Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. Bnldvin P. Dungol lútinn BALDVTN P. Dungal, kaupmað- ur, lézt sl. miðvikudag í sjúkra- húsi í Leipzig. Var hann á ferða- lagi í Austur-Þýzkalandi, þegar hann veiktist Baldvin P. Dungal var fæddur 24. júní 1903. Foreldrar hans voru frú Þuríður Nielsdóttir og Páll Halldórsson, skólastjóri Stýrimannaskólans. Hann braut- skráðist frá Verzlunarskólanum 1922 og verzlaði síðan með ís- lenzk frímerki frá 1923-1932. Var hann löngum búsettur erlendis á þeim árum, í Vínarborg, París, Berlín og Brússel. Árið 1932 stofnaði hann rit- fangaverzlunina Pennann og rak hana siðan. Eftirlifandi kona hans er Margrét Dungal. Næsti fundur Norður- iandaráðs á islandi Skipver junnu ú Hollveigu Fróðn- dóttur minnst í borgnrstjórn SAUTJANDA fundi Norðurlanda ráðs lauk í Stokkhólmi kl. 11- í gærmorgun. Fundurinn sam- þykkti 30 ályktanir um fjölmörg efni. í fundarlok flutti Sigurður Bjarnason, formaður íslenzku sendinefndarinnar, stutta ræðu og gat þess, að samkvæmt þeim Þjóðmólnínnd- nr á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri halda almennan þjóðmála fund j Sjálfstæðishúsinu kl. 4 síðdejgis á laugardag. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrirspurnum. reglum, sem fylgt hafi verið um fundarstaði ráðsins ætti næsti fundur þess að vera á tslandi. Bauð hann ráðsmeðlimi og alla þátttakendur í 18. fundi Norður- Iandaráðs velkomna til Reykja- víkur á næsta ári. Forsetar ráðsins munu ákveða hvenær ráðið kemur saman. Sig urður Bjarnason þakkaði ríkis- stjórn Svíþjóðar og sænska þing inu alla fyrirgreiðslu við 17. fund ráðsins. Leif Cassel þakkaði Sigurði Bjarnasyni ræ'ðu hans og öllum þingfulltrúum ánægjulegt sam- starf. Kvað hann þetta vera einn af merkustu fundum Norður- landaráðs og það sem gerzt hefði í efnahagsmálunum á fundinum spáði góðu um efnahagssamstarf norrænna þjóða í framtíðinni. Sleit hann síðan fundinum. í upphafi borgarstjórnar fundar í gær minntist frú Auður Auðuns skipverj- anna, er fórust í eldsvoðan um um borð í Hallveigu Fróðadóttur, þessum orð- um: „Þau hörmulegu tíðindi bár ust í morgun, að sex skipverj ar á togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Hallveigu Fróða dóttur, hafi í nótt beðið bana af völdum elds, sem upp kom í skipinu, þar sem það veu: statt súðvestur af Jökli. Um nánari aðdraganda slyss ins skal ekki frekar fullyrt að svo stöddu. Menn setur hljóða við slíka harmafregn, en slys þetta er hið mesta, sem orðið hefur á skipum Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur. Nöfn þeirra er létust eru þessi: Ráðstefna um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu — á vegum Varðbergs og Samtaka um vestrœna samvinnu FÉLÖGIN Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu efna til sameiginlegrar ráðstefnu um „Aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu" laugardaginn 8. og sunnudajginn 9. marz. Ráðstefn- an. sem ætluð er félagsmönnum og gestum þeirra, verður haldin í Tjamarbúð (niðri) og hefst á laugardag kl. 12,30 með sameig- inlegu borðhaldi. Frummælendur verða Bene- dikt Gröndal, alþingismaður, Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður og Steingrímur Hermanns son, framkvæmdastjóri. Að fram- söguræðum þeirra loknum verða frjálsar umræður. Hr. Pétur Jónsson, Njáls- götu 20. Hr. Eggert Kristjánsson, Höfðaborg 3. Hr. Dórland Jósephsson, Flókagötu 64. Hr. Kjartan Sölvi Ágústs- son, Ljósheimum 10 A. Hr. Sigurður Ingimundar- son, Hafnarfirði. Hr. Óskar Sigurbjami