á meðal vor, skiljanleg- ur dauðlegum hræðum eina stund og meira að segja frá- bærilega skemmtilegur. Og hér á ég að sjálfsögðu við The Double Helix eftir James Wat- son. í bókinni greinir frá því, hvemig hann og Francis Criok unnu til Nóbelsverðlauna sinna með því að finna byggingu de- oxribonucleid acid. Bókin er svo læsileg og spennandi, að helzt má líkja vinnubrögðum höfund ar við snillinginn Georges Simencxn. Brian Clanville Af mjög fáum bókum ársins varð ég verulega hugfanginn. En ég nefni bók Bohumils Hrabai A Close Watch on the Train. Allir beztu eiginleifear Tékkóslóvaka birtast í bókinni og einmitt á þessu ári er mönn um hollt að kynnast þeim, þar sem Tékkóslóvakar hafa sann- arlega þurft á öllum þessum eðliskostum að halda á ár- inu; kaldhæðni, rósemi, stillingu og raunsæi. Kannsfei mætti segja, að sagan minni dlálítið á söguna um góða dátann Svejk, því að aðalsöguhetjan, ungi maðurinn Milos er hinn mesti sakleysingi, sem sjaldnast veit, hvaðan á sig stendur veðrið. Afstaða hans til styrjaldarinnar sem geisar er þó alger and- stæða viðhorfa Sveife. Raymond Mortimer Eg myndi leyfa mér að velja Le Gourdin d’Elise eftir Marc- el Jouhandeau, hin síðasta af mörgum bráðsmjöllum bókum hans um eigihkonu hans. Eng- inn enskur bókaútgefandi hefur enn sér ástæ'ðu till að gefa þessa bók út. Af þeim bókxun öðrum, J. R. Ackerley sem ég hef lesið og feomu út á Bretlandi tel ég Years of Hope fjórða bindi af sjálfsævisögu Konstantins Paustovskys einna merkasta, í ágætri þýðingu þeirra Manya Hariari og And- rew Thompson. Ég skipa Paust- ovsky tvímælalaust á bekk með Boris Pasternak, bæði sem skáidi og frelsisunnanda Desmond Shave Taylor Kannski veldur því sérvizka ein, en allar þær bækur sem mér hafa fallið hvað bezt á ár- inu eru ævisögur og eftir höf- unda sem ég hef lerngi haft ánægju af að lesa. Ein þeirra er hin grátbroslega lýsing J. R. Ackerleys My Father and My- self og sömuleiðis síðasta bindi af æviminningum Paustovskys. Auk þess vil ég nefna A Cab at he Door eftir V. S. Prichett en þar birtist á samofinn hátt ill- girnislegt næmi og ómengaður húmor í fjölskylduflækjum og erfiðleikum, sem hefðu dugað til að gera flesta aðra að tauga- sjúkum vesalingum. John Russel Ein er sú bók, sem ég er sann fær’ður um, að ég muni taka fram til lesturs margsinnis á hverju ári, það er Dialouges and a Diary eftir Igor Stravinsky og Rabert Craft. I fyrsta lagi vegna einstakrar frásagnargáfu Stravinskys, óbrigðulu minni og víðtækri þekkingu og valdi á enskri tungu. Lýsingar Strav- insky á vinum, kunningjum og óvinum eru ógleymanlegar. Stravinsky er sannarlega ein- stakur í sinni röð sem listamað ur. John Raymond í formála fyrir riti sínu um ævi John Keats segir höfund- urinn Robert Gittings, að ritið sé viðleitni til að finna raun- sannan grundvöll fyrir nær hverju atriði og atviki í lífi skáldsins. Það er sérstök ástæða til að kanna þetta, þeg- ar Kea.ts á í hlut. Þó að hann hafi komizt svo að orði £ einu bréfa sinna að „ef skáldskap- urinn kemur ekfei eins eðlilega og laufin á trjánum er bezt að láta hann alveg sigla sinn sjó“, þá er skáldskapariðja hans iðu- George Orwell lega í hróplegri mótsögn við þessi orð. Bók Gittings um Keats er merkilegt og skorinort framlag og hann lýsir lafi og list Keats af samúð og skiln- ingi. Jacquette Hawkes Mér virðist í fljótu bragði upp skera sfðasta árs hvað verulega góðar bækur snertir hafa verið harla rýr, þó að allmargar ágætar bækur hafi að sjálf- sögðu verið gefnar út. Ég er ekki í minnsta vafa um val mitt: Ancient Men of the Arctic eftir Louis Gidding. Samruni fortfðar og framtíðar hefur jafnan heillað mig og ein- mitt þessu eru gerð góð skil í bókinni. Höfundurinn bjó sjálfur með Eskimóum í Alaska og hann rekur menningar og þjóðlífssögu þeirra allt til upp- hafs. Gidding var ævintýra- lega hugprúður, geðslega athug ull og skrif hans eru karlmann- leg og laus við tilgerð, væmni og orðskrúð. Isaiah Berlin Af þeim fáu bókum, sem ég gaf mér tóm til að lesa á árinu þótti mér sérstafelega áhuga- verð tvö bindi af sjáilfsævisögu Bertrand Russel og er þó fyrra bindið sýnu betra. Hreinskiini Russel um einkalíf sitt og innstu hugsanir er óvenjuleg, og furðuleg andstæða við stfl hans, sem verður að teljast í hæsta máta ópersónulegur. Hann lýsir bernsku sinni geðs- hræringalaust, einmanaleikan- um og angistinni sem sótti á huga hans, öll uppvaxtarárin. Bertrand Russei er ekki aðeins heimspekingur, hann er einnig í hópi snjöllustu rithöfunda okkar. Mig langar og að minnast á The Social and Political Thoughts of Karl Marx eftir Shlomo Avoneiri. Þessi ná- kvæma og vi'ðfelldna könnun á Marx og boðskap hans er svo Ijóslega fram sett og fagmann- lega, að lesandinn er að lokum margs fróðari og skilningi rík- ari. A. J. Ayer Tvímælalaust tel ég The Collected Essays, Journalism and Letters of .George Orwell mesta bókafeng ársins. Orwell var þefektur sem ágætur rit- gerðahöfundur og fyrirlesari, fyrir utan blaðamannafrægð hans. Bókin heldur athýglinni vakandi frá upphafi til enda og er svo skemmtilega skrifuð að leitun er á slíku. Ég leyfi mér í leiðinni að nefna A Cab af the Door eftir V. S. Prichett og The Autobio- graphy of Bertrand Russel —og My Father and' Myself eftir Ackerley. Bertrand Russel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.