Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. 3 * Hvað gerir Kommún- istaflokkurinn? Fyrir nokkru var frá því skýrt, að á fundi í Kvenfélagi sósíal- ista hefði verið felld tillaga um að leggja félagið niður í kjölfar þess, að Sósíalistaflokkurinn hefur hætt störfum. Þá var einn- ig nýverið haldinn aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur og þar ákveðið að gera félag þetta að landssamtökum. Skv. lögum Kommúnistaflokksins mega með- limir hans ekki vera aðilar að öðrum stjórnmálasamtökum en vitað er að fjölmargir meðlimir Kommúnistaflokksins þ.á.m. mið stjómarmenn eru félagsmenn í Sósíalistafélagi Revkjavíkur og hafa ekki sagt sig úr þeim sam tökum. Hvenær hyggst forusta Kommúnistaflokksins framfylgja skýrum lagafyrirmælum og vísa þessum mönnum úr flokknum? m KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. Nýjor vörur teknur upp fyrir hverju helgi — Opið til klukkun 4 e.h. A MORGUN LAUGARDAG. DOMUDEILD • KJÓLAR í MIKLU ÚRVALI NÝJAR SENDINGAR • PEYSUR — NÝ SNIÐ OG LITIR • SÍÐBUXUR — VÍÐAR OG VENJU- LEGAR — NÝIR LITIR • KÁPUR FYRIR FERMNGARNAR NÝ SNIÐ OG LITIR. HERRADEILD • STAKAR BUXUR NÝ SNIÐ — NÝIR LITIR TERYLENE OG ULL • STAKIR JAKKAR — • NÝ SNIÐ • SAUMUM FÖT EFTIR MÁLI — AFSLÁTTUR FYRIR FERMINGAR- DRENGI. KLAPPARSTIG 37 — SIMI 12937. SNYRTIVÖRUDIiILD • NÝ SENDING AF HINUM VIN- SÆLA „EYE GLOSS“ I ÖLLUM LITUM FRÁ MARY QUANT • NÝ SENDING AF VÍTAMÍN- KREMUM FRÁ MARY QUANT • ÚRVAL AI.LS KONAR SNYRTI- VARA — ÚRVALS TEGUNDIR. SKÓDEILD • ÚRVAL AF SKÓM Á GAMLA VERÐINU • ÚRVAL AF VESKJCM TIL FERMINGARGJAFA. ihafði að mestu tekizt að slökkva í skipinu og kom þá í ljós a3 m.a. stigar miðskips og gangur 'höfðu brunnið. Um tíma var óttast að eldur kæmist í skotfæri, sem geymd eru fremst í skipinu. Var um tíma fjöldi slökkviliðsmanna, sem vann að því að koma púðri og öðrum skotfærum frá borði. Þegar blaðið fór í prentun var ■lökkviliðið enn að störfum um borð í Þór. Ekki voru skemmdir fuillkannaðar og mikill reykur var þá enn í skipinu. Enginn mun hafa verið um borð, er eld'áns varð vart, en varðmaður Land- helgisgæzlunnar var í skýli sínu á Ingóífsgarði. Frá slökkvistarfinu við Ingólfs garð í gærkvöldi. Eldur í varðskipinu Þór ELDUR kom upp í varðskipinu I virtist eidur vera um allt skipið, Þór, þar sem það lá við Ingólfs- því að úr þvi rauk stafna á milli. garð i gærkvöldi um kl. 22.38. Erfiðlega gekk að komast út Er slökkviliðið kom á vettvang, í skipið fyrir reyk, en farið var um borð bæði í skut og stefni. Brátt kom í Ijós að eldurinn var miðskips í yfirbyggingiu og talið var einniig að hann værj undir þi'ffari fyrir framan brú. Slökteviliðið notaði slöktkivitfroðu, sem dælt'- var í skipið framan- vert og einnig var notað vatn. Báru slökikvi'liðsimenn reykgrim- ur. Vitaskipið Árvakur lá utan á Þór, er eldsins varð vart, ívo og varðskipið Albert. Voru skipin flutt um set við bryggjuna og Ijóskastarar vitaskipsins notaðir til þes'; að lýsa upp hið brenn- andi skip. Um klukkan hálfeitt