Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1909 c- 12 Sjómannasiðan Síld Strax og síldveiðisjómenn í Peterhead ýttu frá landi eftir ný ársgleðskapinn urðu þeir varir Við mikla síld í torfum út af vesturströndinni, og hafa veið- arnar gengið ágætlega undanfar ið eftir því, sem segir í Fish- ing News 17da janúar. Sömu fréttir berast frá Dunmore, en þar var landað 5 þúsund tunn- um á þriðjudaginn 14da janúar og eitthvað meira á miðvikudag inn... Tveir blýteinar 1 22. tfbl. Ægis er sagt frá leiðangri sem farinn var á Sól- eyjunni, ÍS 225 til að prófa síld arnót með tveimur blýteinum og minni fellingu en tíðkast hefur. Um þennan leiðangur svo og gerð nótarinnar má lesa í áður nefndri Ægisgrein og verður hvorugt rakið hér. Kostir þess- arar nótar virðast í stuttu máli vera þeir, að hún er garnlítil vegna þess hve lítið felld hún er (830—35 %) og því létbari í drætti og snurpingu en aðrar nætur, henni er einnig síður hætt við að rifna og óklárast í kasti og drætti vegna þess að minni munur er á blý- og korka teini en tíðkanlegt er, hún bæði idregst og kastast því jafnar en aðrar nætur. Hún lokast einnig fyrr, vegna þess að það er skilj- anlega miklu léttara að snurpa hana saman í byrjun. Heildar- blýun nótarinnar er skipt á báða teinana og efri teinninn heldur áfram að sökkva með an neðri teinninn er snurpaður saman. Þar sem á honum er að- eins hálfur blýþungi nótarinn- ar og honum fylgja aðeins 20 faðmar garns (það eru 20 faðm- ar á milli teinana) verður hann miklu léttari í snurpingunni fyrst og snurpingin gengur því hraðar. Nótin auðvitað fyrir- ferðarminni um borð en þær næt ur sem nú eru almennt notaðar. (Því má bæta hér við Ægisgrein- ina að Sóleyjan var á Hjalt- landsmiðum til jóla og fékk þar 1300 lestir sem í land komust, Ari Kristjánsson en um 300 lestum varð að fleygja vegna hleðslunnar. Ari Krist- jánsson, skipstjóri á Sóleyjunni lætur vel af nótinni í Ægisgrein inni og í viðtali við Sjómanna- síðuna sagði hann, að hann teldi gerð þessarar nótar vera spor framá við, en það væri alls ekki um neina þá byltingu að ræða, sem til dæmis réttlætti að flotinn almennt eyddi stórfé í breytingu þeirra nóta sem fyr ir væru. Ari sagðist telja nótina sérstaklega heppilega í Norður- sjónum. Víða pottur brotinn ÚR BLAÐINU Seattle Times barst okikiur úrtoliippa, þar sem saigt er irá áhyggjum Bandaríkja mamna vegmia ofveiiði, eki/kum Jaipana á norðauStiur Kyrraihiafi. Svo virðisit, sem Japaniir situndi bæði þarna og þá mest í Berinigs- haifi 'hreina gereyðiragar stanfsemi. Þeir veiða upp hverja fisfcfcegumd ina af amnarri og eirabeita sér að einni þeirra í einu. Þegair þeir haifa lokið sér af við eina fiskteg uradina byrja þeir á aninarri." Þeir veiddiu rúm 26 þúsumd toran af svofcöliuðium svörtfcum þorski „blacfc cod“, 1961 í Beringshafi, en vomu kominir niður í 6 þúsund og 500 tonn í fyrra. Sörnu sögu var að segja um sffidina. Þeir veiddu þarna 73 þúsurad og 900 tornn 1961, en eru nú kominir nið- ur í tæp 33 þúsurad tonm. Þnátt fyrir þetta hafa Japamir stóirauk- ið veiðar sínar á Norður-Kyrra- hafi öllu og þá einfcum botn- vö rpuiveiðarraar en í botnivörpu veiddu þeir á þeim sflóðum 517 þúsund tonn 1966 og Rússar á sömu fiskisióð eina milljón og þrjú humdruð þúsumd tonm og þannig er víðar guð en í Görðum . . . það er viðaT fistouir en við íslamdsstrendur. Allls veiddu Jap anár 7 miilljónir og 800 þúsiurad toran. Hvonki Japanir né Rússar virð ast sjást fyrir í veiðum sámum og gi'ldir eimu hvar þeir enu. Sjóstígvél úi