Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 15
MOftGUNBLAÐIö, FÖSTUDAGUR 31. JAWÚAR IMt 15 Frá Hafísráðstefnunni: ' ' 0 • Sjórinn fyrir norðan hefur kdlnað síðustu ár og kalda sjðtungan teygt sig suöur með landinu Kenning um isaspá eftir hitastigi á Veðurfræðingar og haffræð- ingar fluttu flest erindin á öðr- um fundardegi Hafísráðstefn- unnar í Reykjavík, enda fundar efni á þeirra sviði. Fjallað var um hafís við ísland sl. 100 ár, breytingar á sjónum fyrir norð- an landið, isaspár við ísland eftir veðurfarinu á Jan Mayen eiginleika hafíss, myndun hans og rek. Fundinum stýrði Flosi Hrafn Sigurðsson, veðurfræð- ingur. í erindum kom ýmisiegt merki legt fram. Haffræðingarnir Unn steinn Stefánsson og Svend Aage Malmberg skýrðu t.d. frá mik- llli kólnun og seltuminkun í sjónum fyrir norðan Island síð- ustu árin, einmitt síðan hafís fór aftur að koma að landinu og hvernig kalda sjótungan teygði sig sl. sumar með Austurströnd inni suður að Reyðarfirði og kaldur sjór umlukti Norður- og Austurlandið. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, kom fram með kenningu sína um að hægt sé að spá um heildarístíma við ísland eftir hita við Jan Mayen sum- arið og haustið áður og eftir því eigi ís að koma að íslands- ströndum í 4 mánuði í vetur. Mætti gera slíka spá í desember og svo með fleiri upplýsingum gera ísaspá í upphafi hvers mán aðar. Próf. Trausti Einarsson vildi þó ekki falalst á kenninguna. t upphafi 2. fundar flutti Ár- mann Snærvarr, háskólarektor ráðstefnunni kveðjur Háskólans og háskólaráðs og hamingjuósk ir með von um að mikil vísinda- leg eftirtekja verði af þessari hafísráðstefnu. LITLAR ÍSFREGNIR FYRR EN Á 17. ÖLD Hlynur Sigtryggsson veður- stofustjóri, gerði grein fyrir haf ísmagni í grennd við ísland á árunum um 1870—1968 og breyt- ingum þess, samkvæmt þeim heim ildum, sem aðgengilegar eru. Gerði hann fyrst grein fyrir ís- árum fyrri alda, samkvæmt skráðum heimildum, en ekki eru verulegar fregnir af ís fyrr en á 17. öld. Samkvæmt töflu er Hlyn ur sýndi, voru engar fréttir af ís í 93 ár af 13. ö'ldinni, í 92 ár af 14. öldinni, í 98 ár af 15. öld, í 93 ár af 16. öld, í 64 ár af 17. öld þegar eru 30 ísár og 6 með mjög miklum ís, í 53 af 18. öldinni þegar er mjög mik- ill ís í 5 ár og 42 ísaár, í 27 ár á 19. öld þegar eru 12 mjög mik il ísaár og 43 önnur isaár og loks eru á þessari öld frá Í901—1968 47 íslaus ár, 22 ísár og 3 mjög mikil ísár. En Hlynur kveðst fremur telja það stafa af heim- ildarleysi að ekki eru fregnir af meiri ís fyrr á ö'ldum. Þá gerði Hlynur grein fyrir línuritum sem Þorvaldur Thoroddsen gerði yf- ir hafís frá 1871—1915 og einnig línuritum Lauge Kochs frá stríðs árunum síðari. Lítið er um ísa- heimildir 1930-1950, en þá tók Jón Eyþórsson að sér að safna ís- fréttum og lagði í það mikla vinnu al'lt til 1967. Sýndi Hlyn ur m.a. með dæmi frá 1959, hvern ig ísröndin getur verið skammt undan, án þess að ís sjáist úr landi. Nú kvað hann allt aðrar aðstæður til að vita um ísinn með ísflugi, myndum frá gerfi- hnöttum og auknum almennum áhuga sem fjölgar