Morgunblaðið - 25.02.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 25.02.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968. Skýrsla Emils Jónssonar, utanríkisráðherra til Alþingis: Öll aðildarríkin halda áfram þátttöku sinni í NATO — Hernoðorjbýd/ng Islands jafnmikil og áður — Merkt framlag Islands á Allsherjarþinginu MIKLAR umræður urðu um utanríkis- og alþjóðamál í Sameinuðu þingi í gær, er Emil Jónsson, utanríkisráð- herra flutti Alþingi skýrslu um utanríkismál. Kom ráð- herrann víða við í ræðu sinni og drap á flesta þætti í utan- ríkisstefnu íslendinga, jafn- framt því, sem hann gerði grein fyrir helztu málum á alþjóðavettvangi og viðhorf- um í þeim. Utanríkisráðherra fjallaði sérstaklega um norræna sam vinnu, Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og varnarsamninginn frá sjónar hóli íslenzkrar utanríkis- stefnu og fara hér á eftir kaflar úr skýrslu ráðherrans sem fjalla um þessi atriði. Að lokinni ræðu ráðherr- ans var gert fundarhlé en umræður hófust á ný kl. 18 og flutti þá Magnús Kjart- ansson (K) ræðu, en fundi var síðan fram haldið kl. 21 í gærkvöldi. Emil Jónsson utanríkisráð- herra: Okkar utanríkismá'lastefna byggist, eins og ég hefi nefnt hér áður, aðallega á fjórum at- riðum. í fyrsta lagi á náinni sam vinnu við hin Norðurlöndin. í öðru lagi á þátttöku í störfum Sameinuðu þjóðanna. í þriðja lagi á þátttöku í Norður-Atlants hafsbandalaginu og í fjórða lagi á góðri samvinnu við okkar viðskiptalönd án tillits til þess, hvernig þau haga sínum innan- landsmálum og stjórnarfari. Ég skal nú fara nokkrum orðum um þessi atriði. SAMVINNA V»ð NORÐURLÖNDIN Norðurlandaþjóðirnar eru skyld astar okkur allra þjóða. Menn- ing þeirra og menningarlíf hef- ur þróazt af sömu rót. Stjórn arfar þeirra er svipað og okkar og fyrst og fremst byggt á frelsi einstaklingsins og lýðræði. Þeg- ar af þessum ástæðum er ástæða til, að við höfum við þessar þjóð ir nánari tenjsl en við aðrar. En fleira kemur til. Við erum allra þjóða smæstir og einir get- um við litlu áorkað, hvorki í okkar málum á alþjóðavettvangi né annarra. En samanlögð íbúa- tala Norðurlandanna allra er um 20 millj. og á málflutning þeirra er hlustað hvar sem þau beita sér sameiginlega íyrir afgreiðslu málanna. Það 3ð vera með í þeirra hópi gefur okkur styrk, og þá er enn eins að geta, að oft og mörgum simrim skortir okkur upplýsingar vegna fámennis okk ar utanríkisþjónustu. Er þá oft- ast leitað til Nc.rðurlandanna, en þær upplýsingar, sem okkur skortir, eru þar jafnan fúslega veittar. Um þessa aðstöðu okkar til Norðurlandanna hygg ég, að flestir íslendingar séu sammála. Þó hafa komið fram raddir um það, að réttast væri að hafa aðeins eitt sendiráð fyrir Norð urlöndin öll. Það hygg ég að væri ekki vel ráðið. Svo náið er sambandið milli okkar og þeirra, að ég tel fulla þörf á að hafa stöðugt samband okkar í milli, samband, sem einungis er mögulegt með þvi að hafa sendi- ráð á staðnum eins og nú er. Og það væri ekki heldur vel séð af þeim, ef eitthvert af sendiráðum okkar væri lagt niður, og hefur það greinilega komið í ljós. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í styrjaldarlok- in, var yfirlýst stefna þessara samtaka að se+ja niður deilur á milli rikja. Þetta hefur ekki tek izt nema að segja rregi miðlungi vel. í nokkrum tilfellum hefur þetta þó tekizt, en í allt of mörg um tilfellum hefur það ekki tek- izt. Sameinuðu þjóðirnar geta lít ið annað aðhafzt. þegar slíkar deilur koma upp. en að gera sam þykktir, sem þó hefur oft og tíð- um verið erfitt að fá fram vegna neitunarvalds nokkurra þjóða í öryggisráði. En þó að slíkar sam þykktir hafi verið gerðar, hafa mörg ríki, sem þessar