Morgunblaðið - 31.01.1969, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.01.1969, Qupperneq 28
* Heímílistryggíng er naudsyn ALMENNAR TRYGGINGARt! INNIHURÐIR 1 landsins mesta urvali 4Ai SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. 1969 HRAKTIR Á HORNI ENGIR Þar sitja nú þrír varðskipsmenn veðurteppfir EINS og sagt var í frétt blaðsins í gær, tepptust þrír varðskipsmenn í Horn bjargsvita, en þangað voru þeir að flytja vistir til vita- varðarins, Jóhanns Péturs- sonar. Skip þeirra, varð- skipið Þór, varð að halda frá er vélskipsins „Svan- ur“ var saknað, enda hefir ekki viðrað síðan til þess að mennirnir gætu lagt frá vitanum út í skipið. Ástæð an til þess að varðskips- menn tepptust er sú að veðrið skall á eins og hendi væri veifað meðan verið var að hera varninginn upp úr bátnum. I gær náði Mbl. tali af Jó- hanni Péturssyni vitaverði og stýrimanninum af varðsikip- inu, Ólafi Val Sigurðssyni. — Heill og sæll Jóhann, við höfum víst talazt við áður og fjölluðum þá 'talsvert um ísbirni, en líkiega hefur þú ekki mikið af þeim að segja nú. Grímsejringar virðast al- veg hafa tekið af Þér glæp- inn. — Já, að minnsta kosti punduðu þeir nógu af blýi á hann. — En mér skilst þú hafir fengið aðra birni í heimsókn, kannske dekkri en hvítabirn- ina. — Já birni og birni. Ég hef hérna ágæta gesti, sem voru að færa okkur varninginn. Veðrið varð allt í einu kol- vitlaust. Hann skeilti þannig yfir að ekki var nokkur leið að ráða við neitt. — Og kunna þeir ekki vel við sig? — Ég held eftir vonum. Framhald á bls. 27 Þiír bílar í órekstri Crunur um ölvun ökumanns TVEIR fólksbílar stórskemmd- ust, er þeir lentu í árekstri á Hafnarfjarðarveginum í fyrra- kvöld og þriðji bíllinn skemmd- ist nokkuð. Atvik voru þau, að bíll úr Reykjavík, sem kominn var móts við Hábraut í Kópavogi, lenti ut an í bíl, sem kom á móti, og síðan beint framan á næsta bíl þar á eftir. Skemmdust bílarnir tveir, sem rákust saman, svo mik ið að flytja varð þá á brott. Öku- maðurinn, sem árekstrinum olli, slasaðist nokkuð, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópa vogi lék grunur á að hann hefði verið ölvaður. Somningafundir SAMNING AFU NDUR í sjó- mannadeilunni, sem hófst í fyrrakvöld stóð til kl. 7 í gær- morgun. Annar fundur hófst kl. 16 í gær og stóð hann enn yfir er blaðið fór í prentun. Háhýsalengja með útsýnisíbúðum -gangstígar fléttaðir leiksvæðum — í hverfinu Breiðholt III, sem er i undirbúningi 5 slösuðust í á- rekstriífyrradag Þrennt lá enn í Sjúkrahúsi Akraness í gœr SÁ hluti Breiðholtshverfis, er uefnist á teikningum arkitekta Breiðholt III, hefur verið til urn- ræðu í borgarráði að undan- förnu. Var heildarskipulag hverf isins lagt í heild fyrir og sam- þykkt í aðalatriðum, en síðan hefur verið unnið að skipulagn- íngu hverfisins í fimm einingum ■og þær lagðar fyrir borgarráð. Ýmislegt er athyglisvert við þetta nýja hverfi í Reykjavík, sem nú er fjallað um og skipu- lag þess. T. d. er gert þar ráð fyrir háhýsum með stórum og smáum útsýnisíbúðum. Einnig er á vissu svæði reynt að aðgrema gangandi og akandi umferð á nýstárlegan hátt, þannig að fléttuð eru saman lítil leiksvæði og gangstígar. Búið er að semja um gatnagerð og götulagnir í (SAUÐÁRKRÓKI 30. janúar. — Aðalfundur Leikfélags Sauðár- ikróks var haldinn sl. miðviku- dag. í skýrslu stjórnarinnar kom fram að starfsemi félagsins var 'allumfangsmikil á sil. ári og sýn- ángafjöldi meiri en oftast áður. IHjá félaginu störfuðu tveir leik- Btjórar, þeir Gísli Halldórsson Og Bjarni Steingrímsson. Um Iþessar mundir er verið að ganga tfrá kaupum á húsnæði fyrir fé- lagið. Verður þar æfingaleiksvið, leiktjaldaverkstæði, búninga- geymslur o. fl. Starfsemi félags- ins fer að öðru leyti fram í fé- Oagsheimilinu Bifrast. Á fundin- nxm kom fram eftirfarandi til- iaga, sem var samþykkt sam- þessu hverfi fyrir 1. áfanga, sem er tæpur helmingur. 