Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1969 Landsleikur við Bermuda í júní Verður 23. jiiní og aukaleikur 25. júní AÐ UNDANFORNU hafa staðið yfir samningar milli Knattspyrnu samband Islands og Bermuda um landsleik milli þjóðanna á kom- andi sumri. Nú er þeim samning um lokið og verður landsleikur- inn í Laugardal 23. júni nk. en Bermudaliðið leikur einnig auka leik hér 25. júní. Bréfaskriftir um þennan lands leik hófust á sl. ári og hafði Björg vin Schram fyrrv. form. KSÍ með samningana að gera. Var hann beðinn að annast um áframhald Ensko knnltspyrnon f FYRRAKVÖLD fóru fram nokkrir knattspyrnuleikir í Eng iandi og urðu úrslit þessi: Bikarkeppnin: Aston Villa — Southampt. 2:1 Chelsea — Preston 2:0 (Leiknum var slitið eftir 75 mín. þar sem flóðljósin glokknuðu). Manch. C. — Newcastle 2:0 1. deild: Tottenham — Q.P.R. 3:2 Aðnlfundur TBR AÐALFUNDUR Tennis- og badm intonfélags Reykjavikur verður haldinn í Átthagasal Sögu nk. miðvikudag kl. 8,15. þeirra þá er formannsskipti urðu og nú hefur Björgvin náð samn- igum við Bermundamenn. íslendingar hafa einu sinni áð- ur tekið á móti Bermundamönn- um hér og leikið við þá landsleik. Þann leik unnu fslendingar með 4 mörkum gegn 3. Það var 1964. Bermudamenn hafa boðið ís- lendingum að koma til Bermuda til landsleiks gegn sömu kjörum og þeir koma hingað. En vega- lengdin til þeirra myndi kostnað- ar vegna útiloka landsleikjaskipti nema vegna þess að þeir fara til fleiri leikja í Evrópu og hafa hér aðeins millilendingu og þar af leiðandi minni kostnaður við heimsókn þeirra. L Ómar tílfarsson, KR, nuv. 2. Sigtryggur Sigurðsson, KR, 3. Ingvi Gu,mundsson, UV, sig- Skjaldarhafi. núv. GÍmukappi Islands. urvegari Flokkaglímu Rvíkur. Tvísýn Skjaldarglíma 14 keppendur um skjöldinn og óviss barátta milli þriggja kappa SKJALDARGLÍMA Armanns, hin 57. frá upphafi, verður háð Landslið valin fyrir sunnudag A-lið gegn Val og unglingar gegn Haukum A SUNNUDAGINN eru næstu æfingaleikir landsliðsins í knatt- spyrnu og jafnframt leikur Ungl- ingalandsliðið. A-landsliðið leik ur á Valsvellinum kl. 2 e.h. og mótherjamir nú eru Valsmenn, að undanskildum Hermanni Gunnarssyni sem hefur leikið alla leikina í landsliðinu. Unglingaliðið leikur í Hafn- arfirði gegn liði Hauka og hefst sá leikur kl. 10.30 árdegis. Liðin hafa verið valin og eru þannig skipuð: Landsliðið: 1. Páll Pálmason, Vestm. 2. Jáhanmes Atlason, Frarn 3. Gunnar Austfjör'ð, Akureyri 4. Baldur Scheving, Fram 5. Guðni Kjartansson, fBK 6. Jón Alfreðsson, Í.A. 7. Sævar Tryggvason, Vestm. 8. Hreinn Elliðason, Fram 9. Hermann Gunnarsson, Val 10. Eyleifur Hafsteinsson, KR 11. Jón Ólafur Jónssan, ÍBK Varamenn: Þorbergur Atlason, Fram Ársæll Kjartansson, KR Sigurður Albertsison, fBK Halldór Bjömsson, KR Þórólfur Beck, KR Guðmundur Þórðarson, Breiða- blik. Unglingaliðið: ■Hörður Helgason, Fram Bjöm Árnason, KR Ólafur Sigurvinsson, Vestm. Sigurður Ólafsson, Va,l Rúnar Vilhjálmsson, Fram Torfi Magnússon, Val Þórir Jónsson, Val Framhald á bls. 27 á sunnudaginn 2. febrúar í íþróttahúsinu að Hálogalandi og hefst kl. 16:30. 