Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTIJDAGUR 7. MARZ 1&G9. Helga Einarsdóttir — Minningarorð . . . Mér var þó löngum meira í hug melgrasskúfurinn harði, upprunninn þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði.: ÞEIR kvistir sem festu rætur á landi hér, jafnvel eftir að síga tók á síðari helming 19. aldar, voru vissulega engin stofublóm. Frekar mætti segja að þeirra hlutskifti væri að bjargast á berangri, standa af sér storma, þreyja Þorrann og Góuna, þar til skaraði í veðrið að nokkur t Maðurinn minn Aðalsteinn Kristinsson trésmiðameistari, Bugðulæk 10, lézt í gær. Guðbjörg Vigfúsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar Baldvin Pálsson Dungal, kaupmaður, andaðist í sjúkrahúsi i Leip- zig miðvikudaginn 5. marz. Margrét Dungal og börn. t Eiginmaður minn, sonur og faðir Bjarnhéðinn Árnason, bifreiðastjóri, Seljavegi 6, Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 8. marz kl. 15.00. Vilný Bjamadóttir Guðný Gísladóttir og börnin. t Útför föður okkar, tengda- föður og afa Jóns Waagfjórd Kirkjuteig 14, Vestm.eyjum fer fram frá Landakirkju augardaginn 8. marz kl. 14. Böm, tengdabörn og barnaböm. t Útför móður okkar, tengda- móður og ömmu Ólafar Gísladóttur sem andaðist 27. febrúar sl. fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardagiinn 8. marz kl. 2 e.h. Blóm afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagi'ð. Sveinn Haildórsson og systkin, tengdabörn og barnabörn. von væri að eyja vonarskarð framtíðarinnar. Vissulega varð æfisaga margra mannsbarna sem litu dagsins ljós á þeim hörðu árum ekki lömg. En þeir sprotar sem stóðust vorhretin, og náðu að festa ræt- ur urðu gjarnan sterkir meiðir, sem breiddu lim mót betri tíð og morgunsól tuttugustu aldar. Æfisikeið þeirrar konu sem hér er minnzt, var vissulega þverífkurður þeirra tíma er hún lifði, en það var nærri ein öld. É1 og hret náðu ekki að hefta þroska hennar. Miklu fremur stældu þau kraftana og brýndu manndóm og vilja tifl. átaka. Sjálf tók hún sér í munn gamla máltaekið: Á misjöfnu þrífast börnin bezt. Helga Einarsdóttir var fædd að Simbaikoti á Eyrarbakka 28. marz 1872. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Guðimunds dóttir, frá Efri-Hömrum í Holt- um og Einar Inigimundarsan frá Hárlaugsstöðum í sömu sveit. Eftir skamma dvöl á Eyrar- bakka fluttu foreldrar Helgu og settust að í Leiru á Suðurnesj- um. Þar byggir Einar bæ í Bergvik. Þegar Helga er á fjórða ári andast móðir hennar eftir að hafa alið sitt sjöunda bam. 12 ára fer Helga úr föðurgarði austur í Flóa, er þar í vist á nokkrum bæjum unz hún ræður sig til prestshjónanna að Torfa- stöðum í Biskupstungum, Stein- unnar Thorarensen og sr. Magn- úsar Helgasonar. Þeirra hjóna minntist hún alla æfi með virð- ingu og þökk og rómaði mjög drengskap þeirra og Ijúflyndt. Veru sína þar taldi hún jafnan björtustu árin sín. Hér er hún í blóma lífsins, gjörfuleg gjaf- vaxta mær. Enda- dregur brátt saman með henni og ráðsmanni prestsins ögmundi Gíslasyni. Þessi dyggu hjú gefur prestur saman og aldamótaárið setja þau saman bú að Laugarási í sömu sveit. Þeim er bjart fyrir aiugum. Ung hraust og vilja- t Hugheilar þakkir tij allra sem auðsýndu samúð og vin- arhug við andlát og jarðarför Jónínu Sigurlaugar Óskarsdóttur. Höskuldur Skarphéðinsson og börn Fjölskyldan Laugavegi 50 Fjölskyldan Mánagötu 18. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Sigurlínar Árnadóttur Akurey. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á lyfjadeild Landspítalans, íslendinga, sem greiddu götu okkar í London, Kvenfélagsins Berg- þóru, U.M.F. Njáls og allra annarra, sem réttu okkur hjálparhönd. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Fyrir hönd móður og syst- kina hinnar látnu. Júlíus Bjarnason Haraldur Júiíusson Bjargmundur Júlíusson Lilja Júlíusdóttir Sveinbjörn Runólfsson. mikil hyggja þau gott til bú- skaparins. Það eru miklar annir og umsvif í Laugarási þessa vor- daga. 14. ágúst 1901 elur Helga manni sínum dóttur, Steinunni síðar hjúkruinarkonu. En skjótt brá sól suimri. Hart og þungt kvaddi dauðimn dyra í Laugar- ási. Á s'kammdegis'nóttu þessa sama árs verður hús'bóndinn bráðkvaddur við hlið konu sinn- ar. Björt hof framtíðarinmar hrunin í rúst. Hún verður aifhuga búskap, yfirgefur sveitina og flyzt til Reykjaví'kur. Dóttuirina litlu sikilur hún eftir hjá frændfólki í sveitinni. Varla hefur Helgu þá hlegið hugur í brjósti. Hún ræðst vinoukona á heimiili Sig geirs Torfasonatr kaupmanns og konu hans. Þar dvelur hún til ársins 1911. Þau hjómn reyndust Helgu frábærir húsbændur, tókst með þeim traust vinátta. Helga taldi þau hjón hafa reynzt sér bezt allra vanda- lausra manna og þá mest er á reyndi. Börn þeirra hjóna héldu tryggð við Heligu meðan æfin entist. Vera má að hún hafi ekki talið sporin er hún sinnti þeiim ungum. Árið 1911 giftist Helga í annað simm, Jóni Guðmundssyni kjöt- matsmanmi, hann var traustur, ijúflyndur drengskaparmaður. Þau eiignuðust einn son, Ögmund verkfræðinig. Með einstakri elju og reglusemi umnu þau samhent og samstillt. Komu börnum sín- um til nárns, og eignuðust frið- sælt og gott heimili á Berg- staðastræti 20. Þar andaðist Jón 1952. Að Bergstaðastræti 20 bjó Helga að manni sínum látnuin, ailít til þess að hún fyrir fáum árum fór á Elliheiimilið Grund. Þar naut hún umönnunar og að- hiynningar er hún kunni vel að meta og þakika. Þar andaðist Helga 26. febrúar s.l. 97 ára áð aldri. Hér hefur aðeins verið staldr- að við stærstu vörður á lífsleið Helgu. Löngu og farsælu lifs- starfi er lokið. Hennar hlutskipti varð aldrei að veraaólvermd i hlýjum garði. Ég held það hefði verið andstætt henmar huga, ámóta og að sækjast etftir háum sess í mamnfélagsstigamum. Dag- leg önn og óskipt hugulsemi um heimili og ástvini, vair henni næg llfsrfyliing. Fraimkoma Helgu var sönn og heilsteypt. Henni lét ekki að lát- ast. Hjálpsemi saimtfara hlýju viðmóti, góðri greind og stál- minni, aflaði henni margra góðra vina. Hún tókst á við lífið af manndómi og fullri alvöru, en undir sló bjartur strengur græskulausrar kímni. Eitt sinn sagði Helga mér frá atviki þegar hún var barn heima t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu bæði nær og fjær fyrir auðsýnda sam- ú’ð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar Klöru Sigurðardóttur Kirkjubraut 15, Akranesi. Elías Níelsson, börn, tengdabörn og barnabörn. í Bergvík. Faðir þeirra var á sjó að vanda. Sjórinm brimaði stkyndilega, móðir og börn tóku að óttast um að faðir þeirra næði ekki landi. Þau fóru niður í vör- ina og báðu himnaföðurinn að pabbi kæmi heill að landi: Hann kom, síðan er ég trúuð, og hetf ölfl þessi ár þreifað á handleiðslu æðri rnáttar. Svo bætti hún við: En það slkaðar ekki neinn, og er ekki vantraust á almættið, að hjálpa ei'tlítið til sjálfur: Bjart bros blikaði í öldnum augum blandað glaði kankvísi. Það ber ekki að harma þótt þreyttur fái hæga hvíld að liðn- um löngum startfsdegi. Börnin hennar tvö miunu sakna móður, svo og allir ættingjSr og vinir hinnar látnu, sem eiga góðum vini á bak að sjá er hún fer. Þó mun efst í huga allra þeirra þakkir fyrir langa og ljúfa sam- fylgd. J. P. Ingunn Sveinsdóttir Akranesi — Minning INGUNN Sveinsdóttir andaðist 25. febrúar sl. í Sjúkrahúsi Akra- ness, tæplega áttatíu og tveggja ára að aldri. Útför hennar var gerð laugardaginn 1. marz að viðstöddu fjölmenni vina og ætt- ingja. Við andlát hennar má segja að orðið hafi héra'ðsbrestur. Einn af beztu og fegurstu strengjum íslenzks mannlífs brast. Hógværasti persónuleiki, sem ég hef þekkt, hefur þar með, endað æviskeið sitt í hljóðlátri kyrrð, eftir langt og athafna- samt ævistarf, sátt við guð og menn. Ingunn var dóttir Sveins Guð- mundssonar, síðasta hreppstjóra Akraness, mikils atorku og drengskaparmanns og framá- manns í félagsmálum Akurnes- inga um