Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. „Ægilegur tími óvissunnar" Akureyringar segju frú óveðrinu Akureyri, 6. marz. Akureyringar urðu á margvíslegan hátt fyrir barðinu á veðurhamnum í gær og fara hér á eftir frá- sagnir nokkurra. Þó að að- eins hafi verið rætt við fáa skal það skýrt tekið fram, að reynsla sumra þeirra var reynsla mjög margra hér í bæ. í sumum hverf- um brotnuðu rúður í meir en helmingi húsanna og feikna skemmdir urðu á innbúi Og húsgögnum fólks. Járnplötur flettust af þökum afar víða og sum þök tók af í heilu lagi. gamall maður, berhentur, sem var frosinn fastur við hand- riðið. Svo kom þarna rnaður, sem hjálpaði mér heim. Halldóra systir hans er 10 ára. Hún losnaði seinna en hann úr skólanum. Þegar hún var spurð hvernig ferðalagið heim hefði gengið sagði hún: Þegar við vorum komnar hjá Lindu, var orðið svo hvasst, að við gátum ekki gengið, svo að við settumst í snjóinn, og svo lögðumst við, því að ann- ars hefðum við fokið. Þá kom maður á.bíl og tók okkur upp í bílinn. Rétt í því heyrðum við brak og bresti í Lindu, en við vissum ekkert hvað það var, því að hríðin var svo mikil. En á eftir sáum við að þakið var farið af húsinu. Vinkonurnar Edda Björk Ragnarsdóttir ®g Halldóra Þormóðs- dóttir, sem lögðust í snjóinn að fíúka ekki Karl Þormoð- ur, sem bjargað var af Glerarbru- „Ég lenti d brúar- handriðinu og þar var líka gamall maður, berhentur, frosinn fastur“ Hjónin Þormóður Helgason og Rannveig Karlsdóttir, Skarðs!hlíð 11 í Glerárhverfi. eiga tvö börn, sem voru í Odd eyrarskóla, og var hvorugt barnanna komið heim er óveðrið skall á. — Við vorum ekki mjög óróleg vegna bamanna í fyrstu, sagði Þormóður, því að við bjuggumst ekki við að þau hefðu verið komin af stað heim þegar hvessti, en svo var komið með Karl litla heim. Maður, sem leið átti yf- ir Glerárbrú, fann hann hang- andi á brúarhandriðinu og mun hafa staðið tæpt að hann fyki út í Glerá. — Þegar Karl var kominn heim fórum við að óttast verulega um Halldóru og fór- um við bæði hjónin að leita, og fundum hana hvergi og fréttum ekkert til hennar. Þá hringdi tengdamóðir mín og sagði að stúlkan væri hjá sér. Einhver maður hafði fundið hana og vinkonu hennar, þar sem þær voru seztar að í skafli hjá Lindu, og komið þeim í húsaskjól. Karl Þormóður, sem er 12 ára sagði: Það var ógurlega hvasst. Ég var nærri fokinrr í ána, en þá lenti ég á hand- riðinu og vindurinn hélt mér alveg föstum, svo að ég gat næstum ekkert hreyft mig. Þarna rétt hjá mér var líka „Skólapiltar lögðust ofan d mig til að skýla mér“ Steindór Steindórsson skóla meistari fótbrotnaði illa fyrir utan Menntaskólann. — Sagði hann svo frá í dag: — Ég var að koma að heim an kl. rúmlega 12 og var kom inn í hliðið norðan við Mennta skólann, þegar stormurinn hreif af mér skjalatöskuna. Ég hljóp á eftir henni ofan að Barði og náði henni þar, en þegar ég sneri við vatzt undir mér fóturinn og brotnaði, þannig að ég datt af því að ég fótbrotnaði en fótbrotnaði ekki af því að ég datt. Nú margur gamall maður hefur náttúrlega fótbrotnað, án þess að það yrði blaðamatur. —■ Skólapiltar fundu