Morgunblaðið - 07.03.1969, Side 24

Morgunblaðið - 07.03.1969, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. Gæði í gólfteppi Gólfteppageröin hf. Grundargerði 8. — (Áður Skúlagötu 51). Sími 23579. Vymura vinyl-veggfóður .. -. ■ ÞOLIR ALLAIM ÞVOTT UTAVER Grensásvegi 22-24 æ Simi 30280-32262 — Grein Gunnlaugs Framhald af bls. 17 og afgreiðslufrestur miklu skemmri, en völ hefur verið á hér heirna eða annarsstaðar, auk þess hefur framleiðslan reynst mjög vel. Verksmiðjan á von á stórri dósasendingu með Tungu- fossi, sem hleður í Kristianssand nú í vikulokin og síðan á eftir- stöðvunum um miðjan aprílmán uð. Það skal sérstaklega tekið fram að Síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins á nægar birgðir af síld til þess að leggja niður fyrir um- ræddan samning sinn við Prodin- torg og eru það því staðlausir stafir, sem fullyrt hefur verið í útvarpserindi og blöðum, að verk smiðjuna vantaði síld til þess að geta uppfyllt samninga sína. Að lokum vil ég leggja áherzlu á, að reynt hefur verið að selja sem mest magn af niðurlagðri síld frá verksmiðjunni, en mark- aðir reynst mjög takmarkaðir og enginn aðili keypt verulegt magn nema Sovétríkin, en þó miklu minna en reynt hefur verið að selja þeim og samningar þangað jafnan takmarkast við það lág- marksmagn, sem Rússar hafa skuldbundið sig til að kaupa_ í verzlunársamningunum milli ís- lands og Rússlands á hverjum tíma. HÚSBYCCJENDUR - ÍBÚÐAREICENDUR Við bjóðum yður með stuttum fyrirvara: Fataskápa (allar stærðir), sóltoekki, eldhúsinnrétt- ingar og annað tréverk. SMÍÐASTOFAN HF. Trönuhrauni 5 — Sími 50855. HÆTTA Á NÆSTA LEITI —<■— elfir John Saunders og Alden McWilliams Jæja Rondo, hvað finnst þér? Pierre Matin var snillingur í meðferð vatnslita, Troy . . . sjáðu bara. (2. mynd). En með stækkunargleri og dálítilli heppni get ég líka orðið snillingur . . . flýttu þér með teið konukiind. TEIÐ? (3. mynd). Þetta er ekki til drykkjar, Danny. Axtel At- hos hefur áhuga á mynd sem máluð er fvrir einni öld. Smásopi af köldu tei get- ur elt pappír um mörg ár. Vegna þess að ekki hefur reynzt unnt að selja meira magn á er- lendum mörkuðum en raun ber vitni, hefur verksmiðjan ekki haft verkefni nema í 3 til 4 mán- uði á ári og framleiðsla hennar því takmarkast við söluna á hina erlendu markaði, því alltof á- hættusamt er að leggja út á þá hálu braut, að framleiða þessa vöru án þess að hafa selt hana fyrirfram, því að geymsluþol nið urlagðrar síldar er mjög takmark að. Reykjavík, 6. marz 1969. Gunnlaugur O. Briem, framkvæmdastjóri SíldarniS- ursuðuverksmiðju ríkisins. — Reykjavíkurborg Framhald af bls. 17 að hann teldi að vísitölubæturn- ar ætti að greiða meðan samn- ingar stæðu a. m. k. Borgarstjóri tók aftur til máls og sagðist ekki draga það í efa, að Guðmundur skýrði rétt frá vitneskju sinni um bréfið. Það hins vegar sýndi, að hvorki Jón Snorri Þorleifsson eða Guðmund ur J. Guðmundsson hafa litið bréfið þeim sérstöku augum Guð mundar, úr því þeir sögðu hon- um ekki frá því. Þeir hafi gert sér greín fyrir, að hér var um eðlilega afstöðu Reykjavíkur að ræða. Reykjavík mundi fylgja gerðum samþykktum um kaup og kjör, þegar samningar tækjust og sagðist borgarstjóri vona, að þeir tækjust sem fyrst. Þá lagði borgarstjóri fram til- lögu til frávísunar tillögu þeirra Guðmundar og Einars. í tillögu borgarstjóra segir, að i trausti þess að kjaradeilan leystist teldi borgarstjórn ekki ástæðu til að taka afstöðu til hennar nú og vísaðl tillögu Guðmundar Vig- fússonar fr:á. Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 10 atkvæðum Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokksmanna gegn 5 atkvæðum kommúnista og Framsóknarmanna. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Tarobei látið skapið bitna á Zensuku og bá hefuT hann fleygt þvi, sem naest var á eftir hon- um. í annað skiptið fleygði hann í Zensuku ausu og í hitt skiptið pönnu. Ég veit að strák- urinn er klaufi, en hann er nú Uka aðeins ellefu ára“. „Ég skil“, sagði Oka hugsandL „Auðvitað væri það ekki viðeig- andi fyrir eiginmann þinn að tala um þetta við bróður sinn“. Hann sat augnablik hugsi og sagði því næst: „Ég skal tala við hann“. „Tarobei?