áratugi, og konu hans Mettu Hansdóttur Hoffmann. Metta var dóttir Hans Péturs- sonar Hoffmanns og konu hans Ingunnar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu að Bakkafit hjá Búðum á Snæfellsnesi. Þau Ingunn og Hans eignúðust sex börn er upp komust, einn dreng og fimm stúlkur. Systkinin í litla lágreista bænum að Bakkafit voru öll óvenju glæsileg og mannvæn- leg. Sonurinn, Pétur, var þeirra yngstur og dó langt um aldur fram, aðeins tuttugu bg átta ára gamall. Var hann þá þegar orð- inn mikilsmetinn formaður á eig- in: skipi, með valinn mann í hverju rúmi/ Horfði hann djarft til framtíðarinnar og hafði þeg- ar lagt nokkurn grundvöll að umsvifamikilli verzlun og út- gerð á Akranesi þegar kallið kom og hann fórst í því mikla mannskaðaveðri 7. janúar 1884, sem við hann er kennt og kallað Hoffmansve'ðrið. Pétur var ókvæntur og barnlaus. En svo var hann ástsæll, að margir hon- um óskyldir skírðu börn sín eft- ir honum. Systurnar fimm hétu Guðrún, Metta, Elínborg, Kristjana, Agn- es og Ingunn. Voru þær állar gjörfulegar og eftirsóttar heima sætur, sem settu fagran svip á samtíð sína með óvenjulegum hæfileikum, skapfestu og ráð- deildarsemi. Engin þeirra mátti vita af neinum er hjálparþurfi var, án þess að reyna að leysa vandann. Matarlausum var gef- inn sfðasti biti úr búri. Köld- um yljað, fatalausir klæddir og vesalingum veitt andlegt og lík- amlegt skjól. Ég leyfi mér að tilfæra hér litla sanna sögu af einni systr- anna, sem gæti þó átt við hverja þeirra sem væri. Sagan gerðist á þeim tíma, þegar stúlkum var refsað með opinberri flengingu fyrir a'ð eignast lausaleiks- börn. Eitt sinn var lögregluþjónn í Reykjavík, „Valdi pól“, að leiða eina slíka stúlku niður á Aust- urvöll, þar sem refsingin átti fram að fara. Stúlkan var ný staðin upp úr sængurlegunni, náföl og illa á sig komin, um- koimulaus og hrædd. Þegar þau ganga fram hjá husi Kristjönu, sér hún þessa „ólánsstúlku“ og ásigkomulag hennar, fyllist Kristjana slíkri reiði og með- aumkun með stúlkunni, að hun hleypur í veg fyrir yfirvaldið og tók stúlknna af honum með þeirri festu og einbeittri hörku, án þess að segja eitt orð, að „Valdi pól“, sem þó var þekkt- ur fyrir hörku og ákveðni, sagði siðar, að það hefði hann orðið hræddastur um sína daga, þeg- ar Kristjana kom og reif stúlk- una úr höndum hans. Allt sem þær systur gerðu var gert í rólegheitum, hávaðalaust, með reisn og hjartahlýju. Hjálp- semi þeirra kom beint frá hjart- an. Drengskapurinn var þeim í blóð borinn. Þannig var sá meiður er Ing- unn Sveinsdóttir var af sprott- in og sennilega hefur enginn af afkomendum þeirra systra frá Bakkafit, erft jafn mikið af eig- inleikum þeirra og mannkostum og einmitt hún. Ingunn var gift Haraldi BöðV- arssyni og bjó honum og börn- um þeirra, Sturlaugi og Helgu, fagurt og hlýtt heimili, sem bar af flestum öðrum fyrir myndar- skap og hreinlæti. Þangáð var gott að koma og dvelja með þeim hjónum, allt var svo lát- laust og friðsælt, rausnarlegt en smekklegt. í góðra vina hópi voru þau hjón mjög ræðin og gamansöm og höfðu mikla ánægju af græskúlausu gamni. Þá kímdi húsbóndinn éða, hló, en hús- freyjan hló hjártanlega, því hún var svo innilega hláturmild. Ingunn og Haraldur voru ákaf- lega samrýmd og samtaka í öll- um málum, ræddu hvert atriði saman og tóku sínar ákvarðanir eftir vandlega athugun. Ég held að Haraldur hafi aldrei tekið endanlega ákvörðun um stærri mál í sínum umfangsmikla at- vinnurekstri, án þess að leita fjrrst álits sinnar ráðhollu og framsýnu eiginkonu, enda fylgd ist hún af áhuga, með hverjum þætti starfsseminnar alla tfð. Ingunn vann mikið starf að mannúðar og framfaramálum á Akranesi. Hugsjónir hennar voru að líkna þjáðum, hjúkra sjúkum, auka fræðslu og örfa guðstrúna. Og hún var hugsjón- Þakka öllum vinum og ætt- ingjum skeyti og heimsóknir á átíræðisafmælisdegi mín- um 3. marz. Þórey Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.