Morgunblaðið - 06.02.1969, Side 10

Morgunblaðið - 06.02.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FERRÚAR 1969. ERLENT YFIRLIT -j< Nasser skýrir afstöðu sína -j< íraksstjórn völt í sessi -j< Kosningar í Norður-írlandi Fjórveldaviðrœður? Hengingarnar í írak hafa vak- ið gífurlega reiði víða um heim og greinilega spillt má'lstað Ar- aba. ísraelsmenn hafa enn ekki fallið í þá freistni að hefna henginganna eins og margir hafa óttazt. Þannig geta þeir haldið því fram, að hengingarnar séu ágætur vitnisburður um stjórn- arfarið í Arabalöndunum, þótt margir fsraelsmenn telji, að hefndarráðstafanir séu það eina er valdhafarnir í frak skilji. En þeir beita sér af alefli fyrir því að gripið verði til öruggra ráð- stafana til þess að vernda líf og hagsmuni Gyðinga í Araba- löndunum og þessi viðleitni þeirra nýtur mikillar samúðar, eins og reiði sú, er hengingarn ar hafa vakið, ber vott um. Hengingarnar urðu til þess að Nixon forseti varaði við árekstr um með kjarnorkuveldunum og að U Thant hélt fyrsta blaða- mannafund sinn um fjögurra mán aða skeið til að hvetja til fjór veldaviðræðna um ástandið í lönd unum fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú hefur Nasser forseti útskýrt nánar skilyrði Egypta fyrir frið samlegri lausn í blaðaviðtali, og telja ýmsir að þessi síðasta yfir Iýsing hans geti orðið grundvöll- ur að tilraunum fjórveldanna til að koma á friðsamlegu samkomu lagi. Fréttaritarar telja fullvíst, að Nasser hafi ákveðið að varpa nýju Ijósi á afstöðu sína með hliðsjón af því, að sterkar lík- ur eru á því að fjórveldin ráð- færist um ástandið eins og sjá má á áhuga Nixons á tillögu de Gaulles um fjórveldaviðræður og tlillögu hans um, að Sam- einuðu þjóðirnar verði látn- ar gegna mikilvægu hlut- verki í sambandi við lausn vanda málanna. í viðtalinu sagði Nass- er, að ef ísraelsmenn hörfuðu frá herteknu svæðunum væru Egyptar fúsir til að aflétta styrj aldarástandinu, er ríkti þeirra á milli, viðurkenna rétt beggja þjóðanna til að lifa í friði bak við trygg og viðurkennd landa- mæri og viðurkenna siglingarétt fsraelsmanna á alþjóðlegum sigl ingaleiðum. Hingað til hefur Nasser verið mjög tregur ti'l að gefa bind andi yfirlýsingar og haldið því I fram, að það sé sigurvegaranna að gera nákvæma grein fyrir kröfum sínum. Hann hefur oft haldið því fram, að ekki megi búast við því að Egyptar sætti sig við að láta af hendi hluta af eigin landi. Hann hefur nú skýrt nánar afstöðu sína í veiga miklum atriðum, en enn er mörg- um spurningum ósvarað, t.d. því, hvað gera megi til hjálpar flótta mönnum, hvar draga eigi marka línuna milli ísraels og Jórdaníu og hvort Egyptar vilji eða geti dregið úr starfsemi samtaka pal- estínskra skæruliða, sem hafa l 31 því opinbertega yfir, að þeir hafi engan áhuga á friðsamlegu samkomulagi. OLGA f GAZA í ísrael hefur ástandið á Gaza svæðinu versnað til muna að und anförnu. Um helgina efndu 3.000 skólastúlkur til mótmælaaðgerða og allmargar slösuðust í átökum. Þessir atburðir eiga rætur að rekja til þess að um áramótin voru 100 manns, þar af allmarg- ar konur, handteknir, gefið að sök að hafa verið félagar í and- spyrnuhreyfingu, sem staðið hef ur fyrir sprengjuti'lræðum, skemmdarverkum og morðum. Um miðjan síðasta mánuð reyndi hópur manna að ryðjast inn í ísraelska herstöð á Gazasvæðinu til að fá nokkrar hinna handteknu kvenna leystar úr haldi. Ein kona beið bana og níu konur særðust í þessum átökum. Dayan varnar- málaráðherra