gerfiefni Firmað Petex Ltd. Dex- byshire House, St. Ohad‘s Street London W.C.l (— ef framtaks- samur kaupsýslumaður vill skrifa út), hefur hafið framleiðslu á sjóstígvélum úr gerfiefni sem nefnt er Nóvaplast og sagt taka fram gúmi, því að fæturnir fá að „anda“, í stígvélum úr þessu efni, sem þá útilokar fótraka. Stígvélin eru því hlý í kuldum en svöl í hitum og samt auðvitað vatnsþétt. Stígvélin er hægt að þvo að inraan og þau eru sögð þorna aftur á hálftíma eða svo. Þessi, Nóvaplast stígvél eru hálfu léttari en gúmístígvélin og einnig liðlegri á fæti. Sólinn er stamur og fætinum er haldið kyrrum við hælinn með bind- ingum til að minnka sokkaslit. Ýmiskonar sýrur og grútur og olía vinnur ekki á þessum stíg- vélum og á það sérstaklega við eina tegund þessar Nóvaplast stígvéla, svo nefnd Nova Clim- axstígvél. Eins og er, þá fást ekki nema hnéhá stígvél úr þessu Nóva- plasti en fullhá sjóstígvél eru væntanleg innan skamms. Við þessa grein í Loggbók John Burgess' í FN. má bæta, hvort ekki verði þá framleiddir sjóstakkar líka úr Nóvaplasti, því að einn meginókostur allra sjóstakka og sjóhlífa ekki aðeins sjóstígvéla er rakinn. Allir sjó- stakkar verða rennandi hlautir að innan bæði í hitum og kuld- um. Margt blótsyrðið hefur hrot ið á fslandsmiðum, þegar menn hafa verið að troða sér í renn- blautann stakkinn.... Brúin á Boston Phantom klæ dd gúmmplötum. Af ísingartæki... Úti fyrir Vestfjörðum hafa skipzt á svo að menn þekkja af stuttri ævireynslu ísingartíma bil. Árum saman getur það talizt til undantekningar að skip lendi í vandræðum vegna ísing- ar en svo koma önnur ár, þar sem hver dropi sem á skip kem- ur frýs aiftur. Veðurtfræðingar kunna á þessu skýringu, og þetta fer ekki einvörðungu eft- ir sjávarkulda eða ísalögum, heldur sérstökum aðstæðum bæði í lofti og legL Nú virðist vera ríkjandi ís- ingartímabil og þarf ekki að rekja þau slys, sem það hefur þegar valdið. Þó væri kannski ekki úr vegi að drepa á það. Af nokkrum valinkunnum mönnum, sem spurðir voru við áramótin síðustu um minnisverðustu at- burði ársins, var aðeins einn, sem mundi eftir sjóslysunum við ísafjarðardjúp í janúar í fyrra. Guð hefur gætt manninn þeim eiginleika að vera gleyminn á eigin og annarra þjáningar, og er það nú ekki altént guðs- gjöf til dæmis mætti margur muna timburmennina lengur en hann gerir. í frétt í Morgunblaðinu 23ja janúar er sagt að afísingarút- búnaður sá sem Boston P'hant- om sé að reyna úti fyrir Vest- 80 feta norskbyggður skuttogari á Hessa Trael. 3 Findusfogarar væntanlegir Fyrirtækið Findus í Noregi hefur í hyggju að byggja í fé- lagi við Hammerfestbæ þrjá litla skuttogara til að tryggja sér hráefni. Þessi þrjú skip eiga að kosta 13—14 milljónir norskra króna og hvert þeirra tæp 300 tonn að stærð. Þarna á að nota þá fyllstu sjálfvirkni, sem þekkj anleg er til að spara manna- hald, og skipin eiga að hafa ís- vélar um borð og slægingarvél Geysileg kolnveiði í Barentshaii FIMM brezkir togarar voru á leið til hafnar seinni hlutann í annarri viku desembers og höfðu sent eigendum sínum skeyti og sagt þeim að búast við geysilegu framboði á kolamarkaðnum vegna óhemjuveiði í austanverðu Barentshafi, eða sem næst 20 sjó- mílum raorður af Kaninhöfða. P’jórir togaranna voru samtals með 4650 kits eða um 300 tonn af flatfiski en einn þeirra Prince Philip með 810 kits (51 tonn) af kola. Huddersfield Town, sem var einn af togurunum var með 1600 kits af kola. „Við viiljum vera einir á þessum miðum,“ sagði eiran brezku skipstjóranna. 