Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1969. SUNNLENDINCAR Annast bókhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga, ennfremur skattaframtal. Bókhaldsskrifstofa Suðurlands Hveragerði — Sími 4290. RANCO — Umferðarmdlaráð Framhald af bls. 23 Loks mætti telja þrfðja þátt verkefnisins umferðarmálaráðs þaxm að samræma og samstilla atorku og viðleitni sérhverra aðila, sem hafa áhuga fyrir og vinna að bættri umferðarmenn- ingu. Ljóst er, að fjárreiður um- ferðarmálaráðs. þurfa að vera við unandi, ef starfsemi þess á að bera tilætlaðan árangur. Það mál þarfnast nánari athugunar. Þáð sem nú hefur verið sagt um verkefni og tilgang umferðar málaráðs, skýrist í einstökum at- riðum af reglugerð þeirri um um ferðarmálaráð, sem í dag hefur verið gefin út og áður var að vikið.“ Ólaunað ráð með framkvæmda- nefnd I reglugerðinni eru m.a. taldir upp þeir aðilar, sem skulu eiga rétt til að tilnefna einn fulltrúa hver og annan til vara í rá'ðið, en það eru: Dómsmálaráðuneyti, Fræðslumálastjórn, Ríkislög- SJÁLFSTÝRBIB OFNKRANAH ★ Stjóma herbegis- hitanum sjálfvirkt í hverju herbergi. ★ Kranamir em mjög nákvæmir en þó einfaldir í stillingu. ★ Áferðarfallegir og sterkir. Verð á %” krönum kr. 750.00. Verð á W’ krönum kr. 780.00 TIL LEIGU 3 herbergi (um 120 ferm.) á 1. hæð í húsi neðarlega við Túngötu. Þeir sem áhuga hefðu á þessu húsnæði leggi nöfn sín inn á afgr. MbL, merkt: „Túngata — 6318“. Seltjarnarnes - jiorrablót Þorrablót Sjá’fstæðisfélags Seltirninga verður haldið að Garðaholti á Álftanesi n.k. laugardagskvöld þann 1. febrúar og hefst kl. 19.30. Allar upplýsingar hjá: O4. 'JóActjmsson & SmxíA Seltirningar fjölmennið og tilkynnið þátttöku fyrir n.k. þriðjudagskvöld til Snæbjamar Ásgeirssonar í síma 12296 eða Magnúsar Erlendssonar í síma 21807. Sími 24244 (3 Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga. Stórmarkaður á vaðstígvélum Fyrir böm og unglinga hefst í fyrramálið. Seljum fjöhnargar tegundir á mjög hagstæðu verði. KR. 92,- 105,- 120,- 135.- 141,- 160,- 170,- OG 198,- Eftir stærðum og tegundum. Athygli skal vakin á því að Iitlar líkur eru fyrir að við endurnýjum birgðir af vaðstíg- vélum og viljum benda á að nota þetta tækifæri þar sem hér er um góða og ódýra vöru að ræða. Skóbúð Austurbæjar Skóvul Laugavegi 100. Austurstræti 18 (Eymundssonarkjallara), HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams „Stutt eftir til Strandbæjar, Dan. Finnurðu nokkuð nýtt um Athos í þess- ari blaðaúrklippu ?“ „Já. Hér er heimilisfangið hans: „Fyr. Ir snekkjnaðdáendur — eigandi „Anti- gónu" — tveggja-strompa snekkjunnar, sem liggur utan brimgarðsins, er Axtel Athos. Gestir eru þar iila séðir!“.“ „Antigóna. Var það ekki grísk gyðja?“ „Það fer nú allt eftir því, hvað þú feallar gyðju, Troy ___ ..... Þebukóngur rcyndi eitt sinn að grafa hana lifandi en hún slapp .... já, hvort hún slapp ekki!