Morgunblaðið - 07.03.1969, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.03.1969, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. 7 r MINNINGAR ÚR DÝRAFIRÐI Ég var feginn, þegar ég sett- ist niður á gamla smalakofa- vegginn. Veðrið var dýrlegt. Það var eins og hlíðin vildi færa mér sínar fegurstu myndir og ilmandi gróður angan. Loftið var hulið þunnri skýjaslæðu eins og oft vill vera í byrjaðan ágúst. Ég lét hugann líða yfir tím- ann og staðnæmast við ýmis at- vík, sem skýrðust í ljósi minn- inganna. I>ennan smalakofa hafði ég byggt, lítill og máttlaus drengur, sem Iagði hellu á hellu ofan og tróð mosa á mill- um. Hann var reyndar ekki neitt sérstakt listaverk. Hann var fyrir það skjól í hríðum og stormi. Hann var meira, hann var nokkurs konar dag- heimili, þar sem var hægt að hafa skjól, borða nestið og láta mjólkursopa á helluna fyrir Snata. Þegar maður rennir huganum aftur í fortíðina þá rifjast upp minningarnar hver af annarri. En allar voru þær tengdar að einhverju leyti því að komast út fyrir hið daglega. Lifa og líta ævintýraheima sagnanna, sem lesnar voru um veturinn. Einn- ig að þekkja náttúruna, lífið í ríki jurtanna, steina og margt fleira, sem mann dreymdi um. Nú er langt um liðið og sé ég nú, að ég hef lært margt i þess- ari náttúruóperu, og barnsþráin hefur því ekki brotnað í lá- deyðu að öllu leyti. Hjásetan var allt annað líf en við nú þekkjum. Það var sjálfstætt líf, þar sem smalinn var sinn eig- inn herra. Aðeins ein skylda hvíldi á honum. Sú skylda var þung hjá skylduræknum drengj- um. Það var að missa ekki af fénu. Þegar ég hugsaði til þess- arar skyldu, fór um mig kulda- hrollur. Svo þung var hún mér, að ég ætti að muna það. Ég stóð upp af veggbrotinu og gekk upp í hlíðina. Hliðin var óvenju lega grösug, enda var hún talin kostríkust i Stóradals landi. Það mátti sjá á mjólkinni. þegar ærn ar fengu að vera þar á daginn. Mjólkin var sett, sem kallað var í trogum og settist rjóminn ofan á mjólkina." Þegar mjólk- inni var rennt undan troginu, varð rióminn eftir. Stundum Höfundurinn við svarðarhrauk i Lambadal í Dýrafirði. Þarna lágu hans smalaslóðir og þarna gerðust hans hjásetu ævintýr. þykkur eins og torfa, þegar féð gekk á góðu haglendi. Stund- um þunnur, þegar féð hafði bitið á mýrinni. Mjólkurbú- stýrurnar sáu þetta og þekktu og vissu nákvæmlega, hvar féð hafði gengið daginn áður. Já, hlíðin þessi var grösug. Þar óx hvað innan um annað, birki, víðir og lyng. Þar voru gras- brekkur með valllendisgróðri, reyrgresi og blágesi. Aurflák- ar með blóðrót og burknum. Einnig svolitlar vætuseilar með hvönn. Þarna mátti í einu orði sagt sjá flestar kjarnjurtir, sem beztar þóttu. Hærra i hlíðinni var mikið af víði. Við alltþetta kannaðist ég, vissi hvar hver tegund óx. Nú voru að koma forsælu- blettir í hlíðina, þar sem kletta beltin skyggðu á. Það var allt- af ánægjustund, þegar forsælu- blettirnir fóru að sjást. Þá átt- um við að fara að reka saman féð og halda heim. Það var allt- af tilhlakk að koma heim, heyra hverjir hefðu komið um dag- inn og hvað gerzt hafði. Mér þótti ég alltaf vera nokkurs konar fangi að hírast inn á dal dag eftir dag óg fá ekki að fylgjast með dagstörfunum. En mér fannst dalurinn heilla mig oft, sérstaklega eftir að ég hafði verið dagstund, sem gat komið fyrir rigningum. Þegar ég eltist, þráði ég mest að geta gefið einhverjum öðrum hlut- deild í þessu lifi við fossa og brattar hlíðar, sem ilmuðu af margs konar gróðri. Hjásetu- lífið var ólíkt þeim starfssvið- um, sem við nú þekkjum. Það var einverulíf í faðmi náttúr- unnar, sem varð ástfólgið og þráð. J.A.S. A þessari mynd sést höfundurinn, Jón Arnfinnsson, sitja við rústir smalakofans síns