Morgunblaðið - 07.03.1969, Side 28

Morgunblaðið - 07.03.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969. reist og hagar sér eins og hún væri einhver konungborin per- sóna. Er plága á öllum — að kallinum meðtöldum. Og svo hef ég auðvitað boðið Benny og Joe og svo vitanlega Peter. Svo er það hann Brad og einn bók- haldarinn og kona hans, sem flaug einhverntíma með okkur. (Já, það er satt, ég hef líka boðið honum Svarta Mack. Ham ingjan má vita, hversvegna hann þurfti að vera svona andstyggi- legur í sambandi við hringinn minn. Skyldi hann nú koma? r , ÁLFTAMÝBl 7 LOMAHÚSIÐ simi 83070 Opið aila daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blómahúsinu. Joy þagnaði og taldi á fingr- unum. — Mc Macall flugstjóri? sagði Lísa kæruleysislega og sneri sér undan til þess að Joy sæi ekki hvernig hún opnaði augun, við að heyra nafn hans nefnt. — Það get ég varla ímyndað mér. Hann er ekki mikið gefin fyrir samkvæmi, held ég. En nú verð urðu að fara í bælið. Ekki meira kex. Þú kemst alls ekki í dragtina þá arna nema þú far- ir varlega. Lísa lá lengi í myrkrinu og hugsaði um Blake. Hryggð henn ar var í seinni tíð orðin bland in móðgun og jafnvel reiði. Bara að hún gæti botnað í þessum manni. Það yrði hræðilegt, ef hann nú tæki upp á því að koma í veizluna. En það þýddi ekkert að vera að fárast um það. Þetta var svo langt undan enn. Joy ætlaði til Bexhill næsta dag og ekki von á henni aftur TAKID EFTIR - GAMLA VERÐID Seljum næstu daga vandaðar og fallegar eftirprent- anir af málverkum eftir Picasso, Utrillo, Cezanne, R. Wood, Van Gogh, Buffet, Con Stable, Murillo, Renoir og marga aðra þekkta málara. Getum boðið myndir í stærðinni 52 x 73 cm. á aðeins kr. 595.— Komið, skoðið og sannfærizt. INNRÖMMUN OG EFTIRPRENTANIR Laufásvegi 17, sími 83119. fyrr en að morgni brúðkaups- dagsins. Lísa hafði reynt að teíja hana á að bjóða að minnsta kosti foreldrum sínum í brúð- kaupið, en kom fyrir ekki. Hún sagði, að þetta væri ekki sann- gjarnt gagnvart foreldrum Ham- ish, en Lísa hafði grun um, að Joy skammaðist sín fyrir for- eldra sína. Lísu fannst þetta bæði hryggilegt og heimskulegt um leið. Hún vaknaði um morguninn í órólegu skapi, og lá stundar- korn kyrr í rúminu og reyndi að gera sér grein fyrir þeim áhyggjum sínum, sem hendi voru næst. Þar var efst á blaði að hitta Peter um kvöldið. Gat hún fundið eitthvert afsökunar- efni til að losna við hann Ekki gat hún farið að ljúga að honum og særa tilfinningar hans. En þarna var hún ef til vill farin að gera sér rellu óþarflega snemma, því að vel var hugsanlegt, að hann mundi ekkert breyta fyrri framkomu sinni. Þessar ímyndanir hennar gátu verið hættulegar. Þau höfðu ákveðið að hittast í Flughersklúbbnum, þar sem 49 Lísa þurfti að fara þangað í grennd í einhverju snatti fyrir Joy. Hún kom nokkrum mín- útum of seint og Peter varð ofsa kátur, er hann hitti hana eina. Hann fór með hana í rólegt horn í salnum og pantaði uppá- halds sérríið hennar. Hún var í gömlum grænum frakka með uppbrettum kraga. Hann hélt á- fram að stara á hana og sagði: — Þú ert yndisleg í kvöld. Þú ert alltaf að verða fallegri og fallegri. Lísu fannst þetta allt heldur hlægilegt. Hún óskaði þess heit- ast, að hann vildi vera eins og honum var eðlilegast, hrein- skilinn og blátt áfram. Henni gramdist þetta og fór að tala um einhverja hversdagslega hluti. Hún varð sárfegin, þeg- ar tími var kominn til að fara í leikhúsið. Bíllinn hans var í geymslu og það var erfitt að ná í leigubíl, og þetta gramdist henni einnig. f leikhúsinu var hann allur á hjólum kringum hana, hallaði BEZTU KAUPIN ERU í MICHELI N * sama tZ HJÓLBÖRÐUNUM MICHELIN X spara benzín 1—13%. — Þetta er staðreynd og hefur verið sannprófað af RAC í Eruglandi oig ýmsum b tf re ið af élögum í Hbllaindi, Belgíu, Þýzkalandi og Frakk- landi. MICHELIN X hafa sérstak- lega góðan gripflöt og veita þaminig meira öryggi. Þeir eru mjúkir og VEITA ÞÆGI- LEGAN AKSTUR. MICHELIN X hafa tvöfalda endingu á við aðra. FÓLKSBÍLA- OG VÖRUBÍLA- HJÓLBARÐAR NOTIÐ ÞAÐ BEZTA. NOTIÐ MICHELIN. Hf. Egill Vilhjálmsson LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40. sér ofmikið upp að henni, og bauð henni vindling, sem