mig þarna eftir eina eða tvær mín útur, breiddu ofan á mig og lögðust jafnvel ofan á mig til að skýla mér, af því að ég gat ekki staðið upp. Enda hefðu Miklar skemmdir urðu á íbú ð Elsu Guðmundsdóttur og Har- aldar Sigurðssonar í raðhúsi á Byggðavegi 101 er rúður brotn- uðu og stofan fylltist af snjó. Rúður brotnuðu á svipaðan hátt í flestum hinna 7 íbúðanna í raðhúsinu. Arnaldur litli 2 ára lét sér ekki bregða í óveðrinu en leit- aði skjóls með barnfóstrunni í íþróttahúsinu. Þar hitti hann fyrir mömmu sína, sem einn- ig hafði flúið þangað. þeir ekki getað ráðið sér með mig á milli sín, eins og veðr- ið var. Það tók sjúkrabílinn um 20 mínútur eða hálftíma að kom ast uppeftir, því aéi blindan var svo óskapleg. Það mun lika hafa tekið hann svipaðan tíma a'ð komast frá Mennta- skólanum til sjúkrahússins, sem þó er næsta hús, aðeins Lystigarðurinn á milli. — Menn gengu á undan sjúkrabílnum, þar á meðal var Árni Friðgeirsson ráðsmaður. Þegar komið var suður fyrir Lystigarðinn fauk hann blátt áfram í átt að brekkubrún- inni og hefði áreiðanlega stór- slasazt, ef hann hefði farið fram af. Það varð honum til happs að fjúka á umferðar- merki, þar sem hann gat stöðv að sig og haldið sér og síðan skreið hann í húsaskjól upp að sjúkrahúsinu. Já, það varð margur maðurinn að skríða á „Margur gamall maður hefur fótbrotnað án þess að það yrði blaðamatur", Steindórsson skólameistari, sem nú liggur á sjúkrahúsinu. (L jósm. Sv. P.) segir Steindór fjórum fótum hér í bæ þenn- an klukkutíma. „Eg mætti barna- skólabörnum hljóð- andi og grdtandi“ Næst hitti ég að máli Álf- hildi Pálsdóttur kennara við Gagnfræðaskólann. Maður hennar Bárður Halldórsson kennir við Menntaskólann og eiga þau tveggja ára son, sem Arnaldur heitir, og var í gæzlu barnfóstru í nágrenni við heimili ömmu sinnar að Gilsbakkavegi 5. Álfhildi sagðist svo frá: — Þegar ég sá veðrið versna, hringdi ég strax niður á Gilsbakkaveg, en þangað hafði Arnaldur litli þá ekki komið, né barnfóstran. Ég fór því strax af stað þangað. Þá var veðrið að vísu orðið vont, en ekki afskaplegt. Ég mætti þó nokkrum börnum úr barnaskólanum, hljóðandi og grátandi. Já það vax nú meiri söngurinn. Þegar ég kom á leiðarenda frétti ég að barn- fóstran væri nýfarin með Arnald litla áleiðis upp í Gagnfræðaskóla. Þegar ég var á bakaleið var orðið kolbrjál- a'ð veður, en þó komst ég ein hvern veginn upp að íþrótta- húsi, með því að skríða og hanga á hverju sem var og handstyrkja mig áfram. Ég leitaði skjóls í íþróttahúsinu og komst ekki lengra í bili, ætlaði aðeins að kasta mæð- inni. Þá eru þau þar fyrir Arnaldur og barnfóstran og hafði sá litli lítið látið veðrið á sig fá. En sá léttir að finna barni'ð þarna. Guð minn al- máttugur! — Mágur minn, sem er í Menntaskólanum, ætlaði heim til sín í Helgamagrastræti, en treysti sér ekki þangað á móti veðrinu og fór því niður á Gilsbakkaveg til mömmu. Þar frétti hann að verið væri að leita að Arnaldi. Fór hann þá líka að leita, en komst ekki lengra en upp að Frímúr arahúsi, og þar fékk hann í fangið einhverja fjúkandi Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.