ályktan ir snerta, haft þær að engu og farið sínu fram. Framkvæmda- vald hefur stofnunin ekkert, enda ætlazt til, að deilur þessar verði jafnaðar með friðsamlegum hætti. Friðargæzlusveitir eru þó til nokkrar, en allt of fáar og vanmegnugar. Er þá komið að þætti íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á því allsherjarþingi sem nú er nýlokið, 23. allsherjarþinginu, hefur ísland látið verulega að sér kveða, og haft forystu í hópi þjóða í þeim efnum, sem varða hagsmuni str.indríkja og varð- veizlu fiskistofna á hafinu utan fiskveiðilögsögunnai. Höfum við flutt tvær tillögur á þinginu í þessum efnum, og svo vel tókst til, að þær hlutu báðar sam- þykki. Má það kallast vel af stað farið á þessum vettvangi, því það vita allir sem til þekkja, að í þessum hópi 12§ þjóða fer það ekki alltaf svo, að smæstu ríkin komi þannig hagsmunamál um sínum í höfn. Megum við ís- lendingar því sannarlega vel una við þær viðtökur, sem þessar tvær tillögur okkar hlutu á þessu veraldarþingi þjóðanna. Ekki aðeins teljum við okkur með því hafa bokað góðum mál- um og gagnlegum nokkuð áleið- is, heldur vöktu báðar hinar ís- lenzku tillögur allmikla athygli og urðu jafnframt til þess að kynna sjónrmið okkar heima fyr ir og hagsmuni fiskveiðiréttar- mála. Getur það komið okkur að góðu gagni síðar meir. Fyrri till. okkar fjallaði um það, að alþjóðareglur skuli sett ar til þess að komið verði í veg fyrir að fiskistofnarnir bíði tjón af mengun sjávar. Jafnfram skuli þegar í stað hafin athugun á því, hvaða réttindi skuli veita strand ríkjum til þess að vernda fiski- stofnana, þegar mengun hefur átt sér stað, eða hætta er á henni í hafinu fyrir utan fiskveiðilög- söguna. Er ljóst að fyrir fslend- inga og aðrar þær þjóðir, sem byggja á fiskveiðum, getur hér orðið um mikilvæga, nýja rétt- indaheimt að ræða. Tillaga þessi er fram komin vegna þess, að mjög fer það nú vaxandi, að þjóð ir vinni þær auðlindir, sem á hafsbotni finnast, svo sem gas, kol og olíu, en við slíka náma- vinnslu er ætíð hætta á því, að al'ls kyns eiturefni komizt út í hafið, sem fiskistofnunum getur stafað stórhætta af, því að slík efni geta borizt óravegu með hafstraumum á skömmum tíma. Þótt undarlegt megi virðast eru ekki í dag til neinar alþjóða- reglur, sem miða að þvi að hindra að álík hættuleg mengun geti átt sér stað. f hafsbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna bar því ís- lenzka nefndin upp tillögu, á s.l. sumri um, að Sameinuðu þjóðirn ar láti semja slíkar reglur, og verði einn þáttur þess verks að kanna, hvaða ný réttindi eigi að veita strandríkinu á þessu sviði utan landhelginnar. Tillagan fékk strax góðan byr í hafs- botnsnefndinni og var borin fram á Allsherjarþinginu í vet- ur. Þar óskuðu 40 ríki eftir því að fá að gerast meðflutnings- menn að tillögunni, þar á meðal Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland. Hlaut tillagan mikið fylgi, og var samþykkt í einu hljóðimeð 119 atkv. skömmu fyrir þinglokin í desember. Verð ur nú strax hafizt handa um framkvæmd rannsóknar, sem til lagan gerir ráð fyrir, hvernig bezt verði hindrað, að mengun frá vinnslu á hafsbotni hafi skað leg áhrif á fiskistofnana og ann að líf í sjónum. Skipuleggur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna rannsókn þessa, en sér stök sérfræðinganefnd nokkurra alþjóðastofnana mun væntanlega annast hana. Þegar álit liggur fyrir, mun málið aftur koma fyr- ir þing Sameinuðu þjóðanna og gefst okkur, sem öðrum þjóð- um, þá tilefni til og tækifæri til þess að greina frá áliti okkar að nýju. Er þess að vænita, að nið- urstaða þessa frumkvæðis af okkar hálfu verði sú, að sam- inn verði ýtarlegur alþjóðasamn ingur um varðveizlu