hún kærði sig ekki um. Svo illa vildi til, að hún hafði séð þetta leikrit áður. Og það var ekki leikrit til að horfa á tvisvar. í hléunum sagði hann henni frá dvöl sinni í Ameríku. Hann vonaði að geta haft það rólegra nú, það, sem eftir væri af samningstíma hans. Hann spurði hana um Símon og hún sagði honum í sem fæstum orð- um um veikindi sem hún hafði orðið svo hrædd við. Hann sagð ist vilja fara einhvern daginn að heiiœækja drenginn. Lísa sagði að það væri sjálfsagt hægt þegar brúðkaupið væri af stað- ið. Tjaldið fór nú upp fyrir síð- asta þáttinn, en Lísa gat ekki haft hugann við persónurnar á sviðinu. Þau fengu sér kvöldverð í litlu veitingahúsi í Chelsea, þar sem þau höfðu oft komið áður. Venju lega hafði hún gaman af að horfa á listamannalýðinn þarna og þetta uppgerðar-leikhúsfólk, sem þarna kom að staðaldri. En í kvöld hundleiddist henni, þrátt fyrir ágætan mat og all- ur þessi gervilýður fór í taug- arnar á henni. Hún hafði ekki rænu á að halda almennilega uppi samræðum meðan þau möt- uðust, en fyrirleit sjálfa sig og þráði það heitast að komast í rúmið. Henni var næst að halda. að hún væri ekki enn búin að jafna sig eftir síðustu flugferðina, sem hafði verið erfið, því að hún svaf illa, en jafnframt skamm- aðist hún sín fyrir framkomu sína fyrir framkomu sína gagn- vart Peter. Það var orðið eitt- hvað breytt, sambandið milli þeirra og hún fann aðeins til leiðinda og gremju. Hann hafði sýnilega áhyggjur af þessu og flýtti sér að biðja um reikninginn og heimtaði að fylgja henni heim, tafarlaust. Þegar þau nálguðust bústað hennr, reyndi hann að fá hana til að halla höfðinu á ökl hon um. Hún hvíldi sem snöggvast á öxlinni og þá laut hann fram og kyssti hana mjúklega á var- irnar. Varir hans voru mjúkar og ofurlítið rakar. Hún fann til velvildar og þakklátsemi, en heldur ekki meira. — Þú ert alveg uppgefin, vesl ingurinn, sagði hann. — Þú verð ur að flýta þér í rúmið. Á ég að korna inn og finna þér eitt- hvað í eitt glas eða þessháttar? — Nei ég þarf ekkert annað en fara að sofa. Fyrirgefðu, hvað ég er leiðinleg, og þakka þér fyrir í kvö'ld. Nei, stigðu ekki út. Haltu í bílinn, þú nærð aldrei í annan á þessum tíma nætur. Góða nótt. Áður er hún hafði lokað úti- dyrunum sínum, hafði hann reynt að segja eitthvað, en hún lézt ekki heyra það og bíllinn ók af stað. Það var sólskin og blíða að morgni brúðkaupsdagsins. Lísa hafði stillt vekj araklukkuna á átta, og þegar hún kom á fæt- ur opnaði hún gluggann til þess 7. MARZ 1969 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Ef þú ert samvinnuþýður geturðu komizt eitthvað áleiðis. Nautið 20. apríl — 20. maí Einbeittu þér að skyldustörfum, en reyndu að fylgjast með straumnum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Enginn vinanna er í rauninni samferða þér, svo að þú skalt bara fara eigin götur, og þeir munu smámsaman fylgja eftir. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Notaðu tímann vel til að ganga frá öllu sem ólokið er. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Gefðu gaum að vinum og ættingjum fjarri. Gerðu heiðarlega tilraun til að treysta vináttuböndin. Meyjan 23. ágúst — 22. september Eðlisávísun þín heldur áfram að verða þér hollasti vegvísir- inn. Það eru ótal hlutir, sem þú átt eftir að ganga frá. Vogin 23. september — 22. október Þolinmæðin virðist ætla að verða þér erfið Reyndu að gleyma þessu, með því að 01063 fólki heim í kvöld. Spordrekinn 23. október — 21. nóvember Farðu þér hægar, en þig langar til. Reyndu að lagfæra eigin galla. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Ruglingslegur dagur, og unga fólkið er þér erfitt Kvöldið verður álíka skemmtilegt. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Ef þú færð eitthvert frí, kemstu að ágætum kjörum. Láttu þá, sem skapa þér erjur, engu skipta. Farðu f bíó. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Farðu eitthvað um helgina, eða hugleiddu aðrar hliðar lífsins. Reyndu einhverja listgrein eða skriftir. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Samstarf gengur betur. Þú getur fengið nóga menn í félag við þig. Sá á kvöl, sem á völ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.