Ketilsson, Gestshúsum, Álfta- nesi. Borgarstjóm sem og Reyk- víkingar allir hugsa nú með innilegri hluttekningu til að- standenda þeirra er létust. Ég bið háttvirta borgarfull trúa að votta minningu hinna látnu skipverja virðingu og ástvinum þeirra samúð með því að rísa úr sætum." Tóku borgarfulltrúar undif orð forseta með því að rísa úr sætum. Ráðstefnan hefst að nýju kl. 14 á sunnudag. Málshefjendur verða Karl Steinar Guðnason, kennari, Styrmir Gunnarsson, lögfræðingur og Tómas Karlsson, blaðamaður. Síðan verða frjálsar umræður fram eftir degi og kveldi, ef þurfa þykir. Kópavogur ARSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður lialdin í dag, föstudaginn 7. marz í Sjálfstæð- ishúsinu við Borgarholtsbraut og hefsí kl. 9 e.h. — Óseldir miðar fást við innganginn. Hrafnakrókastríö í Danmðrku Tveir kórréttir hlutir hafa gerzt: Hafnarháskóli hefur boðið mér verðlaun og ég hef sagt: „Já takkl44 — segir Halldór Laxness við Mbl. STÚDENTARÁÐ Kaupmanna hafnarháskóla hefur sent Halldóri Laxness bréf, þar sem þeirri áskoran er beint til hans að afþakka Sonning- verðlaunin, að upphæð 150 þús. d. kr., og Kaupmanna- hafnarháskóli hefur úthlut- að honum, segir fréttarit- ari Mbl. í Kaupmannahöfn, Gunnar Rytgaard. Forsendan er sú, að f jár til sjóðsins sé afl að með fasteignabraski. Lax- ness hefur í viðtölum við dönsk blöð tekið mjög afdrátt arlausa afstöðu gegn uppá- tæki stúdentanna og í Dan- mörku hefur viða verið tekið í sama streng. Fyrstu hvatninguna har Johannes Nymark, formaður stúdentaráðs, fram, sl. laug- ardag. Nymark sagði, að fé Sonningsjóðsins væri fengið af óhemju hagnaði, sem Sonn ingfjölskyldan hefði af mesta smánarbletti landsins, hús- næðisneyðinni. Laxness sagði í viðtali við Politiken að hann teldi það óviðurkvæmi- legt gagnvart Kaupmanna- hafnaháskóla að spyrja um það, hvaðan peningarnir kæmu. Hann bætti við: „Hvaða sjóðir hafa ekki að meira og minna leyti verið stofnaðir með braski?“. Ny- mark hefur síðar sagt í blaða- viðtölum, að það sé ekki fyrst og fremst afstaða Laxness, sem snúizt er gegn, heldur að háskólinn viðurkenni Sonn- ingsjóðinn og hafi með hönd- um fjárreiður hans. Athugun hefur þó leitt i Ijós, að eign- ir sjóðsins hafa ekki verið undir stjórn Sonningfjölskyld unnar síðan árið 1949, en þá var hann afhentur háskólan- um, né heldur hefur allan þennan tíma verið kvartað undan viðhaldi íbúðanna og þær eru einmitt mjög eftir- sóttar. Stúdentaráðið hefur þó ekki fengizt til að draga mótmæli sín aftur og i orðsendingu, sem nú hefur verið send til Laxness er reynt að sýna fram á, að stofnandi Sonn- ingsjóðsins, C. J. Sonning, rektor, hafði fengizt við mið- ur þokkalegt húsnæðisbrask. Stúdentaráð byrjar bréfið á árnaðaróskum og lætur í Ijós ánægju með, að það skyldi verða Laxness, sem sé þjóðfélagslega sinnaður höf- undur, sem fengið hefði verðlaun þessi. Því næst ger- ir stúdentaráð í ýmsum liðum grein fyrir afstöðu sinni til Sonningsjóðsins og telur hann að öllu and-þjóðfélags- legan. Ráðið lýkur bréfinu með því að bjóða Halldóri Lax- ness að koma til Danmerkur 19. apríl, ekki til að veita verð Iaununum viðtöku, heldur til að halda fyrirlestur og nefnir sem heppilegt efni „skrif Laxness sjálfs um fátækt og spillingu". Fyrirlesturinn skuli haldinn í „okkar eigin háskóla“ að því er segir í bréf inu, og lýsi það andstæðunni við hinn skrifstofustýrða há- skóla, en það háskólaform hafi allar stúdentaóeirðir snú izt um. Berlinske Aftenavis hefur I dag lagt bréf stúdentaráðs fyrir Halldór Laxness. Hann