fréttum frá skipum. Þó táldi Hlynur að upp- lýsingar vanti til að ákvarða ís- magnið fyrir norðan ísland. SJÁVARHITINN HEFUR LÆKKAÐ SÍÐUSTU ÁRIN Unnsteinn Stefánsson, haf- fræðingur, skýrði frá sjávarhita breytingum á landgrunnssvæð- inu norðan íslands. Kemur í ljós, að sjávarhiti bæði í yfirborði og djúplögum hefur farið mjög lækkandi seinustu árin, einkum vor og sumarmánuðina. Hafði yf irborðshiti í sjónum norður af fslandi lækkað á árunum 1876— 1905, en eftir 1920 tók hann að hækka, fyrst hægt og svo ört, komst hæst á árunum 1931—41, en eftir 1950 stóð sjávarhitinn í stað, þar til kólnunar tók að gæta síðustu árin. Eru kulda- sveiflurnar minnstar í sjónum, um miðjan vetur, en mestar á vorin. Síðustu árin frá 1965 hef- ur sjávarkólnun fyrir norðan einmitt reynzt mest að vorinu, en gætt lítið haust og vetur. Ár- ið 1964 áður en þessarar kóln- unar tók að gæta, var sjór aftur á móti óvenju hlýr. Samsvar- andi sveiflur varðandi sjávar- kulda hafa undanfarin ár kom- ið fram við mælingar á ýmsu dýpi þar sem mælt er á fleiri stöðum fyrir norðan. Jafnframt hefur seltumagnið í Jan Mayen sjónum á þessum slóðum verið lágt síðustu árin. Vakti Unn- steinn m.a. athygli á atriði, sem kynni að skipta máli: Seltumagn ið í yfirborðssjónum hefur á þess um slóðum minnkað síðustu árin en ef slíkur lítt saltur sjór helzt á yfirborðinu, gæti myndast hér ís, ef loftkuldi er fyrir hendi. Sjórinn he'lzt lagskiptur á þenn- an hátt, aðeins ef hitastig í hon- um er lágt, og hefur þá skilyrði til ísmyndunar. Þetta þyrfti að athuga betur. Mældur sjávarhiti við Gríms- ey svarar í stórum dráttum hvað kulda snertir til ístíðni á árun- um 1875—1968 og einnig sýna skýrslur samræmi við lofthita. Telur Unnsteinn, að á íslausum árum ákvarðist sjávarhiti á Norð urlandssvæðinu á hverjum tíma aðallega af veðurfarinu undan- farna mánuði, en á ísaárum hafi útbreiðsla hafíss og pólsjávar úrslitaþýðingu. PÓLSJÓR FÆRIST SUÐUR MEÐ AUSTURLANDI Svend Aage Málmberg, haf- fræðingur gerði grein fyrir ástandi sjávar milli íslands og Jan Mayen seinasta áratug, en mælingar hafa verið gerðar á hitastigi og seltu sjávar norðan- lands síðan 1948. Sýndi hann með kortum hvernig seltan í efsta 200 m. Iaginu hefur lækkað til muna síðustu árin, svo og hita- stig en á tímabilinu á undan voru lítil frávik frá ári til árs. Er frávik seltunnar mest árið 1968. Hefur sjógerð á þessu svæði verið miklu breytilegri á síðustu árum en á áratugnum 1950—60. Segir Svend Aage Malm berg, að greini'leg breyting hafi átt sér stað í sjónum norðaust- ur þar eftir 1958, sennilega þó ekki fyrr en 1963. Pólsjávar gæti mun meira í Arktiskum sjó Austur-fslandsstraums á árunum 1964—68 en var 1948-—58. Eink um gæti áhrifa pólsjávarins mik ið 1965, 1967 og 1968, og 1968 var einnig að því leyti frábrugð ið fyrri árum, að kaldi sjórinn umlukti strendur landsins frá Skjálfanda til Reyðarfjarðar. Venja er, að heiti sjórinn skjóti sér milli lands og köldu tung- unnar. Skilin í sjónum mi'lli kalda og hlýja sævarins hafa þannig 1968 (í júní) færst upp að norður- og austurströnd