Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 1
 32 SIÐUR 55. tbl. 56. árg. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sex fórust, úttu í sjúkruhúsi * — Talið nð sprenging hnii orðið við vistarverur írammi í Hollveigu Fróðudóttur „Við trúum þessu ekki enn þá,“ var það eina, sem Guð- björn Jensson, skipstjóri, gat sagt við fréttamann Morgun- blaðsins, þegar Hallvcig Fróðadóttir lagðist að í Kefla vík í gær með lík sex skip- verja um borð. Skipverjarn- ir sex köfnuðu, þegar eldur og reykur komust í vistarver ur þeirra frammi í skipinu um fjögurleytið í fyrrinótt en þá var togarinn staddur 9-10 sjóm. SV af Malarrifi á sigl- ingu til veiða. Þeir, sem fórust, voru háset arnir: Pétur Jónsson, Njálsgötu 20, 41 árs, sem lætur eftir sig konu og 7 börn á aldrinum 12—19 ára. Eggert Kristjánsson, Höfða borg 3, 38 ára, sem lætur eftir sig unnustu og föður. Slökkviliffsmennirnir og sjúkraliffinn voru iátnir síga úr þyrl- unni niður á dekk Þórs. (Ljósm. Sæmundur Ingólfsson, Þór). Hinir látnu sjómenn flultir í land í Keflavík. (Ljósm. Ól. K. M.) Dórland Jósepsson, Flóka- götu 64, 32 ára Vestur-íslend- ingur, sem lætur eftir sig föð ur busettan í Winnepeg. Kjartan Sölvi Ágústsson, Ljósheimum 10, fertugur að aldri og einhleypur. Sigurður Ingimundarsson, Nönnustíg 10, Hafnarfirði, 38 ára og lætur eftir sig móður. Óskar Sigurbjarni Ketils- son, Gestshúsum Álftanesi, 48 ára, einhleypur en lætur eftir sig móður. Níu skipverjar af Hallveigu Fróðadóttur voru fluttir í Slysavarðstofuna í Reykja- vík, þar sem þeir höfðu allir orðið fyrir kolsýringseitrun. Einn þeirra fékk að fara heim af Slysavarðstofunni en átta voru lagðir inn í lyflækn ingadeild Borgarsjúkrahúss- ins. í gærkvöldi var líðan þeirra eftir atvikum góð og þeir á batavegi. Þessir átta skipverjar voru allir frammi í, þegar eldurinn kom upp. „SKYNDILEGA SÁ ÉG REYKJARSÚLU ...« Hallveig Fróðadóttir RE-203 lét úr Reykjavíkurhöfn um mið- nætti í fyrrinótt á veiðar. Um kl. 4 þegar skipið var statt 9—10 sjómílur suðvestur af Malarrifi, virðist skyndilega hafa orðið sprenging frammi í skipinu, og mikin.n reyk lagði upp um lúkars dyrnar stjórnborðsmegin. Njáll Gíslason, háseti, var á stýrisvakt, þegar þetta gerðist, og sagði hann Morgunblaðinu svo frá: „Ég heyrði enga spreng- ingu, en skyndilega sá ég reykj- arsúlu rísa upp frammi á skip- inu, og svo bjarmaði fyrir eldi.“ — Talið er, að sprenging hafi orðið við lúkar frammi í. Þar sem rannsókn á upptökum elds- ins er enn ólokið er ekkf ljóst, hvoft sprengingin stafaði af kynditæki, sem er í eldtraustum klefa aftan við neðri lúkarinn, eða einhverju öðru. VÖKTU FÉLAGA SÍNA Fjórtán menn voru í íbúð skip verja frammi í þegar þetta gerð- ist — sex í efri lúkar og 8 í þeim neðri. Nokkrir þeirra voru í fasta svefni, en aðrir vakandi og vöktu þeir félaga sína. Sex mönnum tókst ekki að komast út, því reyk kófið var svo mikið og hættu- > legt; sagði bandaríski sjúkralið- inn, sem fór um borð í togarann, þriggja til fjögurra mínútna dvöl í slíku reykkófi banvæna. Skipverjar hófu þegar slökkvi- starf og dældu sjó á eldinn. — Skömmu seinna kom Höfrungur II. AK, á vettvang og síðar björg unarskipið Elding og Skírnir AK og aðstoðuðu þau við slökkvi- starfið. Skipverjar á Skírni settu slöngur um borð í Hallveigu, og skipverjar á Eldingunni fóru um borð í froskmannsbúningum, og tókst með þeim hætti að vaða reykinn og komast betur að eld- inum. í>á hafði slökkviliðið í Reykjavík samband við togar- ann og íeiðbeinti um slökkvistarf ið, sem var mjög hættulegt, þar sem um olíueld var að ræða. ; . Haífsteinn Jóhannsson á Eldingu tjáði Mbl. að hann hefði kocmið að Hal'iveigu laust eftir kl. 5. „Mjög mikil'l reykur var þá frammi í sikipinu, en lítill eldur að því er virtist og var hann einkum í efri lúkarmum“. Klukk- an 8.45 kom varðskipið Þór á Framhald á bls. 11 Eggert Kristjánsson. Pétur Björn Jónsson. Dórland Jósepsson. Sigurffur Ingimundarson. Sigurhjami Ketilsson. Kjartan Sölvi Agústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.