snýst algerlega öndverður gegn afskiptum stúdentanna og vill ekki fallast á heimild þeirra né hæfni til að dæma í málinu. Hann sagði: „Hvað eru þessir menn að vilja mér. Hverjir eru þetta? Ég fell ekki í stafi yfir því að þeir eru stúdentar, og ég vil ekki láta flækja mig í lymskulegt hrafnakrókastríð þeirra. Staf- ar þetta af því að ég er ís- lendingur, að þeir telja sig geta haft í frammi þvinganir við mig? Laurence Olivier tók á móti verðlaununum á síðasta ári, án þess andmæli heyrðust. Háskólinn veitir mér verðlaun og ég gleðst mjög yfir þeim mikla sóma, sem mér er sýndur, en ég þekki Dani, þeir vita 4kki hvað sómi er, í þeirra augum er það bara peningar, pening- ar, peningar. Þeir geta átt sína peninga sjálfir". Blaðið spyr þá, hvort hann með þessum orðum gefi í skyn, að hann ætli að neita að taka við Sonningverðlaun- unum og hann svarar: „Ég hafði hugsað mér að gefa þessa peninga til ákveðins máls í Danmörku, en verði hótanir og fjárkúganir hafð- ar uppi mun ég hugsa mig tvisvar um. Ég læt ekki þessa terrorista kúska mig“. Kristeligt Dagblad segir í grein um málið, að stúdent- arnir hafi hafið þessi mót- mæli án þess að hugsa sig um. Það sé ekki sanngjarnt að ætlast til þess að útlendingur taki afstöðu til verðlauna, sem Kaupmannahafnarhá- skóli hafi lagt blessun sína yfir. I vor verður öðrum Sonn- ingverðlaunum úthlutað, tón- listarverðlaunum frú Leonie Sonning og hlýtur þau búlg- arski söngvarinn Boris Christ- of. Einnig þau verðlaun hafa verið umdeild. SAMTAL MBL. VH) LAXNESS Halldór Laxness skýrði Mbl. frá því í gær, að honum hefði ekki borizt bréf það frá stúdentaráðinu danska, sem um er rætt. „Þetta eru að- gerðir gegn mér og íslandi", sagði hann. „Við þessar út- hlutanir í Danmörku næstlið- in ár hafa slikar aðgerðir ekki verið hafðar í frammi, þegar verðlaunin hafa farið til heimsþekktra manna á Bretlandi (Bertrands Russels, Sir Laurence Oliviers og Kpstlers), helzta guðfræðings Iútherstrúarmanna (Carls Barths) í Sviss og til hins fræga, nýlátna mannvinar og munks, Dominique Pierre í Belgíu eða mannvinarins Al- berts Sweitzers sem var Þjóð verji, svo að ekki sé talað um Danann Niels Bohr. Engum datt í hug að krefjast þess að þessir menn höfnuðu verð- laununum. En þegar heiðra á tslending með þessum verð- launum, fyllast ýmsir menn í Danmörku hetjumóði, sem mjög er erfitt að skýr^. Ég hef hvorki ástæðu til né dett- ur mér í hug að neita sóma, Halldór Laxness sem mér er veittur af Kaup- mannahafnarháskóla, og ég hafði einmitt hugsað mér í ræðu minni að leggja áherzlu á jákvætt samband, sem ein- lægt hefur verið milli íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Og vegna þessa mikla álits, sem ég hef á Kaupmanna- hafnarháskóla var ég mjög stoltur yfir þvi að ég er fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem hann hefur heiðrað. Tveir kórréttir hlutir hafa gerzt: að Hafnarháskóli hefur boðið mér verðlaun og ég hef sagt: „Já takk!" Ég tel ekki að menn eigi að gera hrafnakróka sína að útflutningsvöru. Mér finnst það greinilegt að þeir Danir, sem era að berjast á móti þessu, sjái eft- ir þessum peningum, sem eiga að fara til íslands. Danska út- varpið hringdi til mín í gær og las mér nokkrar línur úr þessari áskorun stúdentaráðs- ins, þar sem slegið var á sið- ferðislega strengi gagnvart mér. Ég svaraði því til, að ég kærði mig ekkert um að pré- dika móral fyrir Dönum og tæki ekki við mórölskum for- skriftum frá Danmörku".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.