ís- lands. Lá tungan með 0 gráðu kalda sjónum sl. sumar suður með landinu, allt suður að Reyð arfirði. ÍS SPÁÐ f FJÓRA MÁNUÐI f VETUR Páll Bergþórsson, veðurfræð ingur ræddi spágildi hitastigs á Jan Mayen varðandi hafískom- ur við ísland. Með því að gera töflur aftur á bak til undanfar- inna 45 ára, vildi Pál'l sýna, að mögulegt sé að spá um heildar- ístíma við ísland, eftir hita við Jan Mayen sumarið og haustið á undan. Mætti þá gera það í desember og einnig að spá um ístíma við landið í mánuðinum, strax í byrjun hans, með því að nota hitastigið við Jan Mayen og taka einnig með í reikning- inn þrýstimun við Scoresbysund og við Vestfirði mánuðinn á und an eða vinda á Grænlandssundi og einnig viðbót, sem háð er árs tíma. Sýndi Páll fram á mark- verða fylgni milli hafístíma við ísland í desember-september ann ars vegar og svo hins vegar með alhita í hverjum einstökum al- manaksmánuði á Jan Mayen sumarið og haustið á undan, þ.e. í júní, — ágúst og september-nóv ember. Kvað hann einna mest takandi mark á hausthitanum á Jan Mayen, meðaltali þriggja mánaða, en fýlgnin hækki þó, ef meðaltal sumar og hausthitans er tekið, í hlutföllunum 2:3. Reyndist fylgnin þá 0,62 í saman burðinum hjá Páli, en hann nær til 45 ára. Telur Páll þannig, að heildarmynd hvers ísárs sé að verulegu leyti ráðin sumarið og haustið á undan. En heildarís- spár hljóti að vera mikils vírði, því íss fer ekki að gæta við Mel rakkasléttu og hindra skipaferð ir fyrr en ístíminn er orðinn langur og ef hægt er að segja um nýbyrjað ísár í desember, ætti það að koma að góðu gagni. En varðandi það hvernig ísinn skiptist á mánuði, þurfi að byggja á fyrri reynslu. Sagði Páll, að í ár ætti ísinn að vera við ísland í 4 mánuði, eftir kuldanum við Jan Mayen í sumar og haust að dæma. Um mánaðarspárnar hafði Páll athugað 36 mánuði og notað Jan Mayen hitastigið, en bætt við aðstæðum á Grænlandssundi mánuðinn á undan og tekið til- lit til árstíma. Á þennan hátt taldi hann að mætti skýra veru legan hluta af mestu ísamánuð- um við landið síðustu áratugi, en gálli væri sá að ekki væri hægt að gera þetta nema í upp- hafi viðkomnadi mánaðar. Próf. Trausti Einarsson var ekki sammála Páli um þessar spár, taldi hann hafa gefið sér forsendurnar, sem hann reiknaði svo út frá, og að í þessum 45 ár- um væru næstum öll árin íslaus og hlý við Jan Mayen. ÍSBREIÐAN SKÆNI, SEM UMHVEFISBREYTINGAR VERJA Hlynur Sigtryggsson og Unn- steinn Stefánsson höfðu tekið saman erindi um eiginleika haf- íss, myndun hans og vöxt, sem Fraintiald á bls. 21 Sigtryggsson, veðurstofustjóri, Flosi Sigurðsson, sem var fundarstjóri 2. fundar, Adda BáraSigfúsdóttir, Þorbjöm Karlsson verkfræðingur, Teresía Guðmundsson, fyrrv. veðurstofustjóri.Páll Bergþórsson og Borgþór Jónsson, en flest þeirra flytja er- indi á ráðstefnunni. íslenzkir haffræðingar eru 4 talsins og sækja allir Hafísráðstefnuna (Ingvar Emilsson kom frá Kúbu) Hér eru þrír þeirra: Jón Óiafsson, Svend Aage Malmberg og Unnsteinn Stefánsson, ásamt próf Trausta Einarssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.