Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. Loksins var hún orðin ein í baðherberginu sínu og reif sig úr rökum fötunum og fór undir volga steypu. Hún vafði utan um sig handklæði, rétt eins og Austurlandakonur klæðum sínum og lagaði á sér hárið. Síð an leitaði hún í töskunni sinni að litla birninum. Hún setti hann á náttborðið, eins og hún var vön. Hún æddi eins og hamslaus um a'llt gólfið og neri smyrsli í andlitið á sér. Þegar svo siminn hringdi, hátt og hvellt, hrökk hún við, leitaði sér árangurs- laust að þurrku, þaut aftur fram í baðherbergið þerraði af fingr- unum á handklæði og þaut síð- an að rúminu sínu til þess að taka símann. — Lísa Brown? sagði dimm rödd, sem hún kannaðist sam- stundis við. — Vilduð þér koma til kvöldverðar með mér? — Já, ég veit ekki, ætlaði hún að fara að segja. — Þetta er ailt í iagi. Þér megið ekki bregðast. Þetta er sendiráðsboð — í brezka sendi- ráðinu. Ég hafði nú ekki hugs- að mér að bjóða neinni, en þér eruð frambærileg. Vilduð þér koma? —■ En í hverju á ég að vera? Ég á við, að ég hef ekki neinn kvöldkjól með mér. Það verðið þér sjálf að sjá um. Verið þér bara í því, sem þér hafið og kærið yður ko'll- óttan. Sjáið þér til: ég er ekkert að dextra yður. Ef þér ætlið að koma, þá hittið mig við barinn klukkan átta. Er það í lagi? Gott Lísa lagði frá sér símann, sett ist á rúmstokkinn og skríkti. „verið þér bara í því, sem þér hafið“, hafði hann sagt. Það væri ekki nema rétt á hann, ef hún kæmi í náttfötum. Hún gat sannarlega ekki tekið þetta boð sem neitt smjaður. „Frambæri- leg“, þó þó- Hvernig gat hann vitað, að hún drykki sig ekki fulla og færi að dansa á borð- unum? Nú, jæja, þetta var nú engin skipun — hún þurfti ekki að fara fremur en hún vildi sjálf. En aðalatriðið var hvort 16 hana langaði að fara, þrátt fyrir þessa harkalegu framkomu hans. Já, fari það kolað, víst lang- aði hana að fara. Öll þreyta var horfin á svip- stundu. Hún fann sig í viðkunn- alega góðu skapi. Ljósb’lái kjóll inn hennar gæti vel gengið. Það var einfaldur kjóll með flegnu hálsmáli. Hann gæti verið ágæt- ur, með hvítu skónuan. Þótt undarlegt væri, þá var hann sama sem ekkert kruklað- ur. Hún hengdi hann upp til þess að eitt brot um hann miðj- an gæti rétt úr sér. Svo fór hún aftur í bað til þess að drepa tímann og raulaði fyrir munni sér meðan hún var að þurrka sér. í speglinum só hún, að augu SÍMASKRÁIN 1969 SÍMNOTENDUR í REYKJAVÍK, KÓPAVOGI, GARÐAHREPPI, IIAFNARFIRÐI OG SEL- TJARNARNESI. Vegna útgófu nýrrar símaskrár ei'u símnotendur góð- fúslega beðnir að senda breytingar skriflega fyrir 1. febrúar n.k. til Bæjarsímans auðkenndar: „Síma- skráin“. BÆJARSÍMINN. hennar ljómuðu og munnurinn hafði tilhneigingu til að brosa. Ég er alveg eins og skólastelpa, sem er að fara í fyrsta boðið sitt, sagði hún við sjálfa sig og fannst það hlægilegt. En henni fannst hún sjálf ekkert hlægi- leg. Hún hlakkaði afskaplega til en var þó hólfhrædd. Hann er nú bara maður, sem ég hef hitt af tilviljun. Dálítið sérkennilegur maður — og aug un eru verulega óvenjuleg. Hún bar blágrænan skugga á sín eig- in augnalok og hugsaði um aug un í honum. Henni datt ýmislegt í hug, sem gæti lýst þeim. Ljón — tígrisdýr — raf — tópas — — engiferöll! Hún skríkti aftur, skammaði sjálfa sig fyrir þessa vitleysu og lagaði á sér