Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. 23 í fyrradag skilaði fram- kvæmdanefnd H-umferðar skýrslu til dómsmálaráðherra Jóhanns Hafsteins og hefur þar með lokið störfum við að koma í framkvæmd hægri um ferð á íslandi. Þakkaði dóms- málaráðherra nefndinni störf hennar, sem hann kvaðst telja mjög vel af hendi leyst. Það kom fram, að ráðstafað hefur verið til þessarar breyt ingar 68,7 millj. króna. Sama dag gaf dámsmálaráð- herra út regluigerð, þar sem gert er ráð fyrir skipan umferðamála ráðs. Er það gert til að koma í veg fyrir að niður falli sú um- ferðarfræðsla, sem þegar er tek- in upp og samhaefa kraftana til að halda þeim málum áfram. Sagði i áðlherra í viðtali við frétta menn, að ætlunin væri að fikra sig áfram og fá nok'kra reynslu af slíku umferðarráði. Á fundi með blaðamönnum Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, ásamt framkvæmdanefnd hægri umferðar og framkvæmda- stjóra. Frá vinstri: Benedikt Gunnarsson, tæknifræðingur, framkvæmdastjóri, Einar B. Pálsson, verkfræðingur, Kjartan J. Jóhannsson, læknir, Valgarð Briem, formaður nefndarinnar, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra og Ólafur W. Stefánsson, fulltrúi, sem hafði umsjón með H-nefnd- arstörfum fyrir ráðuneytið. Umferðamálaráð stofnað er H- nefnd hættir störfum Breytingin yfir í hœgri umferð kostaði 68,7 milljón krónur rakti Jóhann Hafstein fyrst sögu- lagt tilefni og aðdraganda þess að skipt var yfir í hægri um- ferð. Þá gerði Valgarð Briem, formaður framkvæmdanefndar grein fyrir skýrslu nefndarinn- ar, sem er löng og ýtarleg. Og að lokum skýrði dómsmálaráð- herra frá hinni nýju reglugerð fyrir umferðamálaráð. Umferðafræðsla, slysakönnun og samstarf Um hið nýja umferðamálaráð sagði ráðherra: „Eitt af þeim verkefnum, sem framkvæmdanefnd hægri umferð ar hafði með höndum í sambandi við umfer’ðarbreytinguna 26. maí sl., var að annast víðtæka fræðslu- og upplýsingastarfsemi, bæði um umferðarmál aimennt og vegna umferðarbreytingarinn ar sérstaklega Starfsemi þessi fór ýmist fram á vegum nefndarinn ar sjálfrar eða þannig að nefnd- in samræmdi og studdi starfsemi þeirra aðila annarra, sem að um- ferðarmálum höfðu starfað. Til að vinna að þessum málum kom framkvæmdanefndin, í samvinnu við Slysavarnafélag íslands, á fót nær eitt hundrað umferðar- öryggisnefndum utan höfuðlborg arsvæðisins. Á því svæði annað- ist hins vegar sérstök skrifstofa á vegum umferðamefndar Reykjavíkur umferðafræðsluna í samvinnu við samstarfsnefnd um umferðarfræðslu, sem skipuð var fulltrúum sveitarfélaganna á höf uðborgarsvæðinu. Sérsitök sam- starfsnefnd, skipuð fulltrúum fræ’ðsluyfirval d a og lögregluyfir valda, sá um umferðarfræðslu í skólum landsins. Fram til þess tíma að undir- búningur hægri umferðar hófst hafði lítið verið um samræmda umferðarfræðslu, þótt fjölmarg- ir aðilar hafi lagt þar nokfcuð af mörkum. 