heimsótti svæðið vegna þessara atburða, sem hafa vakið feiknareiði meðal Araba, baðst afsökúnnar á hugsanleg- um mistökum og hét því að rann sókn yrði fyrirskipuð, en síðan hefur ekkert frétzt um rannsókn í málinu. Cyðingum kennt um Aftökumar í frak voru síður en svo nokkurt einsdæmi. Þar hefur ofbeldi jafnan sett svip sinn á stjórnmálabaráttuna. Hálf gerð skálmöld hefur ríkt í land inu um tíu ára skeið og tíu til tólf sinnum verið gerðar bylting ar eða gagnbyltingar. Núver- andi valdhafi, al Bakr forseti sem brauzt til valda í júlí í fyrra, er eins valtur í sessi og margir fyrri valdhafar, enda hefur hon um ekki tekizt að fá allan her- inn til fylgis við sig, aðeins hluta Baath-flokksins fylgir honum að málum og Kúrdar eru honum fjandsamlegir. Stjórn al-Bakrs beið mikinn álitshnekki í desember, þegar ísrae’lskar hersveitir réðust á stöðvar íraskra hersveita í Jór daníu. Al-Bakr notaði tækifærið til þess að reyna að sameina þjóðina gegn sameiginlegum óvin og treysta sig í sessi. í harð- orðri ræðu skar hann upp her- ör gegn ísraelskum njósnurum, útsendurum CIA og heimsvalda- sinna, sundrungaröflum, skemmd arverkamönnum og gagnbylting- arsinnum. í kjölfar þessarar ræðu fylgdu síðan pólitískar hreinsanir. Ab- del Raham Bazzaz fv. forsætis- ráðherra, einn hófsamasti stjórn málaleiðtogi landsins, og Abdel Aziz al-Ukayli fv. landvarnaráð herra voru handteknir. Auk þeirra voru tugir manna tekn- ir fastir, þeirra á meðal 20 Gyð- ingar. Forseti herráðsins og 20 háttsettir yfirmenn í hernum voru sviptir störfum. Harðvítug áróðursherferð var hafin gegn „njósnurum zíonista og CIA“, og náði hún hámarki með sýniréttar hö'ldum á dögunum og aftökum Gyðinga níu og fimm annarra manna. DREIFA ATHYGLINNI Allt virðist þetta benda til þess, að stjórnin hafi talið sig valta í sessi og viljað gera að engu áhrif hugsanlegra óvina, er kynnu að ógna henni. Ótrú- legt þykir að Gyðingarnir níu hafi stundað njósnir í þágu fsra- els eða tekið þátt í bar- áttu gegn stjórninni. Að minnsta kosti hefur ekkert komið fram er styður slíkar stað hæfingar, og hinir líflátnu virt- ust vera venjulegir borgarar er ótrúlegt er að hafi haft sam- bönd á háum stöðum. Þeir voru einfaldlega gerðir að sökudólg- um og skuldinni ske'llt á þá. Stjórnin í írak er bersýnilega hrædd við ísraelsmenn, og þeim er kennt um allt sem aflaga fer. Þannig virðist tilgangur sýni- réttarhaldanna einfaldlega vera sá að dreifa athygli landsmanna frá sívaxandi erfiðleikum. Megn óánægja ríkir í garð stjórnar- innar og getur reynzt stjórninni hættuleg. Það getur ekki síður orðið henni hættulegt, að aðeins tiltölulega fámennir hópar standa að henni. Þá eru vö’ld stjórnar- innar í hættu vegna innbyrðis ágreinings og togstreitu. Að sögn fréttaritara New York Times koma aðallega tveir menn við sögu í þessari valdastreitu: Hardan Takriti landvarnaráð- herra og Salah Amash innan- ríkisráðherra. Takriti vill mynda stjórn á breiðum grundvelli til þess að treysta hana í sessi og tryggja samsitöðu sem flestra þjóð félagsafla. Amash er aftur á móti harðljnumaður og vill sam- eina öll völd í ihendur Baath- flokknum. Talið er, að Amash hafi staðið á bak við hreinsun- ina í hernum í síðasta mánuði. Ekki er búizt við að stefn- an gagnvart ísrael breytist þótt ný stjórn taki við völdum. Bú- ast má við, að framhald verði á sýniréttarhöldum og jafnvel hengingum, því að mikið móður sýkisandrúmsloft ríkir í landinu. Ósigurinn fyrir ísraelsmönnum dró svo úr