14 keppendur eru skráðir til leiks frá þremur Reykjavíkurfé- lögum — Knattspymufélagi Reykjavíkur, Glímufél. Ár- mannd og Ungmennafélaginu Víkverja. Meðal þátttakenda eru flestir snjöllustu glímumenn landsins. Má þar m.a. nefna Ómar Úlfars- son, KR, en hann er núverandi Skjaldarhafi, Sigtrygg Sigurðs- son, KR, en hann er núverandi Glímukappi íslands og Ingva Guðmundsson, UV, en hann sigraði í þyngsta flokki í Flokka glímu Reykjavíkur á sl. hausti. Af öðrum keppendum, sem líklegir eru til að skipa verð- launassetin, má nefna Ágúst Bjarnason, UV, sem sigraði í öðrum þyngdarflokki í Flokka- glímu Reykjavíkur á sl. hausti og Þorvald Þorsteinsson, Á, en hann hefur getið sér góðan orðs- tír á kauppglímum undanfarið. Af þessu ætti að vera aug- ljóst, að úrslitin eru óvenju tví- sýn og er allt útlit fyrdr, að keppnin verði bæði spennandi og skemmtileg. Seldur fyzir 15,7 milljónir króna HUGH Curran í enska liðinu Norwich er markhæsti maður í keppni 2. deildar í Englandi. — Hann var í gær seldur til Wolv- erhamton Wanderers fyrir 75 þús. sterlingspund — eða 15,7 millj. ísl. kr. Curran hefur skorað 17 mörk það sem af er keppnistímabilinu í 2. deildarleikjum en auk þess 5 mörk í leikjum í bikarkeppninni. „ Crýlupotlahlaup drengja á Sellossi Kappleikur ársins Þessi skemmtilega mynd prýddi forsíðu „The Sunday Maga- zine“ um áramótin. Þetta var „Kappleikur ársinsi“ Nixon hefur lagt Humphrey að velU — Johnson er dómarinn. GRÝLUPOTTAHLAUPIÐ á Sel- 'fossi, fer fram í 2. sinn nk. sunnudag 2. febr. og hefst eins og hið fyrra kl. 13.30. 12. jan. hóf U.M.F. Selfoss vetrarhlaup fyrir yngstu iðk- endur frjálsíþrótta á Selfoissi og nú hefur þetta vetrarhlaup hlot- ið nafnið Grýlupottahlaup Sel- foss, þar sem hlauparóirnir hlaupa á milli tveggja kunnra kennileita á Selfossi, sem Grýlu- ipottar nefnast. Hlaupið er um 950—1000 m langt, og náðist athyglisverður árangur 1 fyTsta Haupinu. Hinn 11 ára gamli Kristinn Ásgeirs- son náði beztum tíma hinna 20 þátttakenda eða 3:46,5 mín. Nú er búizt við mikilli fjölg- un þátttakenda og vilja for- (ráðamenn hlaupsins benda vænt- anlegum þátttakendum á að láta skrá sig í tíma. Einnig væri ekki úr vegi að benda hinum fullorðnu Selfyss- ingum á að þetta hlaup er vel þess virði að taka sér göngutúr til þesis að horfa á þessa ungu íþróttamenn spjara sig. Aðalfundur Hauka Aðalfiíndur knattspyrnufélags- ins Hauka verður haldinn í félagsheimilinu Hvaleyrarholti, laugardaginn 1. febrúar kl. 2 e.h. VALUR í Borga- keppnina EINS og kunnugt er er árlega háð keppni um þrjá mikla Evrópubikara í knattspyrnu. Það er Evrópukepni meistara- liða, þar sem meistaralið hvers lands eiga þátttökurétt, Evr- ópukeppni bikarmeistara þar sem sigurvegarar í bikar- keppni hvers lands eiga þátt- tökurétt og svonefnd Borga- keppni (Inter fair cities cup) | þar sem einstök lið, til- nefnd af knattspyrnusambönd um síns lands fá þátttökurétt. KR-ingar sem íslandsmeist- arar eiga í ár rétt á þátttöku , í keppni meistaraliða og Vest- mannaeyingar sem bikarmeist arar í Evrópukeppni bikar- meistara. Nú munu Valsmenn hafa farið þess á leit við KSÍ að athuga möguleika á því að Valur taki þátt í Borgakeppn- inni í ár. Mun þetta mál vera í athugun hjá stjóm KSÍ, en þetta er í fyrsta sinn sem ísl. félag sýnir áhuga á þátttöku í þessari þriðju aðalkeppni Evrópu í knattspyrnu. Hvernig þjálfa Danir ? Handknattleikssambandið hef- ur fengið litkvikmynd um danska landsliðið. Sýnir myndin hvernig danska liðið er þjálfað, sýndar eru þjálfunaraðferðir og kaflar úr einstökum leikjum liðsins. Þessi mynd verður sýnd á veg um HSÍ í kvöld i Valsheimilinu við Hlíðarenda kl. 8. Er öllum er áhuga hafa heimill aðgangur. Forsvarsmenn HSÍ verða á staðnum og svara fvrirsnurnum ef fram koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.