1 Reykjavík hafði um- ferðarnefnd og lögreglan með höndum mikinn hluta almennr- ar umferðarfræðslu, m.a í út- varpi, en þar hefur verfð unnið markvisst að uppbyggingu um- ferðarfræðslukerfis. Utan Reykja víkur var ekki um jafn skipu- lagða og samræmda umferðar- fræðslu að ræða, en að henni átti ýmis félög aðild, svo sem Slysavarnafélag íslands, Félag íslenzkra bifreiðaeigenda, Bind- indisfélag ökumanna, vátrygg- ingafélögin og samtökin Varúð á vegum. Fræðsluyfirvöldin önnuð ust umferðarfræðslu í samræmi vfð ákvæði reglugerðar um um- ferðarfræðslu í skólum. Eigi fer á milli mála, að sú víðtæka og samræmda umferðar fræðsla, sem fram fór í sambandi við umferðarbreytinguna á síð- asta vori, átti mjög ríkan þátt í þvi, hversu vel hún tókst. Til þess að viðhalda og styrkja þau áhrif, sem fræðslustarfsemin hafði, er nauðsynlegt að áfram- hald verði á skipulagðri umfer'ð- arfræðslu. Af hálfu dómsmálaráðuneytis- ins hefur því þótt nauðsynlegt að undirbúa skipan mála, er nú taki við að loknum störfum fram kvæmdanefndar hægri umferðar. Að þessu hefur verið unnið í ráðuneytinu, en dómsmálaráð- herra fól þeim Ólafi W. Stefáns- syni, deildarstjóra, og Sigurjóni Sigurðssyni, lögreglustjóra í Reykjavík, að gera frumdrög a’ð nýrri skipan mála. Hafa þeir leyst sitt starf vel af höndum, en ráðherra hefur síðan haft sam ráð við ýmsa fleiri aðila. í dag hefur verið gefin út reglugerð fyrir umferðarmálaráð, en í þessari reglugerð er mótuð hin nýja skipan þessara mála. Það hefur þótt henta að stofna um- ferðarmálaráð me'ð slíkri reglu- gerð, en þá er haft í huga að vel geti þótt ástæða til siíðar að setja löggjöf um umferðarmálaráð á grundvelli þeirrar reynslu, sem fæst í mótun mála við fram- kvæmd þeirra. Hlutverk umferðarmálaráðs er fyrst og fremst á sviði umferðar fræðslu, en beinist einnig að því a'ð vinna að almennum umibótum í umferðarmálum. Við skipulagn ingu umferðarfræðslu er nauðsyn legt að hafa glöggar upplýsingar um umferðina, og í hverju henni er áfátt. Er því gert ráð fyrir, að umferðarmálaráði sé einnig ætlað það hlutverk að sjá um, að á hverjum tíma sé til vitneskja um fjölda, tegund og orsakir umferðarslysa í landinu. Að þessu hefur eigi verið unnið skipulega til þessa, þótt fram- kvæmdanefnd hægri umferðar og rannsóknarnefnd umferða- slysa hafi safnað nokkrum upp- lýsingum um umferðarslys, og er gert ráð fyrir því, að umferðar- málaráð fái í hendur gögn þeirra um það efni. Rannsóknarnefnd umferðarslysa mundi þá skila lokaáliti, en hún lét ráðuneytinu í té bráðabirgðaálit haustið 1965. Að því búnu væri verkefni þeirr ar nefndar lokið. Framhald á bls. 24 Ný sending ENSKIR KVENSKÓR seldir fyrir krónur 798,oo parið Skóval Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. m %■ somvyl ■DÚKUR Hentugasta veggklæðningin á markaðnum, hvorlt siam er á böð eða forstofuir. Þýkiktin er 2.5 mm. og hyluir því vel sprungna og hrjúfa veggi. Hljóð- og hitaeimangirarar. Mikið litaival. J. Þorláksson & Norðmann hf. ÚTSALA á kuldaskóm fyrir kvenfólk Seljum nokkwrt magn fyrir 498.— kr. parið. Skóval Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. ÁRSHÁTÍÐ Félogs matreiðslumonno verður haldin að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 4. febrúar. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins 28., 29. og 30. janúar frá kl. 3—5. Samkvæmisklæðnaður. SKEMMTINEFNDIN. Breyttur ufgreiðslutími síðdegis Frá og með 1. febrúar 7969 verður afgreiðsla bankans opin tyrir innlánsviðskipti klukkan 17,30 — 18,30 (í staS (8,00 - 19,00) Annar afgreiðslutími óbreyttur þ.e. kl. 9,30 — 12,30, 13,30 — 16,00 ■■ Laugardaga 9,30 — 12,30 0 SAMVINNUBANKINN Bankastrœti 7 Reykjavík — Sími 20700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.