sjálfstrausti frak- búa að þeir lifa stöðugt í ótta við samsæri zíonista. Stjórnin hefur aldrei verið hræddari við A1 Bakr samsæri zionista en einmitt nú, þegar hún er hrædd um völd sín, að því er vestrænir sérfræð- ingar telja. Mótmœlendur eru klofnir Terence O’Neill höfuðsmaður, forsætisráðherra Norður-frlands hefur ákveðið að efna til kosn- inga eftir þrjár vikur til þess að tryggja framgang umbóta- stefnu, sem miðar að því að kom ið verði til móts við kröfur ka- þólska minnihlutans, sem á und- anförnum mánuðum hefur háð harða baráttu gegn því misrétti sem hann hefur orðið að búa við um langan aldur. O’Neill hefur átt við mikla erf- iðleika að stríða í flokki sínum, Sameiningarfilokknum, og hafa 13 þingmenn flokksins skorað á hann að segja af sér. Hægrisinn ar í flokknum hafa barizt gegn öl'lum tilslökunum gagnvart ka- þólska minnihlutanum, sem er þriðjungur íbúanna, og reynt að bola honum frá völdum. Það sem þeir hafa óttazt mest er að O’- Neill breyti óréttlátu og úreltu kosningakerfi þannig að allir fái jafnan kosningarétt, en það hefur verið ein meginkrafa ka- þólskra. Samkvæmt núverandi kerfi er kjósendum sumstaðar mismunað eftir efnahag. Frambjóðendur stjórnarinnar á Norður-írlandi hafa jafnan sigr- ð í kosningum með miklum meiri hluta atkvæða. Flokkur mótmæ'l- enda, Sameiningarflokkurinn, hefur 37 þingsæti, en flokkur írska þjóðernissinna, sem ka- 'þólskir styðja, hefur aðeins 12 þingsæti, Verkamannaflokkurinn sem einnig nýtur stuðnings ka- þólskra, hefur tvö þingsæti og Frjáíslyndi flokkurinn eitt. En mikil óvissa ríkir í kosningum að þessu sinni vegna þess að leið- togi ofstækisfullra mótmælenda, séra Ian Paisley, hefur lýst yfir því að hann og stuðningsmenn hans muni bjóða fram gegn 0‘- Neill í öllum kjördæmum. DREIFAST ATKVÆÐIN? O’Neill vonar að í kosningun- um hljóti hann ótvíræðan stuðn- ing kjósenda við fyrirætlanir sín ar um að koma til móts við kröf ur kaþólskra, um að misrétti verði afnumið, ekki aðeins í kosn ingum heldur einnig í atvinnu- lífinu og húsnæðismálum. Ástæð an er sú, að hann hefur ekki getað hrundið þessum umbótum í framkvæmd vegna andstöðu í eigin flokki og utan hans. Öfga sinnar hafa einmitt óttazt mest að O’Neill stigi þetta skref til að sniðganga þá. O’Neill reiðir sig á stuðning hófsamra kjósenda. Ákvörðun séra Paisleys, sem nýlega var stungið í fange’lsi fyr- ir að efna til mótmælaaðgerða gegn mótmælagöngu sem kaþólsk ir efndu til, getur hins vegar sett strik í reikninginn. Séra Paisely nýtur mikiila vinsælda meðal verkamanna í Belfast, helztu borg Norður-írlands, þar sem O’Neill hefur sigrað með að eins 10.000 atkvæða mun í und- anförnum kosningum, og auk þess á hann víst mikið fylgi meðal sveitafólks. Framboð Paisl eys veldur splundrungu meðal jótmælenda, sem nú munu klofna í hóp öfgamanna og hófsamra. Framhald á bls. 8 Öflugur hervörður hefur verið við brezka sendiráðið í Bagdad síðan efnt var tll mótmæla- aðgerða við bygginguna eftir aftökumar á dögunum. Mótmælt var opinberum yfirlýsingum Breta, þar sem aftökunum var mótmælt. Séra Ian Paisley er hann var handtekinn í síðustu viku fyrir að stjórna ólöglegri mótmæla- göngu, sem farin var til að mótmæla mótmælaaðg-erðum sem kaþólskir menn höfðu efnt til. Þegar Paisley var sleppt úr haldi nokkrum dögum síðar lýsti hann yfir því, að hann og stuðningsmenn hans mundu bjóða fram gegn flokki O’Neills forsætisráðherra í öllum kjör- dæmum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.