Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. 19 Loðnan fryst fyrir Japansmarkað — 35 tonn á hvert frystihús Vestmannaeyjum, 5. marz. ANNAÐ árið í röð selja Is- lendingar Japönum nokkurt magn af frystri loðnu,' sem síðan er sérverkuð í Japan. I fyrra voru seld 500 tonn af frystri loðnu, en í ár hefur verið samið um sölu á 750 tonnum. Fyrsta loðnan var fryst í Vestmannaeyjum sl. mánudag, en þá var fyrsti dagurinn, sem loðnan full- nægði þeim skilyrðum, sem sett eru í loðnukaupum Jap- ana. Aðalákvæðin eru pau, að yfir 50% af loðnumagninu sé hrygna, og að Iágmark 20% af þyngd loðnunnar séu hrogn. Þar sem aðeins er um að ræða 50 tonn ihefur magn á hvert frystihús til frystingar verfð takmarkað við 35 tonn. Við spjölluðum stuttlega við Stefán Runólfsson, verk- stjóra í Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum um loðnufryst- ingu fyrir Japansmarkað. — Hvað er mikið hrygnu o.g hrognamagn í þessum afla, sem þið frystið? — Við höfum fylgzt mjög vel með því undanfarna daga, hvort loðnan fullnægði þeim skilyrðum, sem þarf til frystingar fyrir Japansmark- a’ð. Það er fyrst núna, sem loðnan er hæf fyrir þá fryst- ingu, en hrygnumagnið er um 70% af aflanum og hrognamagnið er um 22%. — Hvernig kannið þið þessi skilyrði? — Við fökum ákveðið magn af loðnu, greinum í sundur hæng og hrygnu, og vigtum hvort fyrir sig. Síðan tökum við hrogn úr einu kg. af loðnu og vigtum þau. Með þessu getum við séð hvort fullnægjandi hráefni sé fyrir hendi. — Hvað er fryst í mörgum húsum hér fyrir japanska markaðinn? — Það er fryst í fjórum húsum, — 35 tonn á hús — en ég tel mjög hæpið, að skammta þetta svona, því að t.d. bara bræla getur hamlað því, að möguleiki sé á því að ná í loðnu með fullnægjandi skilyrði til vinnslu fyrir hin- ar ýmsu verstöðvar. Ég tel eðlilegast og öruggast að frysta upp í þennan samning sem fyrst, þar sem fullnægj- andi loðna fæst á meðan hún er til staðar. Loðnan vigtuð í öskjur. Frá Leikfélagi Kópavogs Leikfélogshótíðin 1969 verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 9. marz kl. 19. Miðasa’a í Kópavogsbíói frá kl. 16.30—-21.30. Skemmtinefndin. Sælgætisverzlun til sölu Sælgæt.isverzlun á góðum stað í bænum er til sölu nú þegar. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi á laugar- dag merkt: „2786“. FERMINCARGJAFIR VERKFÆRI í fjötbreyttu úrvali Þjóðbúningu- sýningu uð Ijúku Sýning á íslenzkum þjóðbún- ingum, sem stendur yfir í Boga- sal Þjóðminjasafnsins, hefur verið mjög vel sótt af almenn- ingi, og skólar notað sér það að bekkir sem koma með kennur- um fá frítt inn. — Síðastliðinn sunnudag komu 500 manns á sýn inguna og sunnudaginn þar á undan 600 og þá ótalin börn og skólafólk. Nú er þessari sýningu að ljúka, og ekki verður hægt að framlengja henni vegna þess að búið er að lofa salnum undir annað strax á eftir. Er síðasti sýningardagurinn á sunnudag, en þeir sem ætla að sjá þessa sýningu, ættu ekki að nauð- synjalausu að bíða fram á síð- asta dag, vegna mikillar aðsókn- ar á sunnudögum og þá er mjög þröngt í salnum. Fjaðrir, fjaðrablöð, híjóðkútar, púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. Hafnarfjörður — Noriurbær Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir 1 glæsilegu fjölbýlishúsi, sem byggt verður á mjög góðum stað í nýja byggðahverfinu í hrauninu vestan Reykjavíkurvegar, — Norðurbænum. — íbúðirnar seijast tilbúnar undir tréverk með öllu sameig inlegu rými fullfrágengnu og einnig utanhúss. Teppi fylgja í stigahúsi og allar hurðir þar. Dyrasími. Sérhitastillir í hverju herbergi. — Gengið frá lóðinni með túnþökum. íbúðirnar eru með suðursvölum, og sérþvott ahúsi, sbr. teikningin. Sérgeymsla fyrir hverja íbúð í kjallara, og sameiginleg barnavagnageymsla. Stærð 2ja herb. íbúða um 64 ferm., og söluvérð kr. 640—650 þús. Stærð 3ja herb. íbúð um 82 ferm., og soluverð kr. 800—830 þús. Fyrsta greiðsla um kr. 100.000,00. Áætlaður afhendingartími á árinu 1970 eða síðar eftir veitingu lána frá Húsnæöismálastjórn. Teikningar eftir Kjartan Sveinsson. Traustur byggipgaraðili, Jón og Þorvaldur s/f., stendur að byggingu hússins. Vandaður frágangur. ÁRNI GUNNLAUGSSON, hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764, kl. 9.30—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.