“ spurði kon an áköf. „,Vissulega ekki“, sagði Oka. „Ég ætla að tala við Zensuku“. „En, herra dómari, ekki er þetta barninu að kenna. Hann er aðeins ný byrjaður að vinna. Það er ekki óeðlilegt, að hann geri eitthvað rangt til að byrja með. Ef Taro bei hræddi hann ekki svona mikið myndi hon- um ganga betur í vinn- unni". „Hvað sem öðru Uður ætla ég að tala við Zen- suku“, sagði Oka. „Ég get ekki talað við Tarobei, vegna þess að þú hefur ekki kvartað undan hon um. Ert þú búin að gleyma? Það er á móti lögunum". Konan fór nú he'm hrygg í bragði. Hún var að hugsa um hvort allar sögurnar um hinn vitra og góða dómara væru uppspuni einn“. Næsta dag ákvað Oka dómari að fara í verzlun- ina til Tarobei kaup- manns. Þegar hann kom að búðinni heyrði hann mikinn hávaða og læti innan frá. Skyndilega kom Zen- suku þjótandi út á flótta undan barsmíðum hús- bónda síns. Hann rakst á dómarann og þeir duttu báðir kylliflatir. Þetta var þeim báðum til góðs, því það bjargaði þeim frá því að fá stóra járn- pottinn hans Tarobei í höfuðið. Hann hafði hent pottinum á eftir Zensuku og hrópað um leið: „Hafðu þetta, strákáfétið þitt“. Þegar kaupmaðurinn sá hversu litlu munanði að hann hefði hitt þenn- an fræga dómara með pottinum féll hann á kné og bað Oka háetöfum um fyrirgefningu. En Oka steig rólega á fætur, og lét sem hann hefði ekki heyrt í kaup- manninum og sagði: ,,Ég óska eftir að fá að sjá samninginn milli þín og foreldra drengsins varð- andi atvinnu hans hér.“ Kaupmaðurinnn flýtti sér og sótti skjölin. Oka leit yfir þau og sagði síð an: „Með tilliti til þessa samnings átt þú, drengur minn, að fá hér fæði, klæði og húsnæði og einn ig máttu taka við þeim gjöfum, sem húsbóndi þinn víkur að þér“. Zensuku kinkaði kolli og horfið niður. „í staðinn fyrir þetta áttu að þjóna húsbónda þínum af trúnaði i tíu ár. „Já, já,“ sagði Zens- uku. „Jæja þá,“ hélt Oka áfram, „ég skipa þér að vinna vel til þess að gleðja húsbónda þinn“. Tarobei neri saman höndunum af ánægju við þessi orð dómarans á meðan Zensuku lofaði að bæta sig. Oka brosti vingjarn- lega til hans. „Ég veit að þú munt gera þitt bezta", sagði hann. „Taktu nýja járnpottinn þinn og geymdu hann vel.“ „Pottinn minn?“ sagð' Zensuku steinhissa. „Auðvitað“, sagð Oka. „í samningnum stendur að húsbóndi þinn megi gefa þér gjafir ef hann óskar þess og ég heyrði hann greinilega segja: „Hafðu þetta“, þegar hann henti pottinum. Svo að þú hlýtur nú að eiga pottinn. Og lika ausuna og pönnuna og annað, sem hann hefur hent ti; þín. Þú átt það allt sam- an“. „Herra minn“, sagði Tarobei í mótmælaskyni, „ég ætlaðist ekki til . . .“ „Að vera að fleygia gjöfum í börn“, greip dómarinn fram í. „Auð- vitað ekki. Og ég dáist af gjafmildi þinni við bróð urson þinn. Ef þú heMur áfram að vera svona gjaf mildur rennur upp sá dag ur að Zensuku á alla verzlunina“. Og Oka brosti til þeirra beggja, sneri sér siðan undan og gekk áleiðis heim. ■y*m Upp frá þessu hætti Tarobei að fleygja hlut- um i frænda sinn. Og ekki leið á löngu þar til þeir urðu beztu vinir. <■ Skrýtlur * Bónda nokkrum varð það á að stíga á kjólfald hefðarkonu í kaupstað. „Hefur þú ekki augu í hausnum, nautið þitt?“ sagði konan „Ég varaði mig ekki á þessu“, svarði bóndinn, „því að í sveitinni hafa kýrnar ekki svona lang- an hala. Faðirinn: „Ég skal gefa þér eina krónu, Gunnar litli, ef þú verður góður drengur í dag“. Gunnar: „Nei, pabbi. Fyrir svo lítið geri ég það ekki". Kennarinn: „Hvaða þrjú orð segja nemend- urnir oftast? Nemandinn: „Ég veit ekki”. Kennarinn: „Alveg rétt“. „Mér þykir það leitt, frú“, sagði maðurinn á þvottastöðinni við kon- una, sem kom í bíl, sem var allur beygður eftir árekstur, „við þvoum að vísu bíla hérna, en við tökum alls ekki að okk ur að strauja þá“. „í gær sagði læknirinn við afa, að giktin í hægri fæti hans stafaði af þvi, hvað hann væri orðinn gamall". „Og hvað sagði afi þinn við því?“ „Hann sagði, að vinstri fóturinn væri nú jaín gamall og þó finndi hann ekkert til í honum". 1 AFRIKU (lausn úr síðasta blaði). Hlutirnir nr. 4, 5 og 8 eiga ekki heima í Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.