1 fréttinni í Fishing News er varað við, að væntanleg séu tvö íslenzfc fiski- skip með samtals 900 kits af kola og búast megi við fleiri erlendum skipum méö kola. Don Lister, enski skipstjórinn, sem blaðið átti tal við sagðist ekki hafa svo árum skipti hitt á aðrar eins kolabreiður eins og þarna norður frá út af Kanira- höfða. (Fish. News 19. des.) ásamt tönkum til að geyma í allskonar úrgang, eins og til dæmis smáfisk, sem venja er að henda. Findus reiknar með að togurunum verði hleypt inn fyr- ir landhelgislínuna eftir 1970, og segir það nauðsynlegt ef norskur fiskiðnaður eigi yfirleitt að geta þrifizt í framtíðinni. . . . fjörðum nú í janúar hafi reynzt vel. Þessi útbúnaður er í stuttu máli þannig, að gúm er lagt á slétta fleti þrýstilofti blásið milli stálsins og gúmsins segir í Fiáh- ing News, en í Mbl. segir aftur- ámóti að loftinu sé blásið milli strigálaga í gúminu, og skiptir auðvitað ekki máli hvort held- ur er, nema gúmflöturinn verður ójafn og sprengir af sér ísinn. Boston Phantom er einnig með afísingarútbúnað á radarnum og gúmbátahylkjunum. Þessar til- raunir á Boston Phantom eru þær fyrstu við raunhæfar að- stæður, en eiga sér langan að- draganda í tilraunastöðvum í landi. Það sem menn bíða eftir með mestri eftirvæntingu er það, hvernig þessi gúmklæðning end- ist við það álag, sem er á öllu yfirborði flata uim borð í togara, en nú hafa sem sagt þau gleðitíðindi borizt að útbúnað- urinn hafi reynzt vel í hinni miklu ísingu út af Vestfjörðum undanfarið og vonandi er þá einnig átt við endinguna. f fréttaþætti í BBC var rætt um þettan afísingarúthúnað og þar sagt að hann kostaði um það bil 3.600 sterlingspund fyrir litla togara en allt að 10 þús- und sterlingspundum fyrir stóra togara, svo að ekki er nú bit- inn gefinn. Það er því líklegt að enn um hríð verða menn að notast við gamla lagið, að forða sér í tæka tíð ef hætta er á að ísing fylgi stormi. . . Gnoisbæiagur breyfa GRÍMSBÆINGAR breyta nú óðum til um borð í togurum sín- uim á þann veg, að mögiulegt sé með hægu móti að kassa fiskiran um bor'ð. Boston Deep sea lýsti því yfir í byrjun desember alð þeir ætluu að breyta lestarinn- réttingu tveggja skipa sinna — Boston Lincoln og Boston Cora- oord á sama hátt og þeir höfðu áður breytt leistinni í Boston Comanohe, en það hafði reynzt sérlega vel. Boston Linooln á að geta tekið um 1200 kassa en Bost- on Concord 7-800. Roland Drewery, einn af stærstu ýsúkaupmönnum Gríms- Framtaald á bls. 21 Veizlo, seoi ekki var haldia... Líf, seoi ekki var lifað ... Frú Stiffling, kona ein í Hull, keypti í fyrra vetur skömmu eft ir nýjárið afmælisköku, sem hún ætlaði að gæða syni sínum á þegar hann yrði 18 ára. Kenn- eth Stiffling var togarasjómað- ur og fór út með togara sínum St. Romanus þegar hann fór á veiðar eftir áramótin í fyrra og afmælisveizluna með kökunni góðu ætluðu þau mæðginin að halda, þegar Kenneth kæmi inn- úr þeim túr. Hann er ekki kom- inn enn til veizlunnar og kem- ur það ekki sem okkur íslend- ingum er kunnugt, þar sem St. Romanus fórst í hafi í janúar- túrnum með allri áhöfn og við höufm kannski síðastir manna heyrt til hans, þó að hald manna sé að hann hafi farizt nær Nor- egi en íslandi. Frú Stiffling geymdi afmælisköku sonar síns og nú á dögunum bað hún tog- araskipstjóra fyrir kökuna ásamt kransi og bað hann að fleygja hvorutveggja í sjóinn á þeim slóðum, sem líklegast væri að af mælisbarnið hafði drukknað Ekki er að efa sorg og ein- lægni konunnar, en....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.