mjúka, dökka hárið. Ennþó var hún að hugsa um þessa liti í sambandi við augun í honum: kampavín of ljóst — eplavín — of dökkt — hun- ang — of vellulegt og minnti mest á ýms fegrunarmeðöl. Þessi maður minnti meir á málm og grjót — mold og leður . . nei, það var ómögulegt að lýsa hon- um. Hún gerði fegurðarblettinn á vinstra kinnbeininu ennþá dekkri og skvetti ilmvatni á úln liði og gagnaugu. Hún var ný- farin að nota ilmvötn og gat ekki almennilega komið sér nið ur á því, hvað henni hentaði bezt. En þessi ísmeygilegi ilm- ur átti svo vel við hana. Hann veitti henni öryggi. Hún var líka hrifin af nafninu á því, sem var „femme du monde“, enda þótt hún vissi ekki almennilega, hvað það þýddi. Þegar hún horfði á fingurna á sér, sem voru með stýfðar neglur, eins og á krakka, velti hún því fyrir sér, hvort hún ætti að lóta negl urnar vaxa og verða langar. fljkSt^ . Alfta«ýsi 7 ^BLOMAHUSIÐ simi 83070 Opið alla daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. 26. JANÚAR 1969 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þú hefur vanrækt einum of lengi að sækja kirkju og væri heilla- ráð að bæta úr því í dag, enda muntu að öllum líkindum koma þaðan endurnærður og tvíefldur. Nautið 20. apríl — 20. maí Alls konar höpp í dag. Vinir þínir vilja allt fyrir þig gera og þér gengur mjög vel í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Tviburarnir 21. maí — 20. júní Nú er að mörgu að hyggja og um margt að hugsa. Gættu þess þó að ofreyna þig ekki. Rómantikin skýtur óvænt upp koll- inum, og þar sem hennar var kannski sízt von. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú skalt láta fara ve! um þig í dag, snæða ljúffengan mat og lesa góðar bækur. Leikhúsferð væri ekki úr vegi með kvöld- inu. Lijónið 23. júlí — 22. ágúst Vertu hress í bragði. Stress hefur afleit áhrif á taugakerfið, ekki sízt þegar það er að mestu til orðið í eigin huga. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september Þú ættir að halda áfram að vinnia ötullega að því sem þú ert byrjaður á og sannaðu til að það mjakast hægt og sígandi. Vogin 23. september — 22. október Þú hefur aldrei þessu vant lausa stund til að sinna þínum hugðarefnum og skalt ekki hika við að gera það. Þú ættir að bjóða vinum heim í kvöld og veita þeim af rausn og miðlaþeim af vizku þinni. Drekinn 23. október — 21. nóvember Fjölskyldubönd er ekki auðvelt að rjúfa, enda óæskilegt að flestu leyti. Endurnýjaðu gömul kynni. Bjóddu fjölskyldunni út í dag. Bogamaðurinn 22. nóvcmber — 21. desember Þú skalt nú búast þínu bezta skarti og fara, út og skemmta þér duglega en hávaða og ærslalaust Þú hittir kunningja, sem þú hefur ekki séð lengi. Steingeitin 22. desember — 20. janúar Stuttar ferðir eða heimsóknir geta orðið þér til hressingar og ánægju. Sértu eitthvað linur til heilsunnar skaltu ekiki stnax fyll- ast kvíða. Þetta er ósköp smávægilegt. Vatnsberinn 20. janúar — 19. febrúar Nú skaltu nota pesónutöfra þína til að fá framgengt máli, sem þér hefur lengi leikið hugur á að koma farsællega í höfn AUt bendir til að það takist prýðilega. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þetta getur orðið prýðilegur dagur til útiveru og skemmtana. Reyndu að létta undir á heimiilnu, svo að allir fái notið dagsins sem bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.