11250 íbúffir á 30 hektunun Mbl. spurði Geirharð Þor- isteinsson, arkitekt,' sem hefur iskipulagt hverfið og vinnur að útfærslu þess fyrir borgarverk- tfræðing, nánar um Breiðholt III. lUm staðsetningu sagði Geirharð- hr, að þetta hverfi væri á allri hásléttunni frá Vatnsendahverfi morður á Breiðholtshvarf, en það ■er brúnin sunnan við Elliðaár- stíflu. Er það tæpir 30 hektarar og ætlað fyrir 1250 íbúðir. Er það því 4 þúsund manna hverfi, Of 3% manneskja er í íbúð til 'jafnaðar. í því sem kallað er Breiðholt III suður er gert ráð fyrir 7 hæða háhýsalengju með 250 fbúðum og er hún aðgreind frá .hljóða: „Vegna þeirrar reynslu sem fengin er af starfsemi banda lags íslenzkra leiikfélaga (BlL) .undanfarin ár, samþykkir aðal- fundur Leikfélags Sauðárkróks. haldinn miðvikudaginn 29. janú- ar 1969, að segja féiagið úr BÍL. Jafnframt lýsir fundurinn yfir iþví, að leikfélagið er reiðubúið að verða þátttakandi í samtök- um leikfélaga, sem hafa það eitt markmið að styðja og efla ís- lenzka leiklist á iheiibrigðum grundvelli“. Stjórn Leikfélags Sauðárkróks akipa nú: Kristján Sikarphéðins- son formaður, Bragi Haraldsson gjaidkeri, og Jónas Þór Pálsson ritari. — Kári. teikningum Framikvæmdanefnd- ar byggingaráætlunar. Sagði Geirharður, að væntanlega muni 'borgin einhverntíma hafa áhuga á að bjóða það til úthlutunar. Háu húsin eru skipulögð fyrst og fremst til að framleiða út- sýnisíbúðir, auk þess sem reynt Framhald á bls. 27 í FRÉTT frá bongamáði, sem Mbl. barst í gær, segir, að á fundi ráðbins 28. þ.m. haíi ver- ið lögð fram fundargerð stjóm- ar Strætisivag'na Reyíkjavíkur frá 22. þ.m. og forstjóri S.V.R. og Einar B. Pálsson verktfræð- inigur hafi skýrt tiillögur að nýju leiðakerfi Strætisvagna Rey’kjaví'kur. Mbl. hatfði sam- band við forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, Eirik Ásgeirsson og spurði hann nánar frétta aí þesisu málL Viðgerðarskipið beið ótekta EKKI hefur enn tekizt að gera við ritsímastrenginn, sem slitn- áði fyrir helgina fyrir sunnan Færeyjar. Er Mbl. hafði sam- band við Pétur Brandsson, yfir- umsjónarmann talsambandsins við útlönd í gærkvöldi, sagði hann, að kl. 18 i gær hefði við- gerð ekki verið hatfin. Viðgerð- arskipið lá þá yfir strengnum, þar sem hann er slitinn og beið átekta, en þá var ekki hægt að athatfna sig til viðgerða vegna veðurs. FIMM manns slösuðust í árekstri sem varð hjá Fellsöxl í Skil- mannahreppi í Borgarfirði um fjögurleytið í fyrradag. Voru hin- ir slösuðu fluttir til Akraness, þar sem gert var að meiðslum þeirra. Lá þrennt enn í sjúkra- húsinu í gær, en líðan var sæmi leg eftir atvikum. Samkvæmt upplýsingum Akra neslögreglunnar var Mercedes- Eirí'kur kvað það rétt vera, að drög að nýrri strætisvagna- áætiun hefðu verið lögð fyrir borgarráð. Hefði verið unnið að undirbúningi nýs leiðakerfis á þriðja ár hjá Einairi B. Páls- syni, verkfræðingL og málið ihefðd vesrið rætit á nokkrum Patrekstfirði, 30. janiúar. ÞAÐ slys varð um þrjúleytið í gær, er vélbáturinn Sætfari frá Tálknafirði var að draga lín- una, að brotsjór tók siig upp og braut yfir skipið með þeirn af- leiðingum, að út tók einn skip- verjann, Einar Ásgeir Þórðarson frá Patreksfirði og sást haron ekki atftur. Brotsjór þessi braut dkipið ofan þilja, sópaði burt fiski'kösisum og sfcjólborðum, Benz bifreið á leið frá Akranesi, er hún mætti Volksvagenbifreið, sem var á vesturleið, og lenti þá út á vinstri vegarbrún og rakst á Volksvagenbifreiðina. Kenndi ökumaður því um, að hálka hefði verið og bifreiðin hefði runnið til á veginum. Bifreiðarnar eru báðar mikið skemmdar og óöku- hæfar. fundum hjá stjórn Strætisvagna Reykjaivíkur frá því í nóvem- ber. — Málið er vandmieðtfarið og margt sem þarf að taka ti'l greina áður en hægt verður að samiþy'kkja nýja ieiðarkertfið endanlega, sagði Eiríkur. Hér er um að ræða veigamiklar breyt- Framhald á bls. 27 radar varð óvirkur og rúður brotnuðu í yfirtoyggingu. Skipstjórinn néði fljótílega sambandi við ms. Tunigutfell frá Tálknatfirði, sem fylgdi Sæfara til hafnar etftir að skipið hafði dvalizt um kiufcfcustuind á slys- stað og leitað mannsins. Sjópróf hafa ekki farið fram. Einar Ásigeir var 45 áira, kvænt ur og lætur eftir sig konu og fimm börn. þar af tvö innan fermingar. — Trausti. Leikfélag Sauðárkróks segir sig úr B.Í.L. — Veigamiklar breytingar á leiöakerfi strætisvagnanna — Málið rœtt í borgarráði Skipverji drukkn- ar af Sæfara — — Lœtur ettir sig konu og 5 börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.