gegn meng un sjávar, og er það vissulega þarft mál og tímabært. Þá skal^ getið um hina tillög- una, sem ísland bar fram á þingi Sameinuðu þjóðanna í vetur. Sú tillaga fjallaði um vernd fiski- stofnanna á úthöfunum og aukna alþjóða samvinnu um skynsam- lega varðveizlu þeirra og nýt- irugu. Var þessd tillaga Islamds flutt við umræðu um eitt dag- skrármálið í annarri nefnd á Allsherjarþinginu um auðæfi hafs ins. Hafa Sameinuðu þjóðirnar síðustu tvö árin látið gera ýtar- lega, sérfræðilega greinargerð um það, hveroig auðæfi hafsins verði bezt nýtt, og var skýrsla sérfræðinganefndarinnar til um- ræðu í nefndinni. íslenzku sendi nefndinni. þótti nauðsynlegt, að Allsherjarþingið mótaði stefnuna í þessum mikilvægu málum á grundvelli sérfræðingaskýrslu þessarar, og gæfi hinum ýmsu sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna fyrirmæli um það, að hvaða verkefni bæri fyrst og fremst að starfa á þessum vettvangi. Hér er um að ræða tvö meginmark- mið. í fyrs'ta laigi, að fiskistofniar út hafsins gefi meira af sér en hingað til, en það er einmitt á úthafinu sem meiri hluti fisk- veiða okkar fer fram. í öðru lagi er milkilivægt, að fiskistofnum úthafsins sé veitt nægiieg vernd gegn ofveiði, svo að þeim sé ekki hætta búin af þeim sökum. Bar ísLeinz'ka sendinefndin því fram tillögu sína um nýtingu og vernd fiskistofnanna á úthöfun- um. Segir þar m.a., að tryggja verði með aukinni alþjóðasam- vinnu, að fiskistofnar úthafanna hljóti fullnægjandi vernd, svo að arður þeirra verði jafnan í há- marki. Annað sé ekki afsakan- legt af samfélagi þjóðanna, þeg- ar til þeirrar staðreyndar er lit- ið, að meir en helmingur mann- kyns býr við næringarskort í dag. Er í tillögunnum skorað á allar þjóðir að auka sanwinnu sína á þessu sviði með sérstöku tilliti til þarfa þróunarlanidanna. Jafnframt er sérstofnunum Sam- einuðu þjóðanna, sem að fiski- málum starfa, falið að auka starf Emil Jónsson. sitt, að því er varðar vernd fiskistofnanna og efla samvinnu sína og stuðla að sem betri nýt ingu auðæfa hafsins, Leggur tillagan framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna þá skyldiu á herðar að gefa 25. þinigi Sameinuðu þjóðanna skýrslu í samráði við efnahags- og félags- málaráð samtakanna um það, sem áumnizit hefur um vernd fislki- stofnanna og betri nýtingu þeirra á grundvelli hinnar íslenku til lögu. Fljótt kom í ljós að tillaga þessi átti verulegu fylgi að fagna á þinginu og sögðu fulltrúar ým issa ríkja að hér væri borið fram þarft og merkilegt mál, svo mjög sem fæðuskorturinn er orðinn alvarlegt vandamál í veröldinni í dag. Ættu Sameinuðu þjóðir- nar að láta sig það meiru varða, en hingað til hefur verið. Þegar tillagan kom síðan til atkvæða á Allsherjarþinginu hinn 17. des sl., var hún samþykkt með 99 atkv., án mótatkvæða, en 8 sátu hjá. Með þessari tillögu höfum við vakið athygli á breiðum vett vangi á því vandamáli, sem einna stærst er í okkar augum. Nauð syn þess að hindra rányrkju á fiskimiðum og tryggja sem bezt- an arð fiskistofnanna. Vitanlega er okkur mikilvægast, að slíkt sé tryggt á okkar eigin miðum hér í N-Atilamfcshatfiniu, en þess er ekki síður þörf víða annars staðar. Mátti það merkja atf þeim hljómgrunni, sem hin íslenzku tillaga fékk í umræðum og at- kvæðagreiðslunni. Er það vissu- lega líka þróun í rétta átt, að við íslendingar ræðum ekki sýknt og heilaigit eingömgu um okkar eigin hagsmunamál á al- þjóðaivettvaingi. Það höfum við gert með flutn- ingi þeirra tveggja tillagna sem hér hafa verið ræddar. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Ég vildi ræða nokkuð um upp isagnarákvæði AtHantshafsbanda lagsins sérstaklega vegna þess, að um þau hefur verið allmikið rætt manna á meðal undanfarin misseri og hefur þá stundum gætt nokkurs misskilnings. Samning- urinn gildir um óákveðinn tíma og er hann óuppsegjanlegur fyrstu 20 árin. 13. gr. hljóðar svo: „Þegar 20 ár eru liðin frá gild istöku samnings þessa, getur hver aðili sagt honum upp með eins árs fyrirvara talinn frá afhend- ingu tilkynningar þess efnis til ríkisstjórnar Bandaríkjanna, að hún skýri ríkisstjórnum annarra aðila frá afhendingu slíkra til- kynninga." Samningurinn fellur sem sagt ekki úr gildi núna eða að end- uðum 20 árum. Hann heldur áfram gildi og eru gildistíma- bilinu ekki takmörk sett. En nú fyrst eftir 20 ár gefst möguleiki á að segja samningnum upp með eins árs fyrirvara og engrar endurskoðunar er krafizt á þessu ári samkv. ákvæðum samnings- ins. En eins og gefur að skilja, hafa þessi mál verið mikið til umræðu, þar sem nú fyrst væri möguleiki á að segja samningn- um upp. Ég vil leggja höfuð- áherzlu á þá staðreynd, að ekk- ert bandalagsrikjanna hyggur á að notfæra sér þennan mögu- leika eins og er a.m.k., heldur þvert á móti eins og skýrt kom fram á síðasta utanríkisráðherra fundi í Brússel í nóvembermán- uði s.l. Þar náðist fullkomin sam staða fulltrúa allra 15 aðildar- ríkjanna um áframhaldanidi gildi bandalagsins til þess að tryggja öryggi aðildarþjóðanna og til þess að byggja á viðleitnina til samkomulags í Evrópu, eins og lesa má í 12 gr. í fréttatilkynn- ingu fundarins. Þar er einnig ítrekað, að samningurinn sé gerð ur til óákveðins tíma og jafn- framt tekið fram, að atburðirnir að undanförnu og er þar átt við Tékkóslóvakíu, að áframhald- andi tilvera bandalagsins hafi aldrei verið nauðsynlegri held- ur en nú. Þetta skrifuðu allir ráðherrarnir undir, en sá franski Michael Dubree, bætti við, að svo framarlega sem atburðir næstu ára mundu ekki leiða til róttækrar breytingar á samskipt um austurs og vesturs taldi franska ríkisstj., að bandalagið yrði að halda áfram svo lengi sem það virtist nauðsynlegt. VARNARSAMNINGURINN Þá kem ég nánar að varna- samningnum við Bandaríkin frá 1951. Óþarft ætti að vera að rekja hér einn einu sinni ástæð- urnar fyrir því, að hann var gerður á sínum tíma eða þróun þeirra mála síðan. Þetta gerði ég að nokkru í skýrslu minni hér á þingi hinn 19. apríl s.l., en þessi saga er flestum kunn og mörgum ofarlega í huga, enda eru samskipti okkar við varnar- liðið stöðugt undir smásjá al- mennings eins og vera ber líka og sífellt til umræðu á opinber- um vettvangi. Nú síðast vegna furðulegra tillagna, sem settar voru nýlega fram í viðræðuþætti í útvarpinu. Þótt við höfum góða reynslu af samskiptum við varnarliðið, þá er okkur óefað hollast að hafa ekki erlent herlið hér á landi til langdvalar. Þess vegna, þurfum við stöðugt að endur- meta allar aðstæður og athuga, hvort breyting getur talizt æski leg á skipun þessara mála. Þetta hefur ríkisstjórnin gert og ger- ir enn. Það er ekki aðeins stjórnmálaástandið í heiminum og í Evrópu alveg sérstaklega, sem þarf að fylgjast með og íhuga, heldur einnig breytingar á hern aðarþýðingu íslands, sem vegna legu sinnar er miðpunktur á sam gönguleið yfir Norður-Atlants- haf. Þrátt fyrir hraðfleygar og stórstígar framkvæmdir í smíði gereyðingarvopna og hernaðar- tækni allri, ef þannig má að orði kveða um þróunina á svo ógn vekjandi iðju, þá mun það álit sérfræðinga, að herfræðilegt mikilvægi íslands fari ekki minnkandi. Þrátt fyrir stöðugt öflugri eldflaugar og atómvopn og stöðugt næmari tækjabúnað til þess að finna og fylgjast með hugsanlegum árásaraðilum, þá fer hernaðarþýðing íslands sízt minnkandi og þar af leiðandi varnarþörfin einnig. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.