“ regla, Vegagerð ríkisins, Bifreiða eftirlit ríkisins, Samband ísL sveiitarfélaga, Reykjavíkurborg, Slysavarnafélag Islands, Félag ísl. bifreiðaeigenda, Landssam- band vörubifreiðastjóra, Banda- lag íslenzkxa leigubifreiðastjóra, Samband ísl. tryggingarfélaga, Ökukennarafélag Islands. Og er dómsmálaráðherra heimilt að veita fleiri aðilum aðild að um- ferðamálaráði. Hann skipar for- mann umferðarmálará'ðs, en störf í umferðarmálaráði eru ólaunuð. Innan umferðarmálaráðs skal svo starfa þriggja manna fram- kvæmdanefnd, sem dómsmála- ráðherra skipar til eins árs í senn, og skiptir ráðherra störf- um með framkvæmdanefndar- mönnum eftir þvi sem þurfa þykir. Dómsmálaráðherra ákveð- ur þóknun framkvæmdanefndar, en hún getur ráðið sér nauðsyn- legt aðstoðarfólk me'ð heimild ráðherra. Er gert ráð fyrir, að umfeðax- málaráð skuli jafnan halda fundi eigi sjaldnar en einu sinni í mán uði. Umferðarbreytingin tókst vel í framkvæmdanefnd hægri um ferðar, sem var að skila af sér miklu verki í gær, áttu sæti Val- garð Briem, héraðsdómslögmað- ur formaður nefndarinnar, Einar B. Pálsison, verkfræðingur, Kjart an Jóhannsson, læknir. Fram- kvæmdastjóri var Benedikt Gunnarsson, tæknifræðingur, en Ólafur Walter Stefánsson, full- trúi, hafði umsjón með störfum nefndarinnar af hálfu dómsmála ráðuneytisins. Valgarð Briem raikti í gær störf nefndarinnar, frá því dóms málaráðherra skipaði hana 9. ágúst 1966 og hún tók til starfa, og þar til hægri umferð var við tekin 26. maí í vor og hefur tek- izt mjög vel síðan. Kvað hann íslenzku nefndarmennina hafa haft mikið gagn af fordæmi og aðstoð Svía, sem voru að skipta yfir i hægri umferð. Var starf nefndarinnar ákaflega umfangs- mikið, sem óþarfi er að rekja hér, svo mikið sem frá því var sagt jafnó'ðum. Sagði Valgarð, að í upphafi hafi nefndin sett sér þa markmið að umferðaröryggi yrði eigi minna strax eftir breyt inguna en fyrir hana, og þar sem gera mátti ráð fyrir að breyting in sjálf skapaði aukna hættu, þá varð að vinna á móti þeirri aukn ingu með því að draga úr annarri slysahættu. Því varð upplýsinga- og fræðslustarfsemi aukin mjög mikið frá því sem gert hafði ver- ið rá’ð fyrir í áætlun, og veitti dómsmálaráðherra leyfi til að verja 8—10 milljónum króna í því skyni. Um kostnað sagði Valgarð m.a., að hann hefði í upphafi verið áætlaður 50 milljónir króna í áætluninni frá 1965. En þá var ekki gert ráð fyrir breytingum á sérleyfisvögnum utan þéttbýl- is, sem munu kosta nálægt 6 milljónum króna, ekki með þess um 10 milljón króna kostnaði við fræðslustarfsemina né hækkun vegna tveggja gengisfellinga, sem nema nálægt 3 milljónum króna. Því hefði mátt bæta 19 milljón- um kr. vfð upphaflega kostnaðar áætlun, og hefði upphæðin þá orðið 69 milljónir, sem verður, þegar allt er greitt, nokkurn veg in sú upphæð, sem umferðar- breytingin kostaði. Þá sagði Valgarð, að ótti manna við að í kjölfar breyting arinnar mundi fyigja mikið slysa flóð, hefði reynzt ástæ'ðulaust. Nú væri vitað að slika breytingu væri hægt að framkvæma án þess að slysum þurfi að fjölga. Til þess þurfi hinsvegar mikið og samstillt átak allra, sem það mál snertir, eða hvert mannsbarn í landinu, Hversu vel tókst til við umferðarbreytinguna 26. maí og eftir það, sé fyrst og fremst að þakka miklu starfi alls þess fjöilda manna, sem a'ð henni unnu og hversu vel lögreglunni tókst að fá vegfarendur til samstarfs við sig um framkvæmdina sjálfa. Þakkaði framkvæmdanefndin öllum þeim, sem í þessu efni stuðluðu að þeim árangri, sem nú væri kunnur orðinn, nú er hún hefði lokið störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.