gamla í Lambadal í Dýrafirði. Mynd- in er tekin 1965. Sitt af hvoru tagi FRETTIR Alþjóðlegur bænadagur Kvenna er í dag. Konur í meira en 150 löndum taka þátt í bænadegin- um, sem að þessu sinni hefur yfirskriftina: Að vaxa hver með annarri í Kristi. Á fslandi er dagurinn undirbúinn af konum úr ýmsum kristnum hópum og verður samkoma haldin í Frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 8:30 í kvöld og samkomur verða víða Spakmœli dagsins Þótt menn séu oftast ásakaðir fyr ir að þekkja ekki veikleika sinn, er hitt eins vanalegt, að þeir viti ekki um styrkleika sinn. — J.Swift úti um Iand. Konur eru hvattar til að taka þátt í bænadeginum. (Fréttatilk.) Árshátíð Sjálfsbjargar verður í Tjarnarbúð laugardaginn 15. marz. fwlfl gengisskraning $ Hr. 20 - 24. febrúar 1D69. Skráfi fraEining Kaup Sala 12/11 68 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 24/2 '69 1 S ter1Ingspund 210,10 210,60 * * 1 Kanadadolla r 81,77 81,97* 5/2 '69 ÍOO Danskar krónur 1.167,941.170,60 20/1 - 100 Norskar krónur 1.228,951.231,75 6/2 - lOO Ssmskar krónur 1.699,781.703,64 12/11 '68 100 FinnsM mörk 2.101,872.106,65 9/12 - 100 Franskir frankni rl .775,001.779,02 18/2 '69 100 Dolg. frankar 175,06 175,46 20/1 - ÍOO Svissn. frankar 2.033,802.038,46 13/2 - ÍOO Gyllini 2.423,602.429,10 12/11 '68 ÍOO Tókkn. kr. 1.220,701.223,70 18/2 '69 100 V. býzk adirk 2.185,712.190,75 20/2 “ 100 Lírur 14,00 14,04 15/1 * ÍOO Austurr, sch. 339,70 340,46 12/11 '68 ÍOO Pesetar 126,27 126,55 “ 100 Heikningskrónur- Vöruskiptaiönd »9,86 100,14 " “ 1 Reikningsdol1a r- Vöruskiptalönd »7,90 88,10 “ “ 1 Relkningspund- Vöruskiptalönd 210,95 211,45 Breyting trá sifiustu skr. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 3-58-91. VÍSUKORN Mynd af gömlum félaga. Forðum var hann magur og mjór, mörgum finnst það skrítið. Skrokkurinn er nú svo skratti stór, að skinnið er orðið of lítið. K.N. Munið eftir smáfuglunum frostunum SKRIFSTOFUSTARF OSKAST fjölþætt starfsreynsla. Vinnu- tími 9—12 eða kl. 1—5 eða allan daginn. Tilboð merkt „Viðskiptaþekking" sendist blaðinu. WILLYS '55 Willys '55 með blæju í topp- standi til sölu. Uppl. í síma 17134 eftir kl. 5. FÉLAGI 31 árs maður í góðri vinnu og á bíl óskar eftir að kynn- ast stúlku 25—35 ára, sem félaga. Má eiga börn. Tilb. merkt „2834" sendist Mbl. Vélopakkningor De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomes Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz '59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Simi 84515 og 84516. Skeifan 17. (PARK I Rafmagns- hlutir BEDFORD TRADER LAND ROVER CORTINA ZEPHYR VAUXHALL GIPSY FERGUSON. Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27, sími 12314 Háaleitisbraut 12, rfmi 84755 (bensínstöð BP). Á næstunni ferma skip vor til fslands, sem hér segir: ANTVERPEIM: Reykjafoss 10. marz * Skip 17. marz Reykjafoss 27. marz ROTTERDAM: Reykjafoss 8. marz * Laxfoss 19. marz Reykjafoss 29. marz HAMBORG: Reykjafoss 12. marz * Skip 21. marz Reykjafoss 1. apríl LONDON: LAXFOSS 11. marz Askja 24. marz HULL: Laxfoss 13. marz * Askja 26. marz LEITH: Askja 28. marz GAUTABORG: Tungufoss 8. marz * Skip um 17. marz KAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 7. marz * Gullfoss 15. marz Skip um 18. marz Gullfoss 28. marz KRISTIANSAND: Tungufoss 10. marz * NORFOLK: Lagarfoss 25. marz * Selfoss 3. apríl NEW YORK: BPrúarfoss 12. marz Lagarfoss 31. marz * Selfoss 10. apríl GDYNIA: Fjallfoss 25. marz HELSINGFORS: Fjallfoss 18. marz VENTSPILS: Fjallfoss 23. marz * Skipið losar í Reykjavík, fsafirði, Akureyri og Húsa- vik. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa aðeins i Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.