Bcnaslys í Ytri Njnrðvík Keflavík, 6. marz. LAUST fyrir hádegi í dag voru tveir menn að vinna á efri hæð fiskverkunarhúss Þórðar Jóhann essonar í Ytri-Njarðvík. Vildi þá svo til að annar mannanna féll niður um lúguop á Ioftinu og var fallhæðin um fjórir og hálf- Framhald á bls. 31 Sigfús Sigurgeirsson. Lézt af reykeitrun — er eldur kom upp í Agli Skallagrímssyni Skotfæri flutt frá borði. HÁSETI á togaranum Agli Skallagrímssyni, Sigfús Sigur geirsson, Langholtsvegi 58 lézt af reykeitrun um borð í togaranum í Bremerhaven síðastliðinn þriðjudagsmorgun. — Kviknað hafði í lúkarnum, þar sem Sigfús heitinn svaf. Hann var fluttur í siúkrahús, en lífi hans tókst ekki að bjarga. Sigfús var 29 ára, fæddur 4. janúar 1940. Egill Skallagrímsson hafði komið til Bremerhaven nóttina fyrir s'lysið, og hafði lönd un farið fram. Þetta var fyrsta ferð Sigfúsar með skipinu. Hann bjó á heimili foreldra sinna. STAKSTEINAR Vill leggja Framsóknarflokkinn niður A fundi, sem Stúdentafélag Há skóia íslands efndi tii sl. mið- vikudagskvöld gaf formaður Sam bands ungra Framsóknarmanna afar athyglisverða yfirlýsingu. Hann skýrði frá þvi, að það væri á stefnuskrá samtaka ungra Framsóknarmanna að leggja bæri Framsóknarflokkinn niður. Þessi yfirlýsing vakti að sjálf- sögðu mikla athygli enda lýsir hún einkar sérstæðu mati for- manns Sambands ungra Fram- sóknarmanna á starfi Framsókn- arflokksins og hlutverki hans í íslenzkum stjórnmálum. Er þcss nú að vænta að ungir Fram- sóknarmenn hefji ótrauðir bar- áttu fyrir þessu stefnumáli sínu og geta þeir treyst því, að þeim mun berast liðsauki úr ýmsum áttum til þess að koma þessu þarfa máli í heila höfn. Eftirtektarverð umhyggja Kommúnistablaðið ræðst harka lega að fjármálaráðherra í for- ustugrein í gær vegna þeirrar ákvörðunar að greiða ekki aukn- ar verðlagsuppbætur á laun opin berra starfsmanna hinn 1. marz sl. Svo sem kunnugt er var Kjara dómur um verðlagsbætur á laun byggður á því samkomulagi, sem varð á almennum vinnumarkaði á sl. ári um greiðslu verðlagsupp bóta á tiltekin laun skv. ákveðn- um reglum. Nú hafa vinnuveit- endur lýst því yfir að þeir treysti sér ekki til að greiða auknar verðlagsuppbætur á laun og nýir kjarasamningar standa yfir. For- sendur þær, sem Kjaradómur hyggði á eru því brostnar. Margir í hópi opinberra starfs- manna eru vellaunaðir menn sem búa við fullkomið at- vinnuöryggi. Þessi eftirtektar- verða umhyggja kommúnista- blaðsins fyrir hagsmunum þess- ara aðila hlýtur að vekja nokkra athygli láglaunamann- anna, sem ekki búa við slíkt aívinnuöryggi og hafa margir hverjir verið atvinnulausir svo vikum og mánuðum skiptir. Kommúnistablaðið krefst þess einnig að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt, og telur að nú- verandi skipan þessara mála sé úrelt. Spyrja má, hvort komm- únistablaðið telji þá ekki líka eðlilegt að opinberir starfsmenn sæti sömu reglum um uppsagnir og aðrir launþegar á hinum al- menna vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.