Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 20

Morgunblaðið - 07.03.1969, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. — „ÆGILEGASTA... Framhald af bls. 32 Mest varð tjónið í súkku- laðiverksmiðjunni Lindu, en þar tók ai þakhæð hússins, vörubirgðir fyrir milljónir króna eyðilögðust og 40 manns hafa nú í bili misst at- vinnu sína. Sagði Eyþór Tóm asson forstjóri Lindu frétta- ritara Mbl. svo frá: — Mér er alveg óskiljanlegt, sagði Eyþór, hvemig þakið fór af húsinu, en þetta var ægileg- asta veður og sneggsta áhlaup, sem ég man eftir á minni æfi. Þakið var allt boltað niður og fimm sinnum tveggja tommu stál bitar héldu þakinu uppi. Þeir vöfðust upp eins og tvinnaspott- ar. Þá gekk 12 mm járn gegnum allar sperrurnar að austan og steypt niður í vegginn. Þetta rifn aði allt upp. 900 fermetra þak sveif burt í einu lagi og kom niður 200—400 metra frá húsinu. Eitt er víst a’ð eins vel var frá þakinu gengið og hugsanlegt var. — Eignatjón skiptir milljónum, en ekki er hægt að gera sér ná- kvæma grein fyrir því enn. Ess- ensabirgðir átti ég til eins árs, um 1 milljón króna verðmæti, þær fóru allar í mask. Vélaverk- stæði og þvottahús voru þarna uppi á þakhæðinni og í dag erum við að reyna að tina eitthvað sam an úr þeim, en meginhlutinn er horfinn. Innsogs- og útblásturs- kerfi lofts var allt ónýtt. 700 sekk ir af hveiti voru komnir í klump, þegar búið var að flytja þá niður Þannig var umhorfs á þakhæð Undu er þakið var fokið. Vörubirgðir fyrir 6-7 milljónir krona, sem þarna voru, eyðilögðust meira eða minna, m.a. 700 sekkir af sykri, sem urðu að einum klumpi. í gær var unnið að því að hreinsa til og hirða það sem nýtiiegt var. liggur í einni hrúgu. 20 smiðir vinna nú við að koma upp nýju þakið á húsið. Þessi stóri flutningabíll tókst á loft í óveðrinu og fauk út á Hörgárbraut, þvert á veginn og olli umferðarteppu. í gærkvöldi. Allur alúminíum- pappír utan um súkkulaði, sem er ógurlega dýr, er nú blautur og gaddfrosinn og sjálfsagt ónýt- ur. Allar ytri umbúðir eins og pappakassar rennblotnuðu og eru ónýtar. Vörubirgðirnar þarna uppi voru á 6—7 milljónir en ekki er víst hvað hirðandi er af þeim Við vorum nýbúnir að fá gífurlega mikið af vörum inn í húsið og þær voru allar á þak- hæðinni, meira og minna ónýtar. Prentaðar umbúðir eru geymd- ar á neðstu hæð og þær eru sem betur fer allar óskemmdar. — Ég veit eíkiki hvar hægt verður að fá peninga til að bjarga rekstrinum í bili, en ég geri allt sem ég get til að halda honum gangandi. Vinna liggur þó niðri hér, þangað til hitakerfið er kom ið í lag, en í dag var byrjað að smíða stokkana. Við verðum að segja 40 manns upp í bili, von- andi þó aðeins nokkra daga. Ég legg á það megináherzlu að vinn an geti hafizt ffljótt aftur. — Nú vinna um 20 smiðir við að koma upp nýju þakj og þrjú verkstæði hafa tekið það að sér, svo að vonandi gengur það fljótt. Undirbúningur tekur lengstan tíma, t. d. að rétta bita þá, sem hægt er að rétta. — Ég er bara þakklátur fyrir að ekki skyldi hljótast manntjón af foki þaksins. Hugsaðu þér að fjöldi barna úr Glerárhverfi, sem voru að koma úr Oddeyrarskóla, gekk yfir svæðið þar sem þakið - VIÐTÖLIJNF Framhald af bls 10 flygsu sem við nánari athug- un reyndist vera barn úr barnaskólanum. Hann kom því snarlega í húsaskjól, inn til Árna Jónssonar bókavarð- ar. Maðurinn minn var að leita að olkkur allan tímann, en fann ofckiur efcki fyrr en hann tom inn í Gagnfræðaskólann. Þá vorum við komin þangað og veðrinu slotað að mestu. „Sd í stórhríðarbyl- inn upp um svefn- herbergisloftið" Þessu næst hitti ég að méli hjónin E!su Guðmiundsdóttur og Haraild Sigurðsson, banka- ritara, Bygigðavegi 101 F. Har- aldnor var tepptur niðri í bæ í umÆerðaröniglþveiti allan matar tímann og Elsa var því ein heiima, meðan ósköpin gengu yfir. Henni fórust s>vo orð utn atburðinn: - Ég var lertgi vel í sím- anum að haida uppi spurnum um Rögnu litlu, dóttur okk- ar, 11 ára. Ég frétti að hún væri farin úr barnaskólanum, hefði 'komið við í sund'laug- inni, en væri farin þaðan líka. Þetta var ægilegur tírni óvissunnar og ég gat efcki set- ið kyrr, heldur varð að ganga um góLf vegna tau'gaóstyrks. Loks hringdi til mín Ásdís Kartedóttir, fcona Einars Helga sonar, fcennara, og sagðist hafa bjargað henmi inn í Ga'gntfræðadkólann, Ég hef aldrei orðið fegn.ari é ævi minni. Ég var rétt búin að sleppa sí/manum, þegar voða- legtf hpg.g 'kom á vegiginn uppi á lofti. Ég þýt upp, en veit ekki hvað ég á að gera, held bara að mér höndum. Ég sé ioftið á efri hæðinni lyftast þrýstimgurinn og hávaðinn var aliveg ægilagur. Þegar ég var komin niður í stigann aft ur kemur annað högg á glugg ann í stotfunni niðri og rúð- unnar fcomu ffljúgandi inn í húsið. Glerbrotin fuku um allt og stórhríð var í stofunni. Fyrst Stóð ég bara kyrr í stiig- anum og huigsaði um hvað ég gæti gert. Járnplata með á- negldium borðviði hatfði lemt á glugganuim, mölibrotið rúð- una og ýtt gluiggasyllunmi langt imn. Kynstrin öll af heyi og rusli bárust inn, svo Eyþór Tómasson í Lindu: „Ég veit ekki hvar verður hægt að fá peninga til að bjarga rekstrinum í bili“. liggur nú, aðeins fáum mínútum áður en það fauk. Þvílíkt guðs- lán að enginn skyldi verða fyrir því. að veg'girnir og loftið voru öll klístruð í þessum óþverra. Húsgögnin voru meira og minna skemimd af glerbrotum. Fljótlega var kominn stór skafl í sótfann og stólana og alhvítt varð inmi á tíu mínút- um. Lauslega hluti á stofu- borðinu skefldi i katf og mynd ir á vaggjunum rennbdotnuðu, einnig nótumiar á píanóinu, Stór og þunigur glerlaimpi spýttist út á gólf og blómsí- urpottur þeyttist fyrst á borð- ið og síðan út í horn. — Það fyrsta, sem ég hugs- aði um var að bjarga gömlum postulínsolíulampa, sem hefði orðið óbætanlegur, greip hann og þaut með hann ofan í kjall- ara. Svo breiddi ég teppi yfir grammófóninn, en ‘hann var þá orðinn rennblautur. Því næst hljóp ég út til að sækja hjálp. Fyrst fór ég til Ingi- mars Eydals, sem venjulega kemur fyrstur í mat kairl- manna hér í raðhúsinu, en hann var þá farinn út að leita að börnum. Þaðan reyndi ég að komast heim aftur, en hékk bara ósjálfbjarga á girðing- unni og kól þá nokkuð á fót- leggjum. Loksins komst ég hingað inn aftur og flutti hús gögnin yfir í þann enda stof- unnar, þar sem ekki var bein- línis stórhríð. — Bráðlega kom Ingimar og negldi fyrir gluggann. Ég ætlaði að vera róleg og sótti spýtur niður í kjallara, en komst ekki með þær nálægt glugganum, vindurinn þeytti mér alltaf til baka. Þó tókst Ingimar einhvern veginn að byrgja gluggann en þá vair veðrið tekið að lægja aftur. — Nú komu dætur mínar heim og vinkona þeirra með þeim og við hömuðumst svo við að moka snjónum og ó- þverranum. í dag hef ég verið að reyna að þurrka góiítepp- ið með rafmagnsofnum. — í þessu raðhúsi eru 7 íbúð ir og rúður brotnuðu á svipað an hátt í þeim öllum nema einni. Brakið, sem braut þær hefur sennilega komið úr þak inu á raðhúsinu Vanabyggð 6, en þar sviptist þakið al- veg ofan af bveimur nyrztu íbúðunum. Kona var að þurrka af uppi á loftinu í ann arri íbúðinni, en vissi þá ekki fyrri til en húlx sá í stór- hríðarbylinn upp um svefn- herbergisloftið. Það varð al- veg ótrúleg eyðilegging á þess um eina kíukkutíma. Maður hlær kannski að handapatinu